Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 17
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 17
SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK um
náttúruvernd gangast um helgina
fyrir vinnu og fræðslu um jarðvegs-
vernd á Suðurnesjum.
Á laugardag verður fræðsla og
náttúruskoðun. Kannaðar upp-
græðslutilraunir og jarðvegsrof við
Voga og Njarðvík en þó einkum
fimm ára gömul tilraun til að græða
rofdíla nálægt Aðalgötu í Keflavík.
Þátttakendur aðstoða við að meta
niðurstöðurnar. Þá fá þátttakendur
leiðsögn við að greina plöntur og
meta jarðvegsrof hjá Ólafi Arnalds
jarðvegsfræðingi. Á sunnudag verð-
ur hafin ný rannsókn, reitir valdir,
merktir og gróðurgreindir, borið í þá
ýmist hey, skítur eða molta og sumir
látnir óhreyfðir. Verður síðan fylgst
með framvindunni næstu ár, að því
er fram kemur í fréttatilkynningu
frá samtökunum.
Þátttakendur eiga að mæta klukk-
an tíu báða dagana að Kirkjugerði 7 í
Vogum. Þorvaldur Örn Árnason hef-
ur umsjón með verkefninu, annast
skráningu og veitir nánari upplýs-
ingar.
Fræðst um jarðvegs-
rof og landgræðslu
Suðurnes
SEX starfsmenn hafa verið ráðnir til
að uppfæra fyrirtækjaskrá
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu
Reykjanesbæjar. Munu þeir leita
eftir upplýsingum hjá forsvarsmönn-
um fyrirtækja á næstunni.
Markaðs-, atvinnu- og menningar-
svið Reykjanesbæjar hefur í sam-
vinnu við fleiri stofnanir bæjarins
falið starfsmönnunum að hafa sam-
band við öll fyrirtæki á Suðurnesjum
til að uppfæra fyrirtækjaskrá MOA.
Starfsmennirnir munu hafa sam-
band símleiðis við fyrirtæki til að
safna upplýsingum um starfsemi,
fjölda starfsmanna, heimasíður,
tengla, netföng o.þ.h. Er þessi upp-
færsla liður í stefnumótun MOA í at-
vinnumálum og framhald á könnun
sem gerð var árið 1998 þegar skráð-
ar voru í fyrsta sinn upplýsingar um
öll fyrirtæki á svæðinu á vegum
skrifstofunnar.
Uppfæra
fyrirtækja-
skrá MOA
Reykjanesbær
FYRIRTÆKIÐ G. G. Sigurðsson
ehf. átti lægstu tilboð í gerð gang-
stétta og malbikun stíga í Grindavík
á þessu ári. Bæjarráð hefur ákveðið
að taka fyrra tilboðinu en frestað því
að ganga frá hinu síðara.
Þrjú tilboð bárust í bæði verkin.
Ákveðið hefur verið að semja við G.
G. Sigurðsson ehf. um að leggja
gangstéttirnar fyrir tæpa 7,1 milljón
en kostnaðaráætlun var tæpar 6,7
milljónir. Bæjarráð frestaði hins
vegar að taka afstöðu til tilboða í
malbikun stíga. Þar bauð G. G. Sig-
urðsson ehf. tæpar 8,9 milljónir en
kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúm-
ar 10 milljónir.
Lægstir í gang-
stéttir og stíga
Grindavík
♦ ♦ ♦
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122