Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 24
ERLENT
24 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þú getur keypt boli, sundpoka,
töskur, golfvörur, geisladiskahulstur,
klukkur, reiknivél o.fl. á einstöku
verði beint af Netinu með öruggum
hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar
á mbl.is og færð þær sendar heim
til þín eða á vinnustað.
Þú getur líka komið við hjá okkur í
Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1,
og skoðað vörurnar þar.
Líttu inn hjá okkur
fyrir ferðalagið!
mbl.is
Nýjar vörur
KÚBVERSKA þjóðþingið sam-
þykkti samhljóða á miðvikudag
breytingar á stjórnarskrá landsins,
sem er ætlað að gera sósíalíska
stjórnarhætti óafturkallanlega um
alla framtíð. Telur Felipe Perez
Roque, utanríkisráðherra Kúbu, að
innlimun sósíalískra stjórnarhátta í
stjórnarskrána geti reynst gagnleg
til að viðhalda núverandi kerfi eftir
fráfall Fidels Castro, leiðtoga Kúbu,
og bróður hans, Raul, sem gegnir
embætti varnarmálaráherra. Hing-
að til hefur lítið veri rætt um hver
þróunin verður á Kúbu eftir fráfall
Castro-bræðra og annarra upphafs-
manna kúbversku byltingarinnar.
Castro segir sjálfur um breyting-
arnar að með þeim tryggi Kúba
framtíð sína og þær móti einnig hug-
myndafræðilegan grunn sem þjóðin
muni aldrei snúa frá aftur. Umræður
um stjórnarskrárbreytinguna stóðu
yfir í þrjá daga á kúbverska þinginu
og tóku hundruð fulltrúa, auk sér-
stakra gesta sem boðið var til um-
ræðnanna, til máls og lýstu yfir
stuðningi við tillöguna.
Umræðunum um stjórnarskrár-
breytinguna var sjónvarpað beint í
kúbverska ríkissjónvarpinu og lok-
uðu stjórnvöld í tilefni þeirra bönk-
um, skólum og flestum skrifstofum
og verksmiðjum svo að almenningur
gæti fylgst með þeim. Andstæðingar
stjórnarinnar á eyjunni gagnrýndu
lokanirnar og sögðu ákvörðun
stjórnvalda geðþóttafulla, hún lam-
aði atvinnulíf eyjanna og sökum fá-
tæktar mætti Kúba ekki við slíku.
Enginn vafi lék á því að stjórnar-
skrárbreytingin yrði samþykkt á
kúbverska þinginu en þar situr 601
fulltrúi og eru 535 þeirra meðlimir í
Kommúnistaflokki Kúbu. Auk þess
hafði Castro fyrirskipað að stjórn-
arskrárbreytingin yrði rædd „svo
lengi sem þörf krefði“. Í síðustu viku
söfnuðu stjórnvöld undirskriftum
99% kúbverskra kjósenda á bæna-
skjal þess efnis að ekki yrðu gerðar
breytingar á sósíalískum stjórnar-
háttum á eyjunni.
Breytingunni einnig beint
gegn stjórnarandstæðingum
Stjórnvöld á Kúbu segja stjórnar-
skrárbreytinguna nú svar við stefnu
George W. Bush Bandaríkjaforseta,
sem neitaði í maí að aflétta viðskipta-
og ferðahindrunum á Kúbu þar til
þar yrðu gerðar endurbætur sem
fælu meðal annars í sér frjálsar
kosningar. Þá hótaði stjórn Bush því
að herinn myndi hugsanlega grípa til
forvarnaraðgerða gegn þjóðum sem
styðja hryðjuverk, en Kúba er að
mati Bandaríkjanna ein þeirra. „Al-
þjóðalög, sem stjórn Bush virðist
ákveðin í að virða að vettugi, veita
Kúbu rétt til að ákveða hvaða stjórn-
arhættir eru viðhafðir hér,“ sagði
Roque, utanríkisráðherra Kúbu.
Stjórnarskrárbreytingunni nú
virðist þó einnig vera beint gegn
stjórnarandstæðingum, sem standa
fyrir svonefndri Varela-áætlun, en
þeir söfnuðu 11.000 undirskriftum
meðal almennings í síðastliðnum
mánuði. Þar var þess krafist að hald-
in yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um
endurbætur, meðal annars hvað
varðar mál- og fundafrelsi, rétt til að
reka fyrirtæki og kosningaumbætur.
Ætlað að tryggja
sósíalisma eftir
fráfall Castro
Havana. AP, AFP.
TEIKNING af nýju japönsku til-
raunaverkefni með hljóðfráa þotu
sem vonast er til að hægt verði að
prófa í næsta mánuði. Frumgerðin,
sem reyna á í eyðimörkum Ástralíu,
verður smækkuð eftirmynd hinnar
eiginlegu vélar, sem á að geta flogið
á tvöföldum hljóðhraða, hafa tvöfalt
meira flugþol en Concorde, taka
þrisvar sinnum fleiri farþega og
mengunin frá henni á að verða að-
eins 25% af því sem er frá Concorde.
Þótt þetta hljómi ef til vill eins og
vísindaskáldskapur segjast jap-
anskir vísindamenn vera tilbúnir að
sýna fram á að svo sé ekki. Flugvís-
indastofnun Japans, sem er rekin af
hinu opinbera, hefur hannað þessa
nýju flugvél, er nefnist NEXST, og
ef tilraunir ganga að óskum er von-
ast til að hún verði tilbúin til al-
mennrar notkunar 2012. Frum-
gerðin, sem flogið verður í Ástralíu
11. júlí nk., verður án hreyfla og
verður borin upp af rakettu með
svipuðum hætti og bandarísku
geimskutlurnar eru fluttar út í
geiminn. NEXST verður síðan flog-
ið á tæplega 2.500 km hraða í 14
mínútur og síðan á hún að svífa til
jarðar í fallhlífum.
Tilgangurinn með þessari tilraun
er að ganga úr skugga um að lögun
vélarinnar virki eins og skyldi, en
hugmyndin er, að lögunin dragi úr
hávaðanum sem fylgir hljóðfráu
flugi um helming. Ætlunin er að
gera fleiri tilraunir með NEXST á
næstu tveim árum og verða þá not-
aðir bandarískir hreyflar til að
knýja hana áfram.
Ekki eru allir á eitt sáttir um
ágæti þessara fyrirætlana, og hefur
verið bent á, að lítil þekking sé fyrir
hendi í Japan varðandi flugtækni,
og Japanir hafi ekki lagt neitt mik-
ilsvert af mörkum til flugs síðan í
síðari heimsstyrjöld. Og jafnvel þótt
verkfræðikunnátta sé fyrir hendi sé
ekki tryggt að hljóðfrá vél sem
þessi verði fullkomlega öruggur
farkostur en slíkt sé algert skilyrði
þess að vélin geti orðið meira en til-
raun. Engu skipti hversu hagkvæm
vélin verði í rekstri, sé hún ekki
fyllilega öruggur farkostur verði
aldrei neitt úr neinu.
Engu að síður fylgjast önnur fyr-
irtæki í flugvélaiðnaðinum, eins og
t.d. Boeing, grannt með framvindu
mála. Boeing kynnti fyrir nokkru
hugmyndir sínar um smíði hljóð-
frárrar þotu. Wade Cornelius, að-
stoðarframkvæmdastjóri hjá Bo-
eing, sagði að þar á bæ hefðu menn
vökult auga með því sem Japanirnir
eru að gera. „Ég held að væntingar
þeirra séu raunhæfar. Þeir eru í
fremstu röð í þróun þessarar
tækni.“
AP
Tilraun með nýja
hljóðfráa þotu