Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Dugguvogi 4 • www.slippfelagid.is Gæðamálning endist lengur. Við veitum persónulega ráðgjöf um verndun og viðhald húsa.NON N I O G M A N N I | Y D D A • N M 06 52 8 • si a. is ÁRNI Johnsen, fyrrverandi alþing- ismaður, sendi ávísun fyrir úttekt hjá BYKO fyrir rúmlega eina milljón króna sem hafði verið færð á bið- reikning byggingarnefndar Þjóð- leikhússins, eftir að framkvæmda- stjóri timburdeildar BYKO sagði honum að blaðamaður hefði spurst fyrir um viðskipti hans við fyrirtæk- ið. Þetta er meðal þess sem kom fram við framhaldsmeðferð á máli ákæruvaldsins gegn Árna Johnsen í gær. Undir lok hennar var tilkynnt að dómur yrði kveðinn upp í málinu miðvikudaginn 3. júlí nk. Málið var dómtekið 6. júní sl. en Guðjón St. Marteinsson héraðsdóm- ari taldi ástæðu til að láta Sigurð Eg- il Ragnarsson, framkvæmdastjóra timburdeildar BYKO, og Brynju Halldórsdóttur, fjármálastjóra BYKO, bera vitni fyrir dómi. Voru þau spurð út í úttekt Árna á timbri, þéttiull og öðrum byggingarvörum fyrir rúmlega eina milljón króna sem var færð á reikning byggingarnefnd- ar Þjóðleikhússins. Er Árni ákærður fyrir að hafa með þessu gert tilraun til fjárdráttar í opinberu starfi. Sigurður Egill sagði að í byrjun júlí í fyrra hefðu þrír starfsmenn BYKO komið á skrifstofu hans og sagst halda að eitthvað væri athuga- vert við viðskipti Árna Johnsen. Töldu þeir að hann væri að taka út vörur í nafni Þjóðleikhússins sem hann ætlaði til eigin nota. Sigurður hafði þá samband við Brynju Hall- dórsdóttur, fjármálastjóra BYKO, og bað hana að ganga úr skugga um að heimild væri fyrir úttektinni. Á skrifstofu Þjóðleikhússins fékk hún þær upplýsingar að Árni hefði heim- ild til að taka út fyrir byggingar- nefndina en þar sem nefndin væri ekki með kennitölu yrði úttektin í raun í nafni Þjóðleikhússins. Fullframið brot að mati vararíkissaksóknara Sigurður sagði að um viku síðar hefði blaðamaður DV hringt í sig og spurst fyrir um viðskipti Árna við BYKO og verið velta því fyrir sér hvort Árni hefði tekið út vörur til einkanota í nafni Þjóðleikhússins. Í framhaldinu hringdi Sigurður í Árna og sagði honum af því að blaðamaður hefði verið að forvitnast um viðskipt- in. Hann hefði síðan spurt Árna hvort þetta hefðu verið hans einka- viðskipti eða fyrir Þjóðleikhúsið og Árna svarað því til að úttektin hefði verið til einkanota. Sigurður segist þá hafa spurt Árna hvort hann vildi ekki ljúka málinu og borga fyrir út- tektina. Árni hefði játað því og sent ávísun sama dag sem hann bað Sig- urð um geyma í 10 daga. Aðspurður sagði Sigurður að þeir starfsmenn sem ræddu við hann hefðu verið al- veg vissir um að Árni hefði viljað að úttektin yrði færð á reikning Þjóð- leikhússins. Árni bar við aðalmeð- ferðina að úttektin hefði alltaf átt að fara á sinn reikning en vegna mis- skilnings hefði upphæðin verið færð á reikning byggingarnefndarinnar. Aðspurður sagðist Sigurður ekki muna hvort Árni hefði rætt um að mistök hefðu verið gerð. Bragi Steinarsson, vararíkissak- sóknari, sagði alveg ljóst að brotið væri fullframið og í rauninni væru lítil rök til að ákæra fyrir tilrauna- verknað. Jakob Möller, hrl., lögmað- ur Árna Johnsen, sagði það alls ekki svo og benti m.a. á að reikningurinn hefði aldrei verið skuldfærður á Þjóðleikhúsið. Misskilningur hefði valdið því að úttektin var færð á reikning byggingarnefndarinnar en ekki á einkareikning Árna. Dómur kveðinn upp í máli Árna Johnsen á miðvikudag Ávísun fyrir úttekt- inni send eftir símtal SUMARIÐ er rétti tíminn til að huga að garðrækt og í veðurblíð- unni sem var á höfuðborgarsvæð- inu í gær mátti víða sjá fólk við vinnu í görðum sínum. Krakk- arnir í skólagörðum Reykjavíkur við Skerjafjörð fóru ekki var- hluta af sumarhitanum. Alls stað- ar voru verkfæri og garðkönnur á lofti hjá breiðum stúlknahópi sem var samankominn í görð- unum í gær til að rækta sinn skika, reyta arfa, vökva og dytta að. Engir drengir voru nálægir þegar ljósmyndari og blaðamaður voru þar á ferð og hafði starfs- fólk garðsins á orði að þeir hefðu flestir verið á ferðinni fyrr um morguninn. Að sögn Ingibjargar Garð- arsdóttur, starfstúlku í skóla- görðunum, fá um 100 börn á aldr- inum 8–12 ára úthlutað garðskika á hverju sumri. Þar rækta þau 15 tegundir af grænmeti, nokkrar kryddtegundir og blóm en auk hefðbundinna grænmetistegunda á borð við kartöflur og hvítkál eru ræktaðar minna þekktar teg- undir eins og hnúðkál og toppkál. Búið er að sá og stinga niður og eru kartöflugrösin þegar farin að gægjast upp úr moldinni. Amma fær allar rauðrófurnar Bryndís og Anna Guðrún Torfadætur voru að róta í mold- inni í gær á reitum 1 og 2 við fjólubláu stikuna þegar blaða- maður og ljósmyndari áttu leið hjá. Þær undirstrika til útskýr- ingar að reitirnir séu merktir með litum og tölustöfum áður en þær halda áfram að raka og reyta arfa. Bryndís átti 10 ára af- mæli í gær en það aftraði henni ekki frá því að heimsækja skóla- garðana. Aðspurðar segjast þær koma á hverjum degi og huga að grænmetinu og undir það taka vinkonur þeirra Lilja Guðjóns- dóttir og Bryndís María Krist- jánsdóttir. Þær hafa flestar verið áður í skólagörðunum og þeim vefst ekki ekki tunga um tönn þegar þær eru spurðar hvað verði um uppskeruna í haust. „Við borðum það allt,“ segja þær einum rómi. Ein bætir við: „Afi fær eitthvað.“ „Og ég læt ömmu hafa allar rauðrófurnar,“ segir önnur, þar sem við skiljum við stúlkurnar í skólagörðunum í Skerjafirði. Krakkar með græna fingur í skólagörðunum í Skerjafirði Rækta 15 tegundir af grænmeti auk krydd- tegunda og blóma Anna Guðrún og Bryndís Torfadætur. Morgunblaðið/Jim Smart Frá vinstri: Íris, Erla og Helena Sævarsdætur ásamt Höllu Kristjánsdóttur gáfu sér tíma fyrir myndatöku. Bryndís María Kristjánsdóttir og Lilja Guðjónsdóttir voru vel búnar. ÁRLEG umferðarkönnun umferðarráðs hófst í fyrradag og er henni væntanlega lokið víðast hvar um landið. Nið- urstöðu er að vænta í sum- arlok. Lögregluembættin á land- inu sjá um að framkvæma könnunina og samtals stöðva lögreglumenn um tvö þúsund bíla og leggja ýmsar spurn- ingar fyrir ökumenn. Árleg könnun frá 1986 „Þetta er könnun sem hef- ur verið gerð á hverju einasta sumri frá árinu 1986,“ segir Sigurður Helgason, upplýs- ingafulltrúi Umferðarráðs. Kannaðir eru ýmsir þættir varðandi akstur og umferð, s.s. kyn ökumannsins, hvort öryggisbúnaður er notaður, ökuljós, hvort ökumenn eru með ökuskírteini o.fl. „Við er- um þarna með mikinn upplýs- ingabanka um þróun umferð- ar og ástand ökutækja,“ segir hann. Gefur sanna mynd af umferðinni Meðal þess sem könnunin hefur leitt í ljós er að tveir af hverjum þremur ökumönnum eru karlmenn og hefur hlut- fallið lítið breyst í gegnum ár- in. Könnunin er gerð yfir há- daginn og segir Sigurður að það geti skekkt niðurstöðurn- ar nokkuð þar sem margir eru á ferðinni snemma morg- uns og síðdegis. Hann er engu síður viss um að könnunin gefi raunsanna mynd af umferðinni. Árlegri umferðarkönnun Umferðarráðs lokið Um 2.000 bílar verða stöðvaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.