Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
LÍTIL andstaða var viðmeginþætti frumvarpsinsum breytingar á lögumviðskiptabanka og spari-
sjóða sem samþykktar voru í fyrra
þótt ýmis atriði frumvarpsins hafi
verið gagnrýnd í þinginu. Þingmenn
virtust almennt ekki vilja standa
gegn því að gera mögulegt að
breyta sparisjóðum í hlutafélög en
af ummælum margra þingmanna
mátti sjá að menn vildu ekki að
skorið yrði á hin sterku tengsl spari-
sjóðanna við byggðarlög og við-
skiptavini þeirra.
Með samþykkt frumvarpsins var
opnað fyrir mögulega hlutafjárvæð-
ingu sparisjóðanna og breytingum á
samþykktum þeirra; gættin var
vissulega opnuð en sú spurning
hlýtur að vakna hvort löggjafinn
hafi séð fyrir að dyrunum yrði
hreinlega rykkt upp með þeim hætti
sem nú hefur gerst og að stór fjár-
málastofnun kynni að taka yfir
rekstur stærsta sparisjóðsins? Og
hvað með stofnfjáreigendurna? Átti
ekki að loka fyrir þann möguleika að
þeir gætu hugsanlega hagnast langt
umfram framreiknað stofnfé sitt?
Vinstri grænir og
Samfylkingin sátu hjá
Staðreyndin er sú að aðeins einn
þingmaður greiddi atkvæði gegn
frumvarpinu í fyrravor en það var
Pétur H. Blöndal. Þingmenn Sam-
fylkingar og vinstri grænna sátu hjá
við atkvæðagreiðsluna en 35 þing-
menn studdu frumvarpið.
Þingmenn vinstri grænna og
Samfylkingarinnar töldu vera tölu-
verða galla í frumvarpinu og treystu
sér því ekki til að styðja það. Minni-
hluti viðskipta- og efnahagsnefndar
taldi sömuleiðis nokkra alvarlega
galla vera á frumvarpinu og lagði
hann fram breytingartillögu sem
miðaðist að því að fjölga nýjum
stofnfjáreigendum og opna hóp
stofnfjáreigenda í tiltekinn tíma fyr-
ir almenningi áður en sparisjóði
verði breytt í hlutafélag. Minnihlut-
inn gagnrýndi einnig að ekki hafi
verið skilgreint í lögum hvert stofn-
verð hlutabréfa í hendi stofnfjáreig-
enda ætti að vera og eins að ekki
skyldi vera ljóst hvert stofnverð
hlutabréfa í eigu sjálfseignarstofn-
unar verður. Þá gagnrýndi minni-
hluti nefndarinnar sömuleiðis út frá
viðskiptalegu sjónarmiði og al-
mannahagsmunum hin miklu völd
sem núverandi stofnfjáreigendum
væri veitt í krafti tiltölulega lítils
eignarhluta.
Í greinargerð með frumvarpinu
er bent á að breytingar á fjár-
magnsmarkaði hafi haft áhrif á sam-
keppnisstöðu sparisjóðanna, eink-
um er varðar öflun eigin fjár, og því
hafi verið orðið nauðsynlegt að gera
sparisjóðum kleift að standa jafn-
fætis öðrum fjármálafyrirtækjum
að þessu leyti með því að breyta
rekstrarformi þeirra í hlutafélag.
Þegar Valgerður Sverrisdóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
mælti fyrir frumvarpinu lagði hún
áherslu á þetta atriði en sagði jafn-
framt að ljóst væri að hlutafélaga-
formið myndi ekki henta öllum
sparisjóðum og að ekki væri heldur
ljóst hversu margir þeirra myndu
kjósa að nýta sér þá heimild. Val-
gerður tók og fram að breytingar á
frumvarpinu miðuðu að því að bæta
stöðu þeirra sjóða sem ekki kysu
hlutafélagaformið, þ.e. að gera
stofnbréfin almennt að eftirsóknar-
verðari fjárfestingarkosti.
Þingmenn virðast almennt ekki
hafa séð fyrir eða getað gert sér
hugarlund atburðarás undanfarinna
daga. Af orðum örfárra þingmanna
mátti þó ráða að til slíks kynni að
koma:
„Sá sem er í sparisjóðsstjórn
ræður hvort hann og aðrir megi
selja stofnbréf. Þetta býður náttúr-
lega upp á óskaplega mikinn hasar
rétt eftir að lögin hafa tekið gildi og
það verður mikið álag á sparisjóðs-
stjórnirnar sem þurfa væntanlega
að kjósa upp á nýtt vegna þess að
fulltrúi sveitarfélaganna á ekki
lengur að vera gjaldgengur. Það
verður mjög merkilegt að fylgjast
með hvað gerist innan þessa hlut-
hafahóps eða þessa stofnfjáreigend-
ahóps.“
Þetta sagði Pétur H. Blöndal í
umræðum á Alþingi. Og þetta hafa
vissulega reynst vera áhrínsorð.
Hafa ekki rétt á ágóðahluta
Af lestri lagafrumvarpsins og at-
hugasemdum við það virðist mega
ráða að sérstaklega sé reynt að
koma í veg fyrir að stofnfjáreigend-
ur hagnist umfram það sem „eðli-
legt“ má telja, þ.e. umfram endur-
metið stofnfjárframlag sitt. Tekið er
fram í athugasemdum með frum-
varpinu að þegar sparisjóði er
breytt í hlutafélag fái stofnfjáreig-
endur eingöngu hlutafé sem gagn-
gjald fyrir stofnfjárhluti sína. Og er
raunar útlistað nánar hvernig beri
að finna það hlutfall hlutafjár sem
koma skal í hlut stofnfjáreigenda:
„Skal samanlagt hlutafé sem stofn-
fjáreigendur fá í sparisjóðnum
nema sama hlutfalli af hlutafé hans
eftir breytinguna og stofnfé nemur
samtals af áætluðu markaðsvirði
sparisjóðsins samkvæmt mati
óháðra aðila sem miðast við sama
tíma og breytingin á rekstrarformi
sparisjóðsins.“
Í athugasemdum við einstakar
málsgreinar frumvarpsins er
hnykkt enn frekar á þessu og sagt
að stofnfjáreigendur hafi ekki rétt
til ágóðahlutar af rekstrarafgangi
sparisjóðs umfram það sem mælt sé
fyrir í lögunum. Í athugasemdum
með frumvarpinu er einni
frá því hvers vegna það sé n
legt að óháðir aðilar meti m
virði sparisjóðs sem á að
hlutafélag: „Mikilvægt er a
aðili sé fenginn til að meta m
virðið. Ekki er eðlilegt a
sparisjóðsins hafi sjálf þe
með höndum. Það kemur til
meiri hluti eru fulltrúar s
eigenda sem hafa hagsmu
að markaðsvirðið sé me
lægst enda leiðir það til me
fjáreignar stofnfjáreigenda
sjóðnum.“
Ljóst er að löggjafinn
þessu að að setja valdi
sparisjóðanna skorður að
varðar breytingar á st
hlutafé.
Eiga ekki tilkall t
uppsafnaðs hagnað
Þetta virðist og hafa ver
ingur viðskiptaráðherra e
ræðum á Alþingi tók hún
ekki kæmi til greina að
stofnfjáreigendum eða ein
öðrum verðmæti sem þeir æ
tilkall til. „Það kemur skýr
lögum um viðskiptabanka o
sjóði að stofnfjáreigendur
ungis að njóta arðs af inn
stofnfé sínu. Þeir eiga ekki
uppsafnaðs hagnaðar spari
Þetta er lykilatriði í frumva
Í umræðum á þinginu
Pétur H. Blöndal fram þeir
ingu hver ætti í raun hlut
þar með atkvæðamagn
sjálfseignarstofnunar sem
við hlutafjárvæðingu. Pétu
ekki draga dul á það að ha
alltaf haft ímugust á fé sem
ætti. Hann benti á að hagn
þar með eigið fé sparisjóðan
í tímans rás orðið til með mj
vaxtamun. Það hafi sem sa
skuldarar sparisjóðanna o
fjáreigendur þeirra sem ha
þetta eigið fé.
„Það heyrist á máli mínu
Pétur, „að ég er ekki mjög h
þessu frumvarpi eða þessa
Hvers vegna ekki? Vegna
menn eru að búa til nýtt bat
er fé án hirðis.“
Pétur taldi að gæfuleg
verið að reyna að finna eige
þessu eigin fé, láta stofnfjá
ur „fá“ eitthvað meira en g
ráð fyrir í frumvarpinu. Þe
raun sjálfseignarstofnun,
verður við hlutafjárvæði
eignist þannig í reynd alla
sjóðinn. Eðlilegra hefði v
mati Péturs að stofnfjáre
Ekki andstað
hlutafjárvæð
Baráttan um SPRON hefði væntanl
ekki komið til nema vegna þeirra br
inga sem gerðar voru á lögum í fyrra.
ór Gísli Ólafsson rýnir í hvað fyrir lög
anum vakti með breytingunum og ri
upp umræður sem spunnust á Alþin
MARKMIÐ LÖGGJAFANS
Það er alveg ljóst hver markmiðlöggjafans voru þegar breyt-ingar voru gerðar á lögum um
viðskiptabanka og sparisjóði á 126.
löggjafarþingi sem stóð frá hausti
2000 til vors 2001.
Í greinargerð frumvarps um breyt-
ingu á þessum lögum sem ríkisstjórn-
in lagði fram segir svo: „Stofnfjáreig-
endur fá eingöngu hlutafé, sem
gagngjald fyrir stofnfjárhluti sína.
Þó geta þeir krafizt þess samkvæmt
hlutafélagalögum að stofnfjárbréf
þeirra verði innleyst. Skal samanlagt
hlutafé, sem stofnfjáreigendur fá í
sparisjóðnum nema sama hlutfalli af
hlutafé hans eftir breytinguna og
stofnfé nemur samtals af áætluðu
markaðsvirði sparisjóðsins sam-
kvæmt mati óháðra aðila, sem miðast
við sama tímamark og breytingin á
rekstrarformi sparisjóðsins.“
Þegar Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra mælti fyrir frum-
varpinu ítrekaði hún í ræðu sinni
þann skilning á ákvæðum frumvarps-
ins sem fram kemur í greinargerð
þess.
Í umræðum í þinginu um frum-
varpið sagði viðskiptaráðherra m.a.:
„Varðandi eignarhald kemur ekki
til greina að afhenda stofnfjáreigend-
um eða einhverjum öðrum verðmæti,
sem þeir geta ekki gert tilkall til. Það
kemur skýrt fram í lögum um við-
skiptabanka og sparisjóði að stofn-
fjáreigendur skuli einungis njóta
arðs af innborguðu stofnfé sínu. Þeir
eiga ekki tilkall til uppsafnaðs hagn-
aðar sparisjóðsins. Þetta er lykilat-
riði í frumvarpinu.“
Það er varla hægt að tala skýrar.
Viðskiptaráðherra undirstrikar að
þetta sé „lykilatriði“ í frumvarpinu.
Þetta sjónarmið áréttaði Valgerð-
ur Sverrisdóttir enn síðar í umræð-
unum er hún sagði:
„Ég held, að mikilvægt sé að hafa
það í huga, að stofnfjáreigendur hafa
engan fjárhagslegan ávinning af því
að breyta yfir í hlutafélag vegna þess,
að þeir fá bara gagngjald, sem sam-
ræmist því stofnfé, sem þeir eiga við
breytinguna, þannig að þær áhyggjur
sem háttvirtur þingmaður hefur eiga
að mínu mati ekki við rök að styðjast
eða eru óþarfar vegna þess, að ekki er
verið að veita stofnfjáreigendum
neitt viðbótarfjármagn eða meira en
þeir hafa nú þegar, þegar breytingin
á sér stað. Þetta er leið, sem farin var
t.d. í Danmörku og sjálfsagt hefur
hún verið rædd þar og ýmsar aðrar
leiðir líka, en við teljum og sú nefnd,
og þar voru fulltrúar sparisjóðanna,
sem samdi frumvarpið að þetta sé
leiðin og þess vegna er hún sett fram í
frumvarpinu.“
Í DV í gær voru athyglisverð um-
mæli höfð eftir Vilhjálmi Egilssyni,
alþingismanni og formanni efnahags-
og viðskiptanefndar Alþingis. Hann
segir:
„Mér sýnist nú mjög hæpið að hægt
sé að borga stofnfjáreigendum meira
en sem nemur þeirra stofnhlut …
Fyrirfram mundi ég þess vegna halda
að það gengi ekki upp að stofnfjáreig-
endurnir fengju meira en það … Mér
finnst það umhugsunarefni, hvort
ekki sé vafasamt að verið sé að greiða
fólki peninga umfram þeirra eignar-
hlut í því skyni að hafa áhrif á það,
hvernig peningum, sem það á ekki er
ráðstafað. Ég hef ekki séð nein rök
fyrir því að það gangi upp … Eigið fé
í sparisjóðnum hefur safnazt upp um-
fram stofnfé og stofnfjáreigendurnir
eru gæzlumenn þess fjár en þeir eiga
það ekki.“
Þessar tilvitnanir í ræður Valgerð-
ar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra
þegar umrætt frumvarp var til með-
ferðar í Alþingi og ummæli Vilhjálms
Egilssonar, eins þingmanna Sjálf-
stæðisflokks og formanns þeirrar
þingnefndar, sem fjallaði um frum-
varpið, sýna svo ekki verður um deilt
hvert markmið löggjafans var með
þeirri lagasetningu sem hér um ræð-
ir. Og þess vegna getur heldur ekki
farið á milli mála að sú aðferð, sem
Búnaðarbankinn beitir með milli-
göngu fimm stofnfjáreigenda í
SPRON, gengur þvert á markmið og
vilja Alþingis Íslendinga.
Í þessum umræðum féllu athyglis-
verð ummæli hjá Pétri Blöndal al-
þingismanni sem er einn af þeim
fimm stofnfjáreigendum í SPRON
sem hafa milligöngu fyrir Búnaðar-
bankann í þessu máli. Hann sagði
m.a.:
„Og það er ekkert sem bannar að
einhver stór aðili bjóði mönnum,
stofnfjáreigendum, t.d. þessum þús-
und, sem eru hjá SPRON, mjög gott
verð fyrir hlut sinn, ef þeir kjósa
mann hans í stjórn. Þegar hann er
kominn í stjórn áður en hlutafjárvæð-
ingin verður þá ræður hann hvaða
stofnfé er framselt því að hann
ákveður það. Hann getur ákveðið að
þau stofnfjárbréf, sem hann ætlar að
kaupa, megi framselja til fyrirtækja
hans og þar með getur hann borgað
mjög sæmilegt verð fyrir þetta
stofnfé vegna þess að hann ræður um
aldur og ævi þessari sjálfseignar-
stofnun, sem á 90% í þeim spari-
sjóði.“
Ekki verður betur séð en þær að-
gerðir, sem fimmmenningarnir fyrir
hönd Búnaðarbankans hafa gripið til
síðustu daga vegna hlutafélagavæð-
ingar Sparisjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis fari mjög nálægt þessum
ábendingum þingmannsins.
En það er líka mjög athyglisvert að
sjá hvaða dóm hann leggur á hug-
myndir af þessu tagi. Pétur Blöndal,
alþingismaður sagði í beinu fram-
haldi af hinum tilvitnuðu ummælum:
„Það er þetta, sem ég var að benda
á og þegar ég gat um spillingu og
annað slíkt, þá átti ég við mögu-
leikana á slíku. Ég var alls ekki að
segja að þetta ætti sér stað í dag,
langt í frá. En þetta er það sem ég
átti við.“
Um þessi ummæli þingmannsins
þarf ekki að hafa mörg orð. Þau skýra
sig sjálf.
Markmið ríkisstjórnarinnar þegar
hún lagði fram frumvarpið um breyt-
ingu á lögum um viðskiptabanka og
sparisjóði til þess að greiða fyrir
hlutafélagavæðingu sparisjóðanna er
augljóst, þegar greinargerð frum-
varpsins og framsöguræða viðskipta-
ráðherra eru lesin. Vilji Alþingis er
skýr.
Þingið hefur viljað koma í veg fyr-
ir, að stofnfjáreigendur geti selt það,
sem þeir eiga ekki. Þeim vilja er ekki
hægt að breyta með lagatúlkunum
enda eiga þær sér enga stoð í veru-
leikanum.