Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 25 Sambóin Álfabakka, Kringlunni, Kefla- vík og Akureyri og Háskólabíó frumsýna Bad Company með Anthony Hopkins, Chris Rock, Matthew Marsh, Gabriel Macht og Kerry Washington í aðal- hlutverkum. NJÓSNAMYNDIN Bad Comp- any er nýjasta kvikmyndin frá fram- leiðandanum Jerry Bruckheimer, sem framleitt hefur myndir á borð við „Armageddon“, „Con Air“, „The Rock“ og „Pearl Harbor“. Myndin hefst í Prag þar sem maður lætur líf- ið í CIA-njósnaaðgerð en svo vill til að hinn látni njósnari er tvíburi að nafni Kevin Pope og lifandi er hinn tvíburabróðirinn sem er að heita má eins í útliti. CIA ákveður því að hafa uppi á hinum tvíburabróðurnum til þess að fá hann til að ljúka njósnaað- gerðinni en rússneska mafían hefur yfir að ráða kjarnorkusprengju sem marga langar í og hefst nú kapp- hlaup upp á líf og dauða. Það er enginn annar en óskars- verðlaunahafinn Anthony Hopkins sem fer með aðalhlutverkið í mynd- inni en hann leikur Gaylord Oakes, fyrrverandi CIA-njósnara, sem fær það hlutverk að fylgja ónytjungnum Jake Hayes, sem er hinn eftirlifandi tvíburabróðir, inn í njósnaheiminn þar sem honum er falið að ljúka verkefnum bróður síns. Oakes hefur hinsvegar aðeins níu daga til stefnu til að fullklára ætlunarverkið áður en hann þarf að hafa milligöngu með hættuleg kjarnorkuviðskipti. Handritshöfundar myndarinnar, sem kemur frá Touchstone Pictures, eru Jason Richman og Michael Browning, en þeir byggðu handrit sitt á sögu eftir Gary Goodman og David Himmelstein. Leikstjórinn Joel Schumacher hefur átt velgengni að fagna, en hann leikstýrði hinni geysivinsælu mynd „Batman For- ever“ árið 1995 og síðan „Batman and Robin“ með George Clooney í hlutverki Batmans og Arnold Schwarzenegger í hlutverki herra Freeze. Meðal annarra mynda Schu- macher má nefna „The Client“ með Susan Sarandon og Tommy Lee Jon- es; „A Time to Kill“ með Matthew McConaughey, Samuel L. Jackson, Söndru Bullock og Kevin Spacey; „St. Elmo’s Fire“; „The Lost Boys“; „Cousins“; og „Flatliners“. Leikarar: Anthony Hopkins (The Silence of the Lambs, The Remains of the Day, Hannibal); Chris Rock (Down to Earth, Nurse Betty, Pootietang); Matthew Marsh (Spy Game, Quicksand, Mir- anda); Gabriel Macht (Behind Enemy Lines, American Outlaws, The Recruit); Kerry Washington (Lift, Save the Last Dance, Our Song). Leikstjóri: Joel Schu- macher. Í vondum félagsskap Anthony Hopkins og Chris Rock veita hvor öðrum félagsskap. Laugarásbíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frumsýna Van Wilder: Party Liaison með Ryan Reynolds, Kal Penn, Töru Reid og Tim Matheson í aðal- hlutverkum. GAMANMYNDIN Van Wilder: Party Liaison fjallar á ærslafullan hátt um bandarísk ungmenni og til- vistarkreppu þeirra. Ryan Reynolds fer með hlutverk Van Wilder, sem er letingi af guðs náð sem langar síður en svo að takast á við alvöru lífsins strax. Hann er búinn að eyða sex árum í menntaskóla og hefur ekki í hyggju að útskrifast á næst- unni. Hann elskar nefnilega hið áhyggjulausa skemmtanalíf mennt- skælinga. Það verða Van Wilder því mikil vonbrigði þegar faðir hans set- ur hnefann í borðið og neitar að borga fyrir hann sjöunda skólaárið í röð og gefur honum þannig tvo af- arkosti. Annaðhvort verður Wilder að útskrifast eða safna sjálfur fyrir skólagjöldunum og sjá þannig til þess að partýið haldi áfram. Myndin er framleidd af kvik- myndagerðarfyrirtæki sem kallar sig Myriad Pictures og eru handrits- höfundarnir þeir David Wagner og Brent Goldberg, en sá síðarnefndi skrifaði sömuleiðis handritið að „The Girl Next Door“ (2001) sem fjallar um líf og störf klámmynda- stjörnunnar Stacy Valentine. Leik- stjóri myndarinnar, Walt Becker, er hálfgerður nýgræðingur í faginu, en hann útskrifaðist frá USC School of Cinema árið 1995 og er Van Wilder: Party Liaison hans önnur mynd. Fyrri mynd hans var „Buying the Cow“, sem einnig kom út á árinu, en þar var hann bæði handritshöfundur og leikstjóri. Leikarar: Ryan Reynolds (Sabrina the Teenage Witch, Dick, Finder’s Fee, We All Fall Down); Kal Penn (Hector, Badger, Freshmen); Tara Reid (American Pie 1 og 2, The Big Lebowski, Just Visiting); Tim Matheson (Chump Change, The Story of Us, She’s All That). Leikstjóri: Walt Becker. Það er ljúft letilífið hjá Ryan Reynolds í hlutverki Van Wilders. Letingi í vanda Smárabíó og Sambíóin Snorrabraut frumsýna Black Knight með Martin Lawrence, Tom Wilkinson, Marsha Thomason og Vincent Regan. ÞEIR FÉLAGAR Martin Law- rence, leikari og meðframleiðandi, og handritshöfundurinn Darryl Quarles sameina öðru sinni krafta sína í kvikmyndinni „Black Knight“ sem frumsýnd verður í dag en þeir unnu síðast saman að gamanmynd- inni „Big Momma’s House“ árið 2000. Lawrence leikur Jamal Walk- er, starfsmann á minigolfvelli sem settur hefur verið upp í miðaldastíl. Eftir högg á höfuðið vaknar Jamal upp og er af einhverjum undarlegum ástæðum staddur í Englandi á fimm- tándu öld þar sem riddarar og kon- ungar ráða ríkjum. Fljótlega er hann kominn í banda- lag með sveitastelpu úr nágrenninu og niðurbrotnum uppgjafariddara, sem má muna sinn fífil fegurri. Sam- an hyggjast þau leggja að velli hinn illa konung Leo og skósvein hans Sir Knolte. Í leiðinni tekur Jamal nokk- ur nýtískuleg dansspor á hirðdans- leik og rekst á þekktar persónur miðaldatímabilsins, svo sem svika- hrappa, bóndadurga, bogaskyttur, burtreiðariddara, fagrar meyjar, prinsessu og meira að segja risa. Upphaflega ætluðu leikstjórinn F. Gary Grant og háðfuglinn Chris Tucker að vinna saman þessa mynd en urðu frá að hverfa vegna anna. Leikstjórinn Gil Junger hefur leik- stýrt fjölda sjónvarpsþátta undan- farinn aldarfjórðung og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir. Nefna má Dharma & Greg, Ellen, According to Jim, Soap, Benson, The Golden Girls og Empty Nest. Black Knight er hinsvegar önnur kvikmynd kappans, en sú fyrsta var „10 Things I Hate About You“, sem frumsýnd var árið 1999 með Heath Ledger og Juliu Sti- les í aðalhlutverkum. Junger hóf fer- il sinn sem leikstjóri aðeins tveimur vikum eftir að hafa útskrifast með sæmd úr kvikmynda- og fjölmiðla- deild Austin-háskóla í Texas en við- urkennir að vinnan hafi verið sinn skóli ef frá er talin örlítil klippikunn- átta. Leikarar: Martin Lawrence (Blue Streak, Life, Boomerang); Tom Wilk- inson (In the Bedroom, The Patriot, Shakespeare in Love); Marsha Thom- ason (Long Time Dead, The Priest, Safe); Vincent Regan (Hard Men, Black Beauty, The Messenger: The Story of Jo- an of Arc). Leikstjóri: Gil Junger. Ævintýri í miðaldastíl Martin Lawrence í hlutverki sínu sem hinn málglaði Jamal. ÚT ER komin ljóðabók Þórarins Guð- mundssonar, Fjólublátt húm. Í tilkynningu segir að bókin, sem er áttunda bók höfundar, skiptist í þrjá meginhluta: Fyrsta hlutann, Straum, þar sem aðalinntakið er margbreytni mynda og atburða og áhrif þeirra, annan hlutann, Fylgd, þar sem meginstefið er vináttan, gildi hennar og gjafir og loks þriðja kaflann, Hug- ana, þar sem hugað er að leit mannsins að skilningi á verðmætlum lífsins. Bókin er gefin út af höfundi og er 62 blaðsíður. Ljóð M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga STÓRA THAILANDSFERÐ Frábær ferð 16. okt. Lægsta verð. Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.