Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 27 Á UNDANFÖRNUM misserum hafa nokkrar bækur verið gefnar út sem ætlaðar eru til stuðnings fyrir syrgjendur og aðstandendur þeirra. Ýmsir stuðningshópar fyrir fólk í sorg hafa einnig verið stofnaðir. Enn sem fyrr er það kirkjufólk sem er í fararbroddi í slíku starfi. Hefur þetta verið mikil hjálp við þá sem hafa átt um sárt að binda og því mikið framfaraspor í íslensku sam- félagi. Enn lítur ný bók dagsins ljós sem ætluð er fólki sem gengur um dimman dal sorgar eða glímir við erfiðleika af einhverju tagi. Hún er óvenjuleg að því leyti að efni henn- ar er eftir 50 Íslendinga á ýmsum aldri og úr mörgum starfsstéttum. Efnið er í formi hugleiðinga, ljóða, örsagna og frásagna sem blandað er vel saman. Lesandinn skynjar að höfundunum, sem flestir hafa erfiða lífsreynslu að baki, liggur það á hjarta að framlag þeirra verði hon- um til huggunar eða hughreysting- ar. Þeir miðla von, trú á lífið og hvatningu til að takast á við það. Einnig er vitnað um nálægð Guðs og hjálp í erfiðleikum og bent er á hina kristnu von um upprisu og ei- líft líf þar sem þjáningin verður fjarri. Oft virðist hin erfiða reynsla höfunda vera dauðsfall náins ást- vinar en í sumum tilfellum er hún glíma við sjúkdóm eða erfiðar að- stæður. Frásagnirnar eru mjög misjafn- ar, sumar nokkuð almennar hug- leiðingar en aðrar miðla persónu- legri lífsreynslu. Þeim er þó öllum sameiginlegt að höfundar leitast við að miðla þeirri huggun eða lausn sem þeir hafa hlotið í von um að hún geti einnig orðið lesandanum til hjálpar en undirtitill bókarinnar er „styrkur og leiðsögn á erfiðum stundum“. Vegna þess hve fjöldi höfunda er mikill og lífsreynslan að baki framlagi þeirra fjölbreytileg á þessi bók örugglega eftir að verða mörgum styrkur í erfiðum aðstæð- um. Best er að lesa hana hægt, lít- inn skammt í einu og íhuga inni- haldið. Að baki hverju framlagi býr saga og erfið lífsreynsla. Ljóðin eru af ýmsum toga. Þau ná oft að tjá betur hugsanir og tilfinningar en það sem skrifað er í óbundnu máli. Bókin er innbundin og allur frá- gangur smekklegur. Hún hentar vel til að rétta að þeim sem eiga um sárt að binda. Til huggunar eða hughreystingar BÆKUR Safnrit, sjálfshjálp Höfundar eru 50. Útgefandi: Skálholts- útgáfan 2002. Ritstjóri: Hreinn S. Há- konarson. 148 blaðsíður. HÖND Í HÖND Kjartan Jónsson FÉLAG ljóðaunnenda á Austur- landi heldur skemmtun í Staðar- borg í Breiðdal næsta laugardags- kvöld. Þar verður þess minnst að liðin eru 35 ár frá því að fyrsta bók Guðjóns Sveins- sonar, rithöf- undar á Breið- dalsvík, kom út. Einnig verður fagnað útkomu nýrrar ljóða- bókar eftir Guðjón og útkomu geisladisks með tónlist eftir hann. Höfundur tileinkaði ljóðin og tón- listina eiginkonu sinni, Jóhönnu Sigurðardóttur, og gaf bókinni heitið Á afmæli konu minnar. Á samkomunni verða flutt lög af hljómdiskinum. Þá verður fjallað um feril Guðjóns og lesin ljóð. Þá heldur Erla Sigurðardóttir sýningu á frummyndum að skreyt- ingum á þremur bókum Guðjóns. Skemmtunin hefst kl. 20.30. Rithöfundaraf- mæli í Breiðdal Guðjón Sveinsson STÓRBORGARLÖGGAN Malloy er að fara að gifta sig en er einnig upptekinn við annað, varasamt verk- efni; að hafa uppi á raðmorðingja sem leikur lausum hala. Dráparinn stútar konuefni löggunnar áður en þau ná að pússa sig saman og finnst síðan dauður. Malloy leggst í sjálfs- meðaumkun og linnulaust fyllerí uns félagi hans og vinur (Charles Dut- ton) kemur honum í afvötnun. Meðferðarheimilið er í afskekkt- um fjallshlíðum í Wyoming, þar ríkir fimbulvetur og innandyra er ámóta nöturlegt. Niðurgrafinn steinkumb- aldi sem hafði hlutverki að gegna á tímum kalda stríðsins og síðan sem geðsjúkrahús áður en fyrrum lögga og alkóhólisti (Kris Kristofferson) stofnsetti þar þurrkví fyrir starfs- bræður sína. Malloy hangir á snúr- unni ásamt níu löggum öðrum en ekki líður á löngu uns þessar grút- timbruðu taugahrúgur fara að týna tölunni. Ekki er annað að sjá en mættur sé til leiks sprellifandi hinn gamli erkifjandi Malloys. Hrikalega þreytt og hugmynda- snauð raðmorðingjamynd, lauslega öpuð eftir 10 Little Indians, leikriti Agöthu Christie. Það eina sem hægt er að segja D-Tox til hóls er kvik- myndataka Deans Semler og grimm og grá leiktjöld. Sagan er óvenju bit- laus, blóðug og órökrétt, persónurn- ar illa gerðar, brellurnar hörmuleg- ar. Vetrarveðrið fólgið í sköflum og háværum hljóðeffektum sem gerast mjög leiðigjarnir. Leikhópurinn er dálítið forvitnilegur, þarna bregður m.a. fyrir Prosky gamla, Kristoffer- son og Berenger, en hlutverkin munu ekki hjálpa þeim í framtíðinni frekar en hasarmyndahetjunni föllnu. Manni stendur nákvæmlega á sama um allan þennan mannskap, frá A til Ö. Nokkur ár eru liðin frá því að kvikmyndin var tilbúin til sýn- ingar. Ástæðurnar fyrir því að menn brestur kjark til að markaðssetja D- Tox (sem enn er ósýnd vestan hafs) liggja í augum uppi. Tíu þand- ar tauga- hrúgur KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjóri: Jim Gillespie. Handrit: Ron L. Brinkerhoff, byggt á skáldsögu Howards Swindle. Kvikmyndatökustjóri: Dean Semler. Tónlist: John Rowell. Aðalleik- endur: Sylvester Stallone, Charles Dutt- on, Kris Kristofferson, Dina Mayer, Polly Walker, Tom Berenger, Robert Prosky, Stephen Lang, Sean Patrick Flanery. Sýn- ingartími 95 mín. Universal. Þýsk- bandarísk 2001. D-TOX  Sæbjörn Valdimarsson ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.