Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Lárus GunnarArnórsson fædd-
ist á Hrísum í Svarf-
aðardal 25. mars
1919. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 8. júní
síðastliðinn. Faðir
hans var Arnór
Björnsson, f. 1888, d.
1956, sonur Björns
Arnþórssonar,
bónda á Hrísum, og
konu hans, Þórhild-
ar Hansdóttur Bier-
ing. Móðir hans var
Þóra Sigurðardóttir,
f. 1886, d. 1969, dóttir Sigurðar
Sölvasonar bónda á Bjarnastöð-
um í Kolbeinsdal og konu hans
Margrétar Lárusdóttur. Foreldr-
ar Lárusar fluttu frá Hrísum
þegar hann var eins árs en hann
ólst síðan að mestu upp að Ups-
um í Svarfaðardal. Systkini Lár-
usar voru sex og er aðeins eitt á
lífi, Víkingur Heiðar, f. 1924. Hin
voru Sigrún, f. 1913, d. 1969,
Þórhallur, f. 1914, d. 1946, Björn,
f. 1915, d. 1961, Júl-
íana Þórhildur, f.
1917, fórst í flug-
slysi í Héðinsfirði
1947, og Árni, f.
1921, d. 1941. Arnór
og Þóra tóku einnig
í fóstur Jakob Páls-
son, f. 1933. Lárus
kvæntist 27. júlí
1947 Ásthildi Sigur-
gísladóttur, f. 1923.
Dætur Lárusar og
Ásthildar eru: a)
Júlíana Þórhildur, f.
1947, maki Björn
Þórleifsson, börn
þeirra eru Þórhildur, f. 1983, og
Sigríður Ásta, f. 1986. Sonur Júl-
íönu er Lárus Arnór Guðmunds-
son, f. 1976. b) Þóra, f. 1957.
Maki var Erlingur Páll Ingvars-
son. Þau skildu. Dætur þeirra
eru Ásthildur, f. 1981, Ólöf Auð-
ur, f. 1985, og Ragnheiður, f.
1989.
Útför Lárusar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Tengdafaðir minn, Lárus Gunnar
Arnórsson, er fallinn frá 83 ára að
aldri. Svo sannarlega hefði ég viljað
njóta samfylgdar hans lengur, en
mikil blessun var að hann fékk að
kveðja úr því sem komið var. Á til-
tölulega stuttum tíma var þessi
sterki maður felldur af sjúkdómi
sem ekki varð ráðið við.
Lárus fæddist á Hrísum í Svarf-
aðardal en ólst upp að mestu á Ups-
um við Dalvík. Foreldrar hans
stunduðu þar búskap auk þess sem
Arnór, faðir Lárusar, stundaði ýmis
önnur störf, m.a. að bera út póst.
Gamlir Svarfdælingar ljóma þegar
þeir minnast Arnórs. „Það var alltaf
hátíð þegar hann kom,“ sagði einn
þeirra við mig. Sennilega hefur Lár-
us erft eitthvað af þessum eiginleik-
um, því margir hafa orðið til að
fagna komu hans í gegnum tíðina.
Upsakrakkarnir gengu í barnaskóla
og unglingaskóla á Dalvík og af
skrám skólans frá þeim tíma má sjá
að þau hafa verið vel til náms fallin.
En á tímum kreppu og fátæktar
var ekki boðið upp á slíkt. Lárus fór
til sjós 15 ára gamall og reri á ýms-
um Dalvíkurbátum um nokkurra
ára skeið.
Launin notaði hann til að styðja
við rekstur heimilisins á Upsum.
Hann fjölyrti ekki um sjómennsku
sína við mig, en nokkrar sögur um
óveður og háska átti hann samt í
pokahorninu. Honum var minnis-
stæð ein sjóferð snemma á sjó-
mannsferlinum, er báturinn lenti í
mikilli brælu norður af Grímsey. Þá
voru yngstu hásetarnir sendir inn í
lúkar og hurðin negld aftur.
Um tvítugt hélt Lárus til Reykja-
víkur. Þá var Þórhallur bróðir hans
búinn að stofna heildsölu þar og
fékk Lárus til sín í starf. Þegar Þór-
hallur féll frá árið 1946, aðeins 32
ára að aldri, sá Lárus um rekstur
heildsölu hans skamma hríð. En
þarna var Lárus búinn að finna sér
starf sem hann kunni vel og hóf
hann því rekstur eigin heildsölu upp
úr því. Hann flutti inn og seldi
margs konar varning gegnum tíð-
ina, en barnaföt voru einn stærsti
vöruflokkurinn. Þegar ég kynntist
Lárusi fyrst var hann með aðsetur í
eigin húsnæði í Þingholtsstrætinu.
Þar litu margir inn og ekki allir í
viðskiptaerindum. Ýmsir vildu hitta
Lárus til að spjalla og njóta
skemmtilegra samvista við hann.
Var stundum glatt á hjalla í Þing-
holtsstrætinu þegar ég leit þar inn.
Á þessum tíma hafði heildsalan
starfað í 30 ár og umsvifin verið ær-
in, en Lárus vildi ekki þenja fyr-
irtækið út og síður vera með fólk í
vinnu. Hann vildi hafa reksturinn
þannig að hann gæti sinnt honum
einn. Um 1980 seldi hann því húsið í
Þingholtunum, lét sér eftir það
nægja bílskúrinn sinn sem lager og
hafði skrifstofu í kjallaranum
heima.
Fáum árum eftir komuna til
Reykjavíkur fann Lárus sér konu-
efni, Ásthildi Sigurgísladóttur. Þau
gengu í hjónaband 1947 og fæddist
frumburðurinn Júlíana Þórhildur
síðar það sama ár. Yngri dóttirin
Þóra fæddist 10 árum síðar. Þau
hjónin hófu búskap á Egilsgötunni,
en áttu lengstum heimili í Blöndu-
hlíð 35. Sambúð þeirra var mjög far-
sæl, þótt þau væru ekki alltaf sam-
mála um alla hluti stóðu þau
einhuga saman að öllu sem skipti
máli. Eftirtektarvert var að sjá þá
miklu umhyggju og væntumþykju
sem þau sýndu hvort öðru. Sást það
glögglega í veikindum Lárusar.
Ásta vakti þá yfir því að Lárus fengi
alla bestu umönnun og Lárus var að
huga að því að öllu yrði óhætt hjá
Ástu þótt hann sjálfur félli frá.
Um það leyti sem þau voru að
hefja búskap var Lárus að byrja að
reyna fyrir sér í útgerð. Síld hafði
veiðst grimmt árin á undan og var
freistandi að taka þátt í eltingar-
leiknum við silfur hafsins. En svo
brá við að síldin týndist gjörsam-
lega og útgerðarferill Lárusar varð
skammur. Það þótti hins vegar ein-
kennandi fyrir mannkosti Lárusar
að hann gerði upp allar skuldir við
lánardrottna sína og sjómennina á
bátnum þótt hann þyrfti að selja
nánast allt sem hann átti til þess.
Hann vildi ekki valda öðrum neinum
skaða.
Á æskuárum sínum lærði Lárus
að tefla og varð snemma nokkuð öfl-
ugur í skákinni. Hann var í keppnis-
liði í skák á Dalvík sem unglingur
og herjaði það lið á nágrannabyggð-
ir. Lárus varð seinna félagi í litlum
skákklúbbi sem tefldi til skiptis á
heimilum félaganna. Þegar þau Lár-
us og Ásta fluttu í Eirarhús fyrir
rúmu ári var hann líka fljótur að
finna sér andstæðinga í skák og sat
hann gjarnan að tafli á kvöldin þar.
Hann var einnig sleipur bridge-
spilamaður og félagi í Krumma-
klúbbnum um árabil. Þau hjónin
spiluðu mikið saman og hin síðari ár
mátti gjarnan sjá þeirra getið í
bridge-þáttum Morgunblaðsins
vegna frammistöðu á spilakvöldum
eldri borgara.
Á unglingsárum stundaði Lárus
knattspyrnu og fleiri íþróttir og
hann synti daglega þegar ég kynnt-
ist honum. Þá var hann líka á kafi í
golfíþróttinni.
Bróðir hans, Víkingur Heiðar,
sagðist hafa kynnt honum íþróttina,
en bætti við að Lárus hefði tekið æf-
ingar í íþróttinni strax mjög föstum
tökum og því hefði fljótt orðið erfitt
að keppa við hann. Lárus gekk í
Golfklúbb Reykjavíkur og keypti
sér þar skírteini ævifélaga. Hann
var kominn yfir fertugt er hann hóf
golfiðkun og sagði að hann hefði
byrjað fyrr ef hann hefði vitað að
þessi íþrótt væri svona heillandi.
Safn hans af verðlaunagripum ber
vott um að hann hafi verið meira en
liðtækur í golfinu.
Einum tvisvar sinnum átti hann
sæti í sveit eldri kylfinga sem fór til
keppni í Broadmoor í Colorado.
Honum þótti bölvanlegt þegar heils-
an leyfði honum ekki lengur að
ganga um golfvöllinn.
Þeir eru margir sem minnast
Lárusar af golfvellinum. Það þótti
ekki verra að vera með honum í hóp,
hvort sem fram fór keppni eða leikið
var til gamans. Það stafaði alltaf ró
frá honum og kímnin var ætíð ofan á
þótt keppnisskapið leyndi sér ekki.
Mér verður minnisstætt hve
þægilegt og skemmtilegt var að
vera með og nálægt tengdaföður
mínum. Hann virtist fremur af-
skiptalítill, en í raun var hann mjög
hugulsamur og bar hag fjölskyldu
sinnar og afkomenda mjög fyrir
brjósti. Allt til síðustu stundar var
hann að hugsa um velferð síns fólks.
Hann var sterkgreindur og hafði
þekkingu og skilning á ótrúlegustu
hlutum.
Hann hafði einnig mikla kímni-
gáfu, sagði skemmtilega frá og kom
fljótt auga á skoplegar hliðar mála.
Barnabörnin hændust öll mjög að
afa sínum og var gaman að sjá hve
róandi áhrif það hafði að setja þau á
hné hans. Þegar hann raulaði og
söng fyrir þau voru þau alsæl. Lár-
us hefði getað orðið liðtækur félagi í
kórum, hann hafði mjúka og fína
barítonrödd. Hann lét þó ekki til
leiðast að taka þátt í slíku femur en
mörgu öðru klúbba- og félagastarfi
sem honum bauðst að vera með í.
En fjölskyldan og einkum ungviðið
naut þess þegar hann hóf upp raust
sína og söng „Rokkarnir eru þagn-
aðir“. En eins og rokkarnir er nú
rödd hans þögnuð. Okkar er að
sakna og minnast. Blessuð veri
minning Lárusar, vinar míns og
tengdaföður.
Björn Þórleifsson.
Á vegferð lífsins er það mikil
gæfa hverjum þeim sem fær að
kynnast og njóta samvista við mann
á borð við Lárus Arnórsson. Ef til
vill segir það allt um hug minn til
Lárusar hversu þakklátur ég er for-
sjóninni fyrir að dætur mínar, afa-
börnin hans, skyldu alast upp í ná-
vist hans og njóta þar ástúðar og
umhyggju. Það var stutt á milli húsa
og alltaf opið fyrir litlar manneskjur
hjá afa og ömmu. Lárus og Ásthild-
ur, eiginkona hans, áttu fallegt
heimili sem veitti hlýju, gestrisni og
menningarlegan andblæ og þar var
oft glatt á hjalla á góðum degi. Sem
dæmi um minnisstæðar stundir má
nefna þegar Víkingur, bróðir Lár-
usar, og Stefanía, eiginkona hans,
komu í heimsókn og Víkingur lék
hvert lagið af öðru á píanóið svo
söngurinn ómaði um stofurnar. Þá
skar sig úr falleg og kraftmikil ten-
órrödd Lárusar, sem var að vísu
farin að ryðga dálítið þá, en bar
þannig eiginleika að ég er viss um
að einhvern tímann hefur þar farið
efni í söngvara á stórum „scala“.
Dætur þeirra Ástu og Lárusar, þær
Júlíana Þórhildur og Þóra, teljast
mikið barnalán og Lárus var bæði
stoltur og góður faðir.
Lárus var fremstur meðal jafn-
ingja í svo mörgu sem hann tók sér
fyrir hendur. Það segir sína sögu
hversu mikillar virðingar hann naut
meðal vina sinna og félaga, svo sem
í golfi, bridsspilamennsku og skák-
list, sem voru áhugamál hans og af-
þreying frá stórkaupmennskunni.
Lárus var einhvern veginn þeirr-
ar náttúru að allir sem komust í
kynni við hann snarféllu fyrir per-
sónutöfrum hans og góðri nærveru.
Ekki var hann þó jábróðir eins né
neins og bjó yfir mikilli skapfestu
þegar því var að skipta, en ávallt
var hann hafinn yfir niðrandi tal til
nokkurs manns. Þegar upp var
staðið leitaði hann hins besta í fari
annarra og lét þá heldur njóta vaf-
ans. Það leyndi sér ekki í viðkynn-
ingu og samskiptum við Lárus að
þar fór afburðagreindur maður með
drengskaparlund og höfðinglegt yf-
irbragð.
Að leiðarlokum naut Lárus þeirr-
ar uppskeru lífsins að hafa sína nán-
ustu þétta og trausta við hlið sér og
tók því sem að höndum bar af mikilli
reisn og karlmennsku.
Elsku Ásta, Þóra og Júlla, ég
sendi ykkur, barnabörnunum og öll-
um öðrum aðstandendum mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Lárusar
Arnórssonar.
Erlingur Páll Ingvarsson.
Lárus Gunnar Arnórsson, afi
minn, lést 8. júní sl. á krabbameins-
deild Landspítalans.
Ég þekkti afa minn aldrei sem
ungan mann, sá hann aldrei hlaupa
um á knattspyrnuvelli með dökkt
hárið eða á vertíð á Siglufirði, en
svoleiðis hefur nú víst sambandi afa
og barnabarns ávallt verið háttað og
breytist nú sennilega ekki á næst-
unni. Í minningunni er afi minn feit-
laginn, gráhærður, ákaflega geð-
góður og sjarmerandi maður með
rólegt fas og þægilega nærveru.
Margar góðar stundir áttum við
þegar ég var barn, sérstaklega man
ég eftir ferðum með honum í sund-
laugar Reykjavíkur þar sem við
komum yfirleitt við í bakaríi á leið-
inni heim til ömmu í Blönduhlíðina.
Við afi spreyttum okkur oft við tafl
og ég hafði svolítinn áhuga fram að
unglingsárum en afi vann mig alltaf
með yfirburðum en áskorunin var
því meiri. En eitt sinnið þegar ég
dró fram tafl og bað afa um að koma
að tefla sagði hann mér að setja
mennina upp en hann fór inn í ann-
að herbergi. Svo kallaði hann til mín
leikina innan úr herberginu án þess
að koma nokkru sinni að líta á borð-
ið og hann mátaði mig með yfir-
burðum. Ég man ekki eftir að hafa
nokkurn tímann teflt heila skák eft-
ir þetta. Ég fór líka oft með afa í
golf og dró vagninn fyrir hann og
hafði gaman af þótt ekki hefði ég
smitast af golfbakteríunni enn. En
afi var aldrei að reyna að troða golf-
inu upp á mig eða nokkru öðru held-
ur lagði hann alltaf áherslu á að
mestu máli skipti að maður hefði
gaman af því sem maður tæki sér
fyrir hendur.
Afi hafði mikla ánægju af mat og
drykk og var yfirleitt ánægður með
lífið og tilveruna, hann var aldrei að
flækja hlutina að óþörfu heldur
kunni vel við að hafa þá einfalda og
ávallt var stutt í brosið hjá honum,
enda var sérlega gott að vera í
kringum hann og ræða við hann um
nánast hvað sem var.
Mér er minnisstætt eitt samtal
sem ég átti við hann á unglingsár-
unum en þá sátum við fyrir framan
sjónvarpið, amma hafði farið inn í
rúm en afi stalst til að fá sér nokkra
bjóra og sönglaði létt með tónlist-
inni í myndinni. Svo spurði hann
mig: „Jæja, nafni, hvernig líst þér
nú á lífið og tilveruna?“ Hann átti
nefnilega til að flækja málin þegar
hann hafði fengið sér neðan í því
þótt yfirleitt væru umræðuefnin
borin fram með kímnum tón. Ég
svaraði: „Nú, bara vel.“ „Jæja, hef-
urðu reynt þig með stelpu?“ „Öhhh,
jaa, já,“ svaraði ég skömmustulega.
„Nú jæja,“ sagði afi með ánægjutón.
Alveg magnaðar samræður.
Oft röbbuðum við afi saman um
fjármál enda höfðum við báðir
áhuga á þeim og hann var ávallt
með eitthvað á prjónunum í þeim
málum og hann hvatti mig út í mín
fyrstu hlutabréfakaup.
Afi var hvers manns hugljúfi og
geðprýði hans var jafnan honum til
mikils sóma þótt hún keyrði jafnvel
úr hófi fram á stundum. Eitt sinn
tók hann maður tali niðri í bæ, heils-
aði honum kumpánlega og byrjaði
að spjalla en afi gat engan veginn
munað nein deili á þessum viðmæl-
anda sínum. Hann vildi þó ekki vera
ókurteis og áttu þeir svo spjall sam-
an í drjúga stund uns maðurinn
spyr: „Jæja Gunni minn, hvernig er
það, ertu ekki alltaf að keyra
strætó?“ Þessir tveir þekktust þá
ekki vitund en afi hafði ekki viljað
brjóta upp samtalið með slíku tali.
Má vera að þarna hafi kurteisin ver-
ið óhófleg en það er þó betra að vera
of kurteis en ókurteis.
Afi hélt sínu þýða viðmóti og
spaugseminni allt fram til hinstu
stundar þrátt fyrir erfiða baráttu
við banvænan sjúkdóm og því var
gaman að heimsækja hann á sjúkra-
húsið þótt líðan hans væri ekki góð.
Spjallaði ég mikið við hann um
heimsmeistarakeppnina sem mér
þykir áhugaverð, ekki er ég viss um
að afa hafi þótt það í jafnmiklum
mæli en honum þótti bara gaman að
ræða við fólk yfirleitt enda fann
maður það ávallt í samræðum við
hann að hann bar virðingu fyrir því
sem maður hafði að segja og hann
hlustaði.
Ég á eftir að sakna hans nafna
míns.
Starfsfólki krabbameinsdeildar-
innar vil ég þakka fyrir afar góða
umönnun á afa þann tíma sem hann
dvaldi hjá þeim.
Lárus Arnór.
„Rokkarnir eru þagnaðir og
rökkrið orðið hljótt …“ Mjúk rödd
afa berst neðan úr stóra maganum
hans sem oft þjónar hlutverki kodda
og ekki líður á löngu þar til við erum
svifnar inn í draumalandið. Þessi
minning um afa stendur okkur ljós-
lifandi fyrir hugskotssjónum nú
þegar hann sjálfur er sofnaður.
Í hugum þeirra barna sem sofn-
uðu út frá söng afa síns forðum var
sá afi sem við áttum sjálfsagður og
bara alveg eins og afar áttu að vera.
En með árunum hefur okkur lærst
að skilja að við vorum í rauninni
ótrúlega heppnar. Við áttum afa
sem gaf sér tíma til að fara með
okkur í sund, óteljandi ísbíltúra og
kenna okkur grundvallaratriði eins
og mannganginn og að spila og
stokka. Honum fannst líka sjálfsagt
LÁRUS GUNNAR
ARNÓRSSON
Fyrst hitti ég Ómar
á Skagaströnd þegar
við vorum litlir drengir.
Nokkrum árum síðar
hitti ég hann í Grinda-
vík. Hann var með æskuástinni,
henni Birnu, sem síðar varð eigin-
kona hans.
Ómar byrjaði starfa um 1975 hjá
Þorbirni í Grindavík. Hann fór í Vél-
skólann og síðan í Stýrimannskól-
ann.
Fyrir sjö árum byrjaði Ómar sem
yfirvélstjóri á Sturlu GK. Þar kynnt-
ist ég honum betur og við urðum
mjög góðir vinir. Hann var þægileg-
ur að vinna með og mjög verklaginn.
ÓMAR GÍSLI
MÁSSON
✝ Ómar Gísli Más-son fæddist í
Núpshlíð í Vestur-
hópi 2. nóvember
1956. Hann andaðist
á líknardeild Land-
spítalans 16. júní síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá
Grindavíkurkirkju
22. júní.
Hann hafði mikla list-
ræna hæfileika, málaði
falleg málverk, var að
skera út í tré og skraut-
skrifa.
Fyrir einu og hálfu
ári veiktist hann og þá
urðu tengsl okkar
dýpri og þar kynntist
ég baráttu manns með
illvígan sjúkdóm, en
hann hafði þá trú til
dauðadags að hann
gæti sigrað. Eftir að
hann var orðinn mjög
veikur tók hann sig til
og lagði parket, hann
hlóð grjótgarða og smíðaði sólpall.
Hann hafði svo mikið að lifa fyrir.
Yndislega fjölskyldu og væntanlegt
barnabarn.
Sjúkdómurinn sigraði að lokum.
Mig langar fyrir hönd skipsfélaga
að kveðja góðan dreng og vinnu-
félaga.
Birna, dætur og fjölskylda. Megi
Guð styrkja ykkur í sorginni.
Áhöfnin á Sturlu GK,
Sigurbjörn L. Guðmundsson.