Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ  ÞÓRARINN Guðjónsson líf- fræðingur varði doktorsritgerð við læknadeild Kaupmanna- hafnarháskóla 18. janúar síð- astliðinn. Rit- gerðinn ber tit- ilinn „The Myoepithelial cell: cellular origin and heterotypic sign- alling in breast morphogenesis and neoplasia“. Andmælendur voru prófessor dr. Ulla Wever frá læknadeild Kaup- mannahafnarháskóla, dr. Boye Schnak Nilsen frá Danska krabba- meinsfélaginu og dr. Åke Borg frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Leiðbeinendur Þórarins voru dr. Ole William Petersen og dr Lone Rønnov-Jessen. Doktorsverkefni Þórarins fjallar um uppruna og hlutverk vöðva- þekjufrumna í brjóstkirtli. Kirt- ilgangar og kirtilber í brjóstkirtli eru gerðir af innra lagi af skaut- uðum þekjuvefjarfrumum og ytra lagi af vöðvaþekjufrumum. Mark- mið verkefnisins var að auka skiln- ing á tilurð vöðvaþekjufrumna í brjósti ásamt því að skoða hlutverk þeirra í sérhæfingu eðlilegrar og ill- kynja brjóstaþekju. Með því að nota sérvirk mótefni gegn yfirborðsviðtökum var mögu- legt að einangra þekjufrumur og vöðvaþekjufrumur og rækta þær við skilgreindar aðstæður þar sem frumurnar viðhéldu upprunalegri svipgerð. Í ljós kom að þekjufrumur gátu myndað vöðvaþekjufrumur í rækt. Næst voru áhrif vöðvaþekju- frumna á frumusérhæfingu athug- uð. Byrjað var á að rækta þekju- frumurnar einar sér í þrívíðu kollagenhlaupi. Í þessu rækt- unarlíkani náðu þekjufrumurnar ekki að sérhæfast á eðlilegan hátt og sýndu afbrigðilega svipgerð. Þegar vöðvaþekjufrumum var bætt út í ræktunarlíkanið leiðréttist svip- gerð þekjufrumna og þær mynduðu aftur berjalaga holrými líkt því sem gerist í líkamanum. Við nánari at- hugun kom í ljós að grunn- himnupróteinið laminin-1, sem framleitt er af vöðvaþekjufrumum, gat eitt og sér stjórnað sérhæfingu þekjufrumna. Næsta skref var að athuga hvort vöðvaþekjufrumur einangraðar frá krabbameini hefðu sömu áhrif á frumusérhæfingu og eðlilegar vöðvaþekjufrumur. Loka- hluti þessa verkefnis var að ein- angra stofnfrumur úr brjósti með það að markmiði að skilgreina betur þroskun þeirra og sérhæfingu og að búa til frumulínur sem hægt yrði að nota í áframhaldandi rannsóknum. Doktorsverkefnið hefur verið birt í þremur greinum í tímaritum. Doktorsverkefnið var styrkt af eftirtöldum aðilum: Minningarsjóði Rønne M. Jensen, Dansk Kræft- forsknings Fond, Dagmars- Marshalls Fond, Vísindasjóði NATO, Rannsóknanámssjóði RANNÍS og Minningarsjóði Berg- þóru Magnúsdóttur og Jakobs Júl- íusar Bjarnasonar bakarameistara. Þórarinn Guðjónsson fæddist 27. maí 1967 í Reykjavík, sonur hjón- anna Guðjóns Júníussonar múrara og Erlu Sigurðardóttur húsmóður, sem nú er látin. Þórarinn lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1987, B.Sc.-prófi í líf- fræði frá háskóla Íslands 1992 og M.Sc. í „humanbiologi“ við lækna- deild Kaupmannahafnarháskóla 1998. Sambýliskona Þórarins er Sigríður Anna Garðarsdóttir, nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Þau eiga einn son, Hrannar Þórarinsson, f. 3. september 1998. Þórarinn starfar á Rann- sóknastofu í sameinda- og frumu- líffræði hjá Krabbameinsfélagi Ís- lands. Doktor í frumulíffræði brjósta- krabbameins FYRSTA námstefnan um kennslu og þjónustu við blind og sjónskert grunnskólabörn á Íslandi var mjög gagnleg, að sögn Ragnhildar Björnsdóttur, blindrakennara og upphafsmanns ráðstefnunnar. Námstefnan fór nýverið fram í Álftamýrarskóla og voru fluttir margir fyrirlestrar um málefnið, en á annað hundrað manns sóttu hana. Ragnhildur Björnsdóttir segir að með námstefnunni hafi gefist tæki- færi til að koma víðtækri þekkingu til foreldra, kennara og annarra sem vinna með þessum börnum víða um land og benda á hvernig best sé að kenna, þjónusta og hjálpa blind- um og sjónskertum grunnskóla- börnum. Hún segir að námstefnan hafi verið haldin vegna þess að þessi börn séu dreifð víða um land. Blindradeild Álftamýrarskóla hafi ráðgjafarhlutverk gagnvart þeim og þetta hafi verið liður í þeirri þjón- ustu. Að sögn Ragnhildar er um 76 börn í grunnskóla að ræða. Þar af eru um 50 á höfuðborgarsvæðinu eða tæplega 60%. Fjölbreytt dagskrá Dagskráin var mjög fjölbreytt. Guðni Olgeirsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, og Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, fluttu erindi um skyld- ur viðkomandi. Tryggvi Sigurðsson, sálfræðingur á Greiningarstöð rík- isins, talaði um þroska barnanna og Guðmundur Viggósson, yfirlæknir Sjónstöðvar, fjallaði um helstu augnsjúkdóma sem valda blindu og sjónskerðingu hjá grunnskólabörn- um. Björg Guðjónsdóttir sjúkra- þjálfi ræddi um áhrif sjónskerðing- ar eða blindu á hreyfiþroska barna, Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur talaði um áhrifin á sjálfsmyndina, Elínborg Lárusdóttir, félagsráðgjafi á Sjónstöð Íslands, ræddi um erf- iðleikana sem blasa við foreldrum og fjölskyldum sjónskertra, Gerður Gústafsdóttir iðjuþjálfi talaði um þátttöku og færni í daglegu lífi, Guðmundur Viggósson, forstöðu- maður Sjónstöðvar, sagði frá tölvu- búnaði sem nýtist blindum og sjón- skertum, og Kristín Gunnarsdóttir sjóntækjafræðingur kynnti sjón- hjálpartæki og notkun þeirra. Seinni daginn greindi Bergþóra Gísladóttir, sérkennslufulltrúi á FMR, frá nýtingu ráðgjafarinnar, Klara Hilmarsdóttir, guðfræðingur og ráðgjafi Blindrafélagsins, út- skýrði hvernig Blindrafélagið kem- ur að þessum málefnum, Helga Ólafsdóttir, forstöðumaður Blindra- bókasafnsins, fjallaði um þjónustu safnsins og Rannveig Traustadóttir, ráðgjafi á Sjónstöð Íslands, sagði frá hvernig Sjónstöðin þjónaði þess- um börnum. Ragnhildur Björns- dóttir blindrakennari sagði frá kennslu þessara barna og hvernig bekkjarkennarar og stuðnings- fulltrúar vinna með þessum nem- endum. Margrét Sigurðardóttir blindrakennari fjallaði um þjónustu blindradeildar Álftamýrarskóla og Fanný Gunnarsdóttir, námsráðgjafi og aðstoðarskólastjóri Álftamýrar- skóla, greindi frá vinnu námsráð- gjafa með blindum og sjónskertum og starfi skólastjórnenda með blindradeild. Helga Einarsdóttir umferliskennari sagði frá hvernig hjálpa ætti börnunum að bjarga sér í daglegu lífi, Margrét Sigurðar- dóttir og Ragnhildur Björnsdóttir kynntu blindraletur, Inga Þóra Geirlaugsdóttir sérkennari fjallaði um blindan nemanda í heimaskóla og umsjónarkennarar úr Álftamýr- arskóla, fyrrverandi nemandi og foreldrar sögðu frá reynslu sinni, en Margrét Sigurðardóttir var fund- arstjóri. Vantar blindrakennara Ragnhildur segir að eitt helsta vandamálið sé að það vanti blindra- kennara, en aðeins tveir kennarar séu sérmenntaðir í kennslu blindra og sjónskertra grunnskólabarna. Á námstefnunni hafi jafnframt komið fram að svona námstefnu þyrfti að halda með jöfnu millibili og ekki sjaldnar en á fimm ára fresti, m.a. til að samhæfa þjónustuna. Þessi námstefna hafi verið liður í því að tengja fólk. Skólarnir beri ábyrgð á menntun síns starfsfólks og þar sem blindradeildin sé í Álfta- mýrarskóla beri hann ábyrgð á að mennta viðkomandi fólk um allt land. Námstefna um kennslu og þjónustu við blind og sjónskert grunnskólabörn Tækifæri til að koma víð- tækri þekkingu til skila Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá ráðstefnunni sem haldin var nýlega í Álftamýrarskóla. „ÞÁTTTAKENDUR Snorraverk- efnisins heimsóttu utanrík- isráðherra í fyrradag og var þessi mynd tekin við það tæki- færi. Í hópnum eru 5 frá Banda- ríkjunum og 11 frá Kanada. Snorraverkefnið er samstarfs- verkefni Norræna félagsins og Þjóðræknisfélags Íslendinga og annast skipulag og framkvæmd heimsókna ungs fólks í Norður- Ameríku af íslensku bergi brotið til Íslands. Alls hafa 60 ungmenni tekið þátt í verkefninu á 4 árum.“ Morgunblaðið/Gunnar G. Vigfússon Heim- sóttu ut- anríkis- ráðherra ENDURKRÖFUNEFND sem met- ur rök fyrir endurkröfu trygginga- félaga á hendur tjónvöldum fékk á síðasta ári 209 ný mál til úrskurðar. Af þeim samþykkti hún endurkröfur að flestu eða öllu leyti í 176 málum sem nema rúmlega 41 milljón króna samtals. Í þeirri fjárhæð eru viðbót- arkröfur úr nokkrum eldri málum. Ástæðurnar eru í 70% tilvika ölvun tjónvalds. Árið 2000 var fjöldi mála 107 og voru endurkröfur samþykktar í 98 tilvikum, samtals að upphæð rúmlega 28 milljónir króna. Umferðarlagabrot, svo sem ölvun- arakstur, hraðakstur og fleiri, geta leitt til ökuleyfissviptinga eða refs- inga í formi sekta eða fangelsunar. Tjón sem verður á ökutæki tjónvalds í slíkum tilvikum verður hann iðulega að bera sjálfur. Í umferðarlögum eru ákvæði um að vátryggingafélag, sem hefur greitt bætur vegna tjóns af völdum ökutækja, getur krafist end- urgreiðslu hjá þeim sem valda tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Þriggja manna endurkröfunefnd, sem skipuð er af dómsmálaráðherra, ákveður hvort og hversu mikill end- urkröfuréttur vátryggingafélaga er í slíkum tilvikum. Hæsta krafan 1,6 milljónir Hæsta einstaka endurkrafan nam í fyrra tæplega 1,6 milljónum króna og 23 endurkröfur voru að upphæð 500 þúsund eða meira. Ástæður endur- krafna eru langoftast ölvun tjónvalds eða í 70% tilvika. Reyndust 87 öku- menn í 124 ölvunartilvikum vera óhæfir til að stjórna ökutæki. Þrisvar var lyfjaneysla ástæða endurkröfu og réttindaleysi ökumanna var ástæðan í 36 skipti. Fjórir ökumenn voru krafð- ir endurgreiðslu vegna ásetnings og 9 vegna glæfraaksturs eða stórkostlega vítaverðs aksturslags. Af 176 málum sem endurkröfu- nefndin samþykkti voru karlar tjón- valdar í 131 tilviki en konur í 45 til- vikum. Segir í frétt frá endurkröfu- nefnd að hlutfall kvenna hafi farið vaxandi síðustu ár, það hafi verið 14% árið 1992 en 26% í fyrra. Um 70% endurkrafna vegna ölvunaraksturs LANDHELGISGÆSLUNNI bár- ust tilkynningar frá skipum, flug- vélum og gervihnetti um sendingar frá neyðarsendi skips um ellefu- leytið á þriðjudagskvöld og sýndi gervihnattastaðsetning að skipið væri í nágrenni Reykjavíkur. Í ljós kom að sendingarnar komu frá skemmtiferðaskipinu Delphin sem lá í Reykjavíkurhöfn en TF-SIF þyrla Landhelgisgæsl- unnar hafði verið send til leitar. Var þar um að ræða sendi um borð sem fannst ekki fyrr en eftir tals- verða leit og þurfti aðstoð Póst- og fjarskiptastofnunar til að finna hann svo hægt væri að slökkva á honum. Neyðarkall frá skemmtiferða- skipi í Reykja- víkurhöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.