Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓRARINN
Guðjónsson líf-
fræðingur varði
doktorsritgerð
við læknadeild
Kaupmanna-
hafnarháskóla
18. janúar síð-
astliðinn. Rit-
gerðinn ber tit-
ilinn „The Myoepithelial cell:
cellular origin and heterotypic sign-
alling in breast morphogenesis and
neoplasia“.
Andmælendur voru prófessor dr.
Ulla Wever frá læknadeild Kaup-
mannahafnarháskóla, dr. Boye
Schnak Nilsen frá Danska krabba-
meinsfélaginu og dr. Åke Borg frá
Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.
Leiðbeinendur Þórarins voru dr.
Ole William Petersen og dr Lone
Rønnov-Jessen.
Doktorsverkefni Þórarins fjallar
um uppruna og hlutverk vöðva-
þekjufrumna í brjóstkirtli. Kirt-
ilgangar og kirtilber í brjóstkirtli
eru gerðir af innra lagi af skaut-
uðum þekjuvefjarfrumum og ytra
lagi af vöðvaþekjufrumum. Mark-
mið verkefnisins var að auka skiln-
ing á tilurð vöðvaþekjufrumna í
brjósti ásamt því að skoða hlutverk
þeirra í sérhæfingu eðlilegrar og ill-
kynja brjóstaþekju.
Með því að nota sérvirk mótefni
gegn yfirborðsviðtökum var mögu-
legt að einangra þekjufrumur og
vöðvaþekjufrumur og rækta þær
við skilgreindar aðstæður þar sem
frumurnar viðhéldu upprunalegri
svipgerð. Í ljós kom að þekjufrumur
gátu myndað vöðvaþekjufrumur í
rækt. Næst voru áhrif vöðvaþekju-
frumna á frumusérhæfingu athug-
uð. Byrjað var á að rækta þekju-
frumurnar einar sér í þrívíðu
kollagenhlaupi. Í þessu rækt-
unarlíkani náðu þekjufrumurnar
ekki að sérhæfast á eðlilegan hátt
og sýndu afbrigðilega svipgerð.
Þegar vöðvaþekjufrumum var bætt
út í ræktunarlíkanið leiðréttist svip-
gerð þekjufrumna og þær mynduðu
aftur berjalaga holrými líkt því sem
gerist í líkamanum. Við nánari at-
hugun kom í ljós að grunn-
himnupróteinið laminin-1, sem
framleitt er af vöðvaþekjufrumum,
gat eitt og sér stjórnað sérhæfingu
þekjufrumna. Næsta skref var að
athuga hvort vöðvaþekjufrumur
einangraðar frá krabbameini hefðu
sömu áhrif á frumusérhæfingu og
eðlilegar vöðvaþekjufrumur. Loka-
hluti þessa verkefnis var að ein-
angra stofnfrumur úr brjósti með
það að markmiði að skilgreina betur
þroskun þeirra og sérhæfingu og að
búa til frumulínur sem hægt yrði að
nota í áframhaldandi rannsóknum.
Doktorsverkefnið hefur verið birt
í þremur greinum í tímaritum.
Doktorsverkefnið var styrkt af
eftirtöldum aðilum: Minningarsjóði
Rønne M. Jensen, Dansk Kræft-
forsknings Fond, Dagmars-
Marshalls Fond, Vísindasjóði
NATO, Rannsóknanámssjóði
RANNÍS og Minningarsjóði Berg-
þóru Magnúsdóttur og Jakobs Júl-
íusar Bjarnasonar bakarameistara.
Þórarinn Guðjónsson fæddist 27.
maí 1967 í Reykjavík, sonur hjón-
anna Guðjóns Júníussonar múrara
og Erlu Sigurðardóttur húsmóður,
sem nú er látin. Þórarinn lauk stúd-
entsprófi frá Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti 1987, B.Sc.-prófi í líf-
fræði frá háskóla Íslands 1992 og
M.Sc. í „humanbiologi“ við lækna-
deild Kaupmannahafnarháskóla
1998. Sambýliskona Þórarins er
Sigríður Anna Garðarsdóttir, nemi
í grafískri hönnun við Listaháskóla
Íslands. Þau eiga einn son, Hrannar
Þórarinsson, f. 3. september 1998.
Þórarinn starfar á Rann-
sóknastofu í sameinda- og frumu-
líffræði hjá Krabbameinsfélagi Ís-
lands.
Doktor í
frumulíffræði
brjósta-
krabbameins
FYRSTA námstefnan um kennslu
og þjónustu við blind og sjónskert
grunnskólabörn á Íslandi var mjög
gagnleg, að sögn Ragnhildar
Björnsdóttur, blindrakennara og
upphafsmanns ráðstefnunnar.
Námstefnan fór nýverið fram í
Álftamýrarskóla og voru fluttir
margir fyrirlestrar um málefnið, en
á annað hundrað manns sóttu hana.
Ragnhildur Björnsdóttir segir að
með námstefnunni hafi gefist tæki-
færi til að koma víðtækri þekkingu
til foreldra, kennara og annarra
sem vinna með þessum börnum víða
um land og benda á hvernig best sé
að kenna, þjónusta og hjálpa blind-
um og sjónskertum grunnskóla-
börnum. Hún segir að námstefnan
hafi verið haldin vegna þess að
þessi börn séu dreifð víða um land.
Blindradeild Álftamýrarskóla hafi
ráðgjafarhlutverk gagnvart þeim og
þetta hafi verið liður í þeirri þjón-
ustu.
Að sögn Ragnhildar er um 76
börn í grunnskóla að ræða. Þar af
eru um 50 á höfuðborgarsvæðinu
eða tæplega 60%.
Fjölbreytt dagskrá
Dagskráin var mjög fjölbreytt.
Guðni Olgeirsson, deildarstjóri í
menntamálaráðuneytinu, Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, og
Arthur Morthens, forstöðumaður
þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur, fluttu erindi um skyld-
ur viðkomandi. Tryggvi Sigurðsson,
sálfræðingur á Greiningarstöð rík-
isins, talaði um þroska barnanna og
Guðmundur Viggósson, yfirlæknir
Sjónstöðvar, fjallaði um helstu
augnsjúkdóma sem valda blindu og
sjónskerðingu hjá grunnskólabörn-
um. Björg Guðjónsdóttir sjúkra-
þjálfi ræddi um áhrif sjónskerðing-
ar eða blindu á hreyfiþroska barna,
Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur
talaði um áhrifin á sjálfsmyndina,
Elínborg Lárusdóttir, félagsráðgjafi
á Sjónstöð Íslands, ræddi um erf-
iðleikana sem blasa við foreldrum
og fjölskyldum sjónskertra, Gerður
Gústafsdóttir iðjuþjálfi talaði um
þátttöku og færni í daglegu lífi,
Guðmundur Viggósson, forstöðu-
maður Sjónstöðvar, sagði frá tölvu-
búnaði sem nýtist blindum og sjón-
skertum, og Kristín Gunnarsdóttir
sjóntækjafræðingur kynnti sjón-
hjálpartæki og notkun þeirra.
Seinni daginn greindi Bergþóra
Gísladóttir, sérkennslufulltrúi á
FMR, frá nýtingu ráðgjafarinnar,
Klara Hilmarsdóttir, guðfræðingur
og ráðgjafi Blindrafélagsins, út-
skýrði hvernig Blindrafélagið kem-
ur að þessum málefnum, Helga
Ólafsdóttir, forstöðumaður Blindra-
bókasafnsins, fjallaði um þjónustu
safnsins og Rannveig Traustadóttir,
ráðgjafi á Sjónstöð Íslands, sagði
frá hvernig Sjónstöðin þjónaði þess-
um börnum. Ragnhildur Björns-
dóttir blindrakennari sagði frá
kennslu þessara barna og hvernig
bekkjarkennarar og stuðnings-
fulltrúar vinna með þessum nem-
endum. Margrét Sigurðardóttir
blindrakennari fjallaði um þjónustu
blindradeildar Álftamýrarskóla og
Fanný Gunnarsdóttir, námsráðgjafi
og aðstoðarskólastjóri Álftamýrar-
skóla, greindi frá vinnu námsráð-
gjafa með blindum og sjónskertum
og starfi skólastjórnenda með
blindradeild. Helga Einarsdóttir
umferliskennari sagði frá hvernig
hjálpa ætti börnunum að bjarga sér
í daglegu lífi, Margrét Sigurðar-
dóttir og Ragnhildur Björnsdóttir
kynntu blindraletur, Inga Þóra
Geirlaugsdóttir sérkennari fjallaði
um blindan nemanda í heimaskóla
og umsjónarkennarar úr Álftamýr-
arskóla, fyrrverandi nemandi og
foreldrar sögðu frá reynslu sinni, en
Margrét Sigurðardóttir var fund-
arstjóri.
Vantar blindrakennara
Ragnhildur segir að eitt helsta
vandamálið sé að það vanti blindra-
kennara, en aðeins tveir kennarar
séu sérmenntaðir í kennslu blindra
og sjónskertra grunnskólabarna. Á
námstefnunni hafi jafnframt komið
fram að svona námstefnu þyrfti að
halda með jöfnu millibili og ekki
sjaldnar en á fimm ára fresti, m.a.
til að samhæfa þjónustuna.
Þessi námstefna hafi verið liður í
því að tengja fólk. Skólarnir beri
ábyrgð á menntun síns starfsfólks
og þar sem blindradeildin sé í Álfta-
mýrarskóla beri hann ábyrgð á að
mennta viðkomandi fólk um allt
land.
Námstefna um kennslu og þjónustu við blind og sjónskert grunnskólabörn
Tækifæri til að koma víð-
tækri þekkingu til skila
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá ráðstefnunni sem haldin var nýlega í Álftamýrarskóla.
„ÞÁTTTAKENDUR Snorraverk-
efnisins heimsóttu utanrík-
isráðherra í fyrradag og var
þessi mynd tekin við það tæki-
færi. Í hópnum eru 5 frá Banda-
ríkjunum og 11 frá Kanada.
Snorraverkefnið er samstarfs-
verkefni Norræna félagsins og
Þjóðræknisfélags Íslendinga og
annast skipulag og framkvæmd
heimsókna ungs fólks í Norður-
Ameríku af íslensku bergi brotið
til Íslands. Alls hafa 60 ungmenni
tekið þátt í verkefninu á 4 árum.“
Morgunblaðið/Gunnar G. Vigfússon
Heim-
sóttu ut-
anríkis-
ráðherra
ENDURKRÖFUNEFND sem met-
ur rök fyrir endurkröfu trygginga-
félaga á hendur tjónvöldum fékk á
síðasta ári 209 ný mál til úrskurðar.
Af þeim samþykkti hún endurkröfur
að flestu eða öllu leyti í 176 málum
sem nema rúmlega 41 milljón króna
samtals. Í þeirri fjárhæð eru viðbót-
arkröfur úr nokkrum eldri málum.
Ástæðurnar eru í 70% tilvika ölvun
tjónvalds. Árið 2000 var fjöldi mála
107 og voru endurkröfur samþykktar
í 98 tilvikum, samtals að upphæð
rúmlega 28 milljónir króna.
Umferðarlagabrot, svo sem ölvun-
arakstur, hraðakstur og fleiri, geta
leitt til ökuleyfissviptinga eða refs-
inga í formi sekta eða fangelsunar.
Tjón sem verður á ökutæki tjónvalds í
slíkum tilvikum verður hann iðulega
að bera sjálfur. Í umferðarlögum eru
ákvæði um að vátryggingafélag, sem
hefur greitt bætur vegna tjóns af
völdum ökutækja, getur krafist end-
urgreiðslu hjá þeim sem valda tjóni af
ásetningi eða stórkostlegu gáleysi.
Þriggja manna endurkröfunefnd,
sem skipuð er af dómsmálaráðherra,
ákveður hvort og hversu mikill end-
urkröfuréttur vátryggingafélaga er í
slíkum tilvikum.
Hæsta krafan 1,6 milljónir
Hæsta einstaka endurkrafan nam í
fyrra tæplega 1,6 milljónum króna og
23 endurkröfur voru að upphæð 500
þúsund eða meira. Ástæður endur-
krafna eru langoftast ölvun tjónvalds
eða í 70% tilvika. Reyndust 87 öku-
menn í 124 ölvunartilvikum vera
óhæfir til að stjórna ökutæki. Þrisvar
var lyfjaneysla ástæða endurkröfu og
réttindaleysi ökumanna var ástæðan í
36 skipti. Fjórir ökumenn voru krafð-
ir endurgreiðslu vegna ásetnings og 9
vegna glæfraaksturs eða stórkostlega
vítaverðs aksturslags.
Af 176 málum sem endurkröfu-
nefndin samþykkti voru karlar tjón-
valdar í 131 tilviki en konur í 45 til-
vikum. Segir í frétt frá endurkröfu-
nefnd að hlutfall kvenna hafi farið
vaxandi síðustu ár, það hafi verið 14%
árið 1992 en 26% í fyrra.
Um 70% endurkrafna
vegna ölvunaraksturs
LANDHELGISGÆSLUNNI bár-
ust tilkynningar frá skipum, flug-
vélum og gervihnetti um sendingar
frá neyðarsendi skips um ellefu-
leytið á þriðjudagskvöld og sýndi
gervihnattastaðsetning að skipið
væri í nágrenni Reykjavíkur.
Í ljós kom að sendingarnar
komu frá skemmtiferðaskipinu
Delphin sem lá í Reykjavíkurhöfn
en TF-SIF þyrla Landhelgisgæsl-
unnar hafði verið send til leitar.
Var þar um að ræða sendi um borð
sem fannst ekki fyrr en eftir tals-
verða leit og þurfti aðstoð Póst- og
fjarskiptastofnunar til að finna
hann svo hægt væri að slökkva á
honum.
Neyðarkall frá
skemmtiferða-
skipi í Reykja-
víkurhöfn