Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Gildi næringar í forvörnum gegn sykursýki
Kúamjólk og
kjörþyngd
SYKURSÝKI er al-varlegur sjúkdómursem sífellt hrjáir
fleiri. Rannsóknir á sviði
sykursýki eru gagnlegar í
baráttunni við sjúkdóm-
inn, og hinn 15. júní síðast-
liðinn varði Bryndís Eva
Birgisdóttir doktorsverk-
efni sitt um gildi næringar
í forvörnum gegn sykur-
sýki.
Segðu okkur frá efni
doktorsverkefnisins.
„Ég rannsakaði tengsl
næringarfræðilegra þátta
við báðar gerðir sykursýki,
gerð 1 – sem oft er kölluð
barnasykursýki, og gerð 2
– fullorðinssykursýki eða
áunna sykursýki. Nýgengi
og algengi þessara sjúk-
dóma hefur aukist mjög
hratt undanfarin ár í heiminum og
er greinilegt að umhverfisþættir
skipta verulegu máli varðandi þró-
un sykursýkinnar. Hverjir þessir
umhverfisþættir eru er að mörgu
leyti enn óljóst, sérstaklega varð-
andi gerð 1 af sykursýki, og þess
vegna felst viss áskorun í þessum
rannsóknum sem stundaðar eru á
sviði sykursýki við að finna teng-
ingu við umhverfi eða næringu.“
Hefur sykursýkistilfellum fjölg-
að á Íslandi?
„Nei, nýgengi gerðar 1 og al-
gengi gerðar 2 af sykursýki er
lægra hérlendis en á hinum Norð-
urlöndunum. Í Svíþjóð og Finn-
landi hefur tilfellum af gerð 1
fjölgað gríðarlega, en Noregur og
Danmörk hafa færri tilfelli. Þann-
ig má sjá mun milli landa, og þar
með tengja sjúkdóminn við um-
hverfið og mataræði þjóðanna.“
Hvað rannsakaðir þú í sam-
bandi við barnasykursýki?
„Í tengslum við gerð 1 af sykur-
sýki rannsökuðum við kúamjólk.
Hvati rannsóknarinnar var m.a.
sá, að víða um lönd hafa fundist
tengsl milli kúamjólkurneyslu og
sykursýki af gerð 1, en þessi
tengsl fundust ekki hér á landi.
Mjólkin hlaut að vera mismun-
andi, og kom það á daginn. Það er
lægra magn af ákveðnum prótín-
um, sem hafa verið talin hugsan-
legir sykursýkisvaldar, í íslensku
mjólkinni en í mjólk frá hinum
Norðurlöndunum.“
Er íslenska kýrin einstök?
„Já, hún er að sjálfsögðu mjög
einangruð hér á landi á meðan
kynbætur með öðrum kynjum
hafa verið stundaðar erlendis sem
hafa breytt samsetningunni. Samt
sem áður verður að hafa í huga að
mjólkin ein er ekki forsenda syk-
ursýkinnar, og þarf mun meiri
rannsóknir áður en þetta verður
vopn í höndum vina íslensku kýr-
innar.“
Eru bein tengsl á milli prótíns-
ins og sykursýki?
„Nei, en líklegt er að prótínið,
eða efni fylgjandi því, tengist syk-
ursýkinni á einhvern hátt. Þar er
þörf meiri rannsókna og að skoða
fleiri þætti. Að svo stöddu er
ótímabært að draga of
miklar ályktanir um
mjólkina. Mjög líklegt
er að nokkrir þættir
spili saman, og aðstæð-
ur hér heima eru kjörn-
ar til frekari rannsókna vegna ís-
lensku kýrinnar.“
En hvað með fullorðinssykur-
sýki, sykursýki af gerð 2?
„Þar hafa faraldsfræðilegar
rannsóknir sýnt tengsl milli lítillar
stærðar barns við fæðingu og ým-
issa sjúkdóma síðar á ævinni.
Kollega mín, Ingibjörg Gunnars-
dóttir, sem einnig er í doktors-
námi, hefur rannsakað áhrif fæð-
ingarþyngdar á háþrýsting og
hjartasjúkdóma, en ég skoðaði
tengslin við skert sykurþol, syk-
ursýki af gerð 2. Við sáum tengsl
hér á landi milli skerts sykurþols
og fæðingarþyngdar. Það átti þó
aðallega við um þá sem áttu við of-
fitu eða ofþyngd að stríða.“
Íslendingar fæðast nú margir
stórir og þungir, ekki satt?
„Jú, mikil fæðingarþyngd Ís-
lendinga virðist vernda okkur
gagnvart þessum sjúkdómi að
vissu marki. Það ber ef til vill að
þakka meðal annars neyslu á prót-
ínum og Omega-3 fitusýrum sem
við neytum úr fiskmeti og hefur
áhrif á fæðingarstærð barnsins,
en í raun vitum við ekki ástæður
þessa.“
Má þá sjá fyrirfram hverjir geta
orðið sykursjúkir?
„Hér höfum við aðeins fundið
einn áhættuþátt. Offita er hins
vegar enn sterkasti áhættuþáttur
gerðar 2 af sykursýki. Samt sem
áður er mikilvægt að nýta sér
þessar upplýsingar, til dæmis í
sambandi við þyngdaraukningu
kvenna á meðgöngu og fæðingar-
þyngd. Rannsóknir okkar sýndu
hve mikilvægt það er fyrir stærð
barna að konan þyngist vel á með-
göngutíma.“
Hvað tekur nú við hjá þér?
„Ég vinn enn hér á rannsókna-
stofu í næringarfræði hjá Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi og
Háskóla Íslands, hjá prófessor
Ingu Þórsdóttur, og hef
mikinn hug á að stunda
frekari rannsóknir.
Næringarfræðin er
þverfagleg, tengist
læknisfræðinni, lífefna-
fræðinni og öðrum líf- og raunvís-
indum, og er þess vegna mjög fjöl-
breytt. Hér heima má ljúka
BS-gráðu í matvælafræði og fara
svo í mastersnám eða doktorsnám
í næringarfræði. Stéttin er enn fá-
menn, en vonandi að úr rætist í
framtíðinni. Öflug stétt næringar-
fræðinga og -ráðgjafa er mikil-
vægur hluti af þjóðfélagi er styður
lýðheilsu.“
Bryndís Eva Birgisdóttir
Bryndís Eva Birgisdóttir fædd-
ist í Reykjavík árið 1972. Hún
lauk stúdentsprófi frá MA 1992,
B.Sc.-gráðu í næringarfræði frá
Stokkhólmsháskóla 1996, M.Sc.-
gráðu í næringarráðgjöf frá
Gautaborgarháskóla 1997, og
varði nýlega doktorsverkefni sitt
í næringarfræði frá raunvísinda-
deild Háskóla Íslands. Hún hefur
unnið að rannsóknum í næring-
arfræði á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi og í Háskóla Íslands
frá 1997. Bryndís er í sambúð
með Tómasi Orra Ragnarssyni
viðskiptafræðingi og eiga þau
eina dóttur, Theodóru.
Íslenska
kýrin er alveg
einstök
Mamma okkar er sko gáfuðust í öllum heiminum, hún t.d. studdi ekki inngöngu okkar í EES, á sínum
tíma, hún gaf skipaiðnaðinum dauðasprautuna 1983, og hún fann upp besta kvótakerfi í heimi, og sv.fr.