Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LYKT af töðu og torfi í bland við teppalím mætir blaða- manni þegar gengið er inn í fyrsta heitavatnstankinn til vinstri við inngang Perlunnar. Hér og þar í svörtu rýminu má sjá iðnaðarmenn vinna hörð- um höndum við uppsetningu sýningarinnar sem Sögusafnið mun geyma, enda er stuttur tími til stefnu. Aðdragandinn hefur þó verið öllu lengri því með formlegri opnun safnsins á laugardag sér fyrir endann á margra ára vinnu hjónanna Ágústu Hreinsdóttur og Ernsts Backmans. Safnið verður svo opnað almenningi á sunnudag. Sýningin samanstendur af 30 mannháum brúðum af þekktum sögupersónum í um- hverfi sínu og við heimsókn á safnið munu gestir fá hlustun- arefni sem leiðir þá í gegnum söguna. Á leiðinni munu þeir mæta persónum á borð við Hrafna-Flóka, Ingólf Arnar- son, Skalla-Grím, Leif Eiríks- son, Melkorku ambátt, Þor- geir Ljósvetningagoða, Snorra Sturluson, Gissur jarl og svo mætti lengi telja. Heillar hvernig fólk bjó Ernst segist hafa fengið þessa hugmynd þegar hann var staddur á Tussaud-safn- inu í Kaupmannahöfn fyrir fimm árum og var að virða fyr- ir sér sögusýninguna þar. „Ég hafði unnið áður með afsteyp- ur úr sílíkongúmmí þannig að það lá kannski beint við að maður fengi þessa hugmynd. Og svo var bara farið af stað.“ Aðspurður segist hann svo- sem ekki haft sérstakan áhuga á Íslendingasögunum umfram það sem gengur og gerist al- mennt. „Hins vegar heillar mig þessi hugmynd um það hvernig fólkið bjó í raun og veru – hvort það hafi verið í skinnskóm í bleytu úti á túni og hvað það hlýtur að hafa verið erfitt að fara út í kuldann og hafa bara vaðmál og hör. Þannig að það eru svona tæknilegir hlutir sem ég hef verið að hugsa út í.“ Eftir að hugmyndin kvikn- aði á safninu í Kaupmanna- höfn hlaut Ernst styrk frá iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytinu til þess að útbúa viðskipta- áætlun fyrir verkefnið sem Þórður Hilmarsson vann og hún „kom svo glettilega vel út“ að það var haldið áfram. Í framhaldinu hlaut verkefnið annan styrk frá ráðuneytinu auk þess sem því hefur verið úthlutað fjármagni af fjárlög- um í tvígang. „Þá var ekki hægt að snúa aftur heldur varð að klára verkefnið. Hefði ég vitað í dag hvað ég var að fara út í hefði ég sennilega ekki þorað í þetta því þetta var miklu meiri vinna en ég reikn- aði með.“ Alls er kostnaður við gerð brúða og uppsetningu safnsins um 80 milljónir króna að sögn Ernst. Með bletta- skalla upp eftir öllu Brúðurnar á safninu eru gerðar úr svokölluðu sílíkong- úmmí sem Ernst fann í Am- eríku og hefur verið notað töluvert innan kvikmynda- heimsins þar. Hann segir ekki vitað til þess að það hafi áður verið notað í brúður. Brúðurn- ar eru útbúnar með því að taka mót af andliti lifandi manneskju og það er gert með því að smyrja efninu yfir and- lit viðkomandi. Ernst segir þessa aðferð hafa þróast smátt og smátt og þannig þurfti hann að læra það af bit- urri reynslu að sjá til þess að hár manneskjunnar sé vel og vandlega kembt aftur þegar mót er tekið. „Ég byrjaði á sjálfum mér og það endaði með ósköpum. Konan þurfti að klippa mig út og ég var með blettaskalla upp eftir öllu. Það var sagt við mig að ég mætti setja þetta í hár en það var sko ekki. Þannig að maður var líka að læra.“ Til að fá fram útlit söguper- sónanna segir Ernst að stuðst sé við allar lýsingar sem til eru á þeim. „Við höfum til dæmis örlitla lýsingu af Snorra Sturlusyni þar sem honum er lýst sem litlum, feitum, kubbs- legum manni. Ég leitaði dálít- ið lengi að Skalla-Grími en á sýningunni er Egill ekki nema sjö, átta ára gamall í smiðju hjá pabba sínum. Það er til karakterslýsing á Agli sem ég yfirfærði á Skalla-Grím nema að ég hafði hann eldri og meitlaðri. Fyrirmyndin er síð- an Ólafur Benediktsson, fyrr- um markmaður í handbolta.“ Þar sem lýsingar þrýtur nýtir Ernst vini og vanda- menn sem fyrirmyndir að fornmönnunum. „Þá reyni ég að velja karaktera sem eru svolítið meitlaðir í andliti. Ég er með gott safn sem er Karla- kór Reykjavíkur en ég er með- limur þar. Ég hef verið að horfa mikið til þeirra í vetur og allt síðasta ár, stúderað þá og athugað og kannski sagt við sjálfan mig að þennan sé gott að steypa.“ Með húsið fullt af fólki Brúðugerðin hófst fyrir nokkru og að sögn Ernsts hef- ur hús þeirra hjóna verið fullt af fólki síðastliðin tvö ár. Þau fóru hins vegar að sjá fyrir endann á þessari hústöku þeg- ar Orkuveita Reykjavíkur kom til sögunnar með því að leggja til hitaveitutankinn undir safnið. „Ég kynnti þetta fyrir Alfreð Þorsteinssyni og í framhaldinu samþykkti stjórnin einhuga að koma þessu fyrir hér.“ Hann segir að með þessu hafi safnið fengið samastað til frambúðar en því fer fjarri að Ernst líti svo á að starfi sínu sé lokið. „Sagan hefst á Pöpun- um og við endum á Jóni Ara- syni þar sem hann er háls- höggvinn. En þessu ætlum við að breyta. Við ætlum að taka miðaldirnar og fara með þær í annan tank.“ Þegar hann er spurður að því hvort hann hyggist leggja alla tankana í Öskjuhlíðinni undir sig brosir hann og segir síðan óhikað: „Ég ætla að fá sem flesta og það er allt í lagi að það komi fram!“ Hann bendir þó á ákveðna hindrun í því sambandi sem er að tankarnir eru allir fullir af vatni. „Þessi tankur var tæmdur fyrir þetta en ég vona náttúrulega að ég fái annan tank því þetta er svo mikil saga.“ Verður að klára söguna Fyrir utan Ernst og konu hans Ágústu hefur Sigurjón Jóhannsson, myndlistarmað- ur og leikmyndahönnuður, átt ríkan þátt í uppsetningu henn- ar auk þess sem fjöldi manns hefur unnið að henni. Hvað varðar sagnfræðilegan hluta hennar segir Ernst að víða hafi verið leitað fanga í því sambandi en textagerð var í höndum Hlyns Páls Pálsson- ar. En hvernig er að sjá fyrir endann á þessum fyrsta áfanga safnsins? „Það er ein- kennileg tilfinning að vita til þess að þetta sé allt að fara úr húsinu mínu. Maður hefur kannski verið að fara framúr á nóttinni og brugðið við það að mæta einhverjum fornmann- inum. En auðvitað er þetta mjög sæl tilfinning að vera loksins búinn með fyrsta áfangann því auðvitað höldum við áfram. Það verður ekkert aftur snúið, það verður að klára söguna.“ Meitlaðir forn- menn í miðri borg Í heitavatnstönk- unum í Öskjuhlíð leynist meira en vatn. Í einum þeirra hefur nú verið kom- ið fyrir safni þar sem greint er frá sögu okkar með að- stoð ýkja raunveru- legra brúða. Berg- þóra Njála Guðmundsdóttir kíkti þar við í vik- unni og heilsaði upp á Skalla-Grím og fleiri fornmenn. Morgunblaðið/Þorkell Ernst Backman og Skalla-Grímur í smiðju þess síðarnefnda. Það eru ófá handtök sem þarf til að koma upp sögu Íslands. Öskjuhlíð ÁKVEÐIÐ hefur verið að auglýsa tillögu að nýju deili- skipulagi við Neskirkju þar sem gert er ráð fyrir ný- byggingu sem hýsa myndi safnaðarheimili kirkjunnar. Húsafriðunarnefnd ríkisins er jákvæð í garð tillögunnar en ytra borð kirkjunnar er friðað. Í greinargerð með tillög- unni kemur fram að bygg- ingin geti orðið allt að 900 fermetrar að stærð en henni er ætlaður staður vestan við kirkjuna „þar sem nýbygg- ingin hefur lágmarks áhrif á ásýnd kirkjunnar,“ segir í greinargerðinni. Bein teng- ing verður á milli safn- aðarheimilisins og kirkj- unnar með tengigangi sem leggst að vesturhlið kirkj- unnar. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á lóðum Haga- borgar og íþróttahúss Haga- skóla og bílastæðum verður ekki fjölgað. Er á það bent að á kvöldin, þegar mest er um að vera í safnaðarstarfi, sé engin starfsemi í leikskól- anum og sjaldan starfsemi í íþróttahúsi sem krefst bíla- stæða. Segir að viðbót- arbyggingin vegna safn- aðarheimilisins kalli á fá stæði að degi til. Lóð kirkjunnar verður að öðru leyti endurskipulögð í tengslum við hönnun safn- aðarheimilisins. „Fyrirhugað er að bæta aðstöðu til útivist- ar í tengslum við starfsemi í byggingunum og leitast við að skipuleggja lóðina betur með það að leiðarljósi að hún nýtist betur almenningi við ýmis tækifæri,“ segir í grein- argerðinni. Ein fyrsta nútíma- kirkjan á Íslandi Ágúst Pálsson teiknaði Neskirkju og var hún vígð árið 1957. Segir í umsögn Ár- bæjarsafns að hún hafi verið talin ein fyrsta nútímakirkj- an á Íslandi þar sem þar hafi verið gert ráð fyrir fjölþættu safnaðarstarfi. Þar sem starfsemi kirkj- unnar hefur farið ört vax- andi hefur sóknarnefnd unn- ið að því að af byggingu safnaðarheimilis verði eins og fram kemur í bréfi hönn- uða byggingarinnar til skipulagsfulltrúa. Segir að þar sem ytra borð kirkjunnar sé friðað hafi verið unnið að undirbúningi málsins í sam- vinnu við Húsafriðunarnefnd ríkisins sem fallist hefur á til- löguna að því tilskildu að tenging byggingarinnar við kirkjuna verði viðunandi að mati nefndarinnar. Að sögn Margrétar Þor- mar, hverfisstjóra hjá Skipu- lags- og byggingasviði Reykjavíkur, hafa verið gerðar nokkrar tillögur að safnaðarheimilinu en þessi hafi orðið ofan á. Tillagan verður auglýst í næstu viku og er frestur til að skila at- hugasemdum til 14. ágúst næstkomandi. Hönnuðir til- lögunnar eru VA arkitektar ehf. Safnaðarheimili rísi við Neskirkju Vesturbær Morgunblaðið/Arnaldur Á þessu módeli sést hvar áætlað er að safnaðarheimilið rísi vestan við Neskirkju. NÝ SKIPAN fyrir stjórnsýslu og faglega starfsemi Hafnar- fjarðarbæjar hefur tekið gildi, samkvæmt samþykkt bæjar- stjórnar á þriðjudag. Hjá stjórnsýslunni hefur verið skipað í fimm ráð sem skila fundargerðum sínum beint til bæjarstjórnar í stað fyrra fyr- irkomulags þar sem fundar- gerðir nefnda fóru allar gegn- um bæjarráð. Sömuleiðis var ný samþykkt um stjórn og fundarsköp fyrir Hafnarfjarð- arkaupstað gerð á fundinum. Þá var lagt fram nýtt skipu- rit fyrir hina faglegu starfsemi sveitarfélagsins en það felur í sér að yfirmönnum í stjórn- sýslunni er fækkað um tvo. Samkvæmt nýja skipulaginu gegnir bæjarstjóri stöðu fram- kvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og forstöðumað- ur starfsmannahalds tekur á sig starfsskyldur forstöðu- manns fjölskyldusviðs. Breytt stjórnsýslu- skipan Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.