Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 57
BANDARÍSKA kvikmyndastjarnan Tom Cruise er ekki
hár í loftinu, 1,67 metrar, og hefur það oft verið honum
til trafala, nú síðast þegar hann gat ekki keyrt nýjan
Lexus-sportbíl af dýrustu gerð vegna þess að hann náði
ekki niður á petalana. Atvikið átti sér stað við upptökur
á nýjustu kvikmynd stjörnunnar, Minority Report, sem
frumsýnd var í London í fyrrakvöld.
Cruise sendi bílinn aftur til síns heima og skipaði
Lexus-fólki að hanna nýjan framtíðarbíl handa honum.
„Það getur ekki stærri persónuleiki en Cruise passað
inn í bílinn,“ sagði hönnuður bílsins, Harald Belker.
„Endanlega útgáfan var í raun byggð utan um Cruise,“
sagði talsmaður Lexus, Meg Seiler.
Þá virðist sem smávaxna stórstirnið sé eitthvað að
slaka á í samskiptum við fyrrverandi eiginkonu sína Ni-
cole Kidman og sé jafnvel að íhuga að eftirláta henni að
ala upp tvö börn þeirra í heimalandi hennar Ástralíu
eins og hún hefur farið fram á.
Hann ræddi við aðdáendur og blaðamenn í einn og
hálfan tíma fyrir frumsýningu myndarinnar við
Leicester-torg í fyrrakvöld en þar samsinnti hann Kid-
man og sagði það hættulegt að ala upp börn í Banda-
ríkjunum.
„Maður verður aðeins að líta á stöðu mála í Banda-
ríkjunum. Ég hef áhyggjur af börnunum mínum. Sem
foreldri hefur maður alltaf áhyggjur. Ég vil að þau alist
upp þar sem þau geta orðið nógu ábyrg til að taka eigin
ákvarðanir,“ sagði Cruise, sem nú býr með leikkonunni
Penelope Cruz í Beverly Hills.
Náði ekki niður
á bílpetalana
Tom Cruise mætti til frumsýningarinnar í Lund-
únum í fylgd mótleikkonu sinnar Samönthu Morton.
Hæðin hamlar Tom Cruise
KARÍBAHAF - sept. uppselt
Hópferð á hálfvirði - næst 7. feb. 03
Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA
BRESKA rokksveitin Coldplay hefur lagt loka-
hönd á nýja plötu sem kemur út síðar í sumar.
Coldplay var án efa eitt stærsta nafnið í rokkinu
í fyrra – ekki síst hér á Fróni en sveitin lék fyrir
landann síðasta sumar við góðan orstír. Frum-
burðurinn Parachutes seldist í yfir 6 þúsund ein-
tökum hér á landi og af því einu að dæma bíða ef-
laust margir með öndina í hálsinum eftir nýju efni.
Forsmekkurinn að annarri plötu sveitarinnar,
sem hlotið hefur nafnið A Rush Of Blood To The
Head í höfuðið á einu nýju laganna, er þegar far-
inn að heyrast á útvarpsstöðvum. Lagið heitir „In
My Place“, er lag númer tvö á plötunni og sver sig
sterklega í ætt við sjálft lagið sem kom Coldplay á
kortið, „Yellow“.
Í samtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni segir
bassaleikari sveitarinnar, Guy Berryman, lagið,
sem og nýju plötuna í heild, rökrétt framhald af
Parachutes: „Platan endurspeglar hljómsveit sem
heldur sínu striki og er með fæturna á jörðinni,
þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið.“ Berry-
man segir nýju lögin kröftugri en eldra efnið, ekki
í þeim skilningi að þau séu eitthvað háværari eða
rokkaðri, heldur séu þau einbeittari og gerð af
miklu sjálfstrausti.
Myndbandið við lagið „In My Place“ er þegar
farið að sjást á tónlistarstöðvum. Það er hreint og
beint, hljómsveitin að leika á hljóðfæri sín í bláu
rými. „Við vildum undirstrika einfaldleikann, vilja
okkar til að nálgast tónlistina og umgjörð hennar á
umbúðalausan hátt,“ skýrir Berryman fyrir blaða-
manni, „við kærum okkur ekkert um neina þvælu.
Þolum ekki allt prjálið í þessum bransa því að á
endanum eru það gæði tónlistarinnar sem við-
halda lífi í henni.“
Smáskífan með „In My Place“ kemur í búðir
mánudaginn 5. ágúst og breiðskífan A Rush Of
Blood To The Head fylgir svo á eftir nákvæmlega
þremur vikum síðar, eða mánudaginn 26. ágúst.
Coldplay hefur þegar hafið tónleikahald vegna
útkomu nýju plötunnar og í júlí verður sveitin á
þeysingi um Evrópu þvera og endilanga en nánari
upplýsingar um hvar og hvenær má finna á heima-
síðu sveitarinnar.
Coldplay gefur út nýtt lag og breiðskífu í ágúst
„Strákar, horfiði nú einu sinni á myndavél-
ina.“ Hinir jarðbundnu liðsmenn Coldplay.
Ekkert plast eða prjál
TENGLAR
.......................................................................
www.coldplay.com
skarpi@mbl.is
DV Kvikmyndir.is
Mbl Kvikmyndir.com
1/2 kvikmyndir.is
1/2 kvikmyndir.com
Tímaritið Sánd
Rás 2
Eina leiðin til að verða einn af strákunum
aftur... er að verða “ein” af stelpunum! Ekki
missa af þessum geggjaða sumarsmell!
Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit nr. 370.
kvikmyndir.isMBL
Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12. Vit 393.
Sýnd kl. 7.30 og 10. Vit 384.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 397.
Sýnd kl. 7.15 og 10. B. i. 16. Vit 381.
Yfir 32.000
áhorfendur
Kvikmyndir.is
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 5.30, 8, 9.30, 10.30 og 12. B.i. 14. Vit 393.
FRUMSÝNING
Matrix Reloaded
sýnishorn frumsýnt á undan mynd
Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock) kemur þessi magnaða
sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman Forever, 8mm)
Martin Lawrence er trítilóður og tímavilltur!
Í einni af fyndustu mynd ársins
Hverfisgötu 551 9000
www.regnboginn.is
1/2
kvikmyndir.com
Radíó X
Rás 2
1/2HK DV
Leitin er
hafin!
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i 16.Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 8 og 10.30.
B.i 16.
Yfir 50.000 áhorfendur!
Sýnd kl. 5.30. B.i. 10.
1/2 RadióX
1/2 kvikmyndir.is
SándON LINEthe
Þegar pabbinn neitar að borga enn eitt skólaárið
fyrir son sinn, tekur partýdýrið Van til sinna ráða...
Drepfyndin grínmynd með Ryan Reynolds úr
Two Guys and a Girl og Töru Reid úrAmerican Pie 1 & 2.
Frumsýning
Menn eru dæmdir af verkum sínum.
Bruce Willis í magnaðri spennumynd.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Nýskr: 11/2001, 3500cc, 5 dyra,
sjálfskiptur, grár, ekinn: 8 þ.
Leðurinnrétting, rafmagn í sætum.
Verð: 4.950 þ.
575 1230 Opið mán.-fös. frá kl. 9-18
Mitsubishi Pajero GLS