Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EF litið er á erindisbréf grænmet- isnefndar, frumvarp landbúnaðar- ráðherra og afgreiðslu í þinginu, liggur svarið ljóst fyrir. Megin- áherslan var lögð á að lækka verð til neytenda á þessari hollu vöru. Þegar aðlögunarsamningurinn er skoðaður og síðan reglugerðin um beingreiðslurnar, er annað upp á teningnum. Þar er fyrst til að taka, að bein- greiðslufjárhæðin er föst tala, 195 milljónir fyrir árið, og strax núna er farið að gera ráð fyrir því í reglu- gerðinni, að skerða þurfi einingaverð á vörunni, ef framleiðslan, og þá von- andi líka neyslan, eykst eitthvað frá fyrra ári. Samt er ákveðið að greiða bein- greiðslur frá áramótum, þó að þá hafi verð verið óeðlilega hátt (tóm- atar 699 kr. kg, agúrkur 560 kr. kg). Fyrir utan það, að beingreiðslur ofan á slíkt verð er ekkert annað en gjöf, þá gefur augaleið, að neytendur nutu einskis á þeirri tombólu. Þegar svo aftur á móti verðið hrundi á gúrkunum 15. mars og hélst undir hundrað krónum fram yfir 1. maí, hefði verið gott að fá ríflegar beingreiðslur til að geta flaggað sem lengst lægsta gúrkuverði heims- byggðarinnar. Nei, þá fengum við bæði á okkur kílóagjaldið frá heild- söluaðilanum og „fyrirheit“ í reglu- gerðinni um að til skerðinga geti komið á lofuðum beingreiðslum yfir árið. Annað hljóð var í strokki tómata- bænda. Háa verðið hélst nærri út all- an maí, þrátt fyrir frjálsan innflutn- ing (heimsmarkaðsverð á tómötum virðist hafa minni áhrif hér en heimsmarkaðsverð á gúrkum og papriku). En glópalán tómatabænda var þar með ekki upp urið. Í reglugerðinni, sem er undirrituð 22. maí, er kveðið á um, að tómataframleiðendur skuli fá tvöfaldar beingreiðslur fyrir maí- mánuð! Ekki nutu neytendur þessa í lækkuðu verði, enda varla von þegar þessi aukageta kemur upp úr hatti ráðuneytisins í lok þess mánaðar sem við átti. Reyndar virðist þessi ákvörðun vera á skjön við aðlögunarsamning- inn, þar sem segir í 2. grein 2.3: „Heimilt verði að greiða mismunandi háar beingreiðslur eftir tímabilum.“ Síðan segir: „Ákvarðanir um notk- un þessara heimilda skulu teknar með nægjanlegum fyrirvara til að framleiðendur geti aðlagað sig breyttum framleiðsluskilyrðum.“ Þannig er margt sem gera mætti athugasemdir við í þessu nýja kerfi. Vonandi er ekki keppt að því vísvit- andi að koma hér á stórframleiðslu örfárra sem hefðu allt í hendi sér, bæði framleiðslu og sölu. Meiri fá- keppni og stærri einingar leiða örugglega ekki til lægra verðs. Samantekt í lokin: 1. Beingreiðslum er eytt á tímabil, þar sem verð er hátt og neytendur njóta einskis af niðurgreiðslunum. 2. Tvöfaldaðar eru beingreiðslur á tómötum í maí, eftir á, alveg að óþörfu, því verðið var í toppi. 3. Síðan er farið að gera ráð fyrir skerðingu á greiðslum vegna auk- innar framleiðslu. Þannig sitja eftir, í súpu samninga og reglugerða, neytendur og hinn al- menni garðyrkjubóndi, en bóndi þessi á þann kost að úrelda gróður- húsin sín og líklega sjálfan sig um leið. Hver er það sem stendur á bak við þetta allt saman? Mér kemur í hug gömul vísa, sem eg set hér til íhug- unar. Bak við tjöldin situr sál sem að völdin hefur. Vegur gjöldin, metur mál, meðan fjöldinn sefur. Það er brýnt að fjöldinn vakni og láti sig þetta mál varða. Alþýðusam- bandið og BSRB áttu fulltrúa í grænmetisnefnd. Alþingi kom líka að þessu máli. Ég spyr: Var það þetta sem menn vildu? ÓLAFUR STEFÁNSSON, cand.agr. og garðyrkjubóndi, Syðri-Reykjum, Biskupstungum. Fyrir hverja eru beingreiðslur á grænmeti? Frá Ólafi Stefánssyni: ÞAÐ vakti athygli fyrir skömmu þegar formaður LÍÚ kvartaði sáran undan smábátunum, sem fengu að veiða í 23 daga á ári. Þeir væru að veiða allt of mikið frá hans umbjóð- endum sem ættu fiskinn í sjónum. Það sem er þó mest athygli vert er þessi tími, 23 dagar. Það eru 365 dagar í árinu. Hvaða fyrirtæki gæti gengið sem starfaði aðeins 23 daga á ári? Hvernig er hægt að lifa af því að veiða fisk í aðeins 23 daga á ári? Hvernig myndi þessi útgerð ganga ef hún stæði kvótaþegum jafnhliða og gæti starfað árið um kring? Er formaður LÍÚ ekki einfaldlega hræddur við þessa menn, sem sýna á svo augljósan hátt að hægt er að hagræða í útgerð með því að veita jafnan aðgang að auðlindinni? Myndu þeir ekki auðveldlega sigra hans umbjóðendur í jafnri sam- keppni? Smábátaútgerð er eflaust sú starf- semi sem styrkir sjávarbyggðirnar hvað mest. Það þarf minnst fjár- magn til að hefja slíka útgerð, og sú staðreynd veitir fólki umfram allt ör- yggistilfinningu. Það hefur nefnilega þann valkost að fá sér trillu og fara að veiða ef annað bregst og neyðist ekki til að flytja á mölina. GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON, Laugalind 1, Kópavogi. 23 dagar Frá Guðmundi Erni Jónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.