Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM
54 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þvottastöðin
(The Wash)
Gamanmynd
Bandaríkin 2001. Myndform VHS. (100
mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn og
handrit D.J. Pooh. Aðalhlutverk Snoop
Doggy Dogg, Dr. Dre, Eminem.
ÞAÐ þarf vart að fara mörgum
orðum um frægð aðalleikara þessar-
ar myndar í sífellt fyrirferðarmeiri
heimi rapps og hipp-hopps. En fyrir
þá sem klóra sér í hausnum þá eru
þeir ekkert minna en kóngar, sér í
lagi Dr. Dre, sem er lærimeistari
manna á borð við
Snoop, meðleikara
hans í þessari
mynd, sem og
stærstu popp-
stjörnu samtímans,
Eminems, en hann
fer reyndar líka
með lítið hlutverk í
myndinni.
Hvernig plumma þeir sig svo fyrir
framan tökuvélina? Við skulum bara
segja sem svo að þeim sé óráðlegt að
leggja dagvinnuna á hilluna. Þeir
komast svo sem klakklaust frá leikn-
um, eru bara þeir sjálfir, með stæl-
ana á tæru, Snoop rammskakkur og
Dre ábyrgðin uppmáluð. En smekk-
ur þeirra sem kvikmyndaframleið-
enda er afleitur, að velja Pooh (við-
eigandi nafn) blessaðan til að skrifa
fyrir sig línurnar og stýra tökum,
ekki viturlegt. Að ætla sér að maka
krókinn á öðru eins og halda að þeir
þurfi einungis að láta sjá sig er ekki
heldur viturlegt. Þeir eru hreint og
klárt að vanmeta unnendur sína með
þessari mynd og hafa þá að fíflum.
Og nærvera Eminem lagar ekkert,
hann er bara sami fokreiði geðsjúk-
lingurinn. Eftir stendur frábær tón-
list sem flæðir eins og við mátti bú-
ast í gegnum liðlanga myndina og
minnir mann á hvað það var sem
gerði þessa gaura vinsæla.
Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Ramm-
skakkir
rapparar
Í leit að Alibrandi
(Looking for Alibrandi)
Drama
Ástralía, 2001. Góðar stundir VHS. (103
mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn: Kate
Woods. Aðalhlutverk: Pia Miranda, Greta
Scacchi og Anthony LaPaglia.
HÉR er á ferðinni mynd sem e.t.v.
lætur ekki mikið yfir sér á mynd-
bandaleigunum en er sannarlega
þess virði að gefa nánari gaum. Segir
þar frá ungri stúlku í Ástralíu sem er
af ítölsku bergi brotin og lifir og
hrærist í strangt skipulögðu stórfjöl-
skyldulífi en brýst
til sjálfstæðis eftir
að röð atburða
skekur tilvist henn-
ar. Leikkonan
unga sem fer með
titilhlutverkið, Pia
Miranda, stendur
sig með einstakri
prýði og tekst að
ljá þeim tilfinningum sem hrærast í
brjósti persónunnar þunga á til-
komumikinn hátt. En þá er ekki síst
athyglisvert og ánægjulegt að sjá
kvikmynd sem hvergi styttir sér leið
né leitar á vit margtugginna klisja til
að skapa veruleika frásagnarinnar.
Þar er einkum fjallað um flókin fjöl-
skyldusamskipti og djúpstæðar
spurningar um sjálfsmynd og það að
láta fortíðina ekki bera sig ofurliði.
Kvikmynd sem óhætt er að mæla
með fyrir þá sem hafa fengið sig full-
sadda ef einfeldningslegri Holly-
wood-væmni. Heiða Jóhannsdóttir
Sjálfsleit
stúlku
LEIKKONAN Penelope Cruz, kærasta kvikmynda-
leikarans Tom Cruise, hefur samþykkt að leika í
kvikmynd sem fjármögnuð er af BBC. Það er eng-
inn annar en Bob Dylan sem leikur aðalhlutverk
myndarinnar. Cruz, sem er ein eftirsóttasta leik-
konan í Hollywood um þessar mundir, samþykkti
að taka að sér hlutverkið þrátt fyrir að hún fengi
einungis lágmarksgreiðslu fyrir.
Dylan, sem hefur verið á ströngu tónleika-
ferðalagi að undanförnu þrátt fyrir að vera orðinn
61 árs, gerði talsvert af því hér áður fyrr að leika í
kvikmyndum en hefur ekki gert það síðan 1989 er
hann kom stuttlega fram í mynd Dennis Hoppers,
Catchfire.
Leikaraliðið í myndinni er ekkert slor en þeir
eru m.a. Jessica Lange, Jeff Bridges, Christian
Slater, John Goodman, Val Kilmer og Mickey
Rourke. Flestir voru leikararnir svo áfjáðir að
leika í mynd með Dylan, sem gaf út sína fyrstu
plötu fyrir 40 árum, að þeir samþykktu að leika í
myndinni gegn lágmarksgreiðslu.
Myndin, sem heitir Masked and Anonymous, er
gerð af óháðum aðilum og kostar innan við 10
milljónir dollara. Leikstjóri myndarinner er Larry
Charles, nýgræðingur á sviði kvikmyndaleik-
stjórnar, sem gert hefur töluvert af því að skrifa
fyrir sjónvarp, þ.á.m. Seinfeld-þætti. Tökurnar
hófust með leynd í síðustu viku.
David Thompson, yfirmaður BBC Films, sem er
annar framleiðenda myndarinnar ásamt banda-
ríska fyrirtækinu Spitfire Pictures, sagði að fjöldi
velþekktra leikara hefði viljað leika í myndinni en
ekki séu nægilega mörg hlutverk fyrir þá alla.
Dylan leikur Jack Fate í myndinni, sem er ald-
urhniginn rokksöngvari sem á margt sameiginlegt
með Dylan sjálfum. Í myndinni mun ungur drengur
syngja eitt af frægustu lögum Dylans, „The Times
They Are A-Changin’“.
Slegist um að leika á móti Dylan
Reuters
Bob Dylan er fyrir löngu orðinn goðsögn.