Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sterkar kalk + D-vítamín Styrkir bein og tennur 400 mg af kalki töflur til að gleypa. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum TÓNLISTARFÓLK frá Listahá- skóla Íslands heldur tónleika í Árbæj- arsafni kl. 14 á morgun, laugardag. Sigrún Erla Egilsdóttir, selló, og Matthildur Anna Gísladóttir, píanó, leika íslensk þjóðlög og Sicilienn eftir Mariu Theresiu von Paradis. Þórunn Elín Pétursdóttir syngur m.a. lög eft- ir Atla Heimi Sveinsson og Þórarinn Guðmundsson við undirleik Matthild- ar Önnu á píanó. Einnig verður haldið Örnámskeið í tóvinnu í Kornhúsinu frá kl. 13–16. Á sunnudag verða félagar úr Vélhjólafjelagi gamlingja með hjólin sín á safninu frá kl. 13 til 17. Þar munu félagsmenn sýna uppgerð mót- orhjól á ýmsum aldri. Einnig munu leiðsögumenn safns- ins bregða sér í hlutverk tómthús- kvenna og vaska fisk og þurrka ef veður leyfir. Hefst fiskvaskið kl. 13 við húsið Nýlendu. Guðsþjónusta verður í safnkirkj- unni kl. 14 og í Dillonshúsi verður boðið upp á ljúffengar veitingar. Teymt verður undir börnum báða dagana frá 13 til 15. Klukkan 14 og 15 verður síðan dag- skráin Spekúlerað á stórum skala í húsinu Lækjargötu 4. Þar býður Þor- lákur Ó. Johnson upp á skemmtun í anda liðins tíma. Þar fá gestir innsýn í lífið í Reykjavík á 19. öld. Dagskrá í Árbæjar- safni SÝNINGU á leikverkinu Títus eftir William Shakespeare, sem halda átti í porti Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúss á miðnætti laugardags- ins 29. júní, hefur verið frestað. Sýn- ingin verður haldin í lok júlí eftir að henni hefur verið fundinn nýr staður. Það er leikhúsið Vesturport sem stendur að uppsetningu á leikverk- inu Títus, en áætlað var að sýna verkið aðeins einu sinni í porti Lista- safns Reykjavíkur Hafnarhúss. Að sögn Björns Hlyns Haraldssonar, leikstjóra verksins, hefur komið upp nokkur ágreiningur við forsvars- menn Listasafns Reykjavíkur um þann æfingatíma og aðstöðu sem nauðsynleg er til að gera verkið sem best úr garði. Verður sýningunni því fundinn annar sýningarstaður og sýningartími auglýstur þegar nær dregur. „Við stefnum að sýningum í lok júlí, en þurfum að vinna að ýms- um atriðum, t.d. við að laga sýn- inguna að nýju rými og að samræma tíma þátttakenda, en um hundrað manns koma að þessu verkefni.“ Björn Hlynur segir það leitt að fresta þurfi sýningunni, en hér sé um metnaðarfullt verkefni að ræða, sem verið hafi í undirbúningi allan síðasta vetur. Sýningunni verði því haldið til streitu þrátt fyrir þessa örðugleika. Þeir sem þegar hafi keypt miða á sýninguna á laugardaginn geta feng- ið þá endurgreidda. Sýningu á Títusi frestað LÁRA Bryndís Eggertsdóttir mun halda orgeltónleika í Reykholts- kirkju næstkomandi laugardag. Tónleikarnir eru liður í röð orgeltónleika sem haldnir verða í kirkjunni í tilefni af uppsetningu nýs orgels kirkjunnar. Orgelið var smíðað fyrir Dómkirkjuna í Reykjavík hjá Th. Frobenius og Co í Kaupmannahöfn árið 1934 og þjónaði henni til 1985. Orgelið var gert upp á liðnu ári og vígt til notkunar í Reykholtskirkju síð- ustu páska. Á tónleikaröðinni munu sex organistar leika verk að eigin vali. Verða tónleikar næstu sex laugardaga og hefjast þeir flestir kl. 16.00. Á efnisskrá tónleika Láru Bryn- dísar eru m.a. verk eftir Bach og Buxtehude. Lára Bryndís er fædd árið 1979. Hún lauk kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar ásamt 8. stigi á orgel vorið 2001 með hæstu einkunn sem gefin hef- ur verið og lauk nú í vor einleik- araprófi á orgel með ágætis- einkunn. Orgelkennari Láru Bryndísar hefur verið Hörður Ás- kelsson en auk þess hefur hún í vetur sótt tíma hjá próf. Hans-Ola Ericsson í Tónlistarháskólanum í Piteå í Svíþjóð. Hún stóðst inn- tökupróf í konsertorganistadeild- ina þar og mun hefja nám við hana næsta haust. Þann 6. júlí mun Friðrik Vignir Stefánsson, organisti í Grund- arfirði, leika, 13. júlí Guðný Ein- arsdóttir kantor, 20. júlí Haukur Guðlaugsson, fv. söngmálastjóri, 3. ágúst Marteinn H. Friðriksson dómorganisti og 10. ágúst mun Kjartan Sigurjónsson, organisti Digraneskirkju og formaður Fé- lags íslenskra organleikara, ljúka tónleikaröðinni. Lára Bryndís í Reykholtskirkju Morgunblaðið/RAX Lára Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari. starfa með hljómsveit- inni og hún er mjög hrifin af stjórnun hans og listrænni túlkun. Þess vegna var farið á fjörurnar við hann hvort hann gæti tekið að sér listræna ábyrgð á hljómsveitinni og hann féllst á það,“ seg- ir Þröstur. Hann segir nýja listræna kjölfestu í starfi hljómsveitar- innar fylgja því að fá nýjan aðalstjórnanda, en hún hefur verið án fasts stjórnanda síðan vorið 2001. „Hann kemur til með að móta bæði verk- efnaval sem og ákvarðanatöku um aðra sem koma að stjórnun og með- leik með hljómsveitinni. Hann mót- ar listrænt starf hennar frá mánuði til mánaðar og veitir okkur, sem er- um í annars konar störfum tengdum starfseminni, þá aðstoð sem við þurfum á að halda í ýmsu sem snertir listræna stefnu og gæði hljómsveitarinnar. Það er mjög mik- ilvægt að hafa slíkan mann sem hægt er að leita til, í stað þess að Sinfóníuhljómsveit Ís- lands hefur ráðið nýj- an aðalstjórnanda, Rumon Gamba, til starfa. Hann mun taka við stöðunni í septem- ber næstkomandi og er hann ráðinn til næstu þriggja ára, með möguleika á fram- lengingu. Gamba mun stjórna hljómsveitinni í minnst átta vikur á hverju starfsári, auk tónleikaferðalaga og hljóðritana. Hinn enski Gamba er aðeins 29 ára gam- all, en hefur stjórnað Sinfóníuhljóm- sveitinni á þrennum tónleikum síð- ustu misseri. Er hann sagður hafa mikla reynslu þrátt fyrir ungan ald- ur, einkum í starfi sínu með hljóm- sveitum breska ríkisútvarpsins, BBC. Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, segir hljómsveitina fagna samningn- um við Gamba. „Við höfum góða reynslu af að vinna með honum. Honum hefur tekist mjög vel að þurfa að reiða sig á fleiri en einn að- ila. Að því leyti festir þessi ákvörð- un starf hljómsveitarinnar.“ Rumon Gamba stundaði nám í Royal Academy of Music í London, þar sem hann naut meðal annars leiðsagnar Sir Colins Davis. Á námstímanum þar vann hann til ým- issa verðlauna, þar á meðal hlaut hann 1. verðlaun í samkeppni á veg- um BBC meðal ungra stjórnenda. Hann starfaði um skeið í Póllandi og Rússlandi, en árið 1998 var hann ráðinn aðstoðarstjórnandi Fílharm- oníusveitar BBC. Gamba hefur stjórnað þeirri hljómsveit á tónleik- um víða um heim, og undir hans stjórn hefur hún leikið inn á nokkra geisladiska Chandos-útgáfunnar. Auk þess hefur Gamba komið fram sem gestastjórnandi margra virt- ustu hljómsveita Bretlandseyja og í Evrópu. Má þar nefna BBC-sinfón- íuhljómsveitina í Skotlandi, Kon- unglegu fílharmoníusveitina í Liver- pool og Fílharmoníuhljómsveitina í München. Meðal verkefna hans á næstunni er að stjórna Fílharmon- íusveit Flórída, Fílharmoníusveit New York og Sinfóníuhljómsveit Melbourne. Rumon Gamba næsti stjórnandi Sinfóníunnar Hljómsveitin hrifin af stjórnun hans Rumon Gamba LISTAKONAN María K. Einars- dóttir opnar sýningu á vatnslita- myndum sínum í Þrastarlundi, Sel- fossi, í dag, föstudag. Myndirnar málaði hún á liðnum vetri. María hefur komið víða við í listaheiminum og á þessari sýningu má einnig kynna sér ljóð hennar, en auk málverka verða á sýningunni sýnishorn úr ljóðabók Maríu, Undir laufþaki, sem kom út 1997. Einnig verða til sýnis nýrri ljóð. Loks má sjá árangur hennar á fleiri sviðum list- sköpunar. Sýningin er til 12. júlí. Vatnslita- myndir í Þrastarlundi EINAR Gíslason myndlistarmaður frá Akureyri opnar á morgun kl. 14 myndlistarsýningu í Galleríi Ash í Lundi við Varmahlíð í Skagafirði. Þar gefur að líta grafíkmyndir unnar með tréristu, en sýninguna nefnir Einar Fáka. Eins og nafnið gefur til kynna er viðfangsefni sýningarinnar íslenski hesturinn, en sýningin er haldin í til- efni af landsmóti hestamanna sem haldið verður á Vindheimamelum dagana 3. til 7. júlí. Einar útskrifaðist frá Mynd- og handíðaskóla Íslands 1996 og er þetta fjórða einkasýning hans. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10 til 18 og stendur til 19. júlí. Fákar Einars TÓNSKÓLI þjóðkirkjunnar heldur námskeið fyrir kórstjórn- endur í Skálholti dagana 11. til 15. ágúst næstkomandi. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Lynnel Joy-Jenkins, sem er ein af stjórnendum American Boy Choir í Princeton í Banda- ríkjunum. Hún var fyrsta konan og einnig fyrst manna af afrísk- um uppruna til að hljóta slíka stöðu við kórinn. Lynnel er með masterspróf í kórstjórn frá Westminster Choir College og hlaut náms- styrk til ársdvalar í Jóhannesar- borg þar sem hún kynnti sér sérstaklega afríska tónlist. Hún kennir einnig við tónlistar- háskólann Westminster Choir College í Princeton í Bandaríkj- unum. Helstu þættir námskeiðsins verða kórvinna með barnakórum og blönduðum kórum. Farið verður í kórstjórnartækni og upphitun, einnig verður fræðsla um eðli og breytingar á drengj- aröddum. Kynning verður á kór- tónlist bæði fyrir barnakóra og blandaða kóra og sérstök áhersla lögð á afrísk-ameríska tónlist. Kórvinnan verður kennd fyrir hádegi en tónlistarkynningar síð- degis. Mögulegt er að taka þátt í hluta námskeiðsins. Umsóknar- frestur er til 5. júlí. Upplýsingar og skráning er á skrifstofu söng- málastjóra Sölvhólsgötu 13 virka daga milli 9 og 12. Námskeið í kór- stjórn í Skálholti BANDARÍSKA sópransöngkonan Judith Gans hélt fyrir skömmu tónleika í húsi íslenska sendiráðs- ins í Washington, D.C., að frum- kvæði Bryndísar Schram, sendi- herrafrúar. Á efnisskránni voru íslensk sönglög á borð við Í fjar- lægð, Draumalandið og Maístjörn- una. Undirleikari Gans var Steph- en Maziarz. Var húsfyllir á tónleikunum, og voru í hópi áheyrenda bæði Íslendingar sem og velunnarar úr listheimi Wash- ington. Gans hefur síðan árið 1996 einbeitt sér að flutningi ís- lenskrar tónlistar, en hún er fædd í Texas. Á undanförnum árum hefur hún haldið tónleika með ís- lenskri efnisskrá í Bandaríkj- unum, Kanada og á Íslandi og ár- ið 1999 gaf Gans út geisladisk með íslenskri tónlist, er nefnist Draumalandið og hefur verið dreift víða um heim. Íslensk sönglög í Washington Judith Gans og undirleikari hennar, Stephen Maziarz, ásamt sendi- herrahjónunum Jóni Baldvini Hannibalssyni og Bryndísi Schram. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.