Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 19
SLEÐBRJÓTS-
KIRKJA í Jökulsár-
hlíð er 75 ára um
þessar mundir.
Hún var vígð 10.
júlí 1927.
Í kaþólskum sið
voru þrjú bænhús í
Hlíðinni og þar á
meðal eitt á Sleð-
brjót. Eftir að þau
lögðust af átti Jökuls-
árhlíð kirkjusókn yfir
Jökulsá að Kirkjubæ
í Hróarstungu.
Samþykkt var árið 1920 að skipta
Kirkjubæjarsókn í tvær sóknir,
Kirkjubæjarsókn og Sleðbrjótssókn,
og eftir það var farið að huga að
kirkjubyggingu á Sleðbrjót.
Fimm bændur í Jökulsárhlíð tóku
að sér byggingu kirkjunnar árið
1926 og var hún vígð ári síðar. Kirkj-
an, sem er steinkirkj,var byggð eftir
teikningu Guðjóns Samúelssonar en
yfirsmiður við verkið var Guðjón
Jónsson frá Freyshólum. Söfnuður
Sleðbrjótssóknar hefur lagt alúð við
umhirðu og viðhald kirkjunnar og
var hún í vor máluð að innan af
Snorra Guðvarðarsyni kirkjumálara.
Sr. Sigurjón Jónsson á Kirkjubæ
var fyrsti presturinn sem þjónaði
Sleðbrjótssókn. Hann lét af störfum
1956. Eftir það þjónaði sr. Einar Þór
Þorsteinsson á Eiðum til 1999. Nú-
verandi sóknarprestur er sr. Jó-
hanna I. Sigmarsdóttir á Eiðum.
Í tilefni af afmælinu verður hátíð-
armessa í Sleðbrjótskirkju sunnu-
daginn 30. júní kl. 14. Þar prédikar
sóknarprestur og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Brynhildi Óladóttur. Kór
Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna
syngur undir stjórn Rosemary Hew-
lett.
Sóknarnefnd býður í kaffi í
Svartaskógi eftir messu.
Allir eru velkomnir.
Sleðbrjótskirkja 75 ára
Egilsstaðir
Sleðbrjótskirkja.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Í VÍK í Mýrdal voru 17. júní há-
tíðahöld með nokkuð hefðbundnu
sniði og þó að nokkuð rigndi aftr-
aði það ekki íbúum svæðisins að
mæta og taka þátt í skemmti-
atriðum sem felast aðallega í ýmiss
konar leikjum og keppni. Það sem
var frábrugðið var að í fyrsta sinn
var keppt um hver væri sterkastur
Mýrdælinga. Keppendur voru 12
og var keppt í fjórum greinum:
vörubíll var dreginn, steinum hent
upp á vagn, gengið með tvo tutt-
ugu lítra olíubrúsa og einnig átti
að halda tveimur fimm lítra olíu-
brúsum lárétt frá sér. Þetta var
heilmikið fjör og mikil átök og var
keppnin mjög jöfn. Sigurvegari
eða Mýrdalsvíkingurinn 2002 varð
Björn Ægir Hjörleifsson, lögreglu-
maður í Vík.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Sigurður Gýmir Bjartmarsson
varð í 3. sæti, Björn Ægir Hjör-
leifsson Mýrdalsvíkingurinn og
Vigfús Páll Auðbertsson annar.
Mýrdalsvíkingurinn
valinn í fyrsta sinn
Fagradal