Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 19 SLEÐBRJÓTS- KIRKJA í Jökulsár- hlíð er 75 ára um þessar mundir. Hún var vígð 10. júlí 1927. Í kaþólskum sið voru þrjú bænhús í Hlíðinni og þar á meðal eitt á Sleð- brjót. Eftir að þau lögðust af átti Jökuls- árhlíð kirkjusókn yfir Jökulsá að Kirkjubæ í Hróarstungu. Samþykkt var árið 1920 að skipta Kirkjubæjarsókn í tvær sóknir, Kirkjubæjarsókn og Sleðbrjótssókn, og eftir það var farið að huga að kirkjubyggingu á Sleðbrjót. Fimm bændur í Jökulsárhlíð tóku að sér byggingu kirkjunnar árið 1926 og var hún vígð ári síðar. Kirkj- an, sem er steinkirkj,var byggð eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar en yfirsmiður við verkið var Guðjón Jónsson frá Freyshólum. Söfnuður Sleðbrjótssóknar hefur lagt alúð við umhirðu og viðhald kirkjunnar og var hún í vor máluð að innan af Snorra Guðvarðarsyni kirkjumálara. Sr. Sigurjón Jónsson á Kirkjubæ var fyrsti presturinn sem þjónaði Sleðbrjótssókn. Hann lét af störfum 1956. Eftir það þjónaði sr. Einar Þór Þorsteinsson á Eiðum til 1999. Nú- verandi sóknarprestur er sr. Jó- hanna I. Sigmarsdóttir á Eiðum. Í tilefni af afmælinu verður hátíð- armessa í Sleðbrjótskirkju sunnu- daginn 30. júní kl. 14. Þar prédikar sóknarprestur og þjónar fyrir altari ásamt sr. Brynhildi Óladóttur. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur undir stjórn Rosemary Hew- lett. Sóknarnefnd býður í kaffi í Svartaskógi eftir messu. Allir eru velkomnir. Sleðbrjótskirkja 75 ára Egilsstaðir Sleðbrjótskirkja. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í VÍK í Mýrdal voru 17. júní há- tíðahöld með nokkuð hefðbundnu sniði og þó að nokkuð rigndi aftr- aði það ekki íbúum svæðisins að mæta og taka þátt í skemmti- atriðum sem felast aðallega í ýmiss konar leikjum og keppni. Það sem var frábrugðið var að í fyrsta sinn var keppt um hver væri sterkastur Mýrdælinga. Keppendur voru 12 og var keppt í fjórum greinum: vörubíll var dreginn, steinum hent upp á vagn, gengið með tvo tutt- ugu lítra olíubrúsa og einnig átti að halda tveimur fimm lítra olíu- brúsum lárétt frá sér. Þetta var heilmikið fjör og mikil átök og var keppnin mjög jöfn. Sigurvegari eða Mýrdalsvíkingurinn 2002 varð Björn Ægir Hjörleifsson, lögreglu- maður í Vík. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sigurður Gýmir Bjartmarsson varð í 3. sæti, Björn Ægir Hjör- leifsson Mýrdalsvíkingurinn og Vigfús Páll Auðbertsson annar. Mýrdalsvíkingurinn valinn í fyrsta sinn Fagradal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.