Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 23 BERNARD J. Ebbers virtist ekki vera líklegur til að verða frumkvöðull í heimi fjarskiptahá- tækni. Þótt hann hafi breytt WorldCom úr hugmynd á munn- þurrku á kaffihúsi í næststærsta fyrirtæki Bandaríkjanna í lang- línufjarskiptum vildi hann ekki sjálfur nota farsíma, símboða og tölvu- póst. Honum tókst þó að gera fyrirtæki sitt að stórveldi með meira en 70 samn- ingum um samruna eða kaup á fjar- skiptafyrirtækjum og þeir urðu til þess að gengi hlutabréfa í WorldCom stór- hækkaði. Fjármála- hugvitið á bak við þessa samninga kom frá helsta samstarfs- manni hans, aðal- fjármálastjóranum Scott D. Sullivan. Ebbers og Sullivan þóttu und- arlegt tvíeyki. Ebbers, sem var körfuboltaþjálfari þar til hann haslaði sér völl í viðskiptum, mætti í vinnuna á kúrekastígvél- um og í upplituðum gallabuxum. Sullivan, fertugur og tuttugu ár- um yngri en Ebbers, var álitinn bókhaldssnillingur. Þeir voru tíð- ir gestir bankastjóra og sérfræð- inga í fjárfestingum á Wall Street og fengu þá á sitt band með skyggnum sem sýndu síhækkandi gengi hlutabréfa í WorldCom. Hlutabréfin eru nú orðin nær verðlaus vegna efasemda um að stórfyrirtækið geti greitt skuld- irnar sem hlóðust upp vegna fyr- irtækjakaupanna. Talið er að skuldirnar séu rúmlega 2.800 milljarðar króna. Í ljós hefur komið að World- Com vantaldi útgjöldin um rúma 334 milljarða króna á 14 mánuð- um með því að bókfæra venjuleg útgjöld sem fjárfestingarútgjöld. Ekki er vitað hvað fyrir þeim vakti og ekki er ljóst hvort Ebb- ers vissi af þessari bókhaldsað- ferð, þótt margir sérfræðingar á Wall Street telji að það hljóti að vera. Greip gæsina meðan hún gafst Báðir hafa þeir farið frá fyr- irtækinu með skömm. Ebbers var neyddur til að segja af sér í apríl og Sullivan var rekinn í vikunni eftir að bókhaldsbrellurnar komu í ljós. Ebbers fæddist í Edmonton í Alberta-fylki í Vestur-Kanada og starfaði þar um hríð sem mjólk- urpóstur eftir að hafa lokið námi í framhaldsskóla. Hann fékk styrk til að nema við lítinn háskóla í Clinton í Mississippi og leika með körfuboltaliði skólans. Hann út- skrifaðist 1967 með gráðu í lík- amsmennt og gerðist framhalds- skólakennari og körfuboltaþjálfari. Ebbers fékk smám saman áhuga á viðskiptum. Hann rak fyrst fataversl- un og keypti síðan vegahótel. Umsvif hans jukust jafnt og þétt og hann eign- aðist alls níu vega- hótel. Ebbers og fleiri fjárfestar áttuðu sig á því árið 1983 að vegna afnáms síma- einokunar AT&T gæfist nýjum fyrir- tækjum tækifæri til að hasla sér völl í langlínufjarskiptum. Þeir gerðu uppkast að viðskiptaáætlun sinni á munnþurrku á kaffihúsi. Fyrirtæki þeirra, LDDS, færði fljótt út kvíarnar með kaupum á öðrum fjarskiptafyrirtækjum og nafni þess var breytt í WorldCom sem endurspeglaði áform þeirra um að byggja upp alþjóðlegan fjarskiptarisa. Fyrirtækið starfar nú í 65 löndum og er með 85.000 starfsmenn. „Einn af greindustu fjármálastjórunum“ Scott D. Sullivan var aðalfjár- málastjóri fjarskiptafyrirtækis- ins Advanced Telecommunicat- ions, sem WorldCom keypti árið 1992. Hann gat sér orð fyrir að vera viðskiptasnillingur meðal bandarískra fjárfesta og var tal- inn driffjöðrin í útþenslu fyrir- tækisins. „Hann er einn af greindustu fjármálastjórunum sem ég hef hitt,“ sagði Tony Ferrugia, fjármálasérfræðingur sem fylgdist með uppgangi WorldCom. Sullivan ávann sér þessa virð- ingu með því að ná nokkrum stórum kaupsamningum í einu. Honum var umbunað ríkulega fyrir að seðja hungur Ebbers sem var staðráðinn í að gera World- Com að stærsta fjarskiptafyrir- tæki heims. Sullivan var hæst- launaði fjármálastjóri Banda- ríkjanna árið 1998, fékk andvirði 360 milljóna króna í grunnlaun, auk 1,3 milljarða ágóða af hluta- bréfum sem hann fékk í launa- uppbót. Hugmynd á munnþurrku varð að fjar- skiptarisa Bernard J. Ebbers AP Scott Sullivan, fyrrverandi aðalfjármálastjóri WorldCom. Los Angeles Times. SAGAN segir að fyrir 250 árum, í þessum mánuði, hafi Bandaríkja- maðurinn Benjamin Franklin sett á loft flugdreka sem við var festur lykill um óveðursnótt í Fíladelfíu og gert uppgötvun: Eldingar eru raf- magnaðar. Tilraun Franklins kallaði yfir hann gagnrýni frá prestum sem ótt- uðust að hann væri að bjóða Guði birginn, en Franklin hlaut aftur á móti lof bæði austan hafs og vestan sem einn mesti hugsuður síns tíma. En sumir fræðamenn nú á dögum eru ekki vissir um, að Franklin hafi í rauninni gert þessa merku tilraun, svo sem ótölulegum fjölda kynslóða skólabarna hefur verið kennt. „Þegar ég er að kenna um Franklin reyni ég að koma inn hjá nemendum nokkrum efa um til- raunina með flugdrekann og lyk- ilinn,“ sagði Richard Rosen, vís- indasagnfræðingur og yfirmaður lista- og vísindadeildar Drexel- háskóla. „Jafnvel þótt hann hafi ef til vill í rauninni gert tilraunina vit- um við ekki nákvæmlega hvenær eða hvar, sem líka er hluti vand- ans.“ En aðrir sagnfræðingar segja aftur á móti, að nógar vísbendingar séu um að Franklin – sem var bæði fræða- og vísindamaður auk þess að vera stjórnmálamaður – hafi gert hina frægu tilraun, jafnvel þótt ekki séu til neinar beinar frásagnir. Engir sjónarvottar voru að tilraun- inni nema sonur Franklins, og það var kollegi Franklins, Joseph Priestley, sem greindi nákvæmlega frá tilrauninni 15 árum eftir að hún var gerð. „Þetta gerðist í raun og veru,“ sagði Roy E. Goodman, sagnfræð- ingur og safnvörður hjá Banda- ríska heimspekifélaginu í Fíladelf- íu. „Við vitum ekki hvar en við vitum að [tilraunin] var gerð ein- hvers staðar í útjaðri miðborg- arinnar og við höfum frásögn Priestleys og upplýsingar sem hann fékk frá Franklin.“ Samkvæmt þeirri frásögn hélt Franklin, sem var 46 ára, ásamt 21 árs syni sínum af stað dag einn í júní 1752 til þess að sanna kenningu Franklins um eðli eldinga. Þeir fóru út á akur og biðu þess að þrumuveður skylli á og óveðursský sem gekk yfir – ekki elding – hlóð drekann, línuna og lykilinn, nei- kvæðri rafhleðslu. Franklin fékk ekki í sig rafmagn vegna þess að hann hafði í hendinni þurran silki- klút sem einangraði hann frá raf- straumnum. En þegar hann snerti lykilinn hljóp elding í höndina á honum. Þessi uppgötvun varðaði veginn að síðari tíma uppfinn- ingum, allt frá rafhlöðunni til raf- alsins. „Franklin sýndi fram á, að til- raunirnar sem gerðar höfðu verið með stöðurafmagn á tilrauna- stofum voru ekki bara dægradvöl, heldur tengdust hinum miklu nátt- úruöflum,“ sagði I. Bernard Cohen, sagnfræðingur og höfundur bók- arinnar Vísindi Benjamins Frankl- ins. Franklin var ekki sá fyrsti sem kom auga á líkindin milli stöðuraf- magns á jörðu niðri og eldinga, en hann varð fyrstur til að hanna próf sem gæti staðfest hugmyndina, sagði David Rhees, framkvæmda- stjóri Bakkaen-bókasafnsins í Minneapolis. Á safninu hefur verið sett upp sýning um Franklin og eld- inguna í tilefni af afmæli tilraunar- innar. Mun sýningin standa út þetta ár. Og jafnvel þótt eitthvað reynist vera til í þeirri tilgátu sumra sagn- fræðinga að vísindamaður í Marly í Frakklandi kunni að hafa gert hina svokölluðu „Fíladelfíutilraun“ áður en Franklin gerði hana sjálfur, eru engu að síður margar ástæður til að halda upp á afrek Franklins, sagði Rhees. „Franklin var ekki sá eini sem setti þessar hugmyndir fram, og sumir sagnfræðingar kunna að reyna að nota það til að gera minna úr arfleifð hans, en hrein snilligáfa mannsins skín í gegn,“ sagði Rhees. „Það getur verið að tilraunin í Marly hafi verið gerð áður en hann gerði sína tilraun, en franska til- raunin var byggð á hugmyndum sem Franklin setti fram fyrst.“ Efasemdir um arfleifð Benjamins Franklins AP Benjamin Franklin Fíladelfíu. AP. HOMAIRA Shah, eiginkona fyrr- verandi konungs Afganistans, lést á miðvikudag í Róm, 84 ára að aldri en að sögn barnabarns hennar var banameinið hjartaáfall. Homaira Shah hafði búið með manni sínum, Mohammad Zaher Shah, í Róm frá árinu 1973 þegar honum var bolað frá völdum í Afgan- istan af frænda sínum. Hún sneri ekki til baka til Afganistans ásamt manni sínum í apríl síðastliðnum vegna hrakandi heilsu. Hún mun þó hafa ráðgert að snúa aftur til Afgan- istans, en þar í landi líta margir á endurkomu konungsfjölskyldunnar fyrrverandi sem tákn fyrir endalok þeirrar tveggja ára styrjaldar sem ríkti í landinu eftir brotthvarf Zah- ers Shah. Eiginkona fyrrverandi konungs Afganistans látin Róm. AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.