Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 51
DAGBÓK
Árnað heilla
50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 28.
júní, er fimmtug Gyða
Margrét Arnmundsdóttir,
sérkennari. Hún og eigin-
maður hennar, Viðar Már
Aðalsteinsson, eru erlend-
is á afmælisdaginn.
50 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag-
inn 29. júní, er fimmtug
Hallbera Gunnarsdóttir,
Huldubraut 18, Kópavogi.
Eiginmaður hennar er
Kristinn Skúlason. Þau
taka á móti gestum á af-
mælisdaginn á heimili sínu
eftir kl. 18.
80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 28.
júní, verður áttræð Stein-
unn Þorsteinsdóttir, Enn-
isbraut 8, Ólafsvík. Í til-
efni dagsins býður
Steinunn og fjölskylda
ættingjum og vinum í af-
mælishóf föstudaginn 5.
júlí nk. í Félagsheimilinu á
Klifi, Ólafsvík, milli kl. 17
og 20.
80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 28.
júní, er áttræð Þóra Krist-
ín Kristjánsdóttir hús-
móðir, Sogavegi 158,
Reykjavík. Þóra er stödd
erlendis á afmælisdaginn.
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 28. júní, eiga 50
ára hjúskaparafmæli hjónin Sigfríð Valdimarsdóttir frá
Fáskrúðsfirði og Guðmundur Einarsson garðyrkjubóndi
frá Iðu, búsett að Heiðarbrún 88 í Hveragerði. Þau verða
að heiman í dag.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
SETTU þig í spor vesturs
sem á út gegn þremur
gröndum. Makker hefur
opnað á Standard-laufi,
sem oft er þrílitur, og síð-
an taka NS við og renna
sér í þrjú grönd í tveimur
sögnum
Austur gefur;
Norður
♠ K83
♥ G7
♦ KD10753
♣76
Vestur Austur
♠ G10976 ♠ Á2
♥ 9864 ♥ Á1053
♦ 82 ♦ 964
♣42 ♣KDG10
Suður
♠ D54
♥ KD2
♦ ÁG
♣Á9853
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 1 lauf 1 grand
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Það er auðvitað góð og
gild regla að koma út í lit
makkers, en eftir þessar
sagnir gæti austur hæg-
lega verið með fjórlit í
spaða og þrjú lauf. Spaða-
gosinn hefur mikið að-
dráttarafl. En það útspil
er gjörsamlega misheppn-
að. Þó svo að makker taki
með ás til að spila laufi
leggur sagnhafi upp næstu
níu slagi. Hann þarf ekki
slag á hjarta.
Laufútspil hnekkir
þremur gröndum augljós-
lega og það veit austur.
Við erum þessa dagana að
ræða útspilsdobl og nú
kemur til skjalanna regla
sem flestir fylgja: Þegar
doblarinn hefur meldað lit
og mótherjarnir enda í
þremur gröndum biður
doblið um útspil í þeim lit.
Sumum finnst það vera
að bera í bakkafullan læk-
inn að „tvíbiðja“ um útspil
í sama lit (ef litið er á
sögnina sem útspilsbeiðni),
en reynslan sýnir að það
er oft nauðsynlegt.
LJÓÐABROT
ALASKA
Ég hvíli í svölum skugga grænna greina
í grasi mjúku sjávarhamra við.
Hér finnur hjartað fró og létti meina
við fuglasöng og mararbáru nið.
Mér finnst ég þekkja að fornu þennan klið,
mér finnst ég útlegð minni læri að gleyma,
mér finnst, að hér ég geti fundið frið,
mér finnst, að hér sé gott að eiga heima.
– – –
Jón Ólafsson
1. d4 e6 2. c4 Rf6 3. Rf3 d5 4.
Rc3 Be7 5. Bf4 0-0 6. e3 c5 7.
dxc5 Bxc5 8. a3 Rc6 9. b4
Rxb4 10. axb4 Bxb4 11. Db3
a5 12. 0-0-0 Bd7 13. Hd4
De7 14. Be5 Hfc8 15. Kb1
Staðan kom upp á Sigem-
an-mótinu sem lauk fyrir
skömmu í Málmey í
Svíþjóð. Vladimir
Epishin (2.606) fet-
aði í fótspor dálka-
höfundarins í skák
hans gegn Jaan
Ehlvest á síðasta
Reykjavíkurmóti.
Eins og í þeirri við-
ureign var illilega
snúið upp á hönd
hvíts en í þessu til-
viki var það Nigel
Short (2.673) sem
sá um aftökuna fyr-
ir svartan. 15. ...b5!
opnar kóngstöðu hvíts upp á
gátt. Þrátt fyrir harðvítuga
mótspyrnu var fátt sem
stöðvaði sókn svarts. 16.
Rxb5 a4! 17. Da2 Bxb5 18.
Bxf6 gxf6 19. cxb5 Hc3! 20.
Hd3 Hac8 21. Be2 Ba3 22.
Dd2 Db4+ 23. Ka1 Hc1+
24. Hxc1 Hxc1+ 25. Ka2
Dc4+ 26. Kxa3 Ha1+ 27.
Kb2 Da2+ 28. Kc3 Db3+ og
hvítur gafst upp saddur líf-
daga.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
KRABBI
Afmælisbörn dagsins:
Þú hefur mikla kímnigáfu og
ert í góðum tengslum við
sjálfan þig. Þér gengur vel í
lífinu vegna samskiptahæfi-
leika þinna. Nánustu sam-
bönd þín eiga eftir að skipta
þig miklu máli á þessu ári.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Einbeittu þér að vinum þín-
um í dag. Hugleiddu alvar-
lega að taka námskeið eða
ganga í samtök þar sem þú
getur notið þess að skiptast
á skoðunum við annað fólk.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hringdu í foreldra þína eða
sendu þeim kort í dag. Vertu
þakklátur þeim sem hjálp-
uðu þér og leiðbeindu í æsku.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Gerðu eitthvað öðruvísi í
dag, annaðhvort eitthvað lít-
ið eða stórbrotið. Vertu bara
viss um að það kynni þig fyr-
ir einhverju alveg nýju.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Sinntu bankamálum í dag og
farðu yfir fjármálin. Borg-
aðu reikninga og skilaðu
hlutum sem þú hefur fengið
lánaða.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Vinskapur skiptir þig miklu
máli. Vertu vinalegur við
einhvern í dag. Vináttubönd
líkjast garði, sem sífellt þarf
að vökva og veita athygli.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þér á eftir að ganga vel í dag
ef þú skipuleggur þig nógu
vel. Taktu stundarfjórðung í
að skipuleggja þann hluta
lífs þíns sem þarfnast mestr-
ar athygli.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vogin er umfram önnur
merki sérlega næm gagnvart
fallegu umhverfi. Umbunaðu
þér með því að gera eitthvað
sérlega skemmtilegt í dag.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Minningar úr barnæsku
koma upp á yfirborðið í dag.
Taktu tíma í að hugsa um
þær frá sjónarhorni hins
fullorðna.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Gerðu lista yfir allt sem þig
langar að gera í dag. Þú
nærð kannski ekki að klára
allt á listanum en hann
hjálpar þér að hugsa skýrar.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Kannaðu kaup á einhverju
sem þú hefur augastað á.
Það á eftir að hjálpa þér að
gera kjarakaup að vita allar
staðreyndir málsins.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Tunglið er í merki þínu í dag.
Það hjálpar þér við að láta
hlutina ganga vel og undir-
búa jarðveginn fyrir frekari
framtíðaráætlanir.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Vikan öll einkennist af róm-
antík og uppákomum í fé-
lagslífinu. Taktu því tíma
fyrir sjálfan þig í dag. Laum-
astu burtu í klukkustund eða
svo og safnaðu kröftum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
mbl.isFRÉTTIR