Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 35 Níðsterkir regngallar á alla krakka. Litir: Blár, bleikur, rauður. Verð: 4.900 - 7.400 kr. settið. „Og þá kom steypiregn...“ ÞAR kom að fyrir nokkrum misserum, að Davíð Oddsson nennti ekki lengur að fást við yfirstjórn byggðamála. Hafði enda mótað og framkvæmt stefnu í fiskveiðimálum með Framsókn, sem er á skjótvirkan hátt að leggja lungann af landsbyggðinni í auðn; og ekki eftir miklu þar að slægjast áður en varir. Hann afhenti því Framsókn yfirstjórn- ina ef hún vildi hirða það af blóðvellinum sem nýtilegt kynni að vera meðan sláturtíðin stendur yfir, og kaupa annað sér til gottgjörelsis fyrir fjármuni Byggðasjóðs. Og nú hafa menn um hríð haft fyr- ir augum fimleikakúnstir Fram- sóknar. Ber þar hæst tvöfalt „flikk- flakk“ afturábak og áfram í starfs- mannamálum Byggðastofnunar, sem iðnaðarráðherrann hefir stokk- ið, við misjafnar undirtektir að vísu. Þó fann Morgunblaðið það í leiðara 23.6. sl., að iðnaðarráðherrann hefði bent á, að rétt væri að færa af- greiðslu einstaka erinda eða lánveit- inga frá stjórn Byggðastofnunar til forstjóra stofnunarinnar og endaði umfjöllun sína svo: „Breyttir starfs- hættir Byggðastofnunar að þessu leyti mundu auka traust til þessarar stofnunar og stuðla að því að draga úr þeirri ímynd hennar að hér sé á ferðinni gamaldags fyrirgreiðslu- stofnun, sem ástundi vinnubrögð, sem í raun tilheyri liðinni tíð.“ Þessi viðhorf blaðsins hljóta ann- að tveggja að mótast af fullkominni vanþekkingu á vinnubrögðum Framsóknar, eða af augnaþjónustu við ríkjandi stjórnvöld, sem er lík- legra. Það virðist blasa við, að fráfarandi formaður, Kristinn H. Gunnarsson, hafi verið sá í stjórn stofnunarinnar sem vildi hafa í frammi „vinnubrögð, sem í raun tilheyri liðinni tíð“. Þessu vildi hinn nýi forstjóri ekki hlíta. Æðsti yfirmaður Byggðastofnunar, ráð- herra viðskiptamála, brá við hart til varnar „vinnubrögðum liðinn- ar tíðar“ og sendi for- stjóranum bréf í einum níu aftökuliðum. Að vísu voru þeir ekki rök- studdir að neinu leyti, en nauðsynina ber mest að meta þegar við stjórnkerfi Framsóknar er hruggað og strákar fullir af nýjabrumi hyggj- ast varpa fyrir ofurborð gamalgrón- um siðalögmálum Framsóknar. En úr vöndu var að ráða. Aftaka forstjórans myndi augljóslega or- saka að formaðurinn hrykki úr háls- liðnum líka. Þessvegna var kvæðinu vent í kross. Í stað aftöku var for- stjórinn aðlaður og verðlaunaður ríkulega fyrir frammistöðu sína. Skorti þá hvorki góð orð né bítaln- ing og vafalaust þegar tekið til við í ráðuneytinu að semja meðmælabréf á höfuðtungum heims að senda um víða veröld til þeirra, sem þyrftu á afburðamanni að halda. Á meðan leitin að frambærilegri stöðu stend- ur yfir mun forstjórinn lifa í vellyst- ingum praktuglega á kostnað rík- isins íslenzka. Og forstjórinn sagði stöðu sinni lausri og formaðurinn sömuleiðis í samlyndi, kærleik og félagshyggju. Þá er eftir að afgreiða formann- inn, en raunar voru allir refarnir skornir hans vegna, og lausn á hans málum og flokksins forsenda fim- leikanna. Kristinn Gunnarsson mun verða skipaður forstjóri Byggða- sjóðs þegar þar að kemur og fram- boðsmál Framsóknar í Norðvestur- kjördæmi leyst í leiðinni. Og nýi forstjórinn á að fá stóraukin völd. Af þeim sökum er runnið tal ráð- herrans um nýja skipan mála í sjóðnum, þar sem afgreiðsla erinda og lánveitinga yrði færð frá stjórn til forstjóra. Þegar þessar tilfæringar eru komnar í höfn þarf Morgunblað- ið sennilega að skrifa nýjan leiðara. En sakni menn nútímalegra vinnubragða í þessu máli, þegar þar að kemur, geta þeir huggast látið við byltingakenndar nýjungar á öðrum sviðum. Ber þar að sjálfsögðu hæst 20.000.000.000,00 – tuttuguþúsund- milljónkróna ábyrgð ríkissjóðs til handa fyrirtæki í Bandaríkjunum, deCODE að nafni, sem virðist stefna lóðbeint á höfuðið. Enginn veit nema íslenzka ríkis- stjórnin eigi fleiri nýjungar í poka- horninu til handa Vatnsmýringum. Framsóknar- fimleikar Sverrir Hermannsson Byggðamál Kristinn Gunnarsson mun verða, segir Sverrir Hermannsson, skipaður forstjóri Byggðasjóðs þegar þar að kemur. Höfundur er alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins. HÚN kom til guðs- þjónustu í Hallgríms- kirkju síðastliðið haust og hinkraði við þar til ég hafði kvatt söfnuðinn við kirkjudyr og gaf sig þá á tal við mig. Hún sagðist vera hér við nám um nokkurra mán- aða skeið og ætti sér eina ósk sem hún vildi að rættist hér áður en hún sneri aftur heim til Kína. Hún vildi láta skíra sig til kristinnar trúar. Jafnframt sagði hún mér að afi sinn hefði verið kristinn. Ósk hennar rættist. Eftir að hafa hlotið fræðslu var hún skírð í Hallgríms- kirkju annan jóladag síðastliðinn. Ég fékk frá henni tölvupóst nýlega. Hún var glöð og þakklát fyrir náms- dvöl sína hér og skírnina sem hún hafði hlotið. Hún skrifaði mér að í heimaborg hennar væru 40.000 manns kristinnar trúar, en aðeins tvær kirkjur sem tækju samtals 2.500 manns. Nú væri verið að ráðast í nýja kirkjubyggingu, en það væri kostn- aðarsamt fyrirtæki og efnin lítil. Bernskuminning skýtur upp koll- inum. Ég er staddur á fundi í KFUM. Í ræðustólnum stendur hvíthærður góðlegur maður, hann hafði verið kristniboði í Kína í 14 ár. Hann hafði sýnt okkur kvikmynd sem hann hafði tekið í Kína og var nú að reyna að kenna okkur strákunum að syngja barnasálm á kínversku. Glóð kristni- boðans og elska til þessarar þjóðar leyndi sér ekki. Þetta var Ólafur Ólafsson kristniboði. Kærleikur hans til Kín- verja var smitandi. Önnur minning. Ég er unglingur, staddur á þingi kristniboðsvina. Myndarlegur, skeggj- aður maður, örlítið smá- mæltur, er að segja frá Kína og ástandinu þar. Hann hafði starfað þar sem kristniboði og prestaskólakennari en verið hrakinn þaðan af kommúnískum valdhöf- um. Kína var að lokast fyrir kristnum áhrifum. Þetta var Jóhann Hann- esson kristniboði og síðar prófessor. Hryggð hans var smitandi. Kristin kirkja í Kína lifði af. Hún hefur nú fengið svigrúm til starfa inn- an settra marka. Skemmst er að minnast frétta frá Hinu íslenska Bibl- íufélagi af Biblíuprentsmiðju Samein- uðu Biblíufélaganna í Nanjing í Kína (www.biblian.is). Kristin áhrif fara aftur vaxandi í Kína. Margir geyma enn í minni myndir af íslensku Kínakristniboðunum Ólafi og Jóhanni og konum þeirra, glóðinni í rödd þeirra þegar sagt var frá Kína – og hryggðinni þegar Kína lokaðist fyrir kristnum áhrifum. Nú gefst á ný tækifæri til að rétta hönd til Kína, þessa fjölmenna ríkis sem við höfum verið svo rækilega minnt á síðustu vikur. Stuðningur við kínverska kristni er raunverulegur stuðningur við mannréttindi og mannúð í þessu víðfeðma ríki. Í guðs- þjónustu í Hallgrímskirkju næstkom- andi sunnudag kl. 11 verður ýtt úr vör söfnun til styrktar kirkjubyggingu í Dalian í Kína. Þannig gefst tækifæri til að heiðra minningu kristniboðanna Ólafs Ólafssonar og Jóhanns Hann- essonar og rétta hönd trúsystkinum kínversku konunnar sem stóð við skírnarlaugina í Hallgrímskirkju ann- an jóladag síðastliðinn. (Opnaður hef- ur verið reikningur hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis: Kirkja í Kína 1150-05-484000.) Af kristnum í Kína Sigurður Pálsson Höfundur er sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Kristni Nú gefst á ný tækifæri til að rétta hönd til Kína, segir Sigurður Pálsson, þessa fjölmenna ríkis sem við höfum verið svo rækilega minnt á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.