Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 21
www.ostur.is
alpaS M J Ö R
Frábært
á brauð,
í matargerð
og bakstur.
Íslensk afurð
- evrópsk hefð
Alpa smjör er hrein, íslensk
náttúruafurð sem hentar vel
ofan á brauð, í bakstur og
matargerð.
Alpa smjör er unnið úr sýrðum
rjóma eftir vinnsluaðferð sem
löng hefð er fyrir meðal
smjörmeistara í Evrópu.
Aukin sala hjá Arcadia
HEILDARSALA verslana Arcadia
Group jókst um 7,6% á fyrstu 17
vikum annars ársfjórðungs, segir í
fréttatilkynningu frá félaginu. Fer-
metrafjöldi dróst saman um 1,2% á
tímabilinu en sé miðað við sama
fjölda og í fyrra er söluaukningin
8%. Þá jókst framlegð um 0,7% á
tímabilinu.
Söluaukning var meiri á fyrri
helmingi tímabilsins en sala hefur
verið dræmari á síðustu tveimur
mánuðum. Í Morgunpunktum
Kaupþings kemur fram að vont
veður í Bretlandi að undanförnu
hafi haft áhrif á sölu sumarfata. Þá
sé líklegt að heimsmeistarakeppnin
í fótbolta hafi latt fólk til fata-
kaupa. Enn fremur hafi konungs-
fjölskyldan sett strik í reikninginn
hjá fatasölum þar sem verslunum
var lokað bæði þegar drottning-
armóðirin var borin til grafar og
þegar drottningin fagnaði valdaaf-
mæli sínu með tveggja daga hátíð-
arhöldum.
Arcadia Group á meðal annars
verslunarkeðjurnar Dorothy Perk-
ins, Miss Selfridge og Topshop/
Topman. Að mati forstjóra Arc-
adia, Stuart Rose, gefur áframhald-
andi söluaukning tilefni til bjart-
sýni um hagnað á árinu. Hann telur
þó að hörð samkeppni verði á
markaðnum eins og verið hefur.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórn-
arformaður Baugur Group, segist
telja að félagið eigi mikið inni þar
sem það eigi enn nokkuð í land að
ná bestu smásölum í Evrópu.
Arcadia á m.a. Miss Selfridge-verslanakeðjuna.
NORSKA fyrirtækið Peder Hal-
vorsen AS sem er að 73% hluta í
eigu Héðins hf. í Garðabæ hefur
óskað eftir gjaldþrotaskiptum.
Guðmundur Sveinsson stjórnarfor-
maður fyrirtæksins og fram-
kvæmdastjóri Héðins segir að
gjaldþrotið sé vissulega áfall en úr
því sem komið var þótti eigendum
sú ein leið fær að óska eftir gjald-
þrotaskiptum. „Við höfum verið að
berjast fyrir lífi fyrirtækisins und-
anfarið en án árangurs,“ sagði
Guðmundur.
Aðspurður sagði hann að gjald-
þrotið þýddi í raun ekkert annað
en að hlutafé tapaðist sem og
vinna og kostnaður sem hefur ver-
ið lagður í endurskipulagningu frá
árinu 1999 þegar hluturinn var
keyptur. Guðmundur vildi ekki
gefa upp nákvæmlega hve mikið fé
hefði tapast en sagði að tapið
næmi tugum milljóna króna.
Vildu færa út kvíarnar
Aðalframleiðsluvara Peder Hal-
vorsen AS voru gufukatlar og tæki
fyrir norska olíuiðnaðinn.
Héðinn hf. hefur með höndum
sérhæfða þjónustu og viðgerðir á
vélbúnaði fiskiskipa, smíði fiski-
mjölsverksmiðja og búnaðar til
þeirra, málmsteypu og aðra krefj-
andi járnsmíði.
Aðspurður um ástæður kaup-
anna á sínum tíma sagði Guð-
mundur að Héðinn hefði viljað
færa út kvíarnar og leita sókn-
arfæra á stærri markaðssvæðum.
„Við vildum stækka og auka hlut
okkar í sambærilegum iðnaði. Við
fundum þau tækifæri ekki heima
og fórum því að horfa út fyrir
landsteinana.
Þegar við komum að Peder Hal-
vorsen var það orðið frekar „lúið“.
Við settum inn gott fólk og gerð-
um nauðsynlegar breytingar en
það gekk ekki betur en raunin hef-
ur orðið. Staðan var síðan orðin
þannig að okkur þótti ekki ábyrgt
af okkur að halda taprekstrinum
áfram.“
Guðmundur segir helstu ástæð-
ur þess að fyrirtækið fer í þrot
vera að reksturinn hafi verið
áhættusamur. Fyrirtækið seldi að-
allega til olíuiðnaðarins í Noregi
og ekki hafi náðst sú framlegð út
úr rekstrinum sem til þurfti.
Nýtt fyrirtæki í burðarliðnum
Guðmundur segir að nú þegar sé
áætlun á borðinu um að byggja
annað fyrirtæki á grunni þess
gamla. Hann telur góðar líkur á að
af því verði. „Við höfum tilbúna
viljayfirlýsingu, viðskiptaáætlun
og fjármagn en það er bústjórans
að skera úr um þetta,“ segir Guð-
mundur. „Við erum búnir að
leggja í gríðarlegar breytingar
sem eru sannarlega réttar en hafa
kostað ansi mikið.“
Hann segir að einhugur sé í
bænum um að koma nýju fyrirtæki
af stað og sterkur vilji hjá öllum
hlutaðeigandi aðilum.
Peder Halvorsens Kjelfabrikk
AS er í bænum Flekkefjord syðst í
Noregi. Þar búa tæplega 9.000
manns en 72 starfsmenn missa
vinnuna við gjaldþrotið.
Tugir milljóna tapast
á gjaldþroti gufu-
katlaverksmiðju
Til að auglýsa á þessari síðu hafðu
samband við okkur í
síma 569 1111 eða sendu okkur
tölvupóst á augl@mbl.is
Teppi á stigaganga
Ármúla 23, sími 533 5060