Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Helgi Sigfússonfæddist á Háfi í
Djúpárhreppi 19.
september 1922.
Hann andaðist á
heimili sínu 20. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Sigfús
Ágúst Guðmundsson
frá Skarði í Land-
sveit, f. 1. ágúst 1895,
d. 9. des. 1965 og
Jóna Sigríður Jóns-
dóttir frá Þverlæk í
Holtahreppi, f. 21.
ágúst 1897, d. 3. apríl
1998. Helgi var fjórði
í röðinni af 11 systkinum: Guðný,
f. 16.1. 1919, d. 10.12. 1998, Hörð-
ur, f. 24.12. 1919, d. 24.1. 1974,
Gerður, f. 29.6. 1921, Hjalti, f.
27.10. 1923, Hulda, f. 18.2. 1925, d.
4.5. 1932, Gyða, f. 26.8. 1926, d.
1.7. 1927, Guðni, f. 29.9 1928,
Gyða Sigríður, f. 19.11. 1929, Ólöf
Hulda, f. 11.12. 1932, og Halldór
Þráinn, f. 12.9. 1937.
Helgi kvæntist 10. ágúst 1946
eftirlifandi eiginkonu sinni Ragn-
heiði Kristínu Þorkelsdóttur, f.
5.8. 1926. Hún er fædd og uppalin
í Reykjavík. Foreldrar hennar
voru Þorkell V. Þórðarson, f. 4.9.
1897, d. 10.2. 1983, og Guðrún
Kristjánsdóttir, f. 11.9. 1900, d.
6.4. 1989. Helgi og Ragnheiður
eiga fimm börn: 1) Drengur, f.
20.2. 1947, d. 20.2. 1947. 2) Þorkell
Gunnar, f. 11.12. 1950, maki Björg
Ragnheiður Sigurðardóttir. Börn
þeirra eru Sigurður
Ragnar, Ragnheiður
Kristín og Arnar
Kristinn. Barna-
börnin eru þrjú. 3)
Hrafnhildur, f. 31.7.
1953, maki Eiríkur
Óli Árnason. Börn
þeirra eru: Sig-
mundur Páll, Helga
Guðrún og Haraldur
Ási Lárusarbörn og
Halla Rós Eiríks-
dóttir. Barnabörnin
eru fjögur.
4) Sigfús Jón, f.
30.4. 1958, maki Sól-
rún Sigurðardóttir. Synir þeirra
eru Sindri og Sævar, fyrir á Sig-
fús soninn Hilmar Helga, móðir
hans er Bjarney. 5) Helga, f. 29.12.
1965, maki Júlíus Jónasson. Sonur
þeirra er Alexander Örn.
Helgi ólst upp á Háfi til 12 ára
aldurs, flutti þaðan í bæinn
Blönduhlíð í Reykjavík, þar sem
foreldrar hans stunduðu búskap.
Helgi og Ragnheiður hófu búskap
hjá foreldrum Ragnheiðar og
voru þar í nokkur ár, síðan fluttu
þau í Barðavog 26 og bjuggu þar í
7 ár, þaðan fluttu þau í Hörgshlíð
6 og hafa búið þar síðan. Helgi
byrjaði ungur að vinna og stund-
aði ýmis störf um ævina, lengst af
var hann vélamaður og verkstjóri
hjá Hegra hf.
Útför Helga fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Þegar ég fékk þær fréttir að
Helgi tengdafaðir minn væri látinn
brá mér í brún þrátt fyrir það að ég
hefði getað búist við þessu þar sem
hann var orðinn fullorðinn og heils-
an ekki eins góð og áður.
Ég kynnist Helga fyrir einum17
árum og ég gerði mér strax grein
fyrir því, að ég var ekki bara hepp-
inn að hafa kynnst dóttur hans
heldur var það einnig mikið lán fyr-
ir mig að fá að kynnast þessum öð-
lingi sem átti eftir að verða tengda-
faðir minn. Enda kom það í ljós að
hann ásamt Ragnheiði átti eftir að
reynast mér og minni fjölskyldu
einkar vel. Það var alveg sama
hvað var, hann var alltaf tilbúin að
aðstoða og fórna sínum tíma í að
gera alla ánægða í kring um sig.
Fyrstu búskapar ár okkar Helgu
bjuggum við víðsvegar í Evrópu en
komum heim um hátíðir og yfir
sumartímann. Kom þá ekki annað
til greina enn að búa á heimili
þeirra hjóna og var það okkar ann-
að heimili í mörg ár. Þau hjónin
kepptust þau við að stjana við okk-
ur og að hugsa um Alexander Örn
sem náði strax mjög góðu sam-
bandi við afa sinn. Helgi var lag-
hentur maður og kom það einkum
fram við vinnu hans í sumarbú-
staðnum sem þau hjónin dvöldu svo
oft í. Hann var einkar snyrtilegur
hvort sem hann var í vinnufötum
eða uppáklæddur.
Það kom að því að við fluttum
heim og kæmum okkur fyrir og
þurfti þá að lagfæra húsnæðið. Þá
var Helgi strax mættur með verk-
færin en það var þá orðið ljóst að
hann var ekki eins heilsuhraustur
eins og áður og átti því ekki eins
auðvelt með að nýta sína krafta
sem fyrr. Ef eitthvað var þá urðu
hann og Alexander Örn enn meiri
vinir og gátu eytt drjúgum tíma í
að tala saman eða sitja yfir spilum.
Það eru margar góðar samveru-
stundirnar sem við áttum öll saman
í sumarbústaðnum þeirra í Lands-
veitinni. Það var gaman og lær-
dómsríkt fyrir Alexander Örn að
fylgjast með afa sínum og fá að
taka þátt í hinum daglegu störfum í
sveitinni og er það ljóst að hann á
eftir að sakna hans mikið. Það var
einnig mjög gaman að fá þau hjónin
í heimsókn til okkar, bæði til
Frakklands og Sviss á meðan við
bjuggum þar.
Ekki má gleyma ferðinni sem við
fórum núna í maí síðastliðnum til
Spánar með þeim Habbý og Eiríki
en þar naut hann sín og hafði mjög
gaman af eins og við öll. Ég held að
þessi ferð hafi verið mjög dýrmæt
fyrir okkur fyrst kallið þurfti endi-
lega að koma núna.
Elsku tengdafaðir, með þessum
fátæklegu orðum kveð ég þig að
sinni um leið og ég þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig og
ég tala nú ekki um það sem að þú
hefur gert og fært syni okkar, en
það er dýrmæt reynsla fyrir hann
að hafa fengið að kynnast þér og
njóta þessa tíma með þér.
Elsku Ragnheiður, ég veit að
söknuður þinn er mikill og votta ég
þér og fjölskyldunni allri mína
dýpstu samúð.
Eftir dimma nótt kemur bjartur
dagur.
Júlíus.
Elsku afi minn. Einhvers staðar
las ég að dauðinn væri fegursta æv-
intýri lífsins og ég er sannfærð um
að svo sé. Þú ert farinn í þína
hinstu ævintýraför á stað þar sem
allt er gott og öllum líður vel. Þú
mátt trúa því að þín er sárt saknað
og þá einkum af Ronju og Birki,
langafabörnunum þínum, sem
héldu svo mikið uppá þig. Þeim
varstu besti langafi sem hægt er að
hugsa sér. Alltaf varstu tilbúinn til
að sýna þeim dótið í sjónvarpsher-
berginu, ljónið á ganginum og verk-
færin í kompunni þinni. Þegar þú
svo fylgdir þeim niður rauðu tröpp-
urnar áttir þú helst að halda á þeim
báðum. Góðvildin skein úr augum
þínum enda vildir þú allt fyrir alla
gera.
Við fjölskyldan vorum svo lán-
söm að fá að búa í húsinu þínu síð-
asta árið þitt og mikið var þér annt
um að okkur liði öllum vel. Vart leið
sá dagur að þú spurðir okkur ekki
hvernig okkur líkaði vistin, hvort
það væri nægilega hlýtt í íbúðinni
og hvort við sæjum Perluna eins
vel og þið amma. Verst fannst þér
að við höfðum ekki sama útsýnið og
þið á efstu hæðinni. Allt þetta fal-
lega útsýni sem þú hafðir var þér
kært enda sastu gjarnan við stofu-
gluggann, last blaðið og gjóaðir
augunum öðru hvoru á skógi vaxna
Öskjuhlíðina og Perluna sem þér
fannst svo tilkomumikil.
Margs er að minnast, elsku afi
minn. Ég get seint þakkað þér alla
hugulsemina sem þú sýndir mér og
litlu fjölskyldunni minni. Öll skiptin
sem þú leist eftir Ronju og Birki,
fórst í sendiferðir fyrir okkur og
stundirnar í stofunni þar sem við
ræddum um daginn og veginn. Þú
vildir alltaf moka snjóinn frá úti-
dyrunum hjá okkur, sagðist ekki
geta hugsað þér að sjá okkur fljúga
niður tröppurnar í ófærðinni. Það
var alveg sama hversu oft ég bað
þig um að hætta mokstrinum, þú
tókst það ekki til greina. ,,Ég er
eins og nýsleginn hundur,“ sagð-
irðu glaðbeittur og mundaðir skófl-
una enda kom aldrei til þess að við
flygjum niður tröppurnar.
Elsku afi minn, njóttu ævintýr-
anna í ævintýralandinu þínu. Minn-
ingin um yndislegan afa og langafa
mun lifa í hjarta okkar um ókomna
tíð.
Þín
Ragnheiður Kristín.
Þegar ég hugsa um afa minn
minnist ég hans sem langbesta
manns sem maður getur þekkt.
Hann var blíður og góður, alltaf til í
að hjálpa manni með hvað sem er.
Ég á mínar fyrstu minningar um
hann þegar ég var alltaf hjá þeim
ömmu og afa sem ég var hjá fyrstu
árin. Minnist ég þess að vilja aldrei
fara frá þeim og þurfti mamma að
draga mig út spriklandi og æpandi
til að ná mér heim. Mér leið nefni-
lega alltaf svo vel hjá þeim hvort
sem það var í Hlíðunum, í sveitinni
eða niðri á billjardstofu, því alltaf
vorum við að bralla eitthvað saman,
laga og breyta. Ég man sérstaklega
eftir því þegar ég var sumar eftir
sumar í sveitinni hjá þeim að slá
grasið, mála og færandi trén til og
frá okkur til skemmtunar, þar
dröslaði hann mér í hjólbörnum
fullum af grasi og virtist þolinmæði
hans aldrei vera á þrotum, því allt-
af gerði hann allt sem hann gat til
að gleðja alla sama hver átti í hlut.
Á ég margar góðar minningar um
hann og mun sakna hans gífurlega
mikið.
Vertu sæll afi minn, heyrumst og
sjáumst síðar.
Þinn dóttursonur,
Sigmundur.
Elsku afi. Mig langar til að
þakka þér fyrir þann tíma sem við
áttum saman hér í þessu lífi. Við
sjáumst aftur seinna, þegar þar að
kemur.
Ég man þegar við Eva eignuð-
umst okkar fyrstu íbúð fyrir rúm-
um þrem árum. Þá komst þú og
hjálpaðir okkur að mála og smíða,
það eru núna góðar minningar.
Amma kom svo áður en við fluttum
inn og þreif eldavélina hátt og lágt,
en hún hafði ekki verið þrifin í
langan tíma.
HELGI
SIGFÚSSON
2
!&&
& ,!,! !
"( )4<<
/2 ( * " )
(0<13/<
! ,
6
"7$$
%
! ! %,8 9!
!:
"$$
+%"$ )4
2
! !
!
.8
)2)%)=>
'%(2
7
. ! ,(!
, !
6
""$$
'$$ '$
8 . '$
0 %( %"& +
.+4& . '$
3( +
2). +
4+% '$
% . +
/1 '$
) . +
/ 4(1* '$
"'/ . '$
%0%%)5 +
1'/ . '$
$3( %. '$
(% 21 +
4 4 +%4 4 4
& '
(
5#65
.
5#7*
* ,8.
(,4
) *
+
!
,,)
,.
,#,
2
, '
$ ,#, ' 9 #,
#, .
. : '6 '
&
%
9;-
+)'' <,"(
-
.+-
*
)*
/
"
,,)
$ #9
9 ,9 '
, ,9#, ,'
'',
2
! !
!
;!?
( @
% 2)*
!
7 !
2
'
"7$$
$3( %241 '$
;$( A$ '$
( / +
!")( A$ +
1" %41 '$
% ( A$ +
3( %) '$
2 ( ( A$ +
(" '$
% & ( A$ +
* '$
4 4 +%4 4 4
0
"
"
$
*
*
!
6$<55-*##=
65
$ , ,,>?
! "
"
- !
1
22 /) ,$ '
%):/) %)'
$ ' /) @
, '
+)9 /) ./%&%&'
%)9( " %)'
&4 ( ) ,