Morgunblaðið - 30.06.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.06.2002, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 17 KNATTSPYRNA Leikur um bronsverðlaun á HM í Suður-Kóreu. Suður-Kórea – Tyrkland 2:3 Mörk Suður-Kóreu: Lee Eul-young 9., Song Chong-gug 90. Mörk Tyrklands: Hakan Sukur 1., Ilhan Mansiz 12., 39. Markskot: Suður-Kórea 20 - Tyrkland 9. Horn: Suður-Kórea 10 - Tyrkland 4. Rangstaða: Suður-Kórea 2 - Tyrkland 5. Gul spjöld: Lee Eul-yong, Kóreu 23., Tugay Kerimoglu, Tyrkl. 50., Rustu Recb- er, Tyrkl. 83. Áhorfendur: 63.483. Dómari: Saad Mane, Kúveit. Lið Suður-Kóreu: Woon-Jae Lee, Myung- Bo Hong (Tae-Young Kim 46.), Min-Sung Lee, Sang-Chul Yoo, Yong-Pyo Lee, Eul- Young Lee (Du-Ri Cha 64.), Chun-Soo Lee, Ji-Sung Park, Chong-Gug Song, Jung Hwan Ahn, Ki-Hyeon Seol (Tae-Uk Choi 79.) Lið Tyrkja: Recber Rustu, Fatih Akyel, Bulent Korkmaz, Ozalan Alpay, Penbe Ergun, Umit Davala (Buruk Okan 75.), Yirldiray Basturk (Havutcu Tayfur 85.), Kerimoglu Tugay, Berezoglu Emre (Hak- an Unsal 41.), Hakan Sukur, Ilhan Mansiz. ÚRSLIT Í stuttu máli var sóknarknattspyrn-an í hávegum höfð á Daegu-vell- inum í Suður-Kóreu og voru fjögur mörk skoruð á fyrsta hálftíma leiks- ins og eitt í þeim síðari. Hakan Sukur skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tólf sekúndur og kom Tyrkjum yfir. Aldrei fyrr hefur leikmaður skorað á HM eftir jafn- skamman tíma í lokakeppni en fyrra metið átti Tékkinn Vaclav Masek frá árinu 1962 er hann skoraði eftir fimmtán sekúndur gegn Mexíkó. Hinsvegar skoraði landsliðsmaður San Marínó, Gualtieri, eftir aðeins sjö sekúndur í undankeppni HM árið 1993 gegn Englendingum og stendur það met enn. Sukur náði loks að sýna hvers megnugur hann er, en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á HM og var þetta fyrsta mark hans í keppninni. Ilhan Mansis, sem kom inn í liðið fyrir Hasan Sas, sem tók út leik- bann, bætti við tveimur mörkum fyr- ir Tyrki í fyrri hálfleik eftir að Lee Eul-young hafði jafnað úr auka- spyrnu. Song Chong-gug bætti við marki fyrir heimamenn undir lok leiksins. Ilhan Mansis var hreint út sagt stórkostlegur á stundum og gerir tilkall til sætis í byrjunarliði Tyrkja í undankeppni fyrir EM í knattspyrnu sem hefst í haust. Sáttur við dagsverkið Tyrkir töpuðu aðeins gegn Bras- ilíumönnum á HM að þessu sinni og var þjálfari liðsins sáttur við dags- verkið gegn Suður-Kóreu. „Við sýndum það að við getum leikið gegn bestu liðum heims og átt möguleika gegn þeim frá upphafi allt til enda. Að mínu mati vorum við krydd í tilveruna í þessari keppni og lékum litríka knattspyrnu,“ sagði Senol Gunes þjálfari Tyrkja. „Það var ekkert lið sem við mættum að þessu sinni með mikla yfirburði gegn okkur. Við tókum áskoruninni á þann hátt að sækja og reyna að skora. Okkur tókst að gera flest það sem við ætluðum í keppni sem má líkja við maraþonhlaup,“ bætti Gun- es við en hann var á árum áður markvörður tyrkneska landsliðsins og lék með liði Trabzonspor í heima- landi sínu. „Ég hefði viljað sjá okkar lið hampa bronsinu í leikslok,“ sagði þjálfari Suður-Kóreu, Guus Hiddink. „Við gerðum okkur seka um mistök í vörninni í fyrri hálfleik og áttum á brattan að sækja. Stuðningsmenn okkar á vellinum og um allt land gáf- ust ekki upp við mótlætið og við göngum stoltir frá þessari keppni,“ sagði Hiddink en undir hans stjórn vann liðið fyrstu sigra sína í loka- keppni HM frá upphafi. Bæði liðin komu verulega á óvart á HM. Tyrkir höfðu ekki verið með í lokakeppni frá því í keppninni árið 1954 og í þeirri keppni sigraði Tyrk- land lið Suður-Kóreu, 7:0. Tyrkir fögnuðu bronsinu AP Það vakti athygli að leikmenn Suður-Kóreu og Tyrklands gengu hönd í hönd af velli í Daegu í gær og þökkuðu stuðnings- mönnum sínum fyrir stuðninginn á HM. ÞAÐ var skemmtilegur bragur á leik Tyrkja og Suður-Kóreu- manna í rimmu liðanna um bronsið á HM sem fram fór í gær, en Tyrkir höfðu þar betur í miklum markaleik, 3:2. Í leik Hollendinga og Króata fyrir fjór- um árum er keppnin fór fram í Frakklandi sigraði Króatía og Hollendingar sýndu leiknum lít- inn áhuga – en að þessu sinni voru bæði lið staðráðin í að leggja allt í sölurnar. Það var allt á öðrum endanum að vanda í þjóðlífi Suður-Kóreumanna og talið var að allt að fjórar millj- ónir af íbúum landsins hefðu fylgst með leiknum af risaskjám á götum úti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.