Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 17 KNATTSPYRNA Leikur um bronsverðlaun á HM í Suður-Kóreu. Suður-Kórea – Tyrkland 2:3 Mörk Suður-Kóreu: Lee Eul-young 9., Song Chong-gug 90. Mörk Tyrklands: Hakan Sukur 1., Ilhan Mansiz 12., 39. Markskot: Suður-Kórea 20 - Tyrkland 9. Horn: Suður-Kórea 10 - Tyrkland 4. Rangstaða: Suður-Kórea 2 - Tyrkland 5. Gul spjöld: Lee Eul-yong, Kóreu 23., Tugay Kerimoglu, Tyrkl. 50., Rustu Recb- er, Tyrkl. 83. Áhorfendur: 63.483. Dómari: Saad Mane, Kúveit. Lið Suður-Kóreu: Woon-Jae Lee, Myung- Bo Hong (Tae-Young Kim 46.), Min-Sung Lee, Sang-Chul Yoo, Yong-Pyo Lee, Eul- Young Lee (Du-Ri Cha 64.), Chun-Soo Lee, Ji-Sung Park, Chong-Gug Song, Jung Hwan Ahn, Ki-Hyeon Seol (Tae-Uk Choi 79.) Lið Tyrkja: Recber Rustu, Fatih Akyel, Bulent Korkmaz, Ozalan Alpay, Penbe Ergun, Umit Davala (Buruk Okan 75.), Yirldiray Basturk (Havutcu Tayfur 85.), Kerimoglu Tugay, Berezoglu Emre (Hak- an Unsal 41.), Hakan Sukur, Ilhan Mansiz. ÚRSLIT Í stuttu máli var sóknarknattspyrn-an í hávegum höfð á Daegu-vell- inum í Suður-Kóreu og voru fjögur mörk skoruð á fyrsta hálftíma leiks- ins og eitt í þeim síðari. Hakan Sukur skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tólf sekúndur og kom Tyrkjum yfir. Aldrei fyrr hefur leikmaður skorað á HM eftir jafn- skamman tíma í lokakeppni en fyrra metið átti Tékkinn Vaclav Masek frá árinu 1962 er hann skoraði eftir fimmtán sekúndur gegn Mexíkó. Hinsvegar skoraði landsliðsmaður San Marínó, Gualtieri, eftir aðeins sjö sekúndur í undankeppni HM árið 1993 gegn Englendingum og stendur það met enn. Sukur náði loks að sýna hvers megnugur hann er, en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á HM og var þetta fyrsta mark hans í keppninni. Ilhan Mansis, sem kom inn í liðið fyrir Hasan Sas, sem tók út leik- bann, bætti við tveimur mörkum fyr- ir Tyrki í fyrri hálfleik eftir að Lee Eul-young hafði jafnað úr auka- spyrnu. Song Chong-gug bætti við marki fyrir heimamenn undir lok leiksins. Ilhan Mansis var hreint út sagt stórkostlegur á stundum og gerir tilkall til sætis í byrjunarliði Tyrkja í undankeppni fyrir EM í knattspyrnu sem hefst í haust. Sáttur við dagsverkið Tyrkir töpuðu aðeins gegn Bras- ilíumönnum á HM að þessu sinni og var þjálfari liðsins sáttur við dags- verkið gegn Suður-Kóreu. „Við sýndum það að við getum leikið gegn bestu liðum heims og átt möguleika gegn þeim frá upphafi allt til enda. Að mínu mati vorum við krydd í tilveruna í þessari keppni og lékum litríka knattspyrnu,“ sagði Senol Gunes þjálfari Tyrkja. „Það var ekkert lið sem við mættum að þessu sinni með mikla yfirburði gegn okkur. Við tókum áskoruninni á þann hátt að sækja og reyna að skora. Okkur tókst að gera flest það sem við ætluðum í keppni sem má líkja við maraþonhlaup,“ bætti Gun- es við en hann var á árum áður markvörður tyrkneska landsliðsins og lék með liði Trabzonspor í heima- landi sínu. „Ég hefði viljað sjá okkar lið hampa bronsinu í leikslok,“ sagði þjálfari Suður-Kóreu, Guus Hiddink. „Við gerðum okkur seka um mistök í vörninni í fyrri hálfleik og áttum á brattan að sækja. Stuðningsmenn okkar á vellinum og um allt land gáf- ust ekki upp við mótlætið og við göngum stoltir frá þessari keppni,“ sagði Hiddink en undir hans stjórn vann liðið fyrstu sigra sína í loka- keppni HM frá upphafi. Bæði liðin komu verulega á óvart á HM. Tyrkir höfðu ekki verið með í lokakeppni frá því í keppninni árið 1954 og í þeirri keppni sigraði Tyrk- land lið Suður-Kóreu, 7:0. Tyrkir fögnuðu bronsinu AP Það vakti athygli að leikmenn Suður-Kóreu og Tyrklands gengu hönd í hönd af velli í Daegu í gær og þökkuðu stuðnings- mönnum sínum fyrir stuðninginn á HM. ÞAÐ var skemmtilegur bragur á leik Tyrkja og Suður-Kóreu- manna í rimmu liðanna um bronsið á HM sem fram fór í gær, en Tyrkir höfðu þar betur í miklum markaleik, 3:2. Í leik Hollendinga og Króata fyrir fjór- um árum er keppnin fór fram í Frakklandi sigraði Króatía og Hollendingar sýndu leiknum lít- inn áhuga – en að þessu sinni voru bæði lið staðráðin í að leggja allt í sölurnar. Það var allt á öðrum endanum að vanda í þjóðlífi Suður-Kóreumanna og talið var að allt að fjórar millj- ónir af íbúum landsins hefðu fylgst með leiknum af risaskjám á götum úti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.