Morgunblaðið - 13.07.2002, Side 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isLeikmenn Aftureldingar gefa
ekkert eftir í baráttunni/B3
Aðeins fimm eftir í 50 kg
gullpotti/B2
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r13.
j ú l í ˜ 2 0 0 2
STJÓRNARFUNDI Alcoa lauk í gær og var
ákveðið að halda áfram viðræðum um byggingu ál-
vers á Íslandi. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, segir að ákvörðunin sé mjög
mikilvæg og ástæða sé til bjartsýni á farsæl enda-
lok, en jafnvel verði hægt að hefja framkvæmdir í
sumar.
Í tilkynningu félagsins segir: „Stjórn Alcoa kom
saman á stjórnarfundi í gærmorgun og skoðaði til-
lögu um nýja fjárfestingu í álveri á Íslandi. Stjórn-
in samþykkti að fela stjórnendum fyrirtækisins að
halda áfram viðræðum um byggingu nýs álvers á
Íslandi. Næsta skrefið verður að ganga frá sam-
eiginlegri viljayfirlýsingu á milli Alcoa, ríkis-
stjórnar Íslands og Landsvirkjunar vegna verk-
efnisins.“
Jake Siewert, talsmaður Alcoa, vill taka fram að
í allri nálgun Alcoa í þessu máli hafi verið tekið
mjög mikið mið af umhverfisþáttum sem og sjón-
armiðum ýmissa umhverfisverndarsamtaka. Um
framhaldið segir Siewert ljóst að nokkur vinna sé
framundan áður en hægt verði að ganga frá sam-
eiginlegri viljayfirlýsingu. „Við teljum að þetta sé
ákaflega gott verkefni, bæði fyrir okkur og eins
fyrir Íslendinga. Og við höfum sem fyrr mikinn
áhuga á því að vernda einhvern hluta þess svæðis
sem framkvæmdir hafa ekki bein áhrif á. Við vilj-
um gera þetta verkefni eins umhverfisvænt og
hægt er.“
Spurður um viðbrögð íslenskra aðila við þessari
hugmynd segir Siewert að Landsvirkjun hafi stutt
það að skapa eitthvert slíkt svæði. „En þetta er
flókið mál því þarna þarf að taka mið af því hvað
íbúar á svæðinu vilja, hvað ríkisstjórnin vill gera
og síðan og ekki síst hvað Íslendingar almennt
vilja gera.“
Siewert segir að sú staðreynd að meirihluti Ís-
lendinga sé fylgjandi álversframkvæmdum hafi
skipt miklu máli. „Við skoðum verkefni um allan
heim og það að mikið almennt fylgi er við fram-
kvæmdir á Íslandi, bæði af hálfu ríkisstjórnarinn-
ar, stjórnmálaflokanna allra og Íslendinga al-
mennt, gerir verkefnið álitlegra í okkar augum.“
Siewert segir að auðvitað sé líka enn hópur
manna sem leggist gegn framkvæmdum en Alcoa
vilji ekki síður ræða við þá til þess að heyra hvað
þeir hafi fram að færa og hvort hægt sé að taka til-
lit til þeirra skoðana.
Valgerður Sverrisdóttir segir að yfirlýsing Al-
coa sé mjög mikilvæg. Hún þýði að allar líkur séu á
að viljayfirlýsing verði undirrituð í næstu viku og
að hún nái til loka verkefnisins. Ekki sé ólíklegt að
hún geti leitt af sér að hægt verði að hefja fram-
kvæmdir í sumar. Það skipti mjög miklu máli upp
á verklok. Alcoa-menn vilji vinna verkið hratt og
það sé mjög í samræmi við vilja íslenskra stjórn-
valda.
Stjórn Alcoa ákveður að
halda áfram viðræðum
FLUGLEIÐIR hafa tekið Boeing
757-200-vél á leigu sem verður notuð
í leiguflugsverkefni í Dóminíska lýð-
veldinu fram til 1. maí á næsta ári og
kom vélin til landsins í fyrradag. Vél-
in er leigð til tuttugu mánaða en
ákveðið var að leigja vélina vegna
nýs leiguflugsverkefnis á Grikk-
landi. Vélin mun leysa af hólmi vél
félagsins sem hefur verið í Karíba-
hafinu en verður nú notuð í Grikk-
landsverkefnið. Talið er að gríska
verkefnið muni færa flugfélaginu
rúman milljarð í tekjur og munu um
tíu Íslendingar starfa á Grikklandi,
fyrst um sinn. 15–20 Íslendingar
starfa í Dóminíska lýðveldinu.
Flugleiðir hafa þá þrettán vélar í
flota sínum, ellefu í farþegaflugi og
tvær í fraktflugi. Vélin, sem er sjö
ára og tekur um 200 farþega í sæti,
kom til landsins í fyrradag. Í gær var
hafist handa við að merkja vélina í
litum dóminíska flugfélagsins Aer-
omar. Vélin fer vestur um haf í dag.
Aukin áhersla á leiguflug
eftir 11. september
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða, segir að vélin
muni aðallega fljúga milli Dóminíska
lýðveldisins og New York í Banda-
ríkjunum. Í tengslum við breytingar
sem urðu á flugi í heiminum eftir
hryðjuverkaárásirnar 11. september
hafi verið mótuð sú stefna að fara í
ríkari mæli út í leiguflugsverkefni.
Um áramótin stofnuðu Flugleiðir
dótturfélagið Flugleiðir-leiguflug.
Guðjón segir að það hafi verið til-
tölulega hratt byggt upp. Í upphafi
ársins var ein vél í leiguflugi, nú eru
þær orðnar þrjár og verða í lok árs-
ins fjórar, en þá verður ein af vélum
Flugleiða, sem notuð er í áætlunar-
flug í dag, tekin í leiguflugið. Hún
verður notuð í flug frá Boston til
Karíbahafsins, en þetta er annað ár-
ið sem sá samningur er í gildi og er
sú áhöfn alíslensk, að sögn Sigþórs
Einarssonar, framkvæmdastjóra
Flugleiða-leiguflugs.
Reiknað með þriggja
milljarða veltu leiguflugs
Sigþór segir að reiknað sé með því
að dótturfyrirtækið velti yfir þremur
milljörðum króna á þessu ári.
Guðjón segir að á öllum vélum
flugfélagsins séu íslenskir flugmenn,
í leiguflugsverkefninum hafi þrír Ís-
lendingar verið í hverri áhöfn; flug-
stjóri, flugmaður og yfirflugfreyja.
Sigþór segir að þrjár áhafnir séu í
Dóminíska lýðveldinu auk tveggja
flugvirkja, samtals 11 Íslendingar.
Með tilliti til fría og annars fái alls
milli 15 og 20 starfsmenn atvinnu
beinlínis vegna þessa verkefnis. Um
tíu Íslendingar munu vera í Grikk-
landsverkefninu, sem hefst á mánu-
dag. Þá er Flugleiðir-leiguflug með
verkefni fyrir Kronereiser í Kaup-
mannahöfn og er sú áhöfn alíslensk.
Sú vél er einnig notuð í leiguflug fyr-
ir Úrval-Útsýn, að sögn Sigþórs.
Hann segir að þannig hafi ein-
hverjir flugmenn, sem höfðu misst
vinnuna um síðustu áramót, fengið
atvinnu vegna leiguflugsins. Það hef-
ur þó ekki áhrif á þann hóp sem var
nýlega sagt upp hjá Flugleiðum.
„Við erum að sækja fram og leita að
fleiri verkefnum. Við vonumst til að
bæta eitthvað í þannig að hægt verði
að nýta þann mannskap sem nú er á
uppsagnarfresti eitthvað fram á vet-
urinn. Á þessu stigi er þó ekkert ljóst
um það. Við erum hóflega bjartsýn á
að okkur takist að finna eitthvað til
að ná að létta á ástandinu,“ segir Sig-
þór.
Morgunblaðið/Jim Smart
Í gær var hafist handa við að merkja vélina í litum dóminíska flugfélagsins Aeromar.
Boeing 757-200 flugvél bætist í flugflota Flugleiða
Notuð í leiguflug í Karíbahafi
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum í gær tillögu að deiliskipulagi
og breytingu á aðalskipulagi á svo-
nefndri Alaskalóð við Skógarsel.
Tillagan var samþykkt með 4 at-
kvæðum gegn 3 en fyrirvari var gerð-
ur um endanlega afmörkun lóða.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
borgarráði mótmæltu fyrirhugaðri
íbúðabyggð á svæðinu sem hefði verið
auðkennt í skipulaginu sem útivistar-
svæði, grænt svæði, gróðrarstöð eða
opið svæði til sérstakra nota. Lóðin
væri merkt þjóðminjaverndarsvæði
og þar væru friðlýstar fornminjar.
Ólafur F. Magnússon ítrekaði
nauðsyn þess að umferðaröryggi við
Skógarsel yrði tryggt og í bókun
borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista
kom m.a. fram að við kynningu á til-
lögu aðalskipulags hafi ekki borist
neinar athugasemdir.
Á fundinum var einnig lagt fram að
nýju bréf framkvæmdastjóra Bíla-
stæðasjóðs og borgarverkfræðings
ásamt skýrslu dómnefndar um bíla-
kjallara undir Tjörninni. Tillaga borg-
arstjóra var samþykkt, þar sem segir
m.a.: „Borgarráð samþykkir að óska
eftir umsögn umhverfis- og heilbrigð-
isnefndar, samgöngunefndar og
skipulags- og byggingarnefndar um
tillögur bjóðenda og niðurstöðu dóm-
nefndar."
Í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins kom m.a. fram að
mjög ríkar ástæður þyrftu að vera
fyrir hendi áður en ákveðið yrði að
hefja viðamiklar framkvæmdir í
Tjörninni, rétt eins og þegar Ráðhús-
ið var reist. Fara þurfi að lögum og
hagnýtt gildi framkvæmdar verði að
vera ótvírætt, en þessar forsendur
væru ekki fyrir hendi við kynningu í
borgarráði.
Deiliskipu-
lag á
Alaskalóð
samþykkt
RÚMLEGA þrítugur Íslendingur
var fluttur með sjúkraflugi á slysa-
deild Landspítalans í Fossvogi í gær
eftir allmikla áverka sem hann sagð-
ist hafa hlotið af völdum skipverja á
norska loðnuskipinu Kings Bay á Ísa-
firði. Skipið var kyrrsett í Ísafjarð-
arhöfn á meðan rannsókn lögreglunn-
ar fór fram. Norski skipverjinn var
handtekinn og fluttur á lögreglustöð á
Ísafirði og fóru yfirheyrslur þar fram
með aðstoð túlks. Íslendingurinn var
fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði og við
rannsókn komu í ljós meiðsli sem ætla
mátti að væru meiriháttar. Var
ákveðið að senda manninn til Reykja-
víkur á sjúkrahús og var hann fluttur
með flugvél til Reykjavíkur um há-
degisbilið. Samkvæmt upplýsingum
læknis á slysadeild síðdegis í gær var
hinn slasaði í skoðun en ekki talinn
með lífshættulega áverka.
Líkamsárás
í norsku
loðnuskipi