Morgunblaðið - 13.07.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Brúin hlýtur að vera kjörinn staður til að stöðva Evrópubrölt Halldórs.
Landsmót skáta í næstu viku
Skátatjöldin
rísa í gleði
LANDSMÓT skátaverður haldið aðHömrum við Akur-
eyri dagana 16.–23. júlí.
Morgunblaðið ræddi við
Guðmund Pálsson, móts-
stjóra landsmótsins.
– Hvað er landsmót
haldið oft?
„Það er haldið á þriggja
ára fresti. Mótið er sér-
staklega veglegt núna
vegna 90 ára afmælis
skátahreyfingarinnar á Ís-
landi, sem haldið er hátíð-
legt á þessu ári.“
– Hvert landsmót hefur
sitt þema, ekki satt?
„Jú, það er satt. Meiri-
hluti atriðanna á hverju
landsmóti er hefðbundinn
og haldinn á hverju móti.
Hins vegar er ákveðið
þema á hverju móti sem gefur
tóninn hvað varðar efnistök og
megináherslur í dagskrárgerð-
inni. Síðasta landsmót bar yfir-
skriftina „Leiktu þitt lag“, og þá
var mikil áhersla lögð á tónlist og
tónlistarflutning.
Yfirskrift mótsins í ár er „Álfar
og tröll“, þjóðtrú okkar Íslend-
inga um alls konar náttúruvættir
og huldar verur, sem er mjög
skemmtilegt. Í allan vetur höfum
við unnið með þetta þema í skáta-
starfinu, frætt krakkana um álfa-
og tröllamenningu Íslands og þess
háttar. Á þann veg litar þema
landsmóts allt vetrarstarfið hjá
okkur. Svo er samið sérstakt lag
og texti fyrir hvert landsmót, sem
eykur enn á stemninguna. Við
sem eldri erum rifjum um leið upp
gamla og góða mótssöngva, og
minningin um þetta landsmót
verður samofin mótssöngnum í
ár.“
– Landsmótið er að Hömrum
við Akureyri, hvers vegna?
„Þannig er mál með vexti að
fyrir nokkrum árum tóku skáta-
hreyfingin og Akureyrarbær upp
samstarf sín í milli um uppbygg-
ingu á nýrri útilífs- og umhverf-
ismiðstöð rétt innan við Kjarna-
skóg á Akureyri, á jörðinni
Hömrum. Fljótlega mun þetta
svæði verða eina tjaldsvæðið á
Akureyri, og er landsmótið nokk-
urs konar vígsluhátíð á svæðinu.
Þarna á að verða starfsemi allt ár-
ið og á svæðið að vera opið al-
menningi og nemendum til dvalar,
umhverfisfræðslu og skemmtun-
ar. Skátarnir munu sjá um starf-
semi á svæðinu í framtíðinni í
samstarfi við Akureyrarbæ.“
– Þetta hlýtur að verða með
fínni tjaldsvæðum á landinu.
„Já, þetta er að verða algjör
paradís. Allt er hið glæsilegasta
hvað varðar alla aðstöðu, jafnt sal-
ernisaðstöðu og sturtur, einnig er
til dæmis þráðlaust net, svo að þú
getur setið og skoðað tölvupóstinn
í tjaldinu ef þér sýnist svo.“
– Hvað eigið þið von á mörgum?
„Ætli það verði ekki um 4.000
manna þorp sem rís hér í vikunni.
Það er satt að segja stórvirki að
slá upp heilu bæjarfélagi fyrir alla
þessa gesti. Við höfum
ýmiss konar þjónustu,
þar á meðal banka og
sjúkraskýli, en einnig
þarf að setja upp eld-
hús sem getur annað
um 12.500 máltíðum á dag.
Við leggjum mikla áherslu á að
allt sé í góðu lagi og aðstæður
verði sem bestar. Undirbúningur-
inn hefur gengið alveg ótrúlega
vel, enda býr skátahreyfingin að
miklum fjölda velunnara sem eru
boðnir og búnir að létta undir og
taka að sér hin ólíklegustu verk.“
– Skátar hafa haldið landsmót
víða um land, ekki satt?
„Jú, að sjálfsögðu hefur fjöldi
landsmóta farið fram að Úlfljóts-
vatni, og höfum við eytt miklu fé
og tíma í að gera aðstöðuna þar
sem besta. Hins vegar er einnig
mjög spennandi að halda lands-
mót norðan heiða. Við finnum fyr-
ir mikilli spennu meðal skáta og
aðstandenda þeirra við að fara
lengra frá höfuðborginni. Núna
munu mun fleiri foreldrar og aðrir
aðstandendur koma með skátun-
um á landsmót, sem er mjög gleði-
legt. Það hjálpar okkur mjög mik-
ið í skátastarfinu að hafa öflugan
stuðning aðstandenda og koma
þeim í kynni við skátastarfið.“
– Er skátastarfið fjölbreytt?
„Já, mikil ósköp. Það er sko
ekki bara hnútar eins og margir
virðast halda. Við leggjum áherslu
á að skátahreyfingin er stærsta
friðarhreyfing í heimi, með alls
um 45 milljónir ungmenna innan
sinna vébanda um allan heim.
Nú á tímum ófriðar víða um
heim viljum við leggja sérstaka
áherslu á samstöðu og bræðralag
skáta um allan heim. Skátar læra
að umgangast fólk af ólíkasta
þjóðerni á hinum ýmsu alþjóða-
mótum skáta um allan heim, og sú
upplifun er mikilsverð.“
– Er Landsmótið öllum opið?
„Það er fyrst og fremst fyrir
skáta um allt land til að hittast og
halda sameiginlegt mót, en einnig
ætla hjálpar- og björg-
unarsveitir víða að að
heiðra okkur með nær-
veru sinni, og er öllum
velunnurum skáta-
hreyfingarinnar að
sjálfsögðu velkomið að koma.
Við höfum sérstakt tjaldsvæði
tilbúið fyrir aðstandendur og fjöl-
skyldu. Laugardaginn 20. júlí
klukkan tvö hefst sérstök dagskrá
tileinkuð aðstandendum, Vætta-
dagurinn.
Skátar um allt land hafa und-
irbúið ýmis skemmtiatriði og eru
allir velkomnir. Svo er um kvöldið
aðalvarðeldurinn að skátasið.“
Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson, mark-
aðs- og útflutningsfræðingur,
fæddist í Reykjavík 1963. Hann
vígðist sem skáti í Skátafélaginu
Dalbúum árið 1972 og hefur ver-
ið virkur í skátastarfi æ síðan og
gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir
hreyfinguna. Guðmundur var
verkefnastjóri Bandalags ís-
lenskra skáta á árunum 1987–
1992, í markaðsdeild Nýherja á
árunum 1992–1998, sölustjóri
hópvinnulausna hugbún-
aðarsviðs Nýherja 1998–2000 og
hefur starfað sem sölustjóri Hóp-
vinnukerfa ehf. frá því í október
2000. Guðmundur á tvö börn og
er í sambúð með Huldu Sólrúnu
Guðmundsdóttur sálfræðingi.
Álfar og tröll
á fjörugu
landsmóti
BÆNDUR í Æðey í Ísafjarðardjúpi
eru nú að ljúka æðardúntekju sinni
í ár. Jónas Helgason æðarbóndi seg-
ir að vel hafi gengið að safna dún í
sumar. Tíðin hafi verið góð, þurrt
og hægviðri flesta daga, en það er
ákjósanlegt veður fyrir kollurnar.
Á fimmta þúsund æðarhreiður
eru í Æðey. Jónas sagði að mikil
vinna væri að tína dún úr hreiðr-
unum, en byrjað er að tína dúninn
um mánaðamótin maí–júní og tínt
er fram í byrjun júlí. Farið er
nokkrum sinnum yfir eyjuna og
stóð til að fara síðustu ferðina í
gær, en hætta varð við vegna rign-
ingar.
Því fer hins vegar fjarri að vinnu
æðarbændanna sé þar með lokið því
eftir er að þurrka dúninn og
hreinsa hann. Ættingjar bændanna
í Æðey hafa verið þeim til aðstoðar
í sumar við tínsluna.
Jónas sagði að verð á dúni væri
búið að vera nokkuð gott og stöðugt
að undanförnu. Gengislækkun
krónunnar í vetur hefði komið
bændum til góða, en sú lækkun væri
gengin til baka að verulegu leyti.
Æðabændur eiga í stöðugri baráttu
við ref og mink og sagði Jónas að
refur hefði unnið talsverð spjöll í
æðarvarpi víða um land í sumar.
Sem betur fer væri hann ekki í Æð-
ey, en hann væri hins vegar í Djúp-
inu og tíndi upp æðarunga í fjör-
unni. Einn minkur lagði leið sína út
í Æðey í sumar, en hann var fljót-
lega lagður að velli.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Dúntínslu
að ljúka í
Æðey
TVEIR menn voru dæmdir til skil-
orðsbundinnar fangelsisvistar og
hárra fjársekta fyrir fjárdrátt, fjár-
svik og bókhaldsbrot, í Héraðsdómi
Reykjavíkur í fyrradag. Annar hlaut
12 mánaða skilorðsbundinn fangels-
isdóm og var að auki dæmdur til að
greiða tæplega sex milljónir króna í
sektir og lögmannsþóknun, auk
dráttarvaxta. Hinn var dæmdur í sex
mánaða skilorðsbundið fangelsi og
til að greiða 300 þúsund krónur í
sekt og málsvarnarlaun.
Mennirnir ráku innheimtufyrir-
tæki í Reykjavík. Þeim var gefið að
sök að hafa innheimt samtals rúmar
fimm milljónir króna, en dregið sér
féð og ekki afhent kröfuhöfum.
Einnig var annar þeirra ákærður
fyrir fjársvik með því að framselja
tvö veðskuldabréf, hvort að upphæð
1.250.000 kr., sem báru það með sér
að vera á 9. veðrétti í fasteign.
Ákærði hafði skömmu áður gefið út
veðleyfi sem flutti veðréttinn niður á
11. veðrétt, en ekki fært það inn á
bréfin sjálf og þannig blekkt kaup-
andann til að kaupa veðskuldabréfin
á þeirri forsendu að þau væru á 9.
veðrétti. Þá voru þeir ákærðir fyrir
að hafa ekki haldið lögbundið bók-
hald fyrir fyrirtækið.
Ákærðu voru sakfelldir að veru-
legu leyti í samræmi við ákæruskjal.
Jón Finnbjörnsson héraðsdómari
kvað upp dóminn, en Jón H. Snorra-
son sótti málið fyrir ákæruvaldið.
Verjendur ákærðu voru Brynjar
Níelsson hrl. og Indriði Þorkelsson
hdl.
Sekt og skilorð fyrir
fjárdrátt og fjársvik
LÖGREGLAN, Sjóvá-Almennar og
Bindindisfélag ökumanna hafa í
sumar ferðast vítt og breitt um land-
ið og kannað tíðni ölvunaraksturs
meðal ökumanna.
Að sögn Einars Guðmundssonar,
forvarnarfulltrúa hjá Sjóvá-Almenn-
um, sýna tölur frá lögreglu að tíðni
ölvunaraksturs er mest yfir sumar-
tímann. Alls var 2.081 ökumaður tek-
inn grunaður um ölvun við akstur á
árinu 2001. Þar af voru 11,4% tekin í
júní eða 237 ökumenn og 11,6% í júlí
eða 241 ökumaður. Til samanburðar
voru 7,4% ökumanna tekin grunuð
um ölvun við akstur í desember en
Einar nefnir að á árum áður hafi
hlutfall ölvaðra ökumanna verið
hvað hæst í þeim mánuði.
Hann bendir á að undanfarin ár
hafi mikill áróður verið rekinn gegn
ölvunarakstri í desember og greini-
legt að sú vinna sé að skila sér í lægri
tíðni ölvunaraksturs í mánuðinum.
Tíðni ölvunaraksturs
mest í júní og júlí