Morgunblaðið - 13.07.2002, Side 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 19
LEOPOLDO Galtieri, fyrrverandi
einræðisherra Argentínu, var hand-
tekinn í fyrradag vegna ákæru sem
tengist mannránum, pyntingum og
aftökum á árunum 1976-1983 þegar
herinn var við völd í
landinu.
Galtieri, sem er 72
ára, var handtekinn á
heimili sínu í grennd
við Buenos Aires að
fyrirmælum dómarans
Claudius Bonadio sem
rannsakar mannrétt-
indabrot á valdatíma
herforingjastjórnar-
innar.
Bonadio fyrirskipaði
einnig handtöku 42
annarra fyrrverandi
herforingja og emb-
ættismanna, þeirra á
meðal Carlos Guiller-
mos Suarez Mason
hershöfðingja og
Cristinos Nicolaides, fyrrverandi yf-
irhershöfðingja. Báðir stjórnuðu
þeir hersveitum sem sakaðar eru
um grimmdarverk á valdatíma
hersins.
Samkvæmt opinberum gögnum
voru allt að 9.000 vinstrisinnaðir
andófsmenn drepnir en allt að
30.000 að mati mannréttindahreyf-
inga.
Þetta er í fyrsta sinn sem Galtieri
er handtekinn fyrir aðild að alvar-
legum mannréttindabrotum. Hann
var hins vegar sakfelldur árið 1986
fyrir vanhæfni vegna framgöngu
sinnar í Falklandseyjastríðinu árið
1982, en var leystur úr haldi þremur
árum síðar þegar Car-
los Menem, þáverandi
forseti, náðaði hann.
Nokkrir fyrrverandi
yfirmenn í hernum,
sem höfðu verið
dæmdir í lífstíðarfang-
elsi fyrir grimmdar-
verk hersins, voru
einnig náðaðir.
Á árunum 1986-87
voru sett lög sem hlífa
fyrrverandi yfirmönn-
um hersins við ákæru
– en með einni mik-
ilvægri undantekn-
ingu. Hægt er að lög-
sækja þá fyrir
ólöglega ættleiðingu
barna andófsmanna
sem „hurfu“ á valdatíma herfor-
ingjastjórnarinnar. Margir af fyrr-
verandi yfirmönnum hersins eru í
stofufangelsi vegna slíkra mála.
Bonadio telur að lögin, sem
vernda herforingjana, samræmist
ekki stjórnarskránni. Hann er einn-
ig að rannsaka mál sona tveggja
vinstrisinnaðra andófsmanna, leik-
arans Marcos Zucker og rithöfund-
arins Davids Vinas. Drengjunum
var rænt í Brasilíu.
Galtieri varð leiðtogi herforingja-
stjórnarinnar í nóvember 1981,
fimm árum eftir að herinn steypti
Isabel Peron af stóli. Galtieri fyr-
irskipaði innrás hersins í Falklands-
eyjar árið 1982 og hún leiddi til
stríðs við Breta sem kostaði yfir 700
argentínska hermenn lífið og 255
breska.
Lögsóknir vegna mannréttindabrota hersins í Argentínu
Leopoldo
Galtieri
Fyrrverandi einræð-
isherra handtekinn
Buenos Aires. AP, AFP.
STÆRSTU verkalýðssamtök
Venesúela hafa hótað allsherjar-
verkfalli til að koma forseta lands-
ins, Hugo Chavez, frá völdum.
Áætlað var að um 600.000 manns
hefðu gengið um götur höfuðborg-
arinnar, Caracas, í fyrradag til að
krefjast þess að forsetinn segði af
sér.
Carlos Ortega, formaður
Verkalýðssambands Venesúela,
sagði að þessi mikla þátttaka í
kröfugöngunum sýndi að Vene-
súelabúar vildu að Chavez léti af
embætti. Ortega sagði við þús-
undir mótmælenda fyrir utan her-
stöð í Caracas að verkalýðssam-
tökin hefðu í hyggju að boða til
verkfalls, en sagði ekkert um hve-
nær það hæfist.
Átján manns biðu bana í kröfu-
göngu í tengslum við allsherjar-
verkfall sem efnt var til í apríl.
Margir telja að vopnaðir stuðn-
ingsmenn Chavez hafi orðið fólk-
inu að bana.
Hóta verkfalli til
að steypa Chavez
Caracas. AP.
LÖGFRÆÐINGAR á vegum belg-
íska bruggfyrirtækisins Interbrew
heimsóttu í gær skrifstofur fjög-
urra breskra dagblaða til að fá úr
því skorið hver hefði lekið upplýs-
ingum um yfirtökuáform brugg-
risans í nóvember síðastliðnum.
Kemur þetta m.a. fram á fréttavef
BBC. Dagblöðin fjögur, The Times,
Independent, Guardian og The Fin-
ancial Times, neituðu að afhenda
upplýsingarnar, en áfrýjunardóm-
stóll í Bretlandi hefur þegar úr-
skurðað sem svo að þeim beri að
upplýsa hver heimildarmaðurinn
var.
Ritstjórar blaðanna fjögurra
báru fyrir sig prentfrelsi og sögðu
að afhentu þau upplýsingarnar
gæti það dregið kjark úr öðrum
heimildarmönnum.
Í nóvember árið 2001 birtu blöð-
in, ásamt Reuters-fréttastofunni,
frétt þess efnis að Interbrew hefði
áform uppi um að taka yfir suður-
afrísku bruggverksmiðjuna SAB.
Þegar fréttin birtist féllu hlutabréf
Interbrew í verði en hlutabréf SAB
hækkuðu. Fullyrða talsmenn Int-
erbrew að átt hafi verið við skjölin
sem fjölmiðlarnir fengu í hendur og
því hafi fréttin ekki verið rétt í
nokkrum meginatriðum. Vilja þeir
vita hver lak upplýsingunum í fjöl-
miðla svo hægt sé að ganga úr
skugga um hvort heimildarmann-
inum hafi gengið það til að hafa
áhrif á markaðinn til að græða á
því sjálfur. Þá er hugsanlegt að til-
gangur uppljóstrarans hafi verið að
reyna að koma í veg fyrir yfirtök-
una.
Æðsti dómstóll Bretlands, lá-
varðadeildin, hefur neitað að taka
málið upp og sagði í úrskurði hans
að þeir almannahagsmunir sem fel-
ast í nafnleysi heimildarmanna
vægju minna en þeir hagsmunir
Interbrews að fá úrlausn sinna
mála. Er málinu því lokið fyrir
breskum dómstólum, en blöðin hafa
hins vegar ákveðið að höfða mál
fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu
til að fá úr rétti sínum skorið.
Talsmenn fjölmiðlasamtaka í
Bretlandi segja málið grafalvarlegt
og geti það haft víðtækar afleið-
ingar fyrir fjölmiðla í landinu. Löng
hefð sé fyrir því að blaðamenn þurfi
ekki að gefa upp nöfn heimildar-
manna sinna og verði breyting á því
geti það orðið til þess að hugs-
anlegir uppljóstrarar í óheið-
arlegum fyrirtækjum hugsi sig
tvisvar um áður en þeir veiti fjöl-
miðlum upplýsingar. Sé það sér-
staklega varhugavert nú þegar
hvert bókhaldshneykslið rekur
annað í Bandaríkjunum.
Ritstjóri The Times, Robert
Thomson, sagði að heimildarmenn
þyrftu á vernd að halda þótt ástæð-
ur þeirra fyrir uppljóstrunum væru
ekki ljósar. „Uppljóstrarar hafa
alltaf gegnt mikilvægu hlutverki,“
sagði hann. „Hverjar þær aðgerðir,
sem gera heiðvirðum borgurum
erfiðara fyrir að koma upp um brot
stórfyrirtækja, geta ekki þjónað al-
mannahagsmunum.“
Prentfrelsi í Bretlandi
Standa vörð
um heimildar-
menn sína
Þumalína
engu lík, örugg og traust
Skólavörðustíg 41, s. 551 2136