Morgunblaðið - 13.07.2002, Side 33

Morgunblaðið - 13.07.2002, Side 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 33 ✝ Þuríður Jóns-dóttir á Framnesi fæddist á Flugumýri í Skagafirði 10. mars 1907. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 3. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón Jónasson, f. 1. janúar 1855, d. 1. mars 1936, bóndi á Flugumýri, og kona hans, Sigríð- ur Guðmundsdóttir, f. 10. júní 1880, d. 22. des. 1973. Hinn 14. maí 1935 giftist Þuríður Birni Sigtryggs- syni, f. 14. maí 1901, bónda á Framnesi. Þau eignuðust átta börn sem eru: Sigtryggur Jón, f. 4. janúar 1938, kennari við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri, búsettur að Birkimel 11 Varma- hlíð, Broddi Skag- fjörð, f. 19. júlí 1939, bóndi á Framnesi, Sigurður Hreinn, f. 16. maí 1941, kenn- ari, Hólavegi 7 Sauð- árkróki, Sigurlaug Una, f. 25. feb. 1943, Víðihlíð 12, Reykja- vík, Helga Björk, f. 7. nóv. 1944, kaup- maður Breiðumörk 12, Hveragerði, Gísli Víðir, f. 16. apríl 1947 húsasmíða- meistari, Akureyri, Ingimar Birgir, f. 1. mars 1950, húsasmíðameistari Lerkihlíð 2, Sauðárkróki, og Valdimar Reynir, f. 15. okt. 1951, Fellstúni 19, Sauðárkróki. Útför Þuríðar fer fram frá Flugumýrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sólargeislinn kveikir bros á vörum okkar, vörum sem eru orðnar strekktar og stirðar af göngunni í gegnum lífsins ama og ólgusjó. Sólargeislinn varst þú….. er þú tókst á móti mér með opnum hug og yndisbrosi, í hvert skipti sem ég ákvað að kíkja til þín. Elsku amma. Þakka þér fyrir þær stundir sem við deildum saman. Ég er glöð yfir því að vita að þér líður vel, getur ort að vild og bragðað á öllu því sætmeti sem þú kýst með bestu lyst. Minning mín um þig mun ætíð fylgja mér. Þitt ömmubarn, Ása Björg. ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR Elsku Kjarri. Líf þitt var of stutt og hér er ég eftir hugsandi um það, sem hefði getað orð- ið. Kannski í eilífðinni fáum við að hlæja og gráta, faðmast og vaxa. Og vinna upp þann tíma, sem við aldrei áttum. (Úr Gleym mér ei.) Hvernig get ég lifað án þín, við vorum svo náin. Þú varst ekki ein- ungis bróðir minn heldur unnum við saman alla daga, deildum sorgum og gleði og vorum bestu vinir. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri bróður og vin. Það eru erfið spor fram undan en ég veit að tíminn læknar sárin og að allar fallegu minningarnar um þig verða alltaf til staðar í hjarta mínu. Ég á engin orð um hversu heitt ég elska þig og hve söknuðurinn er mik- ill. Þú ert mér óendanlega mikils virði. Elsku Kjartan, að fá tækifæri til að kveðja þig, halda í höndina þína og segja hversu vænt mér þykir um þig var mér ómetanlegt. Góði guð, passaðu litla bróður minn og gef mér styrk til að halda áfram. Gott hjarta hættir aldrei að slá. (Svetlana Allilujeva.) Þín systir, Hulda. Ég stari út í loftið. Hefur tíminn stöðvast eða hvað? Ég stend við hlið þér á gjörgæsludeild og hlusta á tifið í tækjunum sem eru að reyna að hjálpa þér við að halda lífi. Ég fékk tækifæri til að kveðja þig. Elsku Kjarri, ég er þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum saman, þú lagðir þig fram um að vera til staðar fyrir mig og mína þegar aðstoðar naut við. Stelpurnar mínar dýrkuðu þig og þú þær. Ekki var til betri frændi. Þegar þú bjóst hjá okkur í Reykja- vík þá kom það mér á óvart hvað þú varst mikið snyrtimenni en síðari ár- in hefur mér orðið það ljóst að þetta varst bara þú eins og þú varst. Þú hefur ætíð verið kallaður engillinn og það eru orð að sönnu, þú varst engill- inn okkar og eins og ég heyrði þá hef- ur þú fengið stöðuhækkun, engill hér á jörð en nú á himni. Ég hef sagt það oft að maður lærir svo lengi sem að maður lifir og enn sannast það. Þú gafst af þér kærleik og hlýju og áttir þér enga óvini. Ef upp komu ósættir þá leið ekki á löngu þar til þú varst búinn að sættast við viðkomandi og fyrirgefa. Í dag sé ég hvað þetta er mikils virði. Hversu oft höfum við ekki verið ósátt við okkar vini út af einhverjum smámunum og verið að telja það eftir og erfa um langan tíma. En til hvers, ég var oft svo undrandi á því hvernig þú gast tekið utan um þá er höfðu gert þér eitt- hvað og fyrigefið eftir svo skamman tíma. En oft er mesta refsingin kannski falin í fyrirgefningunni. Í dag er mér ljós þessi lífssýn og stefna sem að þú hafðir að leiðarljósi og mun ég vissulega læra af henni og notfæra mér hana. Ég setti mér markmið að fylgja þér alla leið. Það hefur mér tekist með hjálp þeirra sem þú elskaðir og elskuðu þig. Elsku Kjarri, ég hef búið við hlið- ina á þér undanfarin ár og það hefur verið frábær tími. Við höfum oft hlegið að hugmyndum okkar varð- andi okkar samliggjandi lóðir, ég kem til með að sakna þess að heyra þig ekki trítla á pallinum mínum á leiðinni til mín til að hitta stelpurnar KJARTAN EINAR HAFSTEINSSON ✝ Kjartan EinarHafsteinsson fæddist á Akureyri 8. ágúst 1974. Hann lést 30. júní síðastlið- inn á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi og var útför hans gerð frá Akur- eyrarkirkju 5. júlí. mínar eða okkur. Ég fékk tækifæri til að kveðja þig, segja þér hvað þú varst góður, hjálplegur og mikill vinur. En ég veit að það var þér fyrir bestu að þú fékkst að fara þar sem áverkar þínir voru það miklir. Það er erfitt að hugsa um lífið án þín en það sem þú gafst af þér hefur komið til baka. Í ómældum stuðningi ótrúlegs fjölda fólks sem þú hafðir þekkt og hjálp- að. Elsku Kjarri þakka þér fyrir allt og guð geymi þig. Drungi sorgar á mér dynur, dofinn þjakar hugur mig. Guð þig geymi, góði vinur, gæfa var að eiga þig. Flugum saman fjörðinn inn, faðmlag sólar okkur mætir. Veginn fetum, vinur minn, vörðuð leiðin ljóssins gætir. Þung mín spor er fylgi þér. Þurrar kverkar, sárt er hjarta. Drottinn vakir yfir þér, dýrð í himnaríki bjarta. Í andans framtíð ferðumst við og finnum lausn á öllum málum. Þú gafst mér sýn á góða hlið, að gefa kærleik öllum sálum. Þorbjörn H. ( Tobbi.) Allir geta gefið af sér eitthvað sem enginn annar getur gefið. Það er sárt að missa þig. Jana frænka. Elsku Kjarri. Þú varst í uppáhaldi hjá mér, ég dáðist að því sem þú gerðir, t.d. hvað þú varst leikinn með boltann og ég hugsaði alltaf með mér: ,,Vá, ef ég gæti þetta.“ Það var líka skemmtilegt þegar við horfðum saman á Liverpool-leiki og HM, það var gaman. Ég vildi að ég hefði átt fleiri stund- ir með þér á þessum litla tíma sem við áttum saman en ég er fegin að hafa þekkt þig því þú varst svo ynd- islegur og það kemur sko enginn í þinn stað. Þú ert uppáhalds og besti frændi sem hægt er að hugsa sér. Ég hugsa stöðugt um þig. Guð, ég þakka þér að í þínum höndum er bæði til líf og dauði. Þú annast okkur í lífinu og þú ann- ast líka um okkur þegar við deyjum. Ég bið þig, leyfðu Kjartani, sem er farinn frá okkur, að vera hjá þér um alla eilífð, svo að við getum glaðst þótt við séum sorgmædd. Þín frænka, Inga Dís. Kæri Kjarri. Ég trúi því varla að þú sért farinn frá okkur. Samband okkar var ekki mikið eftir að ég flutti til Reykjavíkur en minningarnar frá Akureyri eru margar. Endalaus leynifélög sem ég þú og Sævar stofn- uðum, ég man líka vel eftir túttu- byssustríðunum á eyrinni sem end- uðu svo oft þannig að við fórum báðir grátandi heim. Ég bið Guð að styrkja alla ástvini þína og þá sem eiga um sárt að binda. Það var mikill heiður að fá að kynn- ast þér, elsku frændi, og jafn sárt að hugsa til þess að fá aldrei að sjá þig aftur. Börnin mín njóta ekki þeirra forréttinda að fá að kynnast þér í eig- in raun en ég mun sjá um að þau geri það í gegnum myndaalbúm og sögur. Litli vinur, lífið kallar leiðir okkar skilja í dag. Góðar vættir vaki allar verndi og blessi æ þinn hag. (Höf. óþ.) Jón Kristinn. Það kemur sá tími í lífi allra að missa einhvern nákominn vin eða ættingja. En aldrei bjóst ég við því að Kjarri myndi kveðja okkur svona snemma. Ekki verður eins að koma norður og fara í Ránargötuna þegar svona stóran hluta af fjölskyldunni vantar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Inga, Haddi, Hulda, Lúlli, Helga, Tobbi, Todda og aðrir sem eiga um sárt að binda, megi góður Guð styrkja ykkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Minning Kjarra er ljós í lífi okkar. Berglind frænka. Það er sagt að eitt sinn verði allir menn að deyja en oft ber það þó full- fljótt að, finnst manni, þannig er það með Kjartan Einar Hafsteinsson. Ég veit að flestir eiga eftir að sakna þessa góða pilts sem fallinn er frá, ungur að árum. Ég var búsettur á Akureyri um tíma og kynntist Kjartani þar eins og svo margir. Hann gladdi mann oft og yfirleitt var mikið líf í kringum hann. Það er ekki langt síðan við hittumst og það var alltaf eins, maður fór að hlæja um leið og maður sá Kjartan. Ég vil votta fjölskyldu hans og vin- um samúð mína og megi guð styrkja ykkur. Júlíus Jóhannsson. Elsku besti Kjarri minn, núna þarf ég að kveðja þig. Mig langar ekki til þess en því miður erum við ekki alltaf spurð um hvað við viljum. Elsku Kjarri, mig langar að þakka þér fyrir allar stundirnar okkar sam- an. Þú varst yndislegur vinur sem bæði var hægt að hlæja og gráta með að lífinu, en með þér var þó yfirleitt bara hlegið og ef ég grét fékkstu mig til að hlæja. Ég man þá sérstaklega eftir kvöldinu fyrir tveim árum þeg- ar þú komst til mín og hjálpaðir mér að sjá björtu hliðarnar á lífinu, þegar ég hafði gleymt þeim um stund. Það var alltar hægt að treysta á þig. Það var komið til mín snemma á laugardagsmorgun og mér var sagt að þú hefðir lent í alvarlegu bílslysi og værir lífshættulega slasaður. Ég neitaði að trúa því. Mér var sagt að lífslíkur þínar væru litlar, en samt var ég viss um að þetta yrði í lagi, því hvað áttum við að gera í Kjarralaus- um heimi? En svo fór, að Guð tók þig frá okkur. Ég skildi ekki af hverju. En ég skil hann núna: Hann þarf á þeim bestu að halda, og í þeim hópi varstu sannarlega: Langbestur. Mig langar líka að þakka þér fyrir að skilja eftir svona margar skemmtilegar sögur fyrir okkur; þær gera þetta auðveldara. Eins er með allar minningarnar um þig, þú varst svo mikill húmoristi og alltaf hrókur alls fagnaðar. Eitt sinn sagð- irðu, að þú værir engill í dulargervi. Núna er dulargervið farið og þú ert orðinn sannur engill. Og nú fá hinir englarnir ásamt Guði að njóta alls þess góða, sem við fengum að njóta í samvistum við þig síðustu ár. Elsku Kjarri, ég kveð þig með söknuði og veit að við hittumst á ný. Ég bið Guð um að vaka yfir fjöl- skyldu þinni og veita henni styrk á þessum erfiðu stundum. Þín vinkona, Linda Rós. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast, og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logskæra sem skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Hafðu ástarþakkir fyrir bjarta brosið þitt, lita líf okkar gleði og verða á vegi okkar. Stóllinn þinn verður aldrei samur. Við sendum fjölskyldu og vinum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og geymum minningu um yndislegan dreng í hjörtum okkar. Sóley, Björgvin og synir. Elsku Kjartan minn. Eftir að ég frétti af þessu hörmulega slysi og hvernig fór er ég allur í rusli. Við átt- um mjög góðan tíma á Akureyri, þú varst engill í mínum augum, hjálp- uðum hvor öðrum. Þú áttir allt lífið framundan. Þú studdir mig sérstak- lega þegar illa stóð á hjá mér. Ég sakna þín svo mikið að mér finnst partur af mér hafa dáið. Við áttum líka mjög góðan tíma saman þegar við lékum okkur í fótbolta og fleira. Tárin streyma hjá mér þegar ég skrifa þetta. Ég votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð og vinum okkar. Guð blessi þig og varðveiti. Þinn vinur, Einar Lárus Pétursson. Margt er það, og margt er það sem minningar vekur. Þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (D. Stef.) Í dag minnumst við vinarins Önnu Maríu eða Maju eins og hún alltaf var kölluð. Hún var ómissandi hluti af hópnum sem ólst upp í Hvassaleiti 16. Þar bjuggu fjölskyldur sem fylgdust að með uppeldi barnanna og létu sig hvert annað varða. Oft var mikið fjör og í þeim hópi var Maja, ábyrgðarfull en kímin og mátti ekkert aumt sjá. Þegar fullorðinsárin tóku við fylgdist Maja af áhuga með framgangi mála hjá öðrum, samgladdist eða sýndi stuðning eftir aðstæðum. Við minnumst móðurinnar Maju. Þegar hún og Guðmundur eignuðust Sigurjón Sumarliða, fyrir tæpum þrettán árum, var sem Maju hefði hlotnast óvænt hnoss sem hún átti ekki von á að myndi falla henni í skaut. Þetta endurspeglaðist í sam- bandi móður og sonar. Það fór ekki á milli mála að Sigurjón var augasteinn móður sinnar, lífshamingja og -fyll- ANNA MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Anna María Sig-urjónsdóttir fæddist á Selfossi 27. september 1957. Hún lést í Reykja- vík 2. júlí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 12. júlí. ing. Hún var ekki mikið að hreykja sér af honum en engum duldist ástúð- in og stoltið þegar Sig- urjón var annars vegar. Við minnumst bar- áttukonunnar Maju. Þegar barátta hennar við hinn illvíga sjúkdóm hófst fyrir um fjórum árum kom í ljós óbilandi baráttuvilji hennar og seigla. Hún viðurkenndi sig aldrei sigraða, neit- aði að láta víkja sér á brott. Þráði að fá að fylgja syni sínum leng- ur, að sjá hann verða að manni. Leiks- lok urðu þó þau að krabbameinið hafði yfirhöndina... og ljósið slokkn- aði. Ljósið sem hafði um nokkurn tíma logað af veikum mætti, fullt lífs- vilja og krafts en vegna illvígs sjúk- dóms orðið afar veikburða. Það er svo margt sem við viljum taka sem gefið í þessu lífi. Að fá að eldast med ástkærum maka, að fá að sjá börnin sín vaxa úr grasi, að þurfa ekki að lifa börnin sín. Í dag erum við minnt á að þetta er ekki alltaf gangur lífsins. Við vottum eiginmanni hennar, syni, foreldrum, systkinum og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúð. Missirinn er mikill en Maja mun lifa áfram í hjörtum okkar og fyrir augum okkar í syni sínum. Guð veiti hinni látnu hvíld en hin- um líkn er lifa. Petrea og fjölskylda. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.