Morgunblaðið - 13.07.2002, Side 34
MINNINGAR
34 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Einar Hallssonfæddist að Hall-
kelsstaðahlíð hinn
14. júlí 1927 og hefði
því orðið 75 ára á
morgun. Hann lést á
Landspítala hinn 30.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hans voru þau
Hallur Magnússon
bóndi í Hallkels-
staðahlíð, f. 1. desem-
ber 1899, d. 21. maí
1945, og Hrafnhildur
Einarsdóttir hús-
freyja, f. 28. október
1906, d. 14. nóvem-
ber 1991. Systkini Einars eru: Sig-
ríður Herdís, f. 23. ágúst 1928;
Anna Júlía, f. 3. febrúar 1930; Sig-
fríður Erna, f. 5. maí 1931; Ragn-
ar, f. 27. júlí 1933: Margrét Erla, f.
27. febrúar 1935, maki Páll Torfa-
son, f. 27. september 1928, d. 2.
september 1995; Guðrún, f. 6. júní
1936, maki Rögnvaldur Guð-
brandsson, f. 7. ágúst 1933; Magn-
ús, f. 24. september
1938, d. 29. septem-
ber 1991, maki Guð-
leif Hrefna Vigfús-
dóttir, f. 3. mars
1944; Sveinbjörn, f.
11. apríl 1940; Elísa-
bet Hildur, f. 17.
október 1941; Svan-
dís, f. 25. febrúar
1943, maki Sverrir
Úlfsson, f. 10. nóv-
ember 1937; og Hall-
dís, f. 13. mars 1945,
maki Jóel Jónasson
26. október 1944.
Einar bjó með
móður sinni og systkinum að Hall-
kelsstaðahlíð frá því faðir hann
lést er Einar var sautján ára. Ein-
ar sótti vertíðir í Ólafsvík um
langt árabil og vann einnig í slát-
urhúsinu í Borgarnesi í sláturtíð-
inni um áratuga skeið.
Útför Einars fer fram frá Kol-
beinsstaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
„Pabbi. Hver á þá að gefa okkur
nammi í sveitinni?“ spurði Styrmir
minn eftir að við höfðum velt fyrir
okkur hvort Einar væri kominn upp
í himininn til afa Magnúsar eftir að
Einar Hallsson föðurbróðir minn
hafði skilið við eftir nokkurra vikna
banalegu hér fyrir sunnan.
Þessi setning er lýsandi fyrir þá
stöðu sem Einar Hallsson hafði
meðal þeirra fjölmörgu barna sem
hann tók ástfóstri við og tóku ást-
fóstri við hann í gegnum tíðina. „Má
ekki bjóða þér óþekktarpillu?“
spurði hann iðulega með glettnu
augnaráði og hálfglottandi. Þá lum-
aði hann á Mónu súkkulaðidropum
og í seinni tíð Nóakroppi sem var
hæfilega stór nammiskammur fyrir
börnin. Það var synd að Einar
skyldi ekki kvænast og eignast hóp
barna, en þess í stað nutu fjölmörg
börn sem dvöldu í lengri eða
skemmri tíma í Hlíð þessarar barn-
gæsku hans.
Einar Hallsson var enginn venju-
legur maður. Hann var heljarmenni,
hagyrðingur, húmoristi og hugsuð-
ur. Hann var einnig mikill skapmað-
ur, snöggur að reiðast, en fljótur að
jafna sig og gersamlega laus við
langrækni. Reyndar átti hann það
til að vera tilætlunarsamur við sína
nánustu og vildi að farið yrði eftir
því sem hann lagði til, enda stóð
hann sautján ára elstur í tólf barna
föðurlausum hópi þegar afi minn féll
frá langt fyrir aldur fram.
Máltækið „maður er manns gam-
an“ kemur fljótlega upp í hugann
þegar hugsað er til baka til allra
þeirra sumra sem ég var í návist
Einars í Hlíð. Einar hafði yndi af
því að sitja með fólki og ræða við
það um allt milli himins og jarðar.
Þá var stutt í einstakan hrossahlát-
ur sem hafði ótrúlega smitandi áhrif
á þá sem í kringum hann voru.
Þetta fengu fjölmargir gestir sem
heimsóttu Hlíð að upplifa. Einnig
nágrannar Einars, en ég fékk oft að
fljóta með í heimsóknir í Hraunholt
eða að Heggsstöðum þar sem setið
var yfir kaffi og spjallað af mikilli
kímni um landsins gagn og nauð-
synjar.
Einar vann haust eftir haust í
sláturhúsinu í Borgarnesi og fjöl-
margar vertíðir í Ólafsvík. Ég hef á
undanförnum árum hitt samstarfs-
fólk hans frá þessum stöðum sem
einmitt hefur lýst húmornum, þess-
um smitandi hlátri og vísunum sem
frá honum komu. Einnig hreystinni
þar sem hann vann dag eftir dag í
frystiklefa eða sótti fiskinn berhent-
ur í ísköld fiskikörin.
Mér er sagt að þessi hreysti hafi
birst í ótrúlegu hlaupaþreki Einars
á unglingsárum, en mér er hug-
stæðust hreystin og seiglan þegar
Einar svamlaði 62 ára gamall í tvær
klukkustundir í ísköldu Hlíðarvatni
í byrjun júnímánaðar eftir að hafa
velt bátnum sínum við netalögn. Þá
barði hann frá sér hrafna tvo, lík-
lega Hugin og Munin sem sendir
voru til að færa Óðni skáldagáfu
Einars, synti með bátinn á undan
sér í land, gekk berfættur yfir stór-
an skafl í Kjósinni við vatnið, rölti
heim, fékk sér kaffi, rölti síðan nið-
ur í hús og leysti hey fyrir féð til að
fá hita aftur í kroppinn.
Við Einar áttum einmitt okkar
bestu samverustundir við að leggja
og vitja um netin í Hlíðarvatni. Það
var fátt eins gott og að róa út á
spegilslétt Hlíðarvatnið snemma
morguns, hlusta á fjarlægan lækj-
arnið, kall lómsins og þegja með
Einari Hallssyni – eða ræða málin á
lágu nótunum.
Það er svo miklu meira sem ég
vildi segja. En ég læt staðar numið
með því að segja að samvera mín
með Einari frá barnsaldri hefur
kennt mér mikið og gert mig ríkan.
Ég þakka fyrir það.
Hallur Magnússon.
Hann Einar frændi minn hefur
fengið hvíldina löngu, náttúran öll
hér á heimaslóðum hans í nær 75 ár
vottaði honum virðingu sína þann
dag. Sól og blíða, en skyndilega féllu
regndropar hljóðlega til jarðar eins
og lítil tár sem enginn mátti sjá. Allt
var svo tært og hljótt. Meira að
segja silungarnir í vatninu stukku
og mynduðu fallega hringi honum til
heiðurs.
Síðustu vikur og mánuðir höfðu
verið honum afar erfiðir vegna al-
varlegs heilsubrests. Það átti ekki
við hann frænda minn að geta ekki
tekið þátt í hinu daglega amstri.
Einar var vel hagmæltur og
liggja ógrynni af vísum eftir hann,
vísum sem að margar hverjar voru
ortar við spaugileg atvik. Maður sá
alltaf hvenær vísa var að fæðast, þá
þagði hann, höfuðið tifaði aðeins,
augun loguðu af glettni og venju-
lega kom smáhláturgusa og síðan
kveðskapurinn. Áhugamál Einars
voru mörg, um tíma var hann hel-
tekinn af fróðleiksfýsn um ættfræði,
hann notaði allar sínar stundir sem
aflögu voru til að grúska og rekja
saman ættir manna. Enda eru þeir
ófáir sem að eiga uppskrifaðar ættir
sínar langt aftur í aldir, annaðhvort
komnir af biskupum eða sauðaþjóf-
um. Annað áhugamál sem að hann
sinnti af mikilli elju var að læra og
kynna sér sem allra flest fjármörk á
landinu. Safnaði hann að sér mikl-
um upplýsingum í formi marka-
skráa og ég veit að hann nýtti þær
ekki síður til að rekja ættir og upp-
runa manna. Einar hafði mikinn
áhuga á sauðfé og tengdist það vel
áhuga hans á mörkum. Það var því
engin tilviljun að hrútasýningar
voru alla tíð miklar hátíðir í huga
Einars. Eins voru ferðir í hinar
ýmsu réttir miklar ánægjustundir.
Stjórnmál voru alltaf ofarlega í
huga Einars og fylgdist hann vel
með. Hann hafði afar sterkar skoð-
anir lét þær óspart í ljós og gat ver-
ið orðljótur ef því var að skipta í
hita leiksins. Áhugi hans á stjórn-
málum kom sér afar vel fyrir mig á
yngri árum, við fórum gjarnan sam-
an niður að Hraunholtum að sækja
póstinn, þegar þangað var komið
brá hann sér oft inn í kaffi og
gleymdi sér í stjórnmálaumræðum
við Sigurð, á meðan lék ég mér við
börnin og var hæstánægð ef að mik-
ið var á döfinni í stjórnmálunum.
Einar var afar hreinskiptinn og
maður var aldrei í vafa um hvar
maður hafði hann. Ef við vorum
ósammála gátum við sagt hvort
öðru til syndanna á mjög skarpan
hátt, en að því búnu var málið af-
greitt af beggja hálfu og engin eft-
irköst af því. Langrækni var ekki
til. Annars voru hans verstu
skammaryrði við mig og önnur börn
mér mjög minnisstæð, hann sagði
gjarnan þegar óþekktin var í há-
marki: ,,Þið eruð nú meiri hvolp-
arnir“ eða ,,ljótu ormarnir“. Þessi
skammaryrði ef skammaryrði
skyldi kalla segja allt um hvern hug
hann bar til barna. Óþekkt í börnum
læknaði hann á skammri stundu og
hafði áratuga reynslu í því hann gaf
þeim ,,óþekktarpillur“ í formi Mónu
súkkulaðidropa, þær virkuðu ævin-
lega, allavega um tíma.
Samband ömmu og Einars var
mjög náið og einkenndist af mikilli
virðingu, virðingu hvors fyrir öðru
án orðaflaums og skrums.
Hugur Einars var alla tíð hér
heima í Hlíð, það fann ég best nú á
síðustu vikum, þegar hann fárveikur
fylgdist með búskapnum í fjar-
ðlægð, spurði um sprettuna, grenja-
leitina og hvenær þrílemburnar
hefðu nú farið út. Ég veit að hann
heldur áfram að fylgjast með okkur
milli þess sem hann yrkir vísur,
veiðir silung og hlær hrossahlátri á
æðri stöðum.
Öllu því góða fólki sem að ann-
aðist og reyndist Einari svo vel á
þessum erfiðu stundum sendum við
alúðar þakkir héðan úr Hallkels-
staðahlíð.
Þín frænka
Sigrún Ólafsdóttir.
Elsku Einar frændi, þá er komið
að ferðalaginu langa.Við áttum
margar góðar stundir saman sem ég
gleymi aldrei. Eins og þegar ég var
smápatti og við fórum saman að
veiða niður í Lækjarós með gömlu
netstubbana og mokveiddum eins
og okkur einum var lagið, þó svo að
margir hefðu ekki mikla trú á þess-
um veiðiskap okkar. Þetta og
margt, margt fleira gætum við rifj-
að upp.
Ég man alltaf eftir því þegar ég
kom í heimsókn hingað í Hallkels-
staðahlíð áður en ég flutti, þá tókst
þú alltaf á móti mér með því að
bjóða mér upp í herbergi og gá
hvort það væri ekki eitthvað í poka í
skúffunni.
Og aldrei brást skúffan með gott-
inu.
Þú fylgdist líka alltaf með mér,
hvert ég færi að keppa og hvernig
mér gengi, ég er hér um bil viss um
að þú mundir hvað ég kastaði langt
á þeim mótum, sem ég keppti á, bet-
ur en ég sjálfur.
Þú varst alveg einstakur maður,
Einar minn, og ég veit að þér verð-
ur tekið opnum örmum í himnaríki,
svo þér líði sem allra best.
Þinn frændi
Guðmundur Margeir.
Við viljum með örfáum orðum
minnast móðurbróður okkar, Einars
Hallssonar.
Einar var elstur af systkinum
mömmu og leit því á sig sem afa
okkar þar sem afi dó þegar Einar
var aðeins unglingur. Á uppvaxt-
arárum okkar var Einar alltaf á ver-
tíð í Ólafsvík og kom hann þá oft í
heimsókn til okkar. Þá var mikið
hlegið því hann var sérstaklega
hláturmildur maður og hafði marg-
ar skemmtilegar sögur á taktein-
unum um verbúðalífið í Ólafsvík.
Alltaf hafði Einar meðferðis eitt-
hvert góðgæti til að færa okkur og
eru minnisstæðastar súkkulaðikúl-
urnar sem hann kallaði óþekktar-
kúlur. Um páskana kom hann oftast
með páskaegg handa okkur eða
konfektkassa. Þegar Einar kom, var
taflið dregið fram og kenndi hann
okkur öll helstu brögðin í tafl-
mennskunni. Einnig hafði hann
mikinn áhuga á ættfræði og rakti
hann ættir okkar alla leið til Nor-
egskonunga.
Við minnumst þín, kæri frændi,
fyrir hlýhuginn sem þú sýndir okk-
ur alla tíð.
Torfhildur, Hallur, Hrafn-
hildur, Sigríður og Illugi.
Eftir löng og erfið veikindi Ein-
ars frænda okkar er hann kominn á
nýjan stað og horfir með sínu fagra
brosi á okkur hin við hlið ömmu og
Magnúsar bróður síns. Okkur
systkinin langar til að minnast hans
með nokkrum orðum sem lýsa hon-
um eins og við þekktum hann.
Einar var góður og rólegur mað-
ur og var alltaf góður við börn og
munum við eftir óþekktarpillunum,
sem voru súkkulaðistykki sem hann
gaf okkur þegar við vorum óþekk og
alltaf virkuðu þær á okkur. Hann
gaf okkur líka óþekktarpillurnar
þegar við vorum búin að vera þæg
og aðstoða hann eitthvað. Stundum
vorum við svona sakleysislega
óþekk fyrir framan hann svo við
fengjum mola.
Einar var líka dýravinur mikill og
þegar við sáum hann seinast í sveit-
inni og vorum að kveðja þá sat hann
með hvolpana tvo í fanginu skæl-
brosandi og þannig munum við
minnast Einars frænda okkar.
Með þessum orðum um Einar
kveðjum við hann og biðjum guð að
blessa hann og varðveita.
Hrafnhildur og Ragnar.
Nú sefur jörðin sumargræn
nú sér hún rætast hverja bæn
og dregur andann djúpt og rótt
um draumbláa júlínótt.
Við ystu hafsbrún sefur sól
og sofið er í hverjum hól.
Í sefi blunda svanabörn
og silungur í læk og tjörn.
Á túni sefur bóndabær
og bjarma á þil og glugga slær
við móðurbrjóstið börnin fá
þá bestu gjöf sem lífið á.
(Davíð Stef..)
Það var um draumbláa júlínótt
árið 1927 að Hrafnhildur Einars-
dóttir þá ung húsfreyja að Hallkels-
staðahlíð í Hnappadal lagði frum-
burð sinn á brjóst til að þiggja „þá
bestu gjöf sem lífið á“. Þessi unga
kona átti þá fyrir höndum að ala
manni sínum ellefu börn til viðbótar
frumburðinum.
Hið yngsta var skírt við kistu föð-
urins sem dó á besta aldri. Saga
þessarar konu er hetjusaga því öll-
um hópnum sínum kom hún glæsi-
lega til manns. Við þessa hetjusögu
kom auðvitað elsti sonurinn, Einar,
sem var aðeins 17 ára þegar fjöl-
skyldufaðirinn lést. Með móður-
mjólkinni hafði frumburðurinn þeg-
ið allt það sem til þurfti, bjartsýni,
þolgæði, glaðværð, hagsýni, nægju-
semi og elju.
Nú er snillingurinn Einar Halls-
son hniginn í valinn. Hans sakna
fjölmargir auk fjölskyldunnar því
hann var vinmargur og raunar orð-
inn þjóðsagnapersóna vítt um land.
Glaðværð hans og hlátur var engu
lík. Hann var tryggur og góður vin-
ur. Þegar ég sest við að skrifa eftir
vin minn er mér vandi á höndum
með að reyna að koma því til skila
hve óvenjulegur maður hann var.
Minningarnar þrengja sér áfram, en
þær verða ekki annarra eign en
mín. Þær gleðja, en um leið kemur
treginn vegna þess að allt er þetta
liðið og kemur aldrei aftur.
Þegar systkini Einars voru vaxin
úr grasi fór hann að afla heimilinu
tekna með því að fara á vertíð eins
og sagt var. Fyrst fór hann suður
með sjó, en síðan til Ólafsvíkur.
Kom hann síðan á hverja vertíð alls
um fjörutíu ár. Fannst mörgum þá
fyrst væri vertíðin komin í fullan
gang þegar Einar birtist. Hann tók
tryggð við Ólafsvík og eignaðist hér
fjölda vina og kunningja. Hér hafa
hundruð manna dvalist á vertíð en
mér er óhætt að fullyrða að hann
var vinsælastur þeirra allra og
þekktastur.
Fyrstu vertíðirnar gerði Einar
töluvert af því að keyra skipshafnir
og aðra sem á bíl þurftu að halda
því bílaeign var þá ekki orðin al-
menn. Fór hann oft í túra á rússa-
jeppanum og oft þó færð og veður
væru tvísýn. Einar drakk ekki
áfengi og vegna þess að hann var á
allan hátt heiðarlegur þá var hann
fenginn til að vera húsvörður og
naut sín vel.
Hann sá til þess að allar reglur
væru nokkurn veginn hafðar í heiðri
en var annars sá sem mesta lífið var
í kringum. Það kom fyrir að reynt
var að komast inn í verbúðina á
skjön við reglur. Var haft að gamni
að menn reyndu það ekki oft því
ekki fóru þeir svo glatt framhjá hin-
um stóra og handtakagóða húsverði.
Einar var liðtækur skákmaður og
tefldi hvassan sóknarstíl. Hann var í
Taflfélagi Ólafsvíkur og var í
fremstu röð. Það var oft líf og fjör í
kringum skákborðið.
Þá hafði Einar mikið yndi af
vísnagerð. Hann orti mikið til vinnu-
félaganna, mest í glettni. Var hann
jafnan kátastur væri honum svarað
fullum hálsi. Einar orti lipurt og vel.
Hann lét þó dægurmálin nægja sem
yrkisefni og segja má að vísur þær
sem flugu „áttu við á einum stað og
einu sinni“.
Nú hefði mátt halda að þessi
glaðværi og geðgóði maður ætti það
til að fara í fýlu og vera mishittur.
Það var þó öðru nær. Ég held að ég
hafi ekki kynnst öðrum slíkum. Eitt
af því sem gat orðið okkur að gamni
hin síðari ár var að rifja upp atvik
þar sem tekist hafði að fá hann til að
skipta skapi og brýna raustina.
Það var hreint ekki ónýtt að hafa
Einar við kaffiborðið í frystihúsinu
þegar allir voru þreyttir og syfjaðir.
Þar var líf og fjör og ekki skorti um-
ræðuefnin.
Þá var oftar en ekki rætt um póli-
tík dagsins.
Einar var harður framsóknar-
maður og var illa við íhaldið en þó
voru kratarnir verri. Þeir ásóttu
hann í svefni og vöku og margan
kratadrauminn fengum við að
heyra. Ef maður vildi stríða Einari
þá var ágætt að minna hann á að
hann hefði nú eitt sinn kosið krat-
ana. Það var í hræðslubandalags-
kosningunum 1956. Þá játaði Einar
fúslega að þar hefði honum orðið á.
En nú kemur enn að því hve vel
gerður Einar var. Hann dró nefni-
lega mjög skýra línu milli persónu
manna og skoðana þeirra. Það má
nefna að flestir vinir hans og góð-
kunningjar hér vestra eru íhalds-
menn. Annað dæmi er, að þingmenn
sem voru í yfirreið drukku gjarnan
kaffi með okkur við verkstjóraborð-
ið. Þá var Einar í essinu sínu og fór
með vísur og drauma og spáði út frá
þeim. Þá var enginn vinsælli hjá
honum en Eiður Guðnason þing-
maður kratanna. Eiður var oftast á
ferðinni og marga káta stund áttum
við þá við kaffiborðið. Heilsuðust
þeir og kvöddust jafnan sem góð-
kunningjar.
Já, Einar var skemmtilegur
sagnamaður og hafði mjög gott
skopskyn. Hann átti til að gera
óspart grín að sjálfum sér og hló
hátt og lengi yrði hann fyrir glettum
og hrekkjum kunningja sinna.
Svo döpur og erfið sem staða
ekkjunnar með stóra barnahópinn
var árið 1945 þegar faðir Einars dó
má með sanni segja að vel hafi
greiðst úr með hag fjölskyldunnar.
Þar lögðust allir á eitt, yngri sem
eldri. En fórnir þurfti að færa. Að-
eins allra nauðsynlegasta skóla-
ganga varð að duga Einari og fleiri
systkinum hans þó nógar væru gáf-
ur til þess að menntast frekar. Ein-
ar var hinsvegar sjálfmenntaður og
athugull. Hann hafði gott vit á
skepnum og búskap. Hann lagði svo
til búsins allt það sem hann aflaði
utan þess. Brátt sá á að bændur í
Hlíð væru framsæknir og samhent-
ir. Hlíðarbúið varð með þeim mynd-
arlegustu í héraðinu.
Gott fjárbú var og er í Hallkels-
staðahlíð. Það var mjög á orði haft
að þangað var keyptur verðlauna-
hrúturinn Dvergur frá Innra-Leiti
við verði sem áður var óþekkt á
hrútum. Þetta var mjög til góðs fyr-
ir Hlíðarbúið því Dvergur var mikill
gripur og sterkur til kynbóta. Fjöldi
lambhrúta var seldur undan honum
EINAR
HALLSSON