Morgunblaðið - 13.07.2002, Qupperneq 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 39
HÓPUR ungmenna víðsvegar frá
Bandaríkjunum dvelst nú á Íslandi
og tekur þátt í uppgræðslu- og
skógræktarverkefnum á suðvest-
urhorninu. Heimsóknin er sam-
starfsverkefni samtakanna Gróður
fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF)
og bandarískra samtaka, World
Horizons, með stuðningi Orkuveitu
Reykjavíkur. World Horizons eru
samtök sem vinna að því að gefa
ungmennum frá Bandaríkjunum
kost á að kynnast ólíkum heims-
hornum og vinna um leið ýmis þjóð-
þrifaverk í sjálfboðavinnu, m.a. á
sviði umhverfismála.
Unga fólkið kemur frá Georgíu,
New York, Connecticut, Maryland,
Massachusetts og Kaliforníu. Í vik-
unni heimsótti hópurinn Bessastaði
þar sem forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, tók á móti unga
fólkinu, fræddi það um land og þjóð
og sýndi því forsetabústaðinn.
Myndin hér að ofan var tekin við
það tilefni.
Heimsækja landið og
taka þátt í landgræðslu
Glænýr lax
beint úr fiskborði
10
95
/
T
A
K
T
ÍK
1
2.
7´
02
PRÓFNEFND verðbréfaviðskipta
stendur reglulega fyrir prófum í
verðbréfaviðskiptum í samræmi við
4. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 13/1996
um verðbréfaviðskipti og reglugerð
nr. 506/2000 um próf í verðbréfa-
viðskiptum.
Samkvæmt lögunum skulu starfs-
menn fyrirtækja í verðbréfaþjón-
ustu sem hafa umsjón með daglegri
starfsemi í tengslum við viðskipti
með verðbréf hafa lokið prófi í verð-
bréfaviðskiptum.
Prófin nýtast einnig öllum þeim
sem starfa á fjármagnsmarkaði,
segir í fréttatilkynningu.
Fimmtudaginn 13. júní sl. útskrif-
aði prófnefnd formlega 99 nemend-
ur:
Aðalbjörg E. Halldórsdóttir, Al-
mar Guðmundsson, Anna Helga Ey-
dís Baldursdóttir, Anna María
Ágústsdóttir, Anna Sif Gunnars-
dóttir, Anna Sigurðardóttir, Arnar
Bjarnason, Arnar Guðmundsson,
Arnar Þór Sævarsson, Arnór Heið-
ar Arnórsson, Auður Finnbogadótt-
ir, Axel Blöndal, Ásta Herdís Hall,
Baldur Már Helgason, Baldur Þór
Vilhjálmsson, Baldvin Ottó Guð-
jónsson, Bárður Þór Sveinsson,
Benedikt Árnason, Birna Jenna
Jónsdóttir, Björn Hákonarson,
Bragi Gunnarsson, Bryndís Björk
Kristjánsdóttir, Dagmar Guð-
mundsdóttir, Einar Georgsson, Ei-
ríkur Ragnar Eiríksson, Elín Guð-
ríður Egilson, Friðfinnur Ragnar
Sigurðsson, Friðrik Nikulásson,
Gísli Hauksson, Guðjón Guðmunds-
son, Guðjón Jóhannesson, Guð-
mundur Guðmundsson, Guðmundur
Jóhannes Oddsson, Guðni Rafn Ei-
ríksson, Guðný Magnúsdóttir, Guð-
rún Ásta Magnúsdóttir, Gunnar
Rafn Einarsson, Gunnsteinn R. Óm-
arsson, Halldór Halldórsson, Hall-
dór Hildimundarson, Halldór
Sveinn Kristinsson, Hanna María
Pálmadóttir, Haukur Baldvinsson,
Haukur Oddsson, Helga Gunnars-
dóttir, Helga Thoroddsen, Helgi
Ingólfur Eysteinsson, Helgi Þór
Logason, Hermann Jónasson,
Hulda Saga Sigurðardóttir, Ingi-
björg Birna Ólafsdóttir, Ingvar Vil-
hjálmsson, Íris Fanney Friðriks-
dóttir, Jón Arnar Tracey
Sigurjónsson, Jón Finnbogason, Jón
Guðni Kristjánsson, Jón Þorsteinn
Oddleifsson, Jónas Þórðarson, Jör-
undur Þórðarson, Karl Finnboga-
son, Kolbeinn Þór Bragason, Krist-
inn Rúnar Sigurðsson, Kristín
Hrönn Guðmundsdóttir, Kristín
Hrönn Guðmundsdóttir, Kristján
Gunnar Valdimarsson, Kristján O.
Jóhannesson, Lárus Snorrason
Welding, Leó Hauksson, Marinó
Freyr Sigurjónsson, Ólafur Briem,
Ólafur Jörgen Hansson, Óskar Örn
Ágústsson, Páll Haraldsson, Pétur
Örn Sigurðsson, Ragnheiður M.
Marteinsdóttir, Rúnar Gunnarsson,
Rúnar Magni Jónsson, Sighvatur
Sigfússon, Sigríður Þórunn Torfa-
dóttir, Sigrún Ágústa Bragadóttir,
Sigurjón Gunnarsson, Sigurlaug
Hilmarsdóttir, Sigurrós Lilja Grét-
arsdóttir, Sigurveig Grímsdóttir,
Snorri Jakobsson, Sólveig Lilja Ein-
arsdóttir, Stefán Sigurður Guðjóns-
son, Stefán Sveinbjörnsson, Svana
Huld Linnet, Sveinn Rúnar Sig-
urðsson, Unnur Míla Þorgeirsdóttir,
Valdimar Þorkelsson, Valtýr Guð-
mundsson, Viðar Kárason, Vigdís
Sif Hrafnkelsdóttir, Þorgeir Helgi
Sigurðsson, Þórarinn Óli Ólafsson,
Þórður Jónsson, Örn Gunnarsson.
Hluti útskriftarhópsins ásamt formanni prófnefndar, Jónínu S. Lárusdóttur.
99 ljúka prófi í verð-
bréfaviðskiptum
STJÓRN Þjóðhátíðarsjóðs hefur ný-
verið lokið úthlutun í 25. sinn. Út-
hlutað var 5,3 milljónum króna í 31
verkefni en alls bárust 82 umsóknir
um styrki að fjárhæð rúmlega 50
milljónir króna.
Sjóðurinn hefur það hlutverk að
veita stofnunum og öðrum aðilum
styrki vegna varðveislu og verndar
verðmæta lands og menningar sem
núverandi kynslóð hefur tekið í arf,
eins og segir í frétt frá sjóðnum.
Í tilefni af því að Þjóðhátíðarsjóð-
ur hefur nú úthlutað í 25 skipti var
tekið saman hversu mikið fé hefur
runnið til hinna ýmsu málaflokka.
Eru úthlutanir framreiknaðar til
verðlags um mitt árið.
Mest framlag hafa Þjóðminjasafn
og Friðlýsingarsjóður fengið eða um
90 milljónir hvor aðili, rúm 41 milljón
króna fór í endurbyggingu, húsfrið-
un og fleira, 39 milljónir hafa farið í
margs konar skráningu og viðgerðir,
30 milljónir í náttúruminjavernd, 29
milljónir í ritverk og útgáfur, í söfn
og nýbyggingar 18 milljónir, rúmar
10 milljónir í fornleifarannsóknir og
15 milljónir í ýmislegt.
Í stjórn Þjóðhátíðarsjóðs sitja frá
síðustu áramótum og út árið 2005
þau Sigríður Ragna Sigurðardóttir
kennari, Birgir Ísleifur Gunnarsson
seðlabankastjóri, Jónína Mich-
aelsdóttir rithöfundur, Rannveig
Edda Hálfdánardóttir móttökuritari
og Björn Teitsson magister. Ritari
sjóðstjórnar er Sveinbjörn Hafliða-
son lögfræðingur.
Þjóðhátíðarsjóður
Rúmum
5 milljón-
um úthlut-
að í ár
KRISTINN T.
Haraldsson var
nú nýlega kjör-
inn formaður
Samfylkingar-
félags Hvera-
gerðis.
Kristinn hefur
um árabil verið
þátttakandi í
stjórnmálastarfi jafnaðarmanna og
gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum.
Hann á t.d. sæti í flokksstjórn Sam-
fylkingarinnar og situr í nefndum
Hveragerðisbæjar á vegum flokks-
ins.
Nýr formaður
Samfylking-
arfélags
Hveragerðis
MARKAÐUR verður haldinn í
samkomutjaldinu í Lónkoti í
Skagafirði sunnudaginn 28. júlí.
Hefst markaðurinn kl. 13 og stend-
ur til kl. 18.
Markaðir í Lónkoti eru haldnir
síðustu sunnudagana í júlí og
ágúst.
Markaður í
Skagafirði
MÁNUDAGINN 15. júlí kl. 11 heldur
Sebastiano B. Serpico, prófessor í
fjarskiptafræði við Háskólann í Gen-
úa á Ítalíu, fyrirlestur sem nefnist
,,Sjálfbeind og hlut-leiðbeind greining
á landbreytingum með fjarkönnunar-
myndum“. Fyrirlesturinn er haldinn í
VR-II, Háskóla Íslands, Hjarðarhaga
2–6, stofu 158 og er á vegum IEEE á
Íslandi, rafmagns- og tölvuverkfræði-
skorar Háskóla Íslands og Landmæl-
inga Íslands. Allir eru velkomnir á
meðan húsrúm leyfir.
Greining á
landbreyting-
um með fjar-
könnunar-
myndum