Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 48
GUS gus-flokkurinn rís
upp við dogg á næstunni
með nýja breiðskífu. Nú er
„hópurinn“ orðinn kvartett
og er skipaður þeim Bigga
Veiru, Buckmaster, Presid-
ent Bongo og söngkonunni
Urði Hákonardóttur, sem
kallar sig Earth.
Platan nýja kallast Att-
ention og mun innihalda tíu
lög, m.a. ábreiðu yfir lag
eftir fönkaða Finnann Jimi
Tenor. Hún verður gefin út
í Bandaríkjunum og Kan-
ada á Moonshine-merkinu
og Underwater-merkinu í
Bretlandi í haust.
Nýtt frá
Gus Gus
Gus Gus í sinni
nýjustu mynd.
TENGLAR
......................................
www.gusgus.com
48 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 10. B.i. 14. Vit 393.
Sýnd kl. 2, 3, 4, 5, 6, 7 og 8. Vit 398Sýnd kl. 5.30, 8, 9.30 og 10.30. B.i. 16 ára Vit 400
1/2
Kvikmyndir.is
Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mathew Lillardog,
Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt
sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo.
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Sýn
d á
klu
kku
tím
afr
est
iFRUMSÝNING
Sandra Bullock í
spennumynd sem tekur
þig heljartaki!
Þeir búa til leik sem
hún þarf að leysa..
takmarkið er hinn
fullkomni glæpur.
HETJA MUN RÍSA UPP...
...Á AFTURLAPPIRNAR.
SÍMI 588-0800 KRINGLAN www.sambioin.is
Sýnd kl. 2 og 3.45. Ísl tal. Vit nr. 370.
ATH! AKASÝNING KL. 9.30.
kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
Strik.is
Ástin stingur.
HL Mbl
HL Mbl
Frábær gamanmynd
fyrir bæði kynin.
Hugh Grant hefur
aldrei verið betri.
S
ag
a
u
m
s
tr
ák
1/2
SV Mbl
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
SG DV
Sýnd kl. 2, 4
og 6. Íslenskt tal.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
18 þúsund áhorfendur
1/2
Kvikmyndir.is
www.sambioin.is
Sýnd kl. 6.
DV
Kvikmyndir.is Mbl Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8. B. i. 16.
V
Kvik yndir.is
bl
Kvik yndir.co
Sýnd kl. 2, 4, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
Með hinum frábæra
Frankie Muniz úr
„Malcolm in the Middle“
i
i i
l l i i l
Nú fær Hollywood fyrir ferðina.
Frábær og hressileg gamanmynd fyrir alla.
Sýnd kl. 8 og 10.20. Bi. 14.
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit nr. 370.
Í VIRÐULEGU listasafni við Traf-
algar-torg í Lundúnum verður á
mánudag opnuð sýning þar sem
markmiðið er að votta poppdrottn-
ingum síðustu fjögurra áratuga virð-
ingu. Einungis 20 söngkonur hafa
verið valdar til þess að prýða veggi
National Portrait Gallery og í þeim
hópi er Björk Guðmundsdóttir.
Aðstandendur safnsins segjast
hafa vandað valið mjög enda ætíð
álitamál hverjir eiga heima á öðrum
eins virðingarstalli. Reynt var að
velja dívurnar frá ólíkum tímaskeið-
um, þær sem sagan hefur skorið úr
um að beri af öðrum og hafi haft rík-
ust áhrif á samtíma sinn og þróun
dægurtónlistar. Hann er ekki ama-
legur félagsskapurinn sem Björk er
í því auk hennar munu prýða veggi
gallerísins Sandie Shaw, Siouxie
Sioux, Pj Harvey, Marianne Faith-
full, Debbie Harry, Chrissie Hynde,
Joan Armatrading, Sade, Annie
Lennox, Dusty Springfield og vit-
anlega Madonna, svo einhverjar séu
nefndar.
Allar eru ljósmyndirnar eftir
heimsfræga ljósmyndara á borð við
Van Wilmer, Caroline Coon og Ge-
red Mankovitz og samhliða sýning-
unni mun koma út bókin She Bop II:
The Definitive History of Women in
Rock, Pop and Soul.
Sýningin stendur til 3. nóvember
og er ekki úr vegi fyrir hina fjöl-
mörgu Íslendinga, sem vappa um
götur Lundúna, að skella sér á hana,
þó ekki væri nema til að berja hana
Björk „okkar“ augum.
Björk hefur löngum verið í
uppáhaldi hjá ljósmyndurum
enda ávallt fús til þess að reyna
eitthvað nýtt og öðruvísi.
Ný ljósmyndasýning opnuð í National Portrait Gallery í Lundúnum
Björk meðal
helstu popp-
drottninga
ÞAÐ sem eftir lifir sumars verður
boðið upp á rokktónleika með ís-
lenskum sveitum á Grandrokk ann-
an hvern laugardag. Það eru
Magga Stína ásamt Hringjum og
Úlpa sem ríða á vaðið nú á laugar-
daginn.
Forsvarsmenn tónleikaraðarinn-
ar eru þeir Örlygur Eyþórsson at-
hafnamaður og Freyr Eyjólfsson,
nemi og tónlistarmaður.
„Já, já. Við erum búnir að fá fullt
af hljómsveitum og takmarkið er að
sem flestar og fjölbreyttastar sveit-
ir spili,“ segir Örlygur.
Hann segir að megintilgangur
tónleikaraðarinnar sé bara að hafa
gaman af þessu.
„Svo hef ég líka tekið eftir því, að
sumartúristarnir
spyrja oft um
hvar sé hægt að
nálgast lifandi
tónlist í Reykja-
vík. Við erum því
að anna ákveð-
inni eftirspurn
um leið og við
kynnum íslenska tónlist fyrir hinum
stóra heimi. Einnig sáum við að
best væri að hafa þetta um helgar
þar sem ferðamenn koma oft hing-
að í helgarferðir, auk þess sem þá
er betra færi á að sletta aðeins úr
klaufunum. Að síðustu vil ég nefna
að þetta er ákveðin tilraun til þess
að koma á tónlistarmenningu eins
og tíðkast erlendis. Það er að fólk
geti nálgast lifandi tónlist um helg-
ar og þá eftir miðnætti.“ Örlygur
nefnir að þegar sé búið að bóka
Klink, Stjörnukisa, Vínyl og lista-
menn sem koma fram á hinum vin-
sæla Rímnamíndiski til að spila
næstu helgar. Nánari auglýsingar
verða síðar.
Hljómleikarnir hefjast kl. 00.30
og er aðgangseyrir 500 kr.
Tónleikamenn-
ingin útvíkkuð
Magga Stína og Hringir.
Rokk á Grandrokk
HÚN verður ekki mikið svalari
tónlistin en þetta. Dj Shadow er
meistari í að finna réttan takt og
smala saman yfir hann smellnum
lagabútum sem einhvern veginn áttu
alltaf að enda sam-
an í dilk. Það hefur
hann margsýnt
með vinnu sinni
fyrir aðra á borð við
útgáfustjórann
sinn James Lavelle
hjá Mo’Wax og Depeche Mode. Allra
best hefur þó snilli hans komið í ljós í
hans eigin verkum sem hann var far-
inn að gefa út fyrir áratug eða svo,
fyrst á fágætum snældum (sem nú ku
verðmætari en gull) og síðan á fyrstu
breiðskífu sinni, Entroducing …
Sagt hefur verið í skilgreiningar-
skyni um listamenn á borð við Dj
Shadow að þeir skapi danstónlist
sem höfðar sérstaklega til þeirra
sem, að eigin sögn, kæra sig ekki um
að dansa (aðallega vegna þess að þeir
hvorki kunna það né hafa limaburð-
inn til þess). Ég get persónulega
vottað að The Private Press gerir
það svo sannarlega en ég er ekki
heldur í vafa um að hún innihaldi
kafla sem eru með því dansvænna
sem fyrirfinnst í dag. En þannig er
þessi plata einfaldlega í hnotskurn,
svo margbrotin að hrein unun er á að
hlýða, tala nú ekki um hátt og yfir-
gnæfandi. Ein af plötum árs-
ins. Tónlist
Í svölum
skugga
Dj Shadow
The Private Press
Island
Önnur eiginleg sólóskífa einhvers al-
frjóasta plötusnúðar sem um getur.
Skarphéðinn Guðmundsson
Lykillög: „Blood on the Motorway“,
„Walkie Talkie“, „Mongrel … / …
Meets His Maker“