Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ fyrirtækinu um 10% hinn 15. júlí sl. og bringur um 9%. Á sama tíma hafi kjúklingavængir lækkað um 15%. Verð á öðrum kjúklingavörum, svo sem lærum og leggjum, hafi hins vegar staðið í stað. Jónatan segir hækkunina hafa verið nauðsynlega. „Það var ekki áhugavert fyrir okkur að selja þessa vöru nema hækka hana,“ segir hann. „Við urðum að hækka vöruna til að fá framlegð út úr henni,“ segir hann ennfremur, en framlegð er söluverð mínus kostn- aður. Jónatan bendir á í þessu sam- bandi að ýmsir þættir í aðföngum Reykjagarðs hafi verið að hækka að undanförnu. Hækkun á fóðri vegi þar mjög þungt. „Annar liður sem hefur hækkað er eftirlitsgjald vegna yfirdýralæknis. Það hækkaði í vor úr 2,5 kr. á kílóið í 6,5 kr. á kílóið.“ Sigmundur Ófeigsson, stjórnar- formaður Íslandsfugls, segir að um þessar mundir séu afurðir fyrirtæk- isins að hækka um 4% upp í 8%. „Við höfum verið í erfiðum rekstri flytja inn fyrir Hagkaup, fengu heimild til að flytja inn 28,5 tonn af alifuglakjöti í júní sl. Í Morgunblaðinu í gær auglýstu Hagkaup innfluttar kjúklingabring- ur til sölu. Spurður um það segir Finnur að Hagkaup hafi keypt það kjöt af innflutningsaðila, óháðum Hagkaupum, fyrir fjórum vikum. Það sé kjöt sem hafi verið flutt inn af þeim tollkvóta sem veittur hafi verið á síðasta ári. Finnur segir að um fjögur tonn sé að ræða og gerði ráð fyrir því í gær að það myndi klárast sama dag. Hækkun á kjúklingakjöti Í bréfi sem forsvarsmenn Hag- kaupa sendu landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssyni, í byrjun vikunn- ar segir m.a. að Hagkaupum hafi verið tilkynnt að þrír kjúklinga- framleiðendur muni hækka verð um allt að 10% á næstunni. Jónatan S. Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs, segir aðspurður að heilir kjúklingar; ferskir og frosnir, hafi hækkað hjá ÓLAFUR Friðriksson, deildarstjóri hjá landbúnaðarráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ráðuneytið væri nýbúið að fá bréf Hagkaupa í hendur, þar sem óskað er eftir leyfi til innflutnings á 300 tonnum af kjúklingum, og því gæti ráðuneytið ekki tjáð sig um efni bréfsins. Ólafur bendir hins vegar á í þessu sambandi að landbúnaðar- ráðuneytið hafi í júní sl. úthlutað fimm fyrirtækjum árlegum toll- kvóta vegna innflutnings á alifugla- kjöti, en það þýðir m.ö.o. að fyr- irtækin hafa haft leyfi til að flytja inn samtals 59 tonn af alifuglum frá 1. júlí sl. á lægri gjöldum en ella gilda í tollskrám. Kvótarnir gilda í eitt ár. „Fyrirtækin hafa enn ekki nýtt sér þennan kvóta,“ segir hann. Að auki, segir Ólafur, hefur fyr- irtækjum verið úthlutaður kvóti til að flytja inn samtals tæp 60 tonn af unnu alifuglakjöti, þ.e. kjöti sem bú- ið er að krydda eða sjóða. Samtals sé því búið að veita innflutnings- kvóta fyrir allt að 120 tonnum af fuglakjöti. Enginn innflutningur hafi þó enn átt sér stað. Ólafur bæt- ir því við að þegar hinn árlegi kvóti hafi verið nýttur komi það til álita hvort úthluta eigi viðbótarkvóta. Viðvarandi skortur Finnur Árnason, framkvæmda- stjóri Hagkaupa, segir að skortur á kjúklingakjöti hafi verið viðvarandi frá því sl. haust. Innlendir framleið- endur hafi m.ö.o. ekki annað eft- irspurn. T.d. hafi ekki verið til kjúkliningakjöt í verslunum Hag- kaupa framan af degi í fyrradag. Á þessum forsendum hafi Hagkaup sótt um viðbót á þeim tollkvóta sem úthlutaður var í júní sl. „Við sækj- um um leyfi til innflutnings á 300 tonnum af kjúklingum án aðflutn- ingsgjalda en til vara viljum við greiða meðalgjald, miðað við úthlut- unina í júní sl,“ segir Finnur. Því má bæta við að Aðföng hf., sem og var fyrirtækið rekið með miklu tapi á síðasta ári,“ segir Sigmundur um ástæður hækkunarinnar. Hann bendir einnig á að ýmis aðföng hafi verið að hækka svo sem flutnings- kostnaður og skoðunargjöld. Hann minnir aukinheldur á að skoðunar- gjald dýralækna hafi hækkað um fjórar krónur í síðasta mánuði. Kristinn Gylfi Jónsson, stjórnar- formaður Móakjúklings, tekur á hinn bóginn fram að ekki séu fyr- irhugaðar neinar hækkanir á kjúk- lingum frá Móakjúklingi. Hann minnir hins vegar á að afurðir frá Móakjúklingi hafi að meðaltali hækkað um 5% í byrjun júní en þær hækkanir hafi reynst nauðsynlegar með tilliti til ýmissa kostnaðarliða. „Það var í eina skiptið sem við hækkuðum okkar verð á þessu ári,“ segir hann. „Það stendur ekki til að gera neinar frekari verðbreytingar á afurðum Móa þessa dagana.“ Helga Hólm, framkvæmdastjóri Ísfugls, segir að fyrirtækið hafi ekki boðað neinar hækkanir á sinni verðskrá. „Og það þótt Ísfugl sé í harðri samkeppni við Búnarbanka Íslands, sem er stærsti kjúklinga- framleiðandi á Íslandi í dag,“ segir hún og vísar til þess að Búnaðar- bankinn eigi Reykjagarð. Verð fóðurs hefur áhrif Í fyrrgreindu bréfi forsvars- manna Hagkaupa til landbúnaðar- ráðherra, í byrjun vikunnar, er vik- ið að áhrifum fóðursverðs á kjúklingaframleiðslu. Í bréfinu seg- ir m.a.: „Sérstaklega er mikilvægt að samkeppni ríki á öllum sviðum framleiðslukeðjunnar, jafn í kjúk- lingaframleiðslu sem öðru. Það er athyglisvert að á meðan stöðugleiki í verðlagi ríkir á flestum sviðum þjóðfélagsins virðist hækkunarþörf fyrirtækja sem skipta við innlendar fóðurblöndur mikil, þ.e.a.s. verð- hækkunarþörf kjúklingaframleið- enda og eggjaframleiðenda. Verð- hækkunarþörf vegna fóðurhækkana er svo mikil að sögn framleiðenda, að hún er í hróplegu ósamræmi við aðra þætti í efnahagslífi landsins. Á meðan tilbúið fóður sætir tollaálög- um í innflutningi og gerir ein- stökum framleiðendum ókleift að flytja inn tilbúið fóður, eru sömu efni óblönduð mun minna tolluð. Tollalögum virðast því af óskiljan- legum ástæðum ætlað það hlutverk að vernda þrönga hagsmuni þeirra sem blanda fóður. Nú er svo komið að þessi vernd er að verða íslensk- um neytendum mjög dýr. Auk þess leiðir þetta fyrirkomulag til að- stöðumunar þeirra sem blanda fóð- ur hérlendis og selja framleiðendum og þeirra sem vilja flytja fóðrið beint inn. Slíkur aðstöðumunur get- ur hæglega raskað samkeppnis- stöðu í kjúklingaframleiðslu.“ Reykjagarður og Íslandsfugl hækka verð á afurðum sínum Kjúklingaframleiðendurnir Reykjagarður og Íslandsfugl eru að hækka sínar afurðir um allt að 10% um þessar mundir. Móakjúklingur og Ísfugl segja hins vegar engar hækkanir í bígerð, en Móakjúklingar hækkuðu í júní. Forsvarsmenn Hagkaupa segja að mikill skortur sé á kjúklingakjöti um þessar mundir. Morgunblaðið/Kristinn Hagkaup hafa hafið sölu á innfluttum kjúklingum. HJÓNAVÍGSLA að heiðnum sið fór fram í Reykjavík í gær. Í hjónaband gengu Sigurður Breiðfjörð og Andrea Ævarsdóttir. Það var Jör- mundur Ingi, allsherjargoði Ása- trúarmanna, sem gaf þau saman. Hjónavígslan fór fram heima hjá Sigurði og Andreu en þau búa í Breiðholtinu. Viðstödd vígsluna var aðeins nánasta fjölskylda og vinir brúðhjónanna. Að athöfninni lokinni var skálað eins og gjarnan er gert í brúð- kaupum. Jörmundur Ingi drakk mjöðinn úr hrútshorni en brúð- hjónin drukku úr glösum. Morgunblaðið/Jim Smart Hjónavígsla að heiðnum sið í Breið- holtinu ÞAÐ gerist ekki á hverjum degi á Skagaströnd að fullvaxin álft setjist á gangstéttina við aðalgötu bæjarins. Þetta gerð- ist þó eitt kvöldið nýlega og virtist álftin kunna vel við þá at- hygli sem hún fékk og datt ekki í hug að flýja þegar fólk nálg- aðist hana. Þáði hún brauð úr höndum barnanna og lét sér hvergi bregða þótt bílar ækju framhjá í fimm metra fjarlægð. Álftin, sem er sú sama og var handsömuð á Blönduósi nýlega, hagaði sér undarlega því hún fylgdi bíl ungra hjóna um 20 kílómetra leið. Ungu hjónin voru að koma frá Blönduósi og þegar þau komu í grennd við golfskála þeirra Blönduósinga tóku þau eftir álftapari sem var á sveimi yfir golfvellinum. Allt í einu tók önnur álftin sig til og fylgdi bíl hjónanna staðfast- lega. Flaug hún vinstra megin við bílinn í ca 2-5 metra fjar- lægð mjög lágt eða í svipaðri hæð og gluggarnir á bílnum. „Ég var mest hrædd um að hún yrði fyrir bíl á leiðinni úteftir, hún flaug svo lágt og nálægt okkar bíl,“ sagði Gígja Óskars- dóttir, unga konan í bílnum. „Hún rétt skreið yfir bílana sem við mættum á leiðinni en hélt sig alltaf á sama stað miðað við okkar bíl. Við ókum upp í 90 en hún fylgdi okkur samt eftir.“ Á miðri leið milli Blönduóss og Skagastrandar stoppaði ökumaðurinn bílinn til að at- huga hvað álftin mundi gera. Hún settist strax á næsta tún og vappaði þar. Um leið og bíll- inn fór aftur af stað hóf hún sig til flugs og kom sér fyrir á sín- um stað við hlið bílsins. Aftur stoppaði ökumaðurinn bílinn þegar eftir var kílómetri til Skagastrandar og aftur fór allt á sömu leið og í fyrra skiptið; álftin settist á næsta tún og beið þar róleg þar til bíllinn ók aftur af stað en kom þá aftur og flaug við hlið bílsins. Fylgdi álftin bílnum inn í kauptúnið en settist loks á gangstéttina við aðalgötuna. Þar þáði hún brauð úr höndum barnanna. Morgunblaðið/ÓB Systkinin Jóhann Örn og Laufey Inga kunnu vel að meta þessu heimsókn. Álft elti bíl 20 kíló- metra leið Skagaströnd. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.