Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Elskið mig, fjandinn hafi það! Forvitnilegar bækur Árni Matthíasson ÉG MINNIST þess stundum ervið Neal Pollack vinur min,fremsti rithöfundur Banda- ríkjanna, kannski fremsti rithöf- undur heims, sátum og virtum fyrir okkur miðnætursólina á skútunni minni í miðjum Breiðafirði, speg- ilsléttur sjórinn speglaði spegilmynd sólarinnar. Árni, sagði hann oft, eða réttara sagt Arnie, hann á erfitt með að bera nafnið rétt fram, þú ert án efa fremsti blaðamaður Íslands, ef ekki Vestur-Evrópu, eða í það minnsta norðurhluta Vestur-Evrópu. Greinarflokkur þinn „Kaffið drukkið úr glasi í húsi skáldsins“, sem bylti blaðamennsku á Íslandi, er mér leið- arljós á langri vegferð ... það er að- eins einn maður í heimi sem er gáf- aðri en ég, sagði hann og þreif í handlegginn á mér, og það ert þú. Góði Neal, sagði ég þá og losaði höndina af handleggnum á mér, var- lega en þó af festu til að hann krump- aði ekki skyrtuna, það eru margir mér fremri, sagði ég af meðfæddu lít- illæti en vissi þó að hann hafði rétt fyrir sér ... Sex áratugir, sjö heimsálfur og tíu eiginkonur Neal Pollack er fremsti rithöf- undur Bandaríkjanna og hefur haldið þeim sessi yfir sex ára- tugi, sjö heims- álfur og tíu eig- inkonur. Hann er margverð- launaður, hefur hlotið Pulitzer- verðlaunin, National Book- verðlaunin bandarísku þrívegis, en neitaði að taka við þeim eitt sinn til að mótmæla Víetnamstríðinu, Booker-verðlaunin, PEN/Faulkner-verðlaunin tvívegis, Rigoberta Menchu-verðlaunin fyrir framlag sitt til baráttu frumbyggja Guatemala og Simon Bolivar verð- launin fyrir einstakan skilning á lífi almennings í Suður-Ameríku. Það vakti heimsathygli 1997 þegar Poll- ack fékk Steven Biko-minningar- verðlaunin fyrir þjónustu við íbúa Suður-Afríku og nokkrum mánuðum síðar hin umdeildu P.W. Botha- verðlaun fyrir þjónustu við afganginn af íbúum Suður-Afríku. (Þess má geta að sænska nóbelsverðlauna- nefndin lýsti því yfir að Pollack væri of mikill rithöfundur til að hún gæti lagt við bækur hans sína aumu mæli- stiku.) Þótt Pollack hafi hlotið öll þessi verðlaun, sé höfundur 50 bóka, sem þýddar hafa verið á 212 tungumál og hlotið öll helstu bókmenntaverðlaun heims, hafi notið ásta með hundr- uðum fagurra kvenna og fáeinum þagmælskum auðmönnum, hafi skrif- að fyrir öll helstu tímarit Bandaríkj- anna, nokkur kanadísk og fáein bresk gæðarit, hafi fjallað um bylt- inguna á Kúbu, kynlífsbyltinguna og repúblikanabyltinguna, bjargað lífi vinar síns í Víetnam og aðstoðað og svikið fjóra bandaríska forseta, kom fyrsta yfirlitsrit verka hans ekki út fyrr en á síðasta ári, The Neal Pol- lack Anthology of American Literat- ure. Ástæðan er eflaust sú að Neal Pollack er fleinn í holdi valdhafa vest- an hafs og hreinskilni hans er eitur í beinum þeirra. Getur nærri að bók- inni hafi verið vel tekið og því meðal annars haldið fram að hún sé besta bók sem skrifuð hafi verið að frátöld- um sögunni af Kíkóta og Shipping News eftir E. Annie Proulx. Svartasti hvíti maður Bandaríkjanna Pollack er meðal annars frægur fyrir rannsóknarblaðamennsku sína, má nefna bókina þar á meðal Leon: A Man of the Streets sem varð fræði- manninum Cornel West að tilefni að segja Pollack „svartasta hvíta mann Bandaríkjanna“ og annar virtur blökkumaður, Henry Louis Gates yngri, lét þau orð falla er bókin var endurútgefin fyrir skemmstu að eng- inn gæti skákað Pollack í frásögnum af því hvernig sé að vera af afrísk- amerískum uppruna. Segir sitt að meðal helstu vina Pollacks eru Des- mond Tutu biskup og körfuknatt- leiksmaðurinn Karl Malone. Neal Pollack fæddist í Boston 1. mars 1930 og fimm ára gamall var hann þegar búinn að hasla sér völl sem helsti rithöfundur sinnar kyn- slóðar, en frá þeim tíma er verð- launaritgerðin „Skrifar Faulkner of margar bækur?“. Sjö ára gamall var hann heimildarmaður New York Herald Tribune í borgarastyrjöldinni á Spáni og varð meðal annars góðvin- ur Georges Orwells. Tíu ára gamall var Pollack almennt viðurkenndur fyrir skrif sín um Rússland undir ógnarstjórn Stalíns, fræg er ævisaga Stalíns sem Pollack skrifaði um það leyti, og um tvítugt hafði hann sent frá sér sjö bækur, hver annarri betri, sem hver um sig fékk meiri háttar bókmenntaverðlaun. Of langt mál er að telja upp afrek Pollacks, en þess má geta að í The Neal Pollack Antho- logy of American Literature er hag- anlegt yfirlit yfir æviferil hans, en þar kemur meðal annars fram að árið 1957 lagði hann á ráðin með Vladimir Nabokov um að myrða Boris Paster- nak, var gerður að lífstíðarmeðlimi Bítlanna 1969, sakaði Saul Bellow um að hafa mútað sænsku nóbelsnefnd- inni 1976 (þess má geta að Bellow segir um Pollack að bestu verk sín séu ekki nema bergmál af skrifum Pollacks), átti í ástarsambandi við Margaret Thatcher og gerðist bresk- ur þegn árið 1981, en hafnaði þegn- réttinum til að mótmæla Falklands- eyjastríðinu tveimur árum síðar, en í millitíðinni hafði hann fengið Booker- verðlaunin. Óteljandi ástkonur, en ein ást Pollack hefur farið víða um heim í leit að umfjöllunarefni, komið til allra heimsálfa að minnsta kosti tvisvar og búið í öllum helstu borgum heims. Auk bókanna fimmtíu hefur hann skrifað fyrir Atlantic Monthly tíma- ritið, teiknað skrípamyndir fyrir New Yorker og ritstýrt blaðinu um tíma og svo má lengi telja, en þess má geta að sex fréttatímarit sendu hann til Víetnam að skrifa fyrir sig árið 1968. Kvenhylli Pollacks er við brugðið og ástkonur hans óteljandi. Frægur er fyrirlestur hans við útskrift Sarah Lawrence kvennaskólans vorið 1983 sem bar yfirskriftina „Ég hef sofið hjá 500 konum“, en meðal ást- kvenna hans má nefna Sophiu Loren, Lauren Hutton, Zadie Smith, Simone de Beauvoir, Peggy Lee, Mia Farr- ow, Madonnu, Audrey Hepburn, Grace Kelly, Julie Christie, Lara Flynn Boyle og Brooke Shields svo fáeinar séu nefndar. Rauður þráður í gegnum skrif Neals Pollacks er þó Wally Trum- bull, herbergisfélagi hans í Exeter- skóla. Pollack hefur lýst því hvernig hann horfði hugfanginn á grannvax- inn líkama Wallys baðaðan tungls- ljósi og dreymdi um að þeir myndu dansa sama í eilífri sælu. Þegar hann síðan sofnaði horfði Wally á hann og dreymdi um það sama. „Við kennd- um hvor öðrum að elska, við kennd- um hvor öðrum að vera maður, við gerðum Exeter Villikettina að þref- öldum barnaskólameisturum, tvö- földum tvímenningsmeisturum í blaki og landsmeisturum í skák,“ segir Pollack en Wally lést í hnífab- ardaga á bryggju í Manila á Filipps- eyjum þegar deila kom upp í Pai Gow póker. Það síðasta sem Wally sagði við Pollack, um leið og blæddi á dýra skyrtuna, var: „Þú verður að skrifa, fyrir mig, alltaf“ og upp frá því hefur Neal Pollack ekki hætt að skrifa og segist ekki hætta. Hann hefur lýst því þegar hann hélt hnefaleikakeppni á heimili sínu á Möltu og barðist um það hver væri mesti rithöfundur Bandaríkjanna við John Updike, Jo- an Didion og John Gregory Dunne, Robert Stone, Norman Mailer, Hun- ter S. Thompson, Thomas Pynchon, Russell Banks, Phillip Roth, Gore Vi- dal, Tom Wolfe, Don DeLillo, Joyce Carol Oates, George Plimpton, Susan Sontag, John Irving og Salman Rus- hdie, en sá síðastnefndi var með vegna þess að Pollack langaði til að berja hann. Skemmst er frá því að segja að þegar Pollack var búinn að buffa alla aðra en Mailer var hann að niðurlotum kominn, en áður en Mai- ler náði að nýta sér það birtist Pol- lack mynd Wallys sem fyllti hann því- líkri orku að Mailer varð að játa sig sigraðan og þar með að Neal Pollack væri mesti rithöfundur Bandaríkj- anna, ef ekki heims. Kannski fremsti rithöfundur heims Neal Pollack er mesti rithöfundur Bandaríkj- anna ef ekki heims. Árni Matthíasson rekur sögu þessa misskilda, vanmetna og mynd- arlega snillings. xxxxxxxxxxxxxxxxxxx The Neal Pollack Anthology of American Literature, geisladiskur með upplestri Neals Pollacks við undirleik The Pine Valley Cosmonauts. Bloodshot Records gefur út í mars 2002. 59 mínútur. BANDARÍSKI rithöfundurinn Neal Pollack vakti mikla athygi fyrir fyrstu bók sína, The Neal Pollack Anthology of American Literature, sem sagt er nánar frá á síðunni. Hann hefur verið óhemju duglegur við að kynna bókina og hagað sér eins og sannur poppari, ferðast um þver Bandaríkin og lesið upp úr bók sinni í bókabúðum, á börum og hvar sem honum hefur verið hleypt að. Í framhaldi af því gaf hann síðan út disk samnefndan bók- inni. Það er til að krydda upplestur Pollacks á disknum verulega hve lipurlega er leikið undir. Tónlistin er valin til að undirstrika lygasög- una um Neil Pollack, manninn sem er mesti rithöfundur Bandaríkj- anna, uppfullur með hroka og yfir- drepsskap, en svo einlægur í montinu, svo sannfærður um eigin ágæti að áheyrandinn hrífst með; þannig maður hlýtur að segja satt. Pollack lygasögunnar er kominn á efri ár og tónlistin er álíka, byrj- að á Appalachian-sveitatónlistar- stemmu og síðan hrár fiðlupolki, undir þriðja upplestri textalaus blús sem Bessie „Ma“ Hiney syng- ur með honum og svo má telja, yfir í Kúbudjass, cajun og framúr- stefnu, ævinlega eins og verið sé að spila eldgamlar upptökur undir, hljómur frumstæður og svei mér ef ekki má heyra rispubrak og -bresti. Það kemur meira að segja fram í upplýsingum með disknum að hlutar hans voru teknir upp 1952 og að aðrir hlutar hans séu mun eldri, alls hafi Pollack hljóð- ritað upplestur sinn í sjö áratugi á ótrúlegustu stöðum. Trúi því hver sem vill. Tónlistarmennirnir sem leika undir eru ekki af verri endanum, hljóðfæraleikaraklíkan Pine Valley Cosmonauts undir styrkri stjórn Johns Langfords, meðlims Waco Brothers, en aðrir í sveitinni eru Steve Goulding, Marc Durante og Tom Ray, en söngkonurnar Kelly Hogan og Sally Timms syngja frá- bærlega með. Stjarnan er samt Pollack, því hann les textann af mikilli einlægni og textinn er ótrú- lega geggjaður, bráðfyndinn og meinhæðinn. Sjá til að mynda frá- sögina af Kúbuferð hans þar sem hann hefur samfarir við 65 konur á átta dögum, pistilinn „Ég skeini mig á bók yðar“ („takk DeLillo fyrir að skrifa langa bók, takk Joyce Carol fyrir ársskammt af pappír“), og „I Have Had Sex With 500 Women“, þar sem fram kemur að hægt sé að fá nóg af kynlífi: „Hlýðið á mig íbúar heims- ins, ég vil ekki hafa mök við ykkur lengur, ég vil bara ást ykkar, elsk- ið mig, fjandinn hafi það!“ Forvitnilegar bækur NEAL Pollack er ekki bara Neal Pollack, rithöfundur á fertugsaldri sem skrifað hefur fyrir ýmis tímarit og talsvert á vefum, heldur er hann líka Neal Pollack, fremsti rithöfundur síns tíma ef ekki allra tíma, maður sem hefur bjargað bandarískum bók- menntum tveggja alda, þeirrar síð- ustu og þeirrar sem rétt er hafin. Þannig birtist hann í það minnsta í bókinni sem hér er gerð að umtalsefni og gerir um leið grín að sjálfhverfri blaðamennsku og bókmenntum yfir- leitt. Í bókinni tekur Neal Pollack fyrir höfunda sem margir hefðu talið hafna yf- ir gagnrýni, stjörn- ur bandarískra bók- mennta eins og Gore Vidal og Er- nest Hemingway, og hakkar í sig í leiðinni minni spá- menn sem lesend- ur bandarískra tímarita þekkja einna helst. Pol- lack dregur þessa höfunda sundur og saman í háði, afhjúpar hroka þeirra og tilgerð, smáborgaraskap og snobb, hvort sem það er upp á við eða verið er að snobba fyrir lágstéttum. Í „Albanía æfi minnar“ tekur hann fyrir blaðamenn sem nýta heimsóknir til landa þar sem hungur og stríð geisa og skrifa frásagnir af ástandinu sem snúast að mestu um þá sjálfa. Í „Ég á svarta verkakonu að vin“ er fórnarlambið hvítir miðstéttarhöf- undar sem nýta kunningsskap, yfir- leitt ímyndaðan, við blökkumenn til að sýna hvað þeir séu frjálslyndir og næmir og álíka á við í þætti sem kall- ast „Viðtal við systur mína sem er lesbía“. Hemingway er tekinn fyrir í kaflanum „Mynd af andalúsískum tamningamanni“ og síðan gerir Pol- lack grín að Gore Vidal með frásögn- inni af Wally Turnbull, sem nefnd er hér á síðunni. Bók Pollacks er sprenghlægileg og því hlægilegri sem menn þekkja bet- ur til bandarískrar ritmenningar seinni ára, en hafa má umtalsvert gaman af henni án þeirrar vitneskju, enda er Pollack lipur penni og sérdeil- is háðskur svo ekki sé meira sagt. Bókina er hægt að fá innbundna á vef- setri McSweeneys, sjá: http:// shop.store.yahoo.com/mcswee- neysbooks/index.html, og rennur all- ur ágóði af sölunni til Pollacks, en skammt er síðan Macmillan gaf hana út sem kilju. Hver er Neal Pol- lack? The Neal Pollack Anthology of American Literature eftir Neal Pollack. McSwee- neys Books gefur út. 153 síður innb. Kostar um 1.300 kr. á Netinu, en er einn- ig til sem kilja. Árni Matthíasson TENGLAR ..................................................... www.mcsweeneys.net/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.