Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 25
Á SÍÐUSTU ára-
tugum hafa orðið
miklar breytingar í ís-
lensku þjóðfélagi.
Aukin menntun og
jafnari staða karla og
kvenna utan heimilis
sem innan kallar á
breytingar á rekstri
heimilisins, þar með
talin gæsla barna.
Löng hefð er fyrir
dagvistun barna í
heimahúsum sem er
meðal annars tilkomin
vegna aukinnar vinnu
kvenna utan heimilis.
Til viðbótar við önnur
dagvistarúrræði sveit-
arfélaganna og einkaaðila hefur
þetta verið kærkominn kostur.
Nokkurs misskilnings hefur
gætt varðandi eftirlit heilbrigðis-
eftirlits sveitarfélaga með dag-
gæslu barna í heimahúsum. Á hann
einkum við um hvenær eftirlits-
aðila sé heimilt að fara inn á heimili
fólks. Skýr greinarmunur er gerð-
ur á eftirliti með daggæslu barna í
heimahúsum eftir því hve mörg
börn eru í gæslu samtímis. Á síðari
árum hefur færst í vöxt að tvö dag-
foreldri gæti fleiri barna í sama
húsnæði.
Reglur um daggæslu barna í
heimahúsum
Reglugerð um daggæslu barna í
heimahúsum, sem gefin er út af fé-
lagsmálaráðuneytinu, tekur til
gæslu barna í heimahúsi sem rekin
er í atvinnuskyni. Þar
kemur fram að leyfi til
daggæslu er veitt ein-
um einstaklingi til að
gæta allt að fjögurra
barna samtímis, að
meðtöldum þeim sem
fyrir eru á heimilinu
yngri en sex ára. Eftir
eitt reynsluár má
bæta fimmta barninu
við. Ekki skulu að
jafnaði vera fleiri en
tvö börn á heimilinu
undir eins árs aldri.
Í reglugerðinni er
kveðið á um skyldur
sveitarfélaga og ríkis.
Sveitarfélögum er
skylt að veita foreldrum dagvist-
arbarna ráðgjöf eins og foreldrum
leikskólabarna. Þeim ber einnig
skylda til að sjá um að haldin séu
námskeið fyrir dagforeldri sem er
skilyrði þess að veitt séu leyfi til
daggæslu. Eftirlit með starfsem-
inni hafa félagsmálanefndir og dag-
vistarfulltrúar í umboði nefndanna.
Þeir geta kallað til heilbrigðiseft-
irlit telji þeir þess þörf.
Dagvistun barna er starfs-
leyfis- og eftirlitsskyld
Veita má tveimur einstaklingum
leyfi til að starfrækja dagvistun
6–10 barna í sama húsnæði. Hér
gildir einnig að heimilisbörn undir
sex ára aldri eru meðtalin og að átt
er við gæslu 6–10 barna samtímis.
Verða þá báðir aðilar að hafa full-
gilt leyfi sem dagforeldrar. Þessi
starfsemi er starfsleyfis- og eftir-
litsskyld samkvæmt heilbrigðis-
reglugerð og ber að sækja um leyfi
til viðkomandi heilbrigðisnefndar.
Um þessa starfsemi gilda sömu lög
og reglur og um aðra starfsleyfis-
skylda starfsemi og ber að greiða
af henni gjöld samkvæmt gjaldskrá
viðkomandi heilbrigðiseftirlits.
Engu breytir þótt starfsemin fari
fram á heimili dagforeldra.
Í nútímasamfélagi eru sífellt
gerðar meiri kröfur til hvers konar
þjónustu og rekstrar. Þetta á einn-
ig við um gæslu barna. Til viðbótar
við umönnun barnanna, s.s. nær-
ingu, uppeldislega þætti og þrifn-
að, koma þeir þættir er lúta að ör-
yggi. Á það bæði við um húsnæðið
þar sem barnanna er gætt, leiktæki
og leikföng. Í leiðbeinandi reglum
fyrir dagvist 6–10 barna í heima-
húsum eru tíunduð þau atriði sem
fara ber eftir og gefa kaflaheitin til
kynna við hvað er átt en þau eru:
starfsleyfi, gildissvið, húsnæði,
öryggismál og slysavarnir, leikföng
og leiksvæði, umhverfismál. Regl-
ur þessar er hægt að nálgast á
heimasíðu Hollustuverndar ríkis-
ins, www.hollver.is, og hjá heil-
brigðiseftirliti sveitarfélaga. Sé um
að ræða viðameiri rekstur en hér
er lýst fellur hann undir reglur um
rekstur leikskóla.
Dagvistarfólk og foreldrar barna
í dagvist eru hvattir til að kynna
sér lög og reglur sem gilda um
dagvistarmál og vera vakandi yfir
velferð skjólstæðinga sinna. Fjöldi
dagforeldra sýnir að mikil þörf er
fyrir þessa starfsemi, sérstaklega í
fjölmennustu sveitarfélögunum.
Dagvist barna í heimahúsum er
og verður valkostur margra for-
eldra í náinni framtíð. Því ber að
tryggja að farið sé að settum
reglum og ávallt skal hafa að leið-
arljósi velferð og réttindi barna.
Dagvistun barna
í heimahúsum
Kolbrún
Haraldsdóttir
Dagvistun
Tryggja ber að farið sé
að settum reglum, segir
Kolbrún Haraldsdóttir,
og að velferð og
réttur barna sé
hafður að leiðarljósi.
Höfundur er fagdeildarstjóri hjá
Hollustuvernd ríkisins.
Á FUNDI borgar-
ráðs föstudaginn 12.
júlí sl. var samþykkt
að heimila uppbygg-
ingu 50 íbúða á
Alaskalóðinni við
Skógarsel. Borgar-
ráðsfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins
greiddu atkvæði gegn
þessari tillögu. Í bók-
un sjálfstæðismanna
kom m.a. fram að um-
rætt svæði hafi und-
anfarin 40 ár verið
auðkennt í skipulagi
borgarinnar sem úti-
vistarsvæði, grænt
svæði, gróðrarstöð eða
opið svæði til sérstakra nota og
það verið samþykkt a.m.k. átta
sinnum á undanförnum áratugum.
Sjálfstæðismenn lögðu áherslu á
að svæðið yrði fyrst og fremst nýtt
undir garð- og útivistarsvæði í
þágu íbúa Breiðholts og annarra
Reykvíkinga. 23 þúsund manna
hverfi í Breiðholti er kennt við bæ-
inn.
Áratuga trjárækt eyðilögð
Í ákvörðun R-listans um að
byggja 50 íbúðir á þessari lóð, þ.e.
tvö 2ja hæða raðhús með 18 íbúð-
um og tvö 4ra hæða fjölbýlishús
með 32 íbúðum á syðri hluta lóð-
arinnar, þar sem stunduð var afar
mikilvæg skógrækt í áratugi, felst
virðingarleysi fyrir þessari merku
lóð. Auk þess tekur uppbygging á
lóðinni ekkert mið af nánasta um-
hverfi. Þjóðminjasafn Íslands lagði
til árið 1981 að rústir Breiðholts-
bæjarins yrðu friðaðar en benti
jafnframt á að ekki væri nægj-
anlegt að friða minjarnar sjálfar,
heldur væri mikils virði að nánasta
umhverfi þeirra væri einnig frið-
lýst. Öruggar heimildir eru til um
byggð á jörðinni
Breiðholti frá 1395 til
1955. Hinn 28. júlí
1981 lét þjóðminja-
vörður friðlýsa hið
gamla bæjarstæði
Breiðholts ásamt
kirkjutóft og kirkju-
garði. Þessar minjar
eru gerðar hornreka í
þessu skipulagi.
Með fyrirhugaðri
uppbyggingu á lóð-
inni er verið að eyði-
leggja nánasta um-
hverfi þessa
bæjarstæðis og þann
fjölbreytta trjágróður
sem ræktaður hefur verið þar í
áratugi. Á lóðinni eru tré og runn-
ar, sem varla eiga sinn líka hér-
lendis. Á þetta sérstaklega við
suðurhluta lóðarinnar, þar sem
ætlunin er að byggja tvö 4ra hæða
fjölbýlishús.
Umferðarmálin óleyst
Engin viðhlýtandi grein er gerð
fyrir umferðartengingu lóðarinnar
við Skógarsel gegnt íþróttasvæði
ÍR. Meðalumferðarhraði um
Skógarsel er 70-80 km á klst. og
miðað við 2 bíla á íbúð má reikna
með að 100 bílar þurfi að komast
að og frá Skógarseli á stuttum
tíma. Um 7.000 bílar fara um göt-
una á sólarhring. Foreldrafélög í
hverfinu og forráðamenn ÍR hafa
einnig bent á að við þetta bætist
gangandi umferð sem er um 1.200
ferðir ungra barna hverja skóla-
viku auk allra þeirra barna og full-
orðinna sem fara yfir götuna
vegna íþróttaiðkana hjá ÍR allan
ársins hring.
Hvaða hagsmunir
ráða ferðinni?
Ekkert tillit hefur verið tekið til
mótmæla og athugasemda íbúa í
hverfinu í framhaldi af auglýsingu
tillögunnar. Borgarfulltrúar R-
listans hafa ákveðið að hafa hags-
muni tveggja byggingarfyrirtækja
að meiru en hagsmuni íbúa í
Breiðholti. Byggingarfyrirtækin
keyptu lóðina á 60-70 milljónir
króna og þurfa greinilega að
byggja 50 íbúðir á lóðinni til að
framkvæmd fyrirtækjanna skili
hagnaði. Rétt fyrir kosningar boð-
aði R-listinn aukið hverfalýðræði
og samþykkti stofnun sérstakra
hverfisráða. Ef eitthvað er að
marka þessa nýju stefnumörkun
hlýtur R-listinn að boða til íbúa-
fundar í Breiðholti og skýra fyrir
þeim íbúum, sem mótmæltu þess-
ari uppbyggingu á Alaskalóðinni
og fjölmörgum öðrum íbúum í
Breiðholti, sem láta sér annt um
framtíðarnotkun þessarar lóðar,
hvers vegna alls ekkert tillit sé
tekið til ábendinga og athuga-
semda þeirra. Ef það verður ekki
gert er allt tal um aukið hverfa-
lýðræði hjóm eitt.
Skipulagsslys
í Breiðholti
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Hagsmunir
Borgarfulltrúar R-
listans hafa ákveðið,
segir Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, að hafa
hagsmuni tveggja
byggingarfyrirtækja
að meiru en hagsmuni
íbúa í Breiðholti.
Höfundur er borgarfulltrúi.
VALGERÐUR
Bjarnadóttir, afar sér-
stæð framkvæmda-
stýra Jafnréttisstofu
og formaður leikhús-
ráðs Leikfélags Akur-
eyrar, gerði orðspori
sínu lítið gagn í Morg-
unblaðinu um sl. helgi
með óviðurkvæmileg-
um og niðrandi um-
mælum, eftir að hafa
hlotið þungan áfellis-
dóm síns eigin Jafn-
réttisráðs vegna ráðn-
ingar nýs
leikhússtjóra LA.
Þeim umsækjanda
sem Jafnréttisráð taldi hæfastan
hafði verið hafnað. Þar var þó um
að ræða kynsystur Valgerðar, en
konur í íslensku leikhúslífi hafa til
þessa fráleitt notið sannmælis þeg-
ar leikstjórastöður, leikhússtjóra-
stöður eða önnur trúnaðarstörf
hafa komið til úthlutunar.
Þegar landsbyggðin er annars
vegar er oftlega kvartað yfir
atgervisflótta og að
unga fólkið hafist þar
ekki við. Í þessu tilviki
blasti hins vegar við
andhverfa atgervis-
flóttans. Ung efnis-
manneskja, sem gegnt
hefur hinum margvís-
legustu störfum innan
Leikfélagsins frá unga
aldri, ákveður að
brjótast markvisst til
viðeigandi mennta,
fyrst sunnan heiða og
síðar við erlenda há-
skóla. Með tvær
meistaragráður í
handraðanum aflar
hún sér síðan víðtækr-
ar reynslu sem framkvæmdastjóri,
markaðsstjóri og fjármálastjóri í ís-
lensku leikhúslífi áður en hún flyst
norður til Akureyrar á ný, með það
í huga að finna farveg samansafn-
aðri reynslu sinni og þekkingu á
þeim vinnustað sem hugurinn hafði
staðið til alla ævi.
Eftir að hafa gegnt starfi bæði
leikstjóra og aðstoðarleikstjóra í
einhverjum best heppnuðu upp-
færslum síðari ára á Akureyri losn-
ar umrædd leikhússtjórastaða, en
aðkomumanni með takmarkaða
menntun og reynslu er veitt staðan,
m.a. með þeim rökum að hann hafi
sýnt frumkvæði með því að flytjast
til Akureyrar og meira að segja
fjárfest þar í eigin húsnæði!
Vísasta leiðin til að flæma atgervi
burt af landsbyggðinni er að virða
að vettugi viðleitni og vilja fólks til
að lifa og starfa í sinni heimabyggð
að afloknu löngu framhaldsnámi
eins og hér hefur verið gert.
Sá umsækjandi sem Jafnréttis-
ráð hefur nú dæmt hæfastan leit á
höfnun leikhúsráðsins sem vísbend-
ingu um að viðfangsefni framtíðar-
innar yrði þá að líkindum frekar að
finna annars staðar en á Akureyri
og hefur þannig í raun hrakist burt
úr eigin átthögum.
Eitt er að þurfa að mæta and-
streymi af því tagi sem hér hefur
verið lýst. Fyrir þolanda slíks að
þurfa síðan að sitja undir lítillækk-
andi athugasemdum Valgerðar
Bjarnadóttur á síðum Morgun-
blaðsins er með öllu óskiljanlegt.
Það er dapurlegt til þess að vita að
Valgerður Bjarnadóttir skuli ekki
átta sig á því að í þessu tilfelli hefur
hún staðið að einhverri augljósustu
mismunun á milli kynja sem um
getur á síðari árum.
Með framgöngu Valgerðar og
ummælum hafa því miður vaknað
áleitnar spurningar um hæfi henn-
ar til að gegna embætti formanns
leikhúsráðsins, að ekki sé minnst á
starf forstöðumanns Jafnréttis-
stofu.
Að breyta
jafnrétti í and-
hverfu sína
Jakob Frímann
Magnússon
Höfundur er tónlistarmaður.
Jafnrétti
Með framgöngu Val-
gerðar og ummælum,
segir Jakob Frímann
Magnússon, hafa því
miður vaknað áleitnar
spurningar um hæfi
hennar til að gegna
embætti formanns
leikhúsráðsins.
4 stk. í pakka verð kr. 2.300.
Kanna í stíl kr. 2.995.
5 mismunandi gerðir.
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
DARTINGTON GLÖS
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Stretchbuxur kr. 2.90
Konubux r frá kr. 1.790
ragtir, kjólar,
blús ur og pils.
Ódýr nát fatna
S
U
N
D
F
Ö
T
undirfataverslun
Síðumúla 3-5