Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 44
FÓLK Í FRÉTTUM 44 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓ AÐ körtukappakstur og aðrar hraðakstursíþróttir hafi hingað til helst verið tengdar ungu fífldjörfu fólki er það þó alls ekki algilt. Það sannaði Vilhelm Kristinsson á dög- unum þegar hann ók körtubíl sem vanur maður, 82 ára að aldri. Aksturinn fór fram á GoKart- brautinni í Reykjanesbæ og að sögn Stefáns Guðmundssonar eiganda var Vilhelm mjög áhugasamur um renn- ireiðarnar. „Vilhelm vildi helst ekki fara af svæðinu fyrr en hann var kominn í galla með hjálm og undir stýri,“ sagði Stefán og bætti við að Vilhelm væri enn elsti maðurinn sem ekið hefði á brautinni sinni. Umrædd körtukappakstursbraut er í Reykjanesbæ, um 30 metra frá Reykjanesbrautinni, hjá gatnamót- unum við Njarðvík. Morgunblaðið/Sverrir Ofurhuginn Vilhelm Kristinsson. Körtukappi á níræðisaldri HINIR árlegur Mærudagar voru haldnir á Húsavík á dögunum í átt- unda skipti, góð dagskrá var í boði að þessu sinni og var hún vel sótt þrátt fyrir að veðurguðirnir hefðu mátt vera Húsvíkingum og gestum þeirra hliðhollari að þessu sinni. Búið er að leggja inn umsókn um að veðrið verði betra næst! Allt of langt mál er að telja upp þá fjölbreyttu dagskrá sem í boði var en til að nefna eitthvað þá var m.a boðið upp á myndlistarsýningu, hagyrðingakvöld, hrútasýningu, kynningu á veiðihundum, pönnukökubaksturskeppni, þrí- þraut þar sem keppt var í hlaupi, sundi og hjólreiðum, dorg- veiðikeppni ásamt fjölbreyttri tón- listardagskrá. Margmenni á Mærudögum Boðið var upp á skóburstun á hafnarstéttinni og einn þeirra sem nýttu sér það var fjöllistamaðurinn Sigurður Hallmarsson. Birgir Sævarsson og Þórir Georg Jónsson sáu um verkið. Varðeldur og fjöldasöngur var í suðurfjörunni, þar leiddu sönginn þeir Friðfinnur Hermannsson og Kristján Þór Magnússon. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík. Morgunblaðið. Góðan bata (Get Well Soon) Gamanmynd Bandaríkin 2001. Myndform VHS. (90 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn og handrit Justin McCarthy. Aðalhlutverk Vincent Gallo, Courtney Cox og Tate Donovan. ÞETTA ER góð hugmynd að bíómynd, hvort sem er gaman- mynd eða drama. Segja sögu af ímynduðum spjallþáttastjórnanda. Þessu magnaða sérameríska fyr- irbæri sem eru Johnny Carson, David Letterman og Jay Leno. Velta fyrir sér hvaða mann þessi týpa hefur í alvöru að geyma þegar slökkt er á töku- vélinni og hann hverfur úr kast- ljósinu. Ekki versnar hugmynd- in þegar hinn skáldaði stjórn- andi er nýorðinn stjarna, en var ekki alls fyrir löngu ósköp venjulegur almúgamaður sem dreymdi líkt og annan hvern mann um að verða stjarna. Svo þegar þeirri rómantísku fléttu er bætt inn að hann sé enn ástfanginn af konunni sem hann skildi eftir með sárt ennið er hann hvarf á vit frægðarinnar, og tilkynnir henni það í beinni, þá erum við farnir að tala um hugsanlegan stórsmell. En hversu mörgum góðum hug- myndum sem þessari skyldi vera klúðrað þegar að því kemur að gera eitthvað úr þeim, skrifa hand- rit og búa til eiginlega kvikmynd? Flestum. Hér vantaði t.d. að vinna betur í handriti, gera eitthvað meira úr en góða hugmynd. Svo hefði ádeilubroddurinn mátt vera beittari fyrst hann var fyrir hendi en stærstu mistökin eru þau að hinn annars ágæti Vincent Gallo er og verður aldrei með útlit eða fas þáttastjórans. En hugmyndin var góð. Skarphéðinn Guðmundsson Góð hug- mynd Myndbönd LANDSMÓT Skáta hófst með látum í gær en í þetta sinn er það haldið á Akureyri. Á meðal atriða þar er söngur Skátakórsins en á mótinu verður og seldur nýr hljómdiskur kórsins og nefnist hann Með söng á vörum. Að sögn Ragnars Heiðars Harð- arsonar varð kórinn til er skátakór- arnir úr Reykjavík og Hafnarfirði sameinuðust í einn stóran kór. „Þetta er núna 50 manna kór og á disknum rennum við okkur í gegnum þessi sígildu skátalög sem sungin hafa verið við varðeldanna,“ segir Ragnar. „Hún Aðalheiður Þorsteins- dóttir útsetti lögin fyrir blandaðan kór en kórstjóri er Örn Arnarson.“ Ragnar segir að lokum að sala á disknum hefjist á morgun. Verða það kórfélagar sem sjá að mestu um söl- una en einnig verður hægt að nálgast diskinn á heimasíðunni www.sco- ut.is/skatakorinn. Skátakórinn gefur út hljómdisk „Með söng á vörum“ Morgunblaðið/Jim Smart Hluti kórsins við æfingar í skátaheimilinu Hraunbyrgi, Hafnarfirði. LEIKKONAN Halle Berry er nú sögð vera að íhuga að skilja við eig- inmann sinn, tónlistarmanninn Eric Benet. Benet hef- ur gengist við ítrekuð- um hjúskap- arbrotum og fór í síðasta mánuði í meðferð vegna kyn- lífsfíknar. Berry var áður gift hornabolta- hetjunni David Just- ice en skildi við hann eftir að upp komst um framhjáhald hans. Halle Berry og Eric Benet meðan allt lék í lyndi. Íhugar skilnað Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.