Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 45 Verð frá 1.990.000 kr . Ýmsir The Family Values Tour Elektra/The Label Þriðja Family Values platan er ömurleg. FAMILY Values plöturnar fylgja hinni slæmu þróun harða rokksins í Bandaríkjunum sem höfða á til meg- instraumsins. Korn, Rammstein og Limp Bizkit (áður en þeir seldu sál sína) voru á fyrstu plötunni, nú erum við með Staind (bjakk!), Static X (púff!) og Linkin Park ( hjálp!). Rokkið fer því síminnk- andi og víkur fyrir innihaldslausri froðu sem þessar sveitir ná því miður að selja í tonnatali. Ég verð bara að tappa af hér: Mikið skelfilega er Linkin Park ömurleg hljómsveit, mann skortir næstum orð. Öllum klisjum nýþungarokksins er pakkað inn í söluvænlegan en um leið klígjukenndan pakka. Meðlimir sveit- arinnar ættu svei mér þá að skamm- ast sín. Þá er sorglegasta hljómsveit dagsins í dag, Staind, að flækjast hérna líka. Ég veit ekki hvað hann heldur að hann sé, þessi Aaron Lewis. Gervitilfinningar dauðans, væmni og viðbjóður. Hann dirfist meira að segja að eyðileggja hið ágæta lag Pearl Jam „Black“! Glætan felst í nærveru Stone Temple Pilots, sem að vísu eru komn- ir af léttasta skeiði, og innleggi nýlið- anna í Deadsy sem leika skemmtilega útgáfu af Rush-slagaranum „Tom Sawyer“. Annað er drasl.  Arnar Eggert Thoroddsen Tónlist Glötuð gildi SKRIFSTOFA Karls Bretaprins hefur lýst því yfir að frétt slúð- urdagblaðs um drykkju Harrys, yngri sonar Karls, væri stór- lega ýkt og að prinsinn ungi hefði ekki gert neitt ólöglegt. Dagblaðið News of the World greindi frá því að Harry, sem er 17 ára, hefði drukkið sex flösk- ur af vodkablönduðum drykk í veislu í pólóklúbbi á föstudags- kvöldið. Drykkjan er sögð jafn- gilda því að Harry hefði drukk- ið níu snafsa af vodka. Talsmaður St. James-hallar í London sagði að frétt dagblaðs- ins hefði „verið mjög ýkt.“ „Hann var í einkaveislu og fékk sér nokkra drykki. Hann gerði ekkert rangt. Hann gerði ekkert ólöglegt,“ sagði talsmaðurinn. Karl Bretaprins staðfesti í janúar að hann hefði sent Harry á meðferðarstofnun í Suður-London í einn dag svo hann gæti rætt við fíkla í meðferð og séð hætturnar af eiturlyfjanotkun með eigin augum. Harry, sem var þá 16 ára, viðurkenndi síðasta sum- ar að hann hefði drukkið með vinum á krá auk þess að hafa reykt marijúana. Reuters Þeir bræður Harry (t.v.) og William fagna 50 ára krýningarafmæli ömmu gömlu. Drykkjusögur ýktar Styx (Styx) Spennumynd Bandaríkin 2001. Skífan VHS. (95 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Alex Wright. Aðalhlutverk Peter Weller, Bryan Brown, Angus MacFadeyen. BRÆÐURNIR Nelson og Mike sleppa naumlega lífs frá bankaráni sem fer hörmulega úrskeiðis. Nelson hefur fengið nóg og ákveður að snúa baki við lífi glæpa, opnar kaffihús og reynir að lifa heið- arlegu lífi. Þremur árum seinna er yngri bróðirinn Mike hinsvegar búinn að stofna sér í lífshættu vegna fjár- hættufíknar sinnar og biður bróður sinn um að aðstoða sig við að fremja annað „pottþétt“ rán og Nelson sam- þykkir, treglega þó. Það býr ekki mikill ferskleiki í henni þessari. Ekkert kemur á óvart, hvorki sag- an, kvikmyndagerðin né frammi- staða leikara. Það sem þó heldur myndinni áhugaverðri er traust frammistaða Wellers og Brown sem ættu svei mér þá að geta fengið eitthvað betra að gera en þetta. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Síðasta ránið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.