Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 27 HINN 15. apríl sl. varhaldinn fundur í Ráð-húsinu um húsnæðis-vandræði Menntaskól- ans í Reykjavík og var frá honum greint í Morgunblaðinu tveimur dögum síðar. Skólafélagið, Fram- tíðin og Foreldrafélag MR stóðu fyrir fundinum og þar voru menntamálaráðherra, borgarstjóri og oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Frjálslyndra í komandi kosningum. Steingrímur Ari Arason, fulltrúi foreldra, flutti þar athyglisvert ávarp. Hann sagði, að deilur rík- isvaldsins og Reykjavíkurborgar um framkvæmdir við gömlu fram- haldsskólana í borginni hefðu bitn- að hart á allri uppbyggingu þeirra og skólastarfi og sér hefði runnið til rifja, er hann skoðaði aðstæður í MR. Steingrímur Ari benti á, að í MR „lægju menningarsöguleg verðmæti undir skemmdum“. – Vegna „ágreinings ríkis og borgar um þátttöku í kostnaði“ hefur verið „pattstaða“ í eðlilegri þróun skól- ans, sbr. Mbl. 4. júní sl. bls. 43. Er þetta sæmandi og skyldi slík „staða“ vera algeng með menning- arþjóðum? Í þessari umfjöllun er einkum vikið að vanda MR. Hafa ber í huga, að hér er fjallað um hið smáa í hinu stóra, þ.e. einn skóla, sem er hluti af sögu og menningu þjóðar- innar, en margt er hér eflaust líkt með honum og öðrum mennta- stofnunum, sem hafa átt í vandræð- um. Aðstaða starfsmanna MR hefur löngum verið bágborin. Skal hér fyrst vikið að vinnuaðstöðu til und- irbúnings kennslu og til yfirferðar verkefna frá nemendum. Taka má hér undirritaðan sem dæmi, en hann hefur unnið á fjórða áratug í MR og nemendafjöldinn skiptir nú orðið allmörgum þúsundum. Vinnuaðstaða undirritaðs er prýði- leg, enda á eigin heimili, en tekið skal fram, að hann hefur ekki feng- ið hér eitt opinbert skrifborð til af- nota. Hið sama á við um eigin tölv- ur, en þær eru nauðsynleg hjápartæki við vinnuna og þær hafa einkum verið notaðar í þágu hins opinbera. Menn geta sjálfir metið, hvort þetta séu eðlilegir hættir. Rétt er að nefna, að stjórn- endur MR hafa gert það, sem þeir gátu, til að gera aðstöðuna þar bærilega. Sl. vetur fékk undirrit- aður t.a.m. í fyrsta sinn í skólanum aðgang að nettengdri tölvu. Þetta er að vísu í litlu bráðabirgðaher- bergi, sem við sjö eða átta kenn- arar höfum notað í sameiningu. Rekstur MR hefur löngum verið undir velsæmismörkum. Gamla skólahúsið hefur verið notað mis- kunnarlaust, lengst af frá morgni til kvölds og lítt hugsað í raun um sómasamlega varð- veislu þess. Oft hefur skólanum verið gert að grípa til ófullnægj- andi „bráðabirgðaúr- ræða“, sem síðan hafa verið fest í sessi og verið látin duga ára- tugum saman. – Hér verður nú vikið að að- stæðum þessum til náms og kennslu. Þar skal vísað til heima- síðu MR (mr.is- mennt.is) og til heimasíðu stúdenta frá 1972 (www.mr72.is). Þeir segja frá reynslu sinni í MR og þar er fjallað um mikil þrengsli og tíma, sem fór í ferðir um Þingholtin. Undir þetta skal tekið. Mikill tími minn fór hér áður fyrr í rölt á milli húsa, átta talsins, og þrengsli, loftleysi og rangt hita- stig gerðu oft nám og kennslu miklu erfiðari en vera þyrfti. Það einkennir aðstæður í MR, að fögur loforð og áætlanir hafa haft tilhneigingu til að gufa upp og verða að engu. Er heldur dapurlegt að lesa skýrslur skólans, en af þeim má ráða, að „margt gengur verr en varir“, eins og segir í Hávamálum, þ.e. margt fer verr en menn grun- ar, raunar miklu verr en menn hafa haft hugmyndaflug til að skilja. Hér verður horfið 40 ár aftur í tímann, því að margháttaður vandi MR nú á rætur að rekja til fortíð- arinnar. Þá hafði ríkt ófremdar- ástand í MR vegna þrengsla og að- stöðuleysis. Þáverandi ríkisstjórn gaf með samþykki Alþingis út yf- irlýsingu um, að skólanum skyldi ætlað tiltekið rými og „nauðsynleg- ar byggingar skyldu reistar þegar stað“. Ákveðið var að reisa fyrst „tvær viðbótarbyggingar“, aðra með sérkennslubúnaði, en í hinni yrði „leikfimihús og samkomusal- ur“. Til „bráðabirgða“ var gripið til þess ráðs að leigja húsið Þrúðvang við Laufásveg 7. Fengust þar fimm kennslustofur „flestar að vísu litlar og óhent- ugar“. Framkvæmdir hafi því miður ekki orðið eins skjótar og vonast var til og því sé „óhjákvæmilegt að nota Þrúðvang einnig næsta vetur“, eins og segir í skýrslu MR 1962-1963. Í skýrslu tveimur árum síðar segir, „að ekki hefur í þessum áfanga [Casa nova] verið unnt að byggja nýtt leikfimi- hús við skólann, eins og áætlað var“. En vitnað er til ský- lausra yfirlýsinga stjórnvalda um „að það muni gert jafnskjótt og nýr menntaskóli [MH] hefur verið reistur“. – Skýr voru þau orð. Líklega hefur fáa menn í MR grunað, að seinni byggingin – með nýrri íþróttaaðstöðu og samkomu- sal fyrir MR – yrði aldrei reist. Kannski hefur skýr yfirlýsing stjórnvalda og Alþingis einfaldlega reynst orðin tóm, líkt og dæmi eru um frá seinni tímum, eða kannski hafa einhverjir misvitrir menn lagt hér miður gott til. Hvað sem því líð- ur er víst, að af þessu hafa stafað vandræði í skólanum um áratuga skeið. Menn hefur og vart grunað, þeg- ar talið var óhjákvæmilegt að nota Þrúðvang einnig „næsta vetur“, að hann, jafn óhentugur og hann var, yrði notaður „til bráðabirgða“ í tæp 30 ár! Viðhaldi yrði og mjög áfátt. – Fólki, sem átti þangað erindi, brá oft í brún og það lét í ljós undrun, að svo óhentugt húsnæði væri not- að til kennslu seint á 20. öld. – Þetta er kaldur raunveruleikinn í skólamálum, en spyrja má, hvort sómi hafi verið að þessu. Hér má og nefna þá ótrúlegu ráðstöfun í vandræðum skólans, sem getið er um í skýrslu hans frá 1974-1975, að til bráðabirgða var „gerð ný stofa í anddyri hússins [Casa nova] og var kölluð Q-stofa. Ekki er þessari stofu ætlað langt líf sem kennslustofu“ heldur verði hún síðar notuð sem geymsla, eins og þar segir. Stofan var, eins og bú- ast mátti við í anddyri, að því er varðar loftræstingu, hitastig og næði til náms og kennslu. – Ekki rættust spár um, að stofa þessi væri til bráðabirgða. Kennt var í henni í tæpan aldarfjórðung, síðast haustið 1998. Er það sæmandi að bjóða efnilegu æskufólki að nema í anddyri í tæpan aldarfjórðung? – Um þetta verður fjallað í næstu grein. Morgunblaðið/Ásdís Menntaskólinn í Reykjavík. Um ótrúleg hús- næðisvandræði MR MR Það einkennir að- stæður í MR, segir Ólafur Oddsson, að fögur loforð og áætl- anir hafa haft tilhneig- ingu til að gufa upp og verða að engu. Er held- ur dapurlegt að lesa skýrslur skólans. Höfundur er kennari. Ólafur Oddsson fum enn hver ann- Reyðaráli eim aðila jafnframt ekki gefið áætlanir r um um- vegna ál- m Hydro eisa segir vissulega m Hydro amleiðslu. a um að ydro hafi er sé hún ðslu á áli. ro sé sú ra áliti og i ekki yf- amleiðslu hvort svipuð dóttir að- stoðarskipulagsstjóri segir ýmsar stærðir skipta máli í álrekstri sem skapi þær forsendur sem meng- unarreikningar byggist á. Það sé tæknin, brennisteinsinnihald í skautum og fleira og fleira. „Það er byggt á ákveðnum forsendum í mati á umhverfisáhrifum fyrir Reyðarálsálverið og það verður einfaldlega að skoða það þegar og ef það koma inn upplýsingar um annað álver og þá hvort þarna verði mögulega um verulegar breyttar forsendur að ræða sem geri það að verkum að niðurstöður úr mengunarreikningum og nið- urstöður úr umhverfismati séu í uppnámi. Eða hvort þetta er í öll- um aðalatriðum sama fram- kvæmdin, kannski minni, en sem byggist á sömu forsendum og reikningar lágu fyrir um og mat og upplýsingar.“ Spurð hvort það sé ekki einfald- lega magn og tegund mengunar- efna sem koma muni frá álverk- smiðju sem skipti máli segir Ásdís Hlökk að það sé vitaskuld aðal- málið og eins hver framkvæmdin er en ekki framkvæmdaraðili. Geir A. Gunnlaugsson, stjórn- arformaður Reyðaráls og fram- kvæmdastjóri Hæfis, staðfestir að ekki hafi átt sér stað beinar við- ræður milli Alcoa og Norsk Hydro um möguleg kaup Alcoa á Reyð- aráli. Geir, sem staddur er í Nor- egi, vildi hins vegar ekki segja til um hvort verið væri að ræða sölu á bæði hlut Norsk Hydro og Hæf- is. „Það standa yfir viðræður á milli Hæfis og Norsk Hydro um framtíðina og sú vinna er í gangi núna.“ Spurður hvort umhverfismat vegna álverksmiðju á Reyðarfirði sé ekki bundið þeirri tækni sem Norsk Hydro hugðist nota segir Geir að í umhverfismati sé að vissu leyti tekið mið af tækni en „menn eru fyrst og fremst að horfa á hvað fer út úr verksmiðj- unni af mengandi efnum. Ákveðin tækni gefur ákveðna mengun en einhver önnur tækni getur gefið mjög svipaðar mengunartölur. Það er því alls ekki endilega verið að horfa á hvaða tækni eigi að nota heldur miklu frekar hvaða meng- unarefni fari út í andrúmsloftið og í hvaða magni. Tvenns konar tækni getur því gefið sömu nið- urstöðu þannig að matið er miðað við mengunarefnin sem fara frá verksmiðjunni miklu frekar en tæknina sem slíka. Þar er miðað við ákveðnar forsendur í umhverf- ismatinu og menn vilja auðvitað skoða hvort önnur tækni uppfylli þær forsendur“. Tók sextán mánuði að klára umhverfismat Geir segir að umhverfsmatsferl- ið, ef menn fylgi öllum tímafrest- um, spanni um það bil eitt ár. „Við vorum eitthvað lengur á sínum tíma, væntanlega nær sextán mán- uðum. Það getur auðvitað ýmislegt komið upp á þannig, t.d. þegar beðið er um viðbótarupplýsingar o.s.frv., þannig að þetta ferli tekur frá einu og upp í eitt og hálft ár.“ Aðspurður segir Geir að mark- mið Hæfis hafi í upphafi fyrst og fremst verið þau að stuðla að byggingu álvers á Íslandi og vera þátttakandi í því. Hann segir meg- inmarkmiðið enn vera að stuðla að því að þetta álver rísi. „Þegar Norsk Hydro var í þessu verkefni stóð vilji þeirra og íslenskra stjórnvalda til þess að íslenskir fjárfestar tækju þátt í verkefninu og þess vegna var Hæfi stofnað. Tilgangur Hæfis var að stuðla að og taka þátt í byggingu álvers og ef þessi vinna okkar stuðlar að því að af því geti orðið, hvort sem við verðum beinir þátttakendur eða ekki, höfum við að minnsta kosti náð ákveðnum hluta af markmið- um okkar.“ Margir hafa lagt mikið í undirbúningsvinnu Geir segist ekki hafa það á reiðum höndum hversu mikið fé Reyðarál hafi þegar lagt í und- irbúning. Af allra hálfu sé búið að setja mikið fé í verkefnið, af hálfu stjórnvalda, af hálfu Hæfis, Norsk Hydro og Landsvirkjunar. „Landsvirkjun hefur unnið að þessu mjög lengi og stjórnvöld líka, Norsk Hydro í ein 6–8 ár og Hæfi í á þriðja ár. Það er því búið að leggja verulega fjármuni í þetta verkefni af allra hálfu.“ Inntur eftir því hvort hann verði var við að enn sé fyrir hendi áhugi af hálfu Norsk Hydro að taka þátt í að reisa álver á Reyðarfirði þótt þeir hafi ekki getað staðið við tímasetningar segir Geir að sá áhugi hafi verið ljós, Hydro hafi lýst því yfir að þeir hafi áhuga á verkefninu en að þeir séu ekki í stöðu til að taka ákvarðanir um byggingu álvers þessa mánuðina og þeir hafi ekki viljað gefa upp hvenær þeir yrðu tilbúnir til þess. Þegar hann er spurður um hvort ekki gæti tregðu af hálfu Norsk Hydro til að selja sinn hlut í Reyðaráli svarar Geir: „Það verður bara allt að koma í ljós.“ dro á helmingshlut sínum í Reyðaráli átttak- unum Morgunblaðið/Helgi Garðarsson yðarfirði fyrr á þessu ári. arnorg@mbl.is verði hafi í af ljarða ram- lumál á lsmaður erju fyr- blanda varar á fi fundið ram- yrir- staði, svo g Víet- muni ar. deilt?“ r að ál- ver knúið vatnsorku sé mun um- hverfisvænna en kolaknúið álver annars staðar. Davíð ver framkvæmdina Höfundur vitnar í Davíð Odds- son forsætisráðherra og segir að hann verji framkvæmdina. Davíð segi að Íslendingar hafi tvisvar áður grætt á að laða til sín stór- iðju og verði að halda uppi byggð úti á landi. Þrátt fyrir framkvæmdirnar verði hægt að koma á fót fallegum þjóðgarði, til að koma til móts við umhverf- issinna. Hægt er að nálgast greinina á http://nytimes.com, með því að skrá sig sem lesanda. m Kárahnjúkavirkjun breiðrar málið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.