Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 11 Vorum að fá í sölu þessa stórglæsilegu eign sem er hæð og ris í tvíbýli á þess- um rómaða stað. Eigninni hefur verið vel viðhaldið og er mikið endurnýjuð. 3-4 svefnherbergi. Stór stofa. Fallega gróinn garður. Glæsil. aðkoma að húsinu. Fjöl- margar myndir á heimasíðu Hóls á www. Holl.is. Hafðu samband til að skoða eignina, þessi staldrar stutt við. Verð 17,9 millj. Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is - www.holl.is Laugateigur - Sérhæð Til sölu furu- og eikarbátur, smíðaður 1986, ásamt öllum aflaheimildum. Báturinn er 10 brl., 15 brt. og er með 62 t. af innfjarðarrækjukvóta (Arnarfjarðarrækja). Tilboð óskast! Nánari upplýsingar í síma á skrifstofu Hóls hjá Þorsteini í síma 595 9023 eða gsm 869 0839. Hóll - Skipasala Til sölu glæsilegt nýinnréttað vinsælt kaffihús á besta stað á Laugaveginum. Ört vaxandi velta. Sanngjarnt verð. Allar nánari uppl. á skrifstofu Hóls eða sendu okkur tölvupóst á netfangið holl@holl.is. Kaffihús á besta stað Álfabyggð - Akureyri Vorum að fá í sölu þetta glæsilega tveggja íbúða hús, samt. 218 fm, á tveimur hæðum. Á jarðhæð er góð 2 herbergja íbúð. Á efri hæð er rúmgóð og björt 5 herbergja íbúð. Parket á gólfum. Frábær staðsetning á suður- brekku. Verð 16,7 millj. Akureyri Fasteignasalan Hóll  Hafnarstræti 83  sími 461 2010  gsm 891 8363 Fasteignasalan Hóll Hafnarstræti 83, 600 Akureyri. Sími 461 2010, gsm 891 8363. Vilhelm Jónsson umboðsmaður. IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið Hitaveitu Suðurnesja hf. og Orkuveitu Reykjavíkur frest til 1. september nk. til þess að ákveða hvort fyrirtækin vilja hvort um sig fá rannsóknarleyfi vegna jarðhitans í Brennisteinsfjöllum. Hvorugt fyrir- tækið myndi með því leyfi fá forgang að nýtingu þeirrar orku sem rann- sóknir kunna að leiða í ljós að sé vinn- anleg. Bæði fyrirtækin sóttu um rannsóknarleyfi á svæðinu en það hefur ekki gerst áður né heldur að orkufyrirtæki komi sér saman um nýtingarleyfi á sama svæði, sam- kvæmt upplýsingum iðnaðarráðu- neytisins. Rúm tvö ár eru síðan HS sótti um leyfi til rannsókna á svæðinu og segir Helgi Bjarnason, skrifstofu- stjóri orkusviðs iðnaðarráðuneytisins, að afgreiðsla leyfisins hafi m.a. dreg- ist vegna þess að grunnrannsóknum var ekki lokið að fullu á svæðinu og önnur umsókn um rannsóknarleyfi, frá OR, barst stuttu síðar. Brennisteinsfjöll eru norðaustan Krýsuvíkur, við eða á sýslumörkum Gullbringusýslu og Árnessýslu. Geta sameinast um nýtingu Helgi segir að lögin um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu megi túlka á þann veg að unnt sé að veita fleiri en einum aðila rannsóknarleyfi á sama svæði séu rannsóknirnar sam- rýmanlegar. „Rætt var við orkufyr- irtækin um þennan möguleika í fyrra og þá um hugsanlega útgáfu á sam- eiginlegu rannsóknarleyfi til þeirra, sem væri að mörgu leyti heppilegast. Þá gætu fyrirtækin beðið í samein- ingu um að fá forgang á vinnslu,“ seg- ir Helgi. Fyrirtækjunum hefur að sögn Helga verið gerð grein fyrir þessu bréflega og hefur þeim verið veittur frestur til 1. september til að ákveða hvort þau vilji nýta sér vilyrði um rannsóknarleyfi eða gera athuga- semd við svar ráðuneytisins. Nokkur atriði urðu til þess, að sögn Helga, að útgáfa rannsóknarleyfis á svæðinu dróst en Hitaveita Suður- nesja sótti um leyfi fyrir rúmum tveimur árum og OR nokkrum mán- uðum síðar. „Á jarðhitasvæðum ann- ast ríkið [Orkustofnun] allar grunn- rannsóknir; kortagerð, yfirborðsmælingar og mat á viðkom- andi jarðhitasvæði, áður en orkufyrir- tækjum eru veitt rannsóknarleyfi,“ segir Helgi. „Rannsóknarleyfi til orkufyrirtækja eru yfirleitt ekki veitt fyrr en slíkum rannsóknum er lokið.“ Í öðru lagi kom fljótlega í kjölfar umsóknar Hitaveitu Suðurnesja fram önnur umsókn, frá Orkuveitu Reykja- víkur, sem taka varð tillit til, enda ekkert í lögunum sem kveður á um að sá sem fyrr sækir um eigi frekar rétt á leyfinu. „Þá komu einnig til ákveðin náttúruverndarsjónarmið sem taka þurfti tillit til en ákveðnar óskir frá Náttúruvernd ríkisins um hugsan- lega friðun hluta svæðisins hafa kom- ið fram,“ segir Helgi. Þá segir hann lögin um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nýlega sett og reynsluna af þeim því takmarkaða. Hér hafi komið til álitaefni sem ekki hefur komið upp áður og í slíkum til- fellum þurfi meiri tíma en ella til um- fjöllunar og afgreiðslu. Hann bendir á að enginn eigi sjálfkrafa rétt á að fá rannsóknarleyfi fyrir ákveðnu svæði og ekki sé sjálfgefið að viðkomandi aðili öðlist sjálfkrafa forgang að nýt- ingu þess nema hann sé landeigandi og hafi áður fengið rannsóknarleyfi. Helgi telur jákvætt að tvö öflug fyrirtæki rannsaki sama svæðið með tilliti til orkunýtingar og komi sér saman um nýtingu, eins og gæti orðið raunin með Brennisteinsfjöll. „Við teljum að fyrirtækin eigi eftir föngum að koma snemma að málum svo að ríkið sé ekki að kosta dýrar og hag- nýtar rannsóknir, eðlilegra er að fyrirtækin geri það sjálf.“ Helgi bendir ennfremur á að orku- lög kveði á um að fyrirtækin eigi að endurgreiða ríkinu áfallinn rannsókn- arkostnað þess svo „raunverulega eiga fyrirtækin að bera kostnað sem hlýst af rannsóknum á tilteknu svæði og því er eðlilegra að þau ráði ferðinni þegar fram í sækir í rannsóknarferl- inum“, segir Helgi. Hann segir að gæta verði þó að því að samkeppni ríki milli fyrirtækja á þessu sviði og að í framtíðinni sé ekki sjálfgefið að öllum fyrirtækjum sé skilyrðislaust veitt rannsóknarleyfi sæki þau um slíkt á sama svæði. Helgi segir að mál sambærilegt þessu séu umsóknir bæði Landsvirkj- unar og Hitaveitu Suðurnesja hf. til rannsókna á Torfajökulssvæðinu. „Þar erum við t.d. að skoða hvort hægt er að skipta svæðinu í einstaka hluta og álits hefur verið leitað hjá Orkustofnun í þeim efnum.“ Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er erlendis og mun samkvæmt upplýsingum OR taka málið til umfjöllunar þegar hann kemur heim um næstu mánaðamót. Engar ákvarðanir hafa verið teknar af hálfu OR um málið. Albert Albertsson, aðstoðarfor- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, sagðist ekki vita til þess að neinar formlegar viðræður hefðu átt sér stað milli fyr- irtækjanna og að enn hefði það ekki verið rætt ítarlega innan fyrirtækis- ins.           !"                              Hugsanlegt að fyrirtækin sameinist um nýtingu LAGAÁKVÆÐI sem vernda æru þjóðhöfðingja er að finna í löggjöf fjölmargra ríkja, en í dómi Mannrétt- indadómstóls Evrópu frá 25. júní síð- astliðnum, í máli franska dagblaðsins Le Monde, var komist að þeirri nið- urstöðu að slík sérstök vernd væri ónauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi enda ætti það að duga hverjum þjóð- höfðingja sem þess óskaði að grípa til almennra reglna um ærumeiðingar. Páll Þórhallsson, lögfræðingur á mannréttindaskrifstofu Evrópuráðs- ins, rakti dóminn í Morgunblaðinu á dögunum og taldi ekki ástæðu til að ætla annað en að íslenskir dómstólar myndu ef á reyndi skýra 95. grein ís- lensku hegningarlaganna til sam- ræmis við 10. grein Mannréttinda- sáttmála Evrópu sem fjallar um tjáningarfrelsið. Samkvæmt 95. grein hegningar- laganna getur hver sá sem smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja, fána eða viðurkennt þjóðmerki, fána Samein- uðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs- ins verið látinn sæta sektum eða fangelsi, en ekki hefur reynt á ákvæðið fyrir dómstólum í fjölda ára. Ragnhildur Helgadóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, segist ekki sjá hvernig 95. grein hegningarlag- anna yrði beitt eftir dóm Mannrétt- indadómstólsins í máli Le Monde. Hún segir að dómstólar myndu ef- laust beita greininni í samræmi við meginreglur um tjáningarfrelsi. Íslenska ákvæðið víðtækara Hún telur jafnframt að Mannrétt- indadómstóllinn hafi gengið mjög langt í að segja að þjóðhöfðingjum sé engin vorkunn að styðjast við sömu reglur um ærumeiðingar og aðrir og sérákvæði af þessum toga séu vafa- söm. „Ég held að það skipti töluverðu máli að franska ríkið reyndi að byggja á því að frönsku prentlögun- um hefði verið beitt þröngt og í sam- ræmi við meginreglur um tjáningar- frelsi,“ bendir hún á. Hún segir það mikilvægt atriði að franska ríkið hafi sagt að ákvæðinu hafi verið beint gegn ummælum sem móðguðu þjóð- höfðingja persónulega en ekki um- mælum sem gagnrýndu stefnu stjórnvalda. Með því sé ekki verið að hefta þjóðmálaumræðu heldur sé ákvæðið sett til verndar virðingu þjóðhöfðingjans sjálfs. „Eftir því sem ég fæ ráðið af dómnum virðist franska greinin ein- göngu gilda um þjóðhöfðingja en 95. grein hegningarlaganna er víð- tækari. Samkvæmt henni er ekki eingöngu persóna þjóðhöfðingjans vernduð,“ leggur Ragnhildur áherslu á. Aðspurð hvort hún telji það tíma- bært að breyta 95. grein hegningar- laganna í ljósi þess að það sé hæpið að hún standist 10. grein Mannrétt- indasáttmála Evrópu undirstrikar Ragnhildur að ekki hafi verið dæmt eftir ákvæðinu á síðustu fjörutíu ár- um að minnsta kosti og mjög óljóst sé hvað felist í því. „Það er óljóst hvað felst í orðunum „hver sem opinber- lega smánar“ þannig að ég á erfitt með að ímynda mér til hvaða tilvika greinin tekur og hvernig henni yrði beitt svo samrýmdist sáttmálanum,“ ítrekar hún. Dís Sigurgeirsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, telur að ekki sé ástæða til annars en að ætla að ís- lenskir dómstólar muni skýra 95. grein almennra hegningarlaga til samræmis við 10. grein mannrétt- indasáttmálans enda beri þeim ríkj- um sem eru aðilar að mannréttinda- sáttmálanum skylda til að fara eftir ákvæðum hans. „Þessi dómur verður skoðaður hér í ráðuneytinu og hjá refsiréttarnefnd en hún kemur að öll- um breytingum á hegningarlögun- um,“ bætir hún við. Erfitt að sjá hvernig ákvæðinu yrði beitt Íslenskt ákvæði um æruvernd þjóðhöfðingja í ljósi nýlegs dóms Mannréttindadómstólsins BOLLI Pétur Bollason var á sunnudag vígður prestur við Seljakirkju í Breiðholti. Athöfnin var sérstök að því leyti að faðir Bolla, Bolli Gústavsson vígslu- biskup, vígði son sinn, auk þess sem systir Bolla, séra Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur, og eiginmaður hennar, séra Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laug- arneskirkju, voru vottar við vígsluna. Auk þeirra voru séra Ágúst Einarsson og séra Valgeir Ástráðsson vígsluvottar. Hér má sjá fjölskylduna sem tók svo virkan þátt í vígslunni, f.v.; sr. Bjarni Karlsson, sr. Bolli Gústavsson, sr. Bolli Pétur Bolla- son og sr. Jóna Hrönn Bolladótt- ir. Fjöl- skyldu- vígsla Morgunblaðið/Gunnar G. Vigfússon Tvö fyrirtæki, Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur, sóttu um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.