Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RON Sommer, forstjóri og stjórnar-
formaður Deutsche Telekom til sjö
ára, sagði af sér í gær. DT er skuldum
vafið og mikill þrýstingur hefur verið á
Sommer að segja af sér. Verð á hluta-
bréfum í félaginu náði lágmarki í síð-
ustu viku, fór niður í 8,14 evrur á hlut
en var 100,85 evrur á hlut þegar það
fór hæst í mars 2000. Sommer til-
kynnti afsögnina á blaðamannafundi í
gær, sem hann boðaði til á meðan
stjórn DT sat á sérstökum fundi til að
ræða stöðu félagsins. Á fundinum
sagði Sommer að hann nyti ekki leng-
ur trausts stjórnar DT og því hefði sér
þótt afsögn hið eina rétta í stöðunni.
Afsögn Sommers tekur gildi nú þegar.
Stjórn DT hefur falið hinum 72 ára
gamla stjórnarmanni Helmut Sihler
stjórn fyrirtækisins til 6 mánaða.
Hann er m.a. varastjórnarformaður
lyfjafyrirtækisins Novartis. Gerd Ten-
zer, 58 ára verkfræðingur með 30 ára
starfsreynslu hjá DT, mun stýra við
hlið Sihlers. Tenzer er sá sem hingað
til hefur verið talinn líklegastiarftaki
Sommers á forstjórastóli.
Afskiptasamur Schröder
Þýska ríkið á 43% í DT og telja
margir afskipti þess af málum DT of-
mikil. Meðal annars er því haldið fram
að þrýstingur frá ríkisstjórninni, ekki
síst kanslaranum Gerhard Schröder,
hafi haft veruleg áhrif á þá ákvörðun
Sommers að segja af sér. Sommer
hafði misst pólitískan stuðning, og
raunar stuðning fjárfesta einnig.
Sommer sætti mikilli gagnrýni fyrir
rangar fjárfestingar en undir hans
stjórn eyddi DT rúmlega 8 milljörðum
evra í leyfi fyrir þriðju kynslóð farsíma
og um 33 milljörðum evra í að yfirtaka
bandaríska farsímafyrirtækið Voice-
Stream. Hvorug þessara fjárfestinga
hefur skilað sér. Skuldir DT nema nú
ríflega 67 milljörðum evra eða um
5.700 milljörðum íslenskra króna. Tap
á rekstri DT nam 3,5 milljörðum evra
á síðasta ári og var stór hluti þess rak-
inn til yfirtökunnar á VoiceStream.
Þetta var í fyrsta skipti sem tap varð á
félaginu síðan einkavæðing þess hófst
árið 1996.
Ekki voru þó allir sannfærðir um að
draga bæri Sommer til ábyrgðar fyrir
ófarir DT. Í síðustu viku söfnuðust um
200 starfsmenn saman í Bonn til að
lýsa stuðningi sínum við Sommer og
mótmæla afskiptum ríkisstjórnarinn-
ar af málinu. Sögðust stuðningsmenn-
irnir telja rangt að skella skuldinni á
Sommer, hann hefði vissulega gert
einhver mistök en það réttlætti ekki
afskipti ríkisstjórnarinnar af manna-
ráðningum hjá DT.
Verð á bréfum DT
hækkaði í gær
Verð á hlutabréfum í DT hækkaði í
gær í kjölfar afsagnar Sommers, það
var við lokun markaða í gær komið í
10,93 evrur á hlut og hafði þá hækkað
um 6,12% frá deginum áður. Verð á
bréfum í félaginu er þó enn tæplega 90
prósentustigum lægra en það var í
mars 2000, þegar það náði hámarki.
Vonir standa til að tiltrú fjárfesta á
fyrirtækinu aukist í kjölfar afsagnar
Sommer. DT hefur átt í nokkurri til-
vistarkreppu að undanförnu líkt og
önnur símafyrirtæki í Evrópu. Með
mannabreytingum og nýjum áherslum
vonast stjórn DT til að félagið líti
bjartari daga. Um 3 milljónir Þjóð-
verja eiga hlut í DT og eflaust munu
því margir fylgjast með því hver ár-
angur breytinganna verður.
Forstjóri DT
segir af sér
Skuldir Deutsche Telekom nema nú
ríflega 67 milljörðum evra eða um
5.700 milljörðum íslenskra króna
BBC, Reuters.
Reuters
Forstjóri Deutsche Telekom tilkynnti um afsögn sína á blaðamannafundi í
Bonn í gær. Tap DT nam 3,5 milljörðum evra á síðasta ári. Slæm staða fé-
lagsins er að nokkru leyti rakin til rangra fjárfestinga Sommers.
HAGNAÐUR Fjárfestingarfélags-
ins Straums hf. nam 750 milljónum
króna eftir skatta á fyrstu sex mán-
uðum ársins. Á sama tíma árið 2001
nam tap á rekstri félagsins 880 millj-
ónum, segir í tilkynningu á vef Kaup-
hallar Íslands. Breytingin nemur því
um 1.630 milljónum króna.
Innleystur hagnaður fyrir skatta
nam 1.014 milljónum króna en óinn-
leyst tap 124 milljónum fyrir skatta.
Heildarhagnaður fyrir skatta nam
því 891 milljón króna á fyrstu 6 mán-
uðum ársins, eða 11,2% af meðal-
stöðu eigin fjár. Eigið fé félagsins
nam 8.540 milljónum króna og jókst
um ríflega 16% frá ársbyrjun. Heild-
areignir voru 9.150 milljónir króna
við lok tímabilsins en voru 11.746
milljónir króna við upphaf þess.
Eignir í skráðum innlendum hluta-
bréfum eru stærstur hluti eigna, um
76% eða 6.961 milljón króna.
Fjárfestingarfélagið Straumur hf.
varð til upp úr Hlutabréfasjóðnum
og Vaxtarsjóðnum, sem áður voru í
vörslu Íslandsbanka. Hluthafar í fé-
laginu voru 7.133 hinn 30. júní sl. en í
ársbyrjun voru þeir 7.571.
750 millj-
óna króna
hagnaður
Fjárfestingarfélagið
Straumur hf.
Hópferðamiðstöðin
og Vestfjarðaleið
sameinast
● HÓPFERÐAMIÐSTÖÐIN og Vest-
fjarðaleið, hópferðabílar og ferða-
skrifstofa, tvö af rótgrónustu fyr-
irtækjum landsins í ferðaþjónustu
og fólksflutningum hafa sameinað
krafta sína. Sameiningin tekur gildi
frá og með 15. júlí.
„Með auknum bílakosti, reynslu
og þekkingu á öllum sviðum ferða-
þjónustu gefst kostur á enn betri
þjónustu og hagræðingu sem kem-
ur öllum til góða. Starfsemin mun
öll verða á einum stað í nýju hús-
næði Hópferðamiðstöðvarinnar á
Hesthálsi 10 í Reykjavík, en þang-
að mun Vestfjarðaleið flytja að lokn-
um sumarönnum ásamt starfsfólki.
Ferðaskrifstofan Vestfjarðaleið mun
starfa áfram undir sama nafni og
áður. Símar, fax, póstfang og aðrar
samskiptaleiðir verða þær sömu
hjá báðum aðilum,“ segir í frétt um
sameininguna.
REKSTRARTEKJUR
TölvuMynda hf. jukust
um 63% á síðasta ári frá
árinu á undan. Námu
tekjurnar 1.635 milljón-
um króna árið 2001 en
voru 1.005 milljónir árið
2000.
Rekstrartap Tölvu-
Myndasamstæðunnar fyrir árið 2001
var fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir
(EBITDA) 19 milljónir króna. Heild-
artap ársins var 292 milljónir króna. Í
fréttatilkynningu segir að sú ákvörð-
un að afskrifa alla viðskiptavild og
eignfærðan þróunarkostnað Tölvu-
Mynda sé stærsta einstaka skýringin
á heildartapi ársins.
Hreint veltufé til rekstrar nam 100
milljónum króna hjá samstæðunni ár-
ið 2001 samanborið við 124 milljónir
króna árið 2000. Fjárfest var fyrir 362
milljónir króna á árinu 2001. Eigið fé í
árslok var 445 milljónir króna en
hlutafé var aukið um 180 milljónir
króna á árinu. Eiginfjárhlutfall sam-
stæðunnar var 38% í árslok
2001 en var 61% árið 2000.
Þekkingarverðmæti
metin til fjár
Árið 2001 einkenndist af
miklum skipulagsbreyting-
um sem hófust síðla árs
2000 þegar deildum Tölvu-
Mynda var breytt í sjálfstæð hluta-
félög í þeim tilgangi að skerpa
áherslur í rekstri og leggja grunn að
frekari vexti félaganna, segir í frétta-
tilkynningu. Meðal hlutdeildarfélaga
TölvuMynda eru Skyggnir hf., Tölvu-
smiðjan ehf., Hópvinnukerfi ehf. og
Stikla ehf.
Í ársskýrslu TölvuMynda fyrir árið
2001 var í fyrsta sinn gerð tilraun til
að meta á skipulagðan hátt þekking-
arverðmæti félagsins. Ákveðið var að
flokka þekkingarverðmæti í tvo meg-
inflokka, mannauð og hugbúnað.
Þekkingarreikningsskil munu fram-
vegis verða fastur liður í ársskýrslum
félagsins.
TölvuMyndir auka
veltu um 63% 2001
● FÉLAG strandveiðimanna við Norð-
ur-Atlantshafið, ASFNA, sem í eru að-
ilar frá Nýfundnalandi, Grænlandi,
Færeyjum, Íslandi og Noregi, kom
saman á fundi í Lofoten í Noregi í vik-
unni og ræddi um stöðu og framtíð
veiða í Norður-Atlantshafi.
Í yfirlýsingu sem send var út að ráð-
stefnu lokinni er skorað á stjórnvöld
að veita samfélögum við sjávarsíðuna
sem háð eru fiskveiðum sérstaka at-
hygli og gefa þekkingu fólks sem býr
og starfar við hafið meiri gaum þegar
kemur að þróun fiskveiðistjórn-
unarkerfa eða kvótasetningar í sjávar-
útvegi. „Við skorum á stjórnvöld að
heyra kröfu okkar um nauðsyn sjálf-
bærs fiskveiðistjórnunarkerfis. Við vit-
um af reynslu hvað getur gerst við of-
veiði og við viljum ekki sjá slíkt henda
í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingunni.
Arthur Bogason, formaður Lands-
sambands smábátaeiganeda, sem á
aðild að ráðinu fyrir Íslands hönd, var
á fundinum. Hann segir að ráð-
stefnan hafi tekist vel. „Menn eru að
stilla saman strengi. Þetta er ungt fé-
lag og þetta var fyrsti alvöru fundur
þess. Menn eru staðráðnir í að vinna
að viðhaldi og uppgangi hefðbund-
inna strandveiða og fundarmenn voru
einhuga um að það þurfi að vera jafn-
vægi milli manns og náttúru.“
Arthur sagði að fiskveiðistjórn-
unarkerfi landanna hefðu eðlilega ver-
ið mikið í umræðunni og menn hefðu
skipst á upplýsingum og margt fróð-
legt hefði komið fram í þeim um-
ræðum.
Vilja koma í veg
fyrir ofveiði
SÍMINN mun nú fara í öfluga upp-
byggingu á ADSL-þjónustu, háhraða
sítengingu við Netið, á landsbyggð-
inni. „Frá því að Síminn hóf að bjóða
landsmönnum ADSL í desember
1999 hefur Síminn byggt upp þjón-
ustuna markvisst á helstu þéttbýlis-
kjörnum landsins. Nú er svo komið að
þjónustan stendur 86% þjóðarinnar
til boða,“ segir meðal annars í frétt
frá Símanum um þessa uppbyggingu.
Á næstu 6 mánuðum verður ADSL
sett upp á öllum þéttbýlisstöðum með
1000 íbúa eða fleiri og munu þeir stað-
ir sem hafa þegar náð 50 áskrifendum
vera í forgangi við uppbyggingu.
Fyrri hluta ársins 2003 mun þjónust-
an verða byggð upp á þéttbýlisstöð-
um með 500 íbúa eða fleiri og munu
þeir staðir sem hafa þegar náð 50
áskrifendum vera í forgangi.
Hafist verður handa við að koma
Bolvíkingum í ADSL-samband í þess-
um mánuði og í kjölfarið, eða í sept-
ember og október, verður ráðist í
uppbyggingu þjónustunnar á Hellu,
Ólafsfirði, Sandgerði, Dalvík, Reyðar-
firði og Garði.
Nú eru rétt um 13.000 ADSL-teng-
ingar hjá Símanum og hefur mest
aukning verið síðastliðið ár. Íslensk
heimili eru í auknum mæli farin að
tengjast internetinu í gegnum ADSL.
Í janúar 2001 voru 2.100 ADSL-not-
endur skráðir hjá Símanum og hefur
fjöldi þeirra því rúmlega sexfaldast
síðan þá.
Í samanburði við önnur lönd er
fjöldi ADSL-viðskiptavina miðað við
höfðatölu þriðji mestur hér á landi,
aðeins Suður-Kórea og Kanada eru
með meiri útbreiðslu þjónustunnar.
ADSL er nú vinsælasta sítengingin í
heiminum og í mars sl. voru rétt um
24 milljónir viðskiptavina tengdar
ADSL. Kapalmótöld, Net um Breið-
band, er næstvinsælasta tengingin í
heiminum með rétt um 16 milljón við-
skiptavina. Ef með eru taldar aðrar
sítengingar, sérstaklega kapalmót-
öld, þá er Ísland í 9. sæti í heiminum
um fjölda sítenginga.
Síminn byggir upp ADSL-
þjónustu sína á landsbyggðinni
♦ ♦ ♦
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111