Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 33 Elsku, elsku hjartans Kristín, besta systir mín! Í dag, 17. júlí, hefðir þú orðið 45 ára. Ég get ekki hringt í þig eða ver- ið með þér svo ég verð að skrifa þér til að geta óskað þér til hamingju með daginn, elsku systir. Jú, þannig er það að mér finnst svo erfitt að hafa þig ekki lengur hér hjá mér. Þú varst ekki bara systir mín heldur vorum við líka bestu vinkon- ur. Við gátum sagt hvor annarri allar okkar innstu þrár og öll okkar leyndarmál. Ef eitthvað bjátaði á þá höfðum við alltaf samband til að fá ráðlegg- ingar hvor hjá annarri, hvort sem það var um uppeldi, vini, fjölskyld- una eða annað. Við deildum bæði gleði og sorgum saman og áttum KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR ✝ Kristín Bene-diktsdóttir fædd- ist í Keflavík 17. júlí 1957. Hún lést á sjúkrahúsi í Halm- stad í Svíþjóð 14. mars síðastliðinn. Útför Kristínar var gerð frá St. Nikolai- kirkjunni 26. mars og var hún jarðsett í Halmstad. Minning- arathöfn um Krist- ínu fór fram í Dóm- kirkjunni í Reykjavík 9. apríl. alltaf ráð hvor fyrir aðra. Þótt það væri haf á milli okkar höfðum við meira samband en við marga vini sem búa jafnvel í næsta húsi. Á þessum tæknitímum er hægt að hringja fyrir- hafnarlaust. Já, það er svo sárt, að þrátt fyrir alla þessa tækni og þekk- ingu þá standa vísinda- menn ennþá oft ráð- þrota, og svo var með þinn sjúkdóm. Það var bara einn lítill fæðing- arblettur og hann var ekki ljótari en svo að læknirinn sagði þér að koma aftur um haustið, en þú hafðir farið um vorið og látið athuga þetta. Það voru ýmsar meðferðir reyndar en ekkert vann á þínu meini. Alltaf varstu svo jákvæð, þú ætlaðir að sigra í þessari orrustu og reyndir allt sem þér var ráðlagt því þú áttir svo margt ógert í lífinu. Sjá börnin þín eldast og verða amma, við ætl- uðum að ferðast út um allan heim, verða gamlar saman og margt margt fleira. Þú varst ein af þessum einstöku manneskjum sem maður tók eftir. Þú hafðir sterka útgeislun, svo fal- legt bros og gast hrifið alla með þér. Þú varst líka svo fjölhæf, mér fannst þú geta næstum allt, syngja, dansa, mála, sminka, sauma, leika, kenna og miklu, miklu meira. Ég man á spítalanum þegar þú, ég og Beta vorum þrjár og sögðum að ef allir í heiminum væru eins og við, þá væri ekki til stríð eða illska í veröldinni. Ekki vantaði sjálfsálitið hjá okkur, en þannig var bara að vera í kringum þig. Maður varð betri manneskja og leið svo vel. Mér finnst samt ennþá að sá sem hefur æðsta valdið, almættið, hafi verð ósangjarn, að taka þig frá okk- ur svona snemma. Það er nóg af misgóðu fólki allt í kringum okkur. Stundum skilur maður ekki hvað sanngirni er og hvað okkur er ætlað að læra af þeirri reynslu sem á okk- ur er lögð. Svo sitjum við eftir með ótal spurningar og mörg ef. En það eru tveir gimsteinar sem þú gafst okkur til minningar um þig, þau Liv og Hugo, yndislegir og góð- ir krakkar sem ég er svo glöð að fá að hafa í mínu lífi og geta miðlað til þeirra okkar minningum. Elsku systir, ég veit að núna ert þú komin á betri stað og pabbi hefur örugglega tekið á móti þér, faðmað þig og huggað. Ég veit líka að núna getur þú sungið og dansað, og fæt- urnir eru ekki lengur lamaðir. Ég er líka alveg viss um að það er mikil sól, gleði og hamingja þar sem þú ert núna, því þannig varst þú bara. Ég hugsa nú að þú lítir stundum hérna til okkar sem erum í þessum heimi til að sjá hvernig okkur geng- ur. Ég sakna þín, elsku systir mín, og er að læra lifa án þín. Þú ert alltaf í hjarta mínu ásamt pabba og þegar söknuðurinn er vestur þá skoða ég hjartað mitt því þar eru minningarnar geymdar. Ég elska þig, kæra systir. Megi ljós þitt ávallt loga. Inga Sigrún. Þann 14. júní síðastliðinn hélt ég til Vesturheims líkt og svo ótal- margir Íslendingar hafa gert í nærri eina og hálfa öld. Erindi mitt vest- anhafs var að fara fyrir hópi manna í þeim tilgangi að skoða ýmsa land- námsstaði íslenskra vesturfara á 19. öld. Það var sérstakt að koma í Shaw- ano County í Wisconsin og standa á landnámsjörð Stephans G. og koma í kirkju þess safnaðar sem séra Páll Þorláksson þjónaði um hríð í sömu sýslu. Og þegar við stóðum í húsi Hjartar „Chester“ Thordarson eða yfir gröf Káins eða virtum fyrir okk- ur Sandy Bar og saga vesturfaranna varð okkur svo ljóslifandi þá fannst ÓLÖF HÚNFJÖRÐ ✝ Ólöf Húnfjörðfæddist í Reykja- vík 13. september ár- ið 1928. Hún andað- ist 27. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Vilhjálmur og Sig- ríður Húnfjörð. Systur Ólafar eru Ásbjörg og Emelía. Eftirlifandi eigin- maður Ólafar er Sig- urður Óskarsson. Ólöf eignaðist þrjá syni, Jón Ólaf, Svein og Geir. Ólöf var jarðsett í kyrrþey föstudaginn 5. júlí. okkur, vesturförum 21. aldar, við eiga fátt sameiginlegt með þess- um landnámsmönnum. Reyndar er uppruninn sami og ættlandið, en okkar örlög voru önn- ur, við snerum heim til Íslands fullviss um að þar biðu okkar allir vinir og vandamenn. Einn hafði ég þó kvatt í hinsta sinn. Ég kom til Íslands föstudaginn 5. júlí, sama dag og Ólöf Hún- fjörð var jarðsett en meðan á vesturförinni stóð varð mér oft hugsað til hennar vegna þess að ég vissi hversu veik hún var. Ólöf var móðir æskuvinar míns, Jóns Ólafs, en með okkur tókst hin besta vinátta í Mosfellssveit árið 1964. Við höfum oft rifjað upp okkar fyrstu kynni og þykir báðum jafn undar- legt hversu sterkum vináttuböndum við bundumst strax frá upphafi. Þau hafa aldrei rofnað. Við vorum tán- ingar og sóttum í lífið í Reykjavík um helgar en um eina slíka gisti ég heimili Ólafar á Framnesveginum. Hún tók mér afskaplega vel þá og reyndar allar götur síðan. Núna hugsa ég að hún hafi alltaf vitað hversu miklir vinir við Jón urðum og hafði hún sama áhuga á að sú vin- átta héldist og við. Hún tók þátt í sigrum okkar jafnt sem ósigrum, skildi skapbresti okkar, gleði og sorgir. Ólöf var vel lesin og lét sig menningu og listir miklu varða. Hún hafði sínar skoðanir án þess að neyða þeim upp á nokkurn mann. Miklu heldur þótti henni gaman að ræða ólík viðhorf í bróðerni og af skynsemi. Ég var að ljúka námi um 1970 þegar ég umgekkst Ólöfu hvað mest. Ég var þá nánast daglegur gestur í kjallaranum á Njálsgötu hjá Jóni og þar sat hún oft og heyrði okkur glíma við að leysa lífsgátuna án þess nokkurn tíma að blanda sér í þær umræður óbeðin. Miklu heldur varpaði hún að okkur hugmyndum lífsreyndrar konu sem hún taldi geta komið okkur vel. Sitt mótlæti bar hún jafnan ein. Það var ekki hennar háttur að bera tilfinningar sínar á torg fyrir aðra. Enginn held ég hafi samt skilið þær betur en Jón. Í gegnum árin kynntist ég inni- legum tryggðar- og vináttuböndum móður og sonar, hún var honum stoð og stytta þegar á reyndi og á sama hátt reyndist hann henni í blíðu og stríðu. Mér þótti alltaf vænt um hversu mjög hann lét sér annt um móður sína. Hann hafði samt aldrei um það mörg orð enda þurfti þess ekki, það var svo augljóst. Eins fann ég ætíð fyrir móðurástinni, stoltinu af syninum, frumburðinum. Elsku vinur minn, ég veit að miss- ir þinn er mikill. Móðir þín var þér svo ómetanleg kjölfesta, klettur sem aldrei haggaðist sama hversu mikið gaf á. Hún gaf þér gott veganesti sem dugar þér til æviloka. Öðrum aðstandendum Ólafar votta ég inni- lega samúð. Jónas Þór. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skóla- göngu og störf og loks hvaðan út- för hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Veiga var langamma mín, þó ég hafi alltaf kallað hana bara ömmu. Amma hafði alltaf stjórn á öllu. Ég man eftir henni þegar hún bjó uppi í Gröf, hún sat alltaf í eldhússtólnum og lagði kapal eða spilaði rússa. Enginn slapp frá ömmu nema að spila rússa. Amma átti líka alltaf brjóstsykurs dollu sem hún bauð GUÐVEIG JÓNSDÓTTIR ✝ Guðveig Jóns-dóttir fæddist á Smiðjuvöllum á Akranesi 17. mars 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 4. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, f. 29. ágúst 1880, d. 29. apríl 1969, og Guðný Guðjónsdóttir, f. 10. apríl 1887, d. 20. október 1982. Eig- inmaður Guðveigar var Eiríkur Tómas- son Jónsson, f. 26. febrúar 1909, d. 18. október 2001. Saman áttu þau þrjú börn, þau Agnesi, f. 23. mars 1932, Jón Jóns, f. 24. jan- úar 1934, og Sigrúnu Vilhelm- ínu, f. 2. júlí 1944. Uppeldisdótt- ir þeirra er Kolbrún Ríkey, f. 26. mars 1953. Útför Guðveigar fór fram frá Akraneskirkju 12. júlí. okkur úr, við fengum alltaf tvo mola. Húsið í Gröf er mér mjög minnisstætt, sérstak- lega út af öllu brakinu í gólfinu. Á hverjum jólum síðan ég man eftir mér höfðum við komið með konfekt- kassa til hennar á dval- arheimilið, okkur var alltaf boðið með. Þegar við komum í heimsókn vorum við pabbi eins og englar í hennar augum. Við vorum allt- af svo myndarlegir og pabbi var alltaf svo unglegur, það sagði hún þegar við heimsóttum hana. Ég hefði viljað fá fleiri tæki- færi til að þakka henni fyrir allar af- mælis- og jólagjafirnar, þakka henni að hafa verið lifandi þegar ég fermdist og þakka henni fyrir ferm- ingargjöfina. Ekki má gleyma nafn- inu mínu Elis Veigar, fornafn mitt er nafn tengdasonar hennar sem dó sama ár og ég fæddist, og miðnafn mitt er nafn hennar ömmu, Guð- veigar Jónsdóttur og er það mitt stolt að bera þau nöfn. Meðan kistulagningin var hugsaði ég þessi orð og velti þeim fram og aftur: „Meðan tárin niður um vang- ann streyma, mun ég þér aldrei gleyma.“ Elis Veigar Ingibergsson.                                ! "#  $"  "  "   % &%  $     '   &       #  (     $($    !"#$%&!"$          &!" ''$  ( ) *  "     "  "      ) * +,) - &."/ 01 ! %            #   +,  2  ) 0 ) 3$  04 5 ' +$$ ) 3$  ) 30'#  + #4 $  + $) 35 ' 00') 0 1 6'. ( ) *                 7       8 ' $9 01 ! %      #   $    "    +,     %2(    %$  !" 4.  # &!" %$  & 2 % % 4.!    :!  $   ;6'$) % !  $  %<# $  <)  3( ) * "     "  "    "  *5= - ;14 0  0 !  3 0   ;<    -  $   - "   -      &   . / "# " " " -        01 +211 &"0$ "   "    "( Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.