Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 41 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Ný vefsíða: www.i-t.is w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 16 30% afsláttur OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, lokað á laugardögum í júlí DÚNDUR sumartilboð - eldhús- og baðinnréttingar úr furu Sturtuklefi Heill frístandandi sturtuklefi úr öryggisgleri. Segullæsing, sturtusett, blöndunartæki, botn og vatnslás fylgja. Tilboðsverð 59.900,- UNGVERSKI stórmeistarinn Peter Leko kom nokkuð á óvart með öruggum sigri sínum á Spánverjanum Alexei Shirov í undanúrslitum áskorendamóts- ins í Dortmund. Leko hefur þar með tryggt sér sæti í úrslita- keppninni. Þá stendur Rússinn Evgeny Bareev vel að vígi í einvíg- inu gegn Búlgaranum Veselin Topalov. Mjög skemmtilegt hefur verið að fylgjast með mótinu, skákirnar hafa verið spennandi, baráttan hörð og úrslit oft óvænt. Hinum 22 ára gamla Leko dugðu þrjár skákir til að gera út um einvígið við Shi- rov. Hann sigraði í fyrstu og þriðju skákinni, en jafntefli varð í annarri umferð. Lokaúrslitin urðu því 2½-½ Leko í vil. Athyglisvert er að báðar sigurskákirnar unnust á svart. Þeir Bareev og Topalov hafa hvergi dregið af sér í sínum við- ureignum og engin skákanna hefur endað með jafntefli. Topalov fór vel af stað með sigri í fyrstu skákinni, en þá tók Bareev við stjórntaum- unum og vann næstu tvær skákir. Úrslitin ráðast því í lokaskák ein- vígisins, en þar dugir Bareev jafn- tefli til að tryggja sér sigur í ein- víginu. Fyrsta einvígisskák þeirra Shi- rov og Leko tefldist þannig: Hvítt: Shirov Svart: Leko Sikileyjarvörn 1.e4 c5 2.Rf3 Rc6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 e5 Hið sívinsæla og geysiflókna Sveshníkov-afbrigði. 6.Rdb5 d6 7.Bg5 a6 8.Ra3 b5 9.Bxf6 gxf6 10.Rd5 f5 11.Bd3 -- Shírov hefur reynt að fórna á b5 með litlum árangri: 11.Bxb5 axb5 12.Rxb5 Ha4 13.b4 Dh4 14.0–0 Hg8 15.f4 Kd8 16.c3 Ha6 17.a4 fxe4 18.f5 Bb7 19.Ha2?! e3! 20.Rxe3 De4 21.He1 Rxb4 22.cxb4 Bh6 23.Kh1 Bxe3 24.De2 Hc6 25.a5 Dxb4 26.Rxd6 Hxd6 27.Dxe3 Dd4 28.Dc1 Dd5 og hvítur gafst upp (Shirov-Kasparov, Linares 2002). 11...Be6 12.0–0 Bxd5 13.exd5 Re7 14.c3 Bg7 15.Dh5 e4 16.Bc2 0–0 17.Hae1 Dc8 18.Kh1 – (Stöðumynd 1) 18...Hb8! Þessi eðlilegi leikur hefur ekki sést áður í stöðunni. Eftir 18...Rg6 19.Bb1 b4!? (19. -- He8) 20.cxb4 Bxb2 21.Rc2 Bc3 22.He3 Bg7 23.Hh3 h6 24.f4 Ha7 25.g4 fxg4 26.Hg3 Re7 27.f5 Rxd5 28.Dxg4 f6 29.Dxe4 Rc3 30.Dg2 Rxb1 31.Rd4 Rc3 32.Rc6 Re2 33.He3 Rf4 34.Hxf4 átti hvítur vinningsstöðu (Motylev-Lalic, Kalkútta 2002). 19.f3?! -- Þessi leikur leiðir til verri stöðu fyrir hvít. Betra virðist að leika 19.Rb1 b4 20.Bb3 Rg6 21.f4, ásamt 22.He3 o.s.frv. 19...b4 20.Rb1 bxc3 21.bxc3 Bxc3 22.Rxc3 Dxc3 23.fxe4 f4! Eftir 23. -- Dxc2 24. exf5 Hb2 25. Dg5+ Rg6 26. fxg6 hxg6 á svartur örlítið hagstæðara endatafl, en leikur Lekos er enn betri. 24.Bb3?! -- Þýski stórmeistarinn Kinder- mann bendir á, að eftir 24. Bb1 Rg6 25.e5! dxe5 26.Bxg6 fxg6 27. Dxe5 geti svartur líklega haldið jöfnu, þótt hann hafi lakari stöðu. 24. -- Rg6 25.Hc1 Df6 26.Df5 De7 27.Hc4 a5 28.h3 Hb4! 29.Hxb4 -- Hvítur er í svipuðum vandræð- um, eftir 29.Hfc1, t.d. 29. -- Hxc4 30.Hxc4 Hb8 31.Hc3 Hb4 32.Bc2 Hd4 33.Dc8+ Kg7 34.Hb3 Dh4 35.Dc7 Df2 36.Hf3 De1+ 37.Kh2 Hd2 o.s.frv. 29...axb4 30.Bd1 -- Eftir 30.Hc1 He8 31.Hc8 Kg7 32.Hxe8 Dxe8 33.Kg1 De5 34.Dxe5+ Rxe5 stendur hvítur höllum fæti í endataflinu, t.d. 35.Kf2 Kf6 36.Ke2 Rg6 37.Bc2 Ke5 38.Kf3 Re7, ásamt f7-f5 og Rxd5 o.s.frv. 30...Ha8 31.Hf2 Da7 32.Hc2 Kg7 33.Kh2 -- Eða 33.He2 Dd4 34.Bb3 He8 35.Kh2 He5 36.Dd7 (36.Dg4 Hxe4 37.Hxe4 Dxe4 38.Dh5 Dd3 39.Dg4 f5 40.Dg5 h6 41. Dd8 Dg3+ 42. Kh1 f3 43.Dd7+ Kf6 44.De6+ Kg5 45.De3+ Rf4 46.De7+ Kh5 47.Df7+ Kh4 48.De7+ Dg5 49.De1+ Kh5 50.De8+ Dg6) 36...Hg5 37.Dd8 f3 38.Hc2 (38.Dxg5 fxe2 39.Dc1 Df2) 38...De5+ 39.Kh1 Dg3 og hvítur á enga skynsamlega vörn við hótun- um svarts. 33...De3 34.Bf3 De1 35.Hc7 Dg3+ 36.Kh1 Re5 37.Bh5 Hxa2 (Stöðumynd 2) 38.Hxf7+ Rxf7 39.Dxf7+ Kh6 40.Df6+ Kxh5 41.Df5+ Kh6 42.Df6+ Dg6 43.Dh4+ Kg7 44.De7+ Df7 45.Dg5+ Kf8 46.Dd8+ De8 47.Df6+ Kg8 og hvít- ur gafst upp. Lokin hefðu orðið 48.Dg5+ Kf7 49.Df5+ Ke7 50.De6+ Kd8 51.Dxd6+ Kc8 52.Dc5+ Kb7 53.Dxb4+ Ka8 og svartur á hrók yfir og vinningsstöðu. Bragi og Stefán sigra stórmeistarann Jozsef Hor- vath Þeir Bragi Þorfinnsson og Stef- án Kristjánsson sigruðu báðir sterkasta skákmanninn á First Saturday stórmeistaramótinu í Búdapest. Fórnarlamb þeirra var hinn þekkti stórmeistari Jozsef Horvath (2.535). Bragi sigraði hann í níundu umferð og Stefán í þeirri tíundu, en fram að því hafði Horvath verið taplaus. Stefán hefur nú fengið 3½ vinn- ing í síðustu fjórum umferðum og er kominn með 6 vinninga. Hann er í fjórða sæti á mótinu með 6 vinn- inga, en efstir eru Istvan Csom og Lajos Seres með 7 vinninga. Bragi er í tólfta sæti með 3½ vinning. Tefldar hafa verið 10 umferðir af 13. Halldór Brynjar Halldórsson er í þriðja sæti í FM-flokki, eftir sigur í 10. umferð. Hann er með 7 vinn- inga, en efstur er Þjóðverjinn Martin Kramer með 8½ vinning. Tefldar verða 11 umferðir. Dagur og Guðmundur byrja með sigri á Politiken Cup Þeir Dagur Arngrímsson og Guðmundur Kjartansson tefla nú á hinu árlega Politiken Cup skák- móti í Kaupmannahöfn. Þátttak- endur eru um 200, þar af 16 stór- meistarar. Þeir Dagur og Guðmundur byrjuðu báðir mótið með sigri í fyrstu umferð. Mótið stendur frá 15.-26. júlí. Hannes Hlífar endaði í 8.-9. sæti í Esbjerg Hannes Hlífar Stefánsson hafn- aði í 8.-9. sæti á Norðursjávar- mótinu í Esbjerg í Danmörku ásamt Curt Hansen. Þeir fengu 3½ vinning. Hannes gerði jafntefli við hollenska stórmeistarann Sergey Tiviakov (2.628) í tíundu og síðustu umferð mótsins. Kúbumennirnir Leinier Dominguez (2.613) og La- zoro Bruzon (2.590) sigruðu á mótinu og fengu 6 vinninga. Leko komst áfram í úrslit í Dortmund SKÁK Dortmund DORTMUND SPARKASSEN CHESS MEET- ING 2002 6. – 21. júlí 2002 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Peter Leko Stöðumynd 1 Stöðumynd 2 Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Háteigskirkja. Kvöldbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Örn Bárður Jónsson. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í sumar í safnaðarheimili Kirkjuhvoli kl. 10- 12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á könn- unni og djús fyrir börnin. Öll foreldri vel- komin með eða án barnanna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10-12. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10-12. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt ungt fólk velkomið. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Jim Smart Seljakirkja. Tólf sveitir í sumarbrids Föstudagskvöldið 12. júlí spiluðu 25 pör Mitchell-tvímenning, en að honum loknum var að venju Mon- rad-sveitakeppni með afskaplega góðri þátttöku, tólf sveitir skráðu sig til leiks að þessu sinni og er það metjöfnun. Úrslit tvímenningsins (meðalskor 312): NS Sævin Bjarnason – Þórður Sigfússon 387 Sigurbjörn Haraldss. – Vilhj. Sig. jr. 356 Kristinn Kristinss. – Halldór Svanb. 356 AV María Haraldsd. – Harpa Fold Ingólfsd.384 Óskar Sigurðss. – Sigurður Steingríms. 380 Aron Þorfinnsson – Hermann Lárusson 355 Efstu sveitirnar í Miðnætur-mon- radsveitakeppninni: Gylfi Baldursson (Gísli Hafliðason, Daníel Már Sigurðsson, Heiðar Sigurjónsson) 67 Hjördís Sigurjónsdóttir (Kristján Blöndal, Anna Þóra Jónsd., Ragnar Hermannss.) 52 Alfreð Kristjánsson (Ragnar Örn Jónsson, Björn Stefánsson, Ragnar L. Björnsson) 52 Mánudagskvöldið 15. júlí rigndi og rigndi, margir sáu sér þá leik á borði og skelltu sér í Sumarbrids. Alls mættu 28 pör sem er með því allra mesta sem sést hefur í sumar, þótt þátttakan hafi yfirleitt verið fremur jöfn og góð. Mitchell-tví- menningur, meðalskor 312. Efstu pör: NS Vilhjálmur Sig. jr. – Heiðar Sigurjónss. 376 Guðni Ingvarsson – Sigfús Þórðarson 369 Halldór Svanbergsson – Jón Stefánsson 368 AV Jónas P. Erlingss. – Hrólfur Hjaltason 382 Ómar Olgeirsson – Ísak Örn Sigurðsson 372 Óskar Sigurðss. – Sigurður Steingrímss. 357 Vilhjálmur Sigurðsson yngri er nú að stinga aðra af í stigaskori og verður fróðlegt að sjá hvort einhver spilari ógnar honum í bráð. Heild- arstaða bronsstiga hjá Sumarbrids er þessi (topp tíu): Vilhjálmur Sigurðsson yngri 374 Hermann Friðriksson 321 Gísli Steingrímsson 254 Ómar Olgeirsson 238 Erla Sigurjónsdóttir 225 Guðlaugur Sveinsson 224 Sigurður Steingrímsson 223 Í kvennakeppninni er Erla Sig- urjónsdóttir enn efst, með Maríu Haraldsdóttur á hælum sér. Skyldu fleiri konur blandast í baráttuna? Staðan er annars svona hjá efstu tíu konunum: Erla Sigurjónsdóttir 225 María Haraldsdóttir 211 Harpa Fold Ingólfsdóttir 129 Soffía Daníelsdóttir 112 Ljósbrá Baldursdóttir 95 Birna Stefnisdóttir 70 Dröfn Guðmundsdóttir 64 Allar nauðsynlegar upplýsingar um sumarbrids, lokastöðu spila- kvölda, bronsstigastöðu og fram- vindu, t.d. Júlíleiksins, má finna á heimasíðu Bridssambands Íslands, www.bridge.is. Einnig má skrá sig á tölvupóst- lista með því að senda tölvupóst á sumarbridge@bridge.is og fá nýj- ustu fréttirnar sendar jafnt og þétt í sumar. Í sumarbrids er spilað alla virka daga kl. 19 í Síðumúla 37. Keppn- isstjóri aðstoðar við að mynda pör, mæti spilarar stakir. Nánari upp- lýsingar fást hjá BSÍ (s: 587-9360) eða hjá Matthíasi (s: 860-1003). BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.