Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN
24 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SAMSKIPTI Ís-
lands og Alþjóðahval-
veiðiráðsins hafa að
vonum verið í umræðu
manna á meðal á Ís-
landi. Mönnum er tíð-
rætt um meint mistök
íslenskra stjórnvalda í
þessu sambandi. Í
fyrsta lagi þegar Ís-
lendingar létu hjá líða
að gera fyrirvara við
ákvörðun ráðsins um
algert bann við hval-
veiðum árið 1983. Í
öðru lagi að hætta hval-
veiðum í vísindaskyni
árið 1989. Í þriðja lagi
að hafa gengið úr Al-
þjóðahvalveiðiráðinu árið 1992.
Það er að sönnu erfitt að dæma
ákvarðanir af þessu tagi þegar horft
er í baksýnisspegilinn. Það er auð-
velt að vera vitur eftir á og fer mörg-
um vel. Ákvarðanir eru teknar út frá
ákveðnum forsendum og ef forsend-
ur bregðast er eins víst að viðkom-
andi ákvörðun verði dæmd af hörku.
Það er vert að hafa í
huga að ákvarðanir um
að mótmæla ekki hval-
veiðibanni og að hætta
veiðum í vísindaskyni
voru teknar á þeim for-
sendum að Alþjóða-
hvalveiðiráðið myndi
sinna sínu hlutverki af
ábyrgð. Alþjóðahval-
veiðiráðið á að stýra
hvalveiðum í heiminum
og tryggja að hvala-
stofnar heimsins séu
nýttir í samræmi við af-
rakstursgetu þeirra.
Þessu hlutverki sínu
hefur ráðið ekki sinnt.
Alþjóðahvalveiðiráðið
hefur orðið fórnarlamb misskilinna
umhverfissjónarmiða. Undirtökin í
ráðinu hafa aðilar sem hafa hvala-
vernd að markmiði óháð hvort og í
hvaða mæli unnt er að nýta hvala-
stofna. Þjóðir, sem engra hagsmuna
hafa að gæta af því að hvalir séu
nýttir á forsvaranlegan máta, mynda
nægilega sterkt afl innan Alþjóða-
hvalveiðiráðsins til að stöðva alla
skynsamlega nýtingu. Afstaða
margra þessara þjóða stjórnast af
háværum „umhverfisverndarsam-
tökum“, sem sjá fjárhagslegan hag í
því að æsa almenning gegn hvalveið-
um. Fundir Alþjóðahvalveiðiráðsins
eru orðnir að alþjóðlegum skrípaleik,
sem að engu er hafandi. Það kórónar
vitleysuna að formaður ráðsins gerir
sig svo beran að fávísi um markmið
og tilgang ráðsins að hann kallar
ráðið ósjálfrátt „umhverfisverndar-
samtök“ í fréttaviðtali eins og þjóðin
varð vitni að í sumar.
Íslenskir stjórnmálamenn sem
stóðu að þeirri ákvörðun að gera
ekki fyrirvara um bann við hvalveið-
um 1983 og að hætta vísindahval-
veiðum árið 1986 verða án efa dæmd-
ir fyrir rangar ákvarðanir. Hitt þarf
að vera ljóst að þær ákvarðanir urðu
rangar í ljósi þess að Alþjóðahval-
veiðiráðið brást skyldu sinni. Sú
skrípastofnun, sem ráðið er nú, er
ófær um að sinna hlutverki sínu og er
í rauninni alþjóðlegt viðvörunar-
merki um að lifandi auðlindum
jarðar verður ekki stjórnað af stofn-
unum af þessu tagi.
Fyrst búið er að eyðileggja Al-
þjóðahvalveiðiráðið hlýtur að koma
til skoðunar hjá hverri þeirri þjóð,
sem sá tilgang með aðild vegna nýt-
ingarsjónarmiða, hvort aðild að
ráðinu þjóni nokkrum tilgangi. Ís-
land valdi árið 1992 að segja sig úr
Alþjóðahvalveiðiráðinu. Þess í stað
reyndi Ísland að stofna staðbundið
alþjóðlegt ráð til þess stjórna veiðum
sjávarspendýra á Norður-Atlants-
hafi (NAMCO) og fullnægja þannig
skilyrðum alþjóðaréttar um slíkar
veiðar. Þetta var virðingarverð til-
raun og hefði tekist ef langlundargeð
annarra hvalveiðiþjóða í Alþjóða-
hvalveiðiráðinu hefði ekki verið
meira en vænta mátti. Í ljósi þeirrar
dapurlegu reynslu sem fengist hefur
af starfi Alþjóðahvalveiðiráðsins
hefði mátt ætla að þessi tilraun ætti
raunhæfan möguleika. Það gekk
ekki eftir þannig að forsendur Ís-
lendinga fyrir úrsögn úr hvalveiði-
ráðinu reyndust ekki halda.
Nú standa Íslendingar frammi
fyrir því hvað gera skuli. Reynt hef-
ur verið í tvígang að tilkynna aðild
Íslands að Alþjóðahvalveiðiráðinu að
nýju með fyrirvara um hvalveiði-
bannið. Sá gerningur virðist í lög-
fræðilegri pattstöðu, þar sem ágrein-
ingur er um hvort við erum inni með
fyrirvaranum eða ekki. Það hefur
berlega komið í ljós að alþjóðleg lög
og reglur eru ekki í fyrsta sæti hjá
meirihluta aðildarríkjanna og kemur
það ekki á óvart. Spurningin er hvort
okkur takist að smeygja okkur inn á
einhverjum þeim nótum sem okkur
hugnast – en helsta spurningin er
samt sem áður hvort við eigum eitt-
hvert erindi á svona skrípasam-
kundu. Forsendur fyrir ákvörðunum
eiga það nefnilega til að bregðast.
Samskipti Íslands
og Alþjóðahvalveiðiráðsins
Pétur
Bjarnason
Hvalveiðar
Fundir Alþjóðahval-
veiðiráðsins, segir
Pétur Bjarnason, eru
orðnir að alþjóðlegum
skrípaleik, sem að
engu er hafandi.
Höfundur er framkvæmdastjóri og
formaður stjórnar Fiskifélags Ís-
lands.
ÞAÐ verður sífellt
augljósara hve árásir
hryðjuverkamanna á
Bandaríkin hinn 11.
september sl. hafa
valdið miklum vatna-
skilum í samskiptum
þjóða heims, með auk-
inni samstöðu um bar-
áttuna gegn skipu-
lagðri hryðjuverka-
starfsemi. Á nýaf-
stöðnu þingi Öryggis-
og samvinnustofnunar
Evrópu (ÖSE), sem
haldið var í Berlín í síð-
ustu viku, var sérstak-
lega fjallað um sam-
starf þjóðanna í þessari
baráttu og ríkti um það mikil ein-
drægni með þeim 320 þjóðkjörnu
þingmönnum 55 aðildarríkja ÖSE
sem sátu þingið. Fulltrúar bræðra-
þjóða í Evrópu og Norður-Ameríku
hafa tekið höndum saman í sameig-
inlegri baráttu gegn þessari ógn,
sem stjórnvöld og allur almenningur
stendur frammi fyrir um allan heim.
Jafnframt samstöðu um baráttu
gegn ógn hryðjuverka er lögð mikil
áhersla á að þær aðgerðir skerði
ekki almenn mannréttindi borgar-
anna.
Það er ljóst að hryðjuverkastarf-
semi sprettur ekki upp úr engu.
Samspil ýmissa þátta svo sem fá-
tæktar, harðstjórnar og fáfræði í
einstökum þjóðfélögum elur af sér
og skapar grundvöll fyrir slík öfl.
Það verður eitt af mikilvægustu
verkefnum í samstarfi þjóðanna að
vega að rótum vandans með aðgerð-
um sem fela m.a. í sér að vinna gegn
fátækt, efla menntun almennings og
berjast gegn harðstjórn og mann-
réttindabrotum sem viðgengst allt of
víða. Á þingi ÖSE í Berlín voru
fulltrúar sammála um að leita verði
allra leiða til þess að rjúfa þann víta-
hring sem augljóslega er fyrir hendi
og skapar grundvöll skipulagðrar
hryðjuverkastarfsemi í heiminum í
dag.
Við Íslendingar erum fámenn þjóð
sem býr á eylandi, þær aðstæður
veita okkur ákveðna vernd gegn
hryðjuverkastarfsemi. Engu að síð-
ur getum við ekki álitið sem svo að
við séum laus við ógnir hryðjuverk-
anna, við erum hluti af alþjóðlegri
heild í þessum efnum og tökum virk-
an þátt í samstarfi þjóða heims í
þessum málaflokki, m.a. á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna, ÖSE og
NATO. Það er okkur
mikilvægt vegna þeirra
aðstæðna sem uppi eru
í heiminum í dag. Þær
grundvallar forsendur
íslensks samfélags sem
birtast í lýðræði, mann-
réttindum og réttarrík-
inu, eru sömu grund-
vallar forsendur og
ÖSE starfar eftir. Þar
með er stofnunin ákjós-
anlegur vettvangur
fyrir Vesturlöndin til
samstarfs á ýmsum
sviðum og ber sam-
starfið gegn hryðju-
verkum því glöggt
vitni. Á þessum grundvelli heldur
ÖSE uppi mjög öflugu starfi víðs
vegar um Mið- og Austur-Evrópu,
þar sem unnið er að því markmiði að
byggja upp og treysta stoðir þjóð-
félaga þar með framangreind grund-
vallar sjónarmið að leiðarljósi. Þar
með er ÖSE mikilvæg stoð í örygg-
iskerfi Evrópu og þess ber að geta að
margir mjög hæfir Íslendingar taka
þátt í þessu starfi og hafa verið vald-
ir til starfa fyrir ÖSE gegnum ís-
lensku friðargæsluna. Það er sér-
stakt ánægjuefni hve Ísland hefur
lagt mikið af mörkum í þessu starfi,
sem varðar svo mjög framtíðina í
okkar heimshluta.
Það er ljóst að heimsbyggðin
stendur nú frammi fyrir ógnum sem
hafa vaxið mjög hin síðustu ár, ekki
aðeins er varðar hryðjuverkastarf-
semi. Þessi staðreynd kallar á al-
þjóðlega samstöðu og samræmdar
aðgerðir, sú nálgun er mikilvæg
vegna þess að hryðjuverkastarfsemi
er aðeins einn þáttur þeirra glæpa-
starfsemi sem kalla má óhefðbundn-
ar ógnir. Aðrir þættir eru t.d. man-
sal, skipuleg eiturlyfjaframleiðsla og
smygl, alþjóðlegt fjárþvætti, átök
þjóðernis- og trúarhópa, þjóðflutn-
ingar og svo mætti lengi telja. Marg-
ar þessara ógna eru tengdar inn-
byrðis og eiga það sameiginlegt að
þekkja ekki landamæri þjóða. Á
þessu sést að alþjóðleg samstaða um
aðgerðir til að sporna við og snúa
þessari þróun við er alger grundvall-
arforsenda. ÖSE er svæðisbundin
stofnun samkvæmt skilgreiningu
Sameinuðu þjóðanna og þjónar því
mikilvæga hlutverki að vinna gegn
alþjóðlegri hryðjuverka- og glæpa-
starfsemi í Evrópu. Ráðherrafundur
ÖSE í Búkarest í desember sl. gaf út
sameiginlega yfirlýsingu, sem er af-
ar mikilvægt verkfæri í þessari bar-
áttu og felur í sér aðgerðaáætlun
sem aðildarríkin 55 standa sameig-
inlega að. Þessi yfirlýsing felur í sér
viðbrögð gegn nýjum ógnum og
staðfestir jafnframt grundvallarfor-
sendur ÖSE um einstaklingsfrelsi og
verndun mannréttinda.
Þegar fjallað er um aðgerðir al-
þjóðasamfélagsins gegn þeim ógnum
sem við stöndum frammi fyrir, má
ekki líta fram hjá því að Vesturlönd
bera mikla ábyrgð. Víða í okkar
heimshluta eru aðstæður sem skapa
jarðveg fyrir hryðjuverka- og glæpa-
starfsemi, það felst m.a. í öryggis-
leysi íbúanna, kúgun þeirra og mis-
munun, fátækt og lágu menntastigi.
Það hlýtur því að vera fyrst og
fremst á ábyrgð lýðræðisríkja að
styðja við bakið á fátækari ríkjum,
sem búa við vanþróað lýðræðiskerfi
og vinna að því markmiði að tryggja
einstaklingum mannsæmandi tilveru
og lífsafkomu og koma þannig í veg
fyrir að öfga- og glæpaöfl eigi greiða
leið að hugum og hjörtum fólks.
Samstarf aðildarríkja ÖSE er á
réttri leið í þessu tilliti og Ísland er
mikilvægur hlekkur í þeirri keðju
sem aðildarríkin mynda. Með þátt-
töku í umræðum um þessi mál á vett-
vangi þjóðkjörinna fulltrúa annars
vegar og á vettvangi stjórnvalda hins
vegar, ásamt með þátttöku íslenskra
starfsmanna sem taka beinan þátt í
aðgerðum ÖSE, leggur Ísland sitt af
mörkum í samstarfi þjóðanna í bar-
áttu fyrir betra alþjóðlegu samfélagi
framtíðarinnar.
ÖSE og baráttan
gegn glæpastarfsemi
Magnús
Stefánsson
Hryðjuverk
Með þátttöku í
umræðum um
þessi mál, segir
Magnús Stefánsson,
leggur Ísland sitt af
mörkum í samstarfi
þjóðanna í baráttu fyrir
betra alþjóðlegu sam-
félagi framtíðarinnar.
Höfundur er alþingismaður og
formaður Íslandsdeildar ÖSE.
SVEITASTJÓRN
Skagafjarðar hefur ný-
lega samþykkt að
banna virkjanafram-
kvæmdir í Héraðsvötn-
um við Villinganes.
Ætlunin var að hefja
þar virkjanafram-
kvæmdir í og með til
framleiðslu orku til
væntanlegrar olíu-
hreinsunarstöðvar á
hinu forna hafnlægi
Hólastaðar við Kolkuós
í samvinnu við rúss-
neskt olíuhreinsunar-
fyrirtæki.
Ástæðan fyrir þessu
virkjanabanni var að
öll rök hníga að því að ferðaþjónusta
við og í Héraðsvötnum eystri sé
margfalt ábatasamari en að selja
rússnesku olíuhreinsunarfyrirtæki
orkuna á undirverði. En sá háttur er
tíðkaður af stjórnvöldum og Lands-
virkjun að láta almenning borga tap
þeirrar orkusölu með okurverði raf-
orku.
Skagfirðingar hafa með þessu af-
dráttarlausa banni hamlað gegn
óþrifum og virkjanasálsýki, sem hef-
ur hrjáð talsverðan hluta þjóðarinn-
ar og þá fyrst og fremst hagsmuna-
aðila Landsvirkjunar og verktaka
þeirra og þann fjölmenna hóp „bar-
bara nútímans“ – verkfræðinga,
skurð- og stíflugerðarmenn.
Það virðist sem virkjanagengið og
-mafían hafi haft frjálsar hendur til
að afskræma og eyðileggja dýrmæt-
ustu náttúrusvæði landsins sbr. Há-
göngusvæðið, eitt merkasta jarð-
hita- og hverasvæði landsins, sem
var kaffært með drullulóni Guð-
mundar Bjarnasonar, fyrrverandi
umhverfisráðherra og forstjóra
Landsvirkjunar þáverandi.
Nú skín sólin yfir Skagafirði en
því er ekki að heilsa þegar austar
dregur.
Á Húsavíkursvæðinu hefur lengi
verið og er sólmyrkvi. Þar dreymir
sveitarstjórnarmenn um rússneska
súrálsverksmiðju og frumkvöðullinn
í þessum efnum mun vera framsókn-
arkvenmaðurinn núverandi iðnaðar-
ráðherra með dyggum stuðningi
„guðföður kvótans“ núverandi utan-
ríkisráðherra og Finns nokkurs Ing-
ólfssonar.
Þegar lengra dregur austar og
sunnar virðist hafa lengi gætt tungl-
myrkva, einkanlega eftir að ál-
draumamennirnir Halldór Ásgríms-
son og Finnur
Ingólfsson komu af
fundi með Norsk
Hydro um væntanlega
stóriðju á Austurlandi.
Samkvæmt þeim samn-
ingum átti að afhenda
Norsk Hydro allt
vatnasvæði austur-
öræfa til virkjana og
stóriðju. Svo fór að lok-
um að eftir nokkur
misseri dró Norsk
Hydro sig út úr þessum
virkjanaselskap, vegna
umhverfissjónarmiða.
Þá var hafin betliferð
og árangurinn var um-
ræðugrundvöllur milli ríkisstjórnar
Íslands, sem þegar hefur markað sig
sem hrikalegasta umhverfissóða á
Vesturlöndum, og bandarísks álfyr-
irtækis sem á að ginna til samstarfs
með svo til ókeypis orku í raun.
Austfirðingar búa við áframhald-
andi tunglmyrkva. Allir vita að
tunglmyrkvi getur haft skaðvænleg
áhrif á geðheilsuna sbr. lunaticus og
þeirra áhrifa hefur lengi gætt meðal
virkjanagengisins og þeirra í
„neðra“.
Það er vonandi að hörð viðbrögð
Gnúpverja við áætlunum virkjana-
gengisins um eyðileggingu Þjórsár-
vera og bann sveitarstjórnar Skaga-
fjarðar hafi þau áhrif á fleiri
sveitarstjórnir að þær taki að íhuga
áætlanir umhverfissóðanna, ríkis-
stjórnar og Landsvirkjunar.
Vonandi líður að því að sólin taki
að skína á ráðhús Reykjavíkur-
borgar því að þeir sem þar ráða
húsum eru í lykilaðstöðu til að stöðva
óþrifin.
„Skín við sólu
Skagafjörður“
Siglaugur
Brynleifsson
Höfundur er rithöfundur.
Virkjanir
Vonandi líður að því að
sólin taki að skína á ráð-
hús Reykjavíkurborgar,
segir Siglaugur Bryn-
leifsson, því að þeir sem
þar ráða húsum eru í
lykilaðstöðu til að
stöðva óþverrann.