Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 18
ERLENT 18 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, kynnti í gær fyrir Banda- ríkjaþingi fyrstu samhæfðu áætl- unina um varnir gegn hryðjuverkum innan ríkisins. Gerir hún m.a. ráð fyr- ir stofnun nýs ráðuneytis um innan- ríkisöryggi sem taka á yfir 22 stofn- anir í heild sinni eða að hluta, svo sem strandgæslu og almannavarnir. Með- al þess sem innan verkahrings ráðu- neytisins félli væri landamæragæsla, öryggi í samgöngum og samskiptum og greining upplýsinga frá alríkislög- reglunni FBI og leyniþjónustunni CIA. Þrjú meginmarkmið Í áætluninni felst einnig að mót- efnabyrgðir ríkisins verði auknar, auknu fjármagni verði veitt til FBI, samskipti og samvinna milli hinna fjölmörgu lögreglusveita og fylkis- stjórna verði bætt og að tölvuöryggi verði aukið. Þá gerir áætlunin ráð fyr- ir því að átak verði gert í eftirliti með þeim gámum sem inn í landið koma til að ganga úr skugga um að í þeim séu engin vopn eða hættuleg efni. Nokkra athygli hefur vakið að í áætluninni er lagt til að hernum verði gert auð- veldara um vik að starfa innan Bandaríkjanna, en allt frá árinu 1878 hafa umsvif hersins inn- an ríkisins verið tak- mörkuð umtalsvert. Þá hefur forsetinn vakið máls á því að framsals- samningar Bandaríkj- anna við önnur ríki verði víkkaðir svo auðveldara verði að flytja menn sem handteknir hafa verið erlendis til Bandaríkj- anna. Þær aðgerðir sem um ræðir eru mjög háðar vísindum og tækni og hvetur Bush til þess að hert verði á rannsóknum á bólu- og mótefnum og aðferðum til að sjá fyrir hegðun fólks. Þá er lögð á það áhersla að auka notkun nema til að finna geislavirk efni við landamæri ríkisins og á helstu þjóðvegum og höfnum og að fundnir verði upp betri nemar til að finna líf- og efnavopn sem reynt er að smygla inn í landið. Þá vill ríkisstjórnin að gerð verði athugun á veikum punktum í vörnum landsins og að til þess verði notaðir hópar ríkisstarfsmanna sem myndu bregða sér í gervi hryðjuverka- manna og gera „árásir“ á ríkisstofnanir og aðra mikilvæga staði í land- inu til að meta hve vel er staðið að verki í ör- yggisgæslu á hverjum stað. Í áætluninni er gerð grein fyrir þremur meginmarkmiðum: að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir innan Bandaríkj- anna, að draga úr varnarleysi lands- ins gagnvart hryðjuverkum og að tryggja það að afleiðingar mögulegra hryðjuverka yrðu sem minnstar. Þingmenn úr báðum flokkum hafa deilt nokkuð á tillögur forsetans, af mismunandi ástæðum þó. Rob Port- man, fulltrúadeildarþingmaður fyrir Rebúplikana, segist óttast að verði strandgæslan innlimuð í ráðuneytið nýja muni það koma niður á öðrum skyldum hennar. Þá hafa margir þingmenn, einkum Demókratar, gagnrýnt forsetann fyrir að leggja til stofnun nýs ráðuneytis áður en sam- ræmd áætlun um baráttuna gegn inn- lendum hryðjuverkum er tilbúin. Fjölmiðlaleki hættulegur Varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, Donald H. Rumsfeld, fullyrðir að fjölmiðlalekar stofni öryggi banda- rískra hermanna og Bandaríkjanna sjálfra í hættu. Kemur þetta fram í skjali sem hann sendi háttsettum mönnum í Bandaríkjaher og ríkis- stjórn á föstudag, en skjalið komst ekki í hendur fjölmiðla fyrr en í gær. Gagnrýndi hann það hve viljugir margir háttsettir menn eru til að veita viðkvæmum upplýsingum til fjölmiðla og tók sem dæmi þegar bandaríska dagblaðið The New York Times birti drög að innrásaráætlun í Írak. „Rannsóknir okkar sýna að forystu- menn al-Qaida hafa lært mikið um viðbúnað okkar af fréttaflutningi bandarískra og erlendra fjölmiðla.“ Bush kynnir Bandaríkja- þingi nýja öryggisáætlun George W. Bush, Bandaríkjaforseti. Washington. AP, The Washington Post. TVEIR létust á mánudagskvöldið í óeirðum er geisuðu í Paraguay og beindust gegn stjórnvöldum, þrátt fyrir að lýst hefði verið yfir neyðar- ástandi í landinu fyrr um daginn. Að minnsta kosti fimmtíu manns hafa slasast og um eitt hundrað verið handteknir síðan Luis Gonzalez Macchi forseti felldi úr gildi nokkur stjórnarskrárbundin réttindi í land- inu. Þeir sem létust á mánudagskvöld- ið urðu fyrir skotum er til átaka kom milli lögreglu og um 500 mótmæl- enda á brú á landamærum Paraguay og Brasilíu. Í höfuðborginni Asun- cion létu hermenn til skarar skríða gegn um 400 mótmælendum við þinghúsið, þar sem fólkið hrópaði slagorð gegn ríkisstjórninni, krafðist afsagnar forsetans og fordæmdi Ju- an Carlos Galaverna, forseta öld- ungadeildar þingsins. Stjórnmálakreppur hafa plagað Paraguay síðan einræðisstjórn í landinu var aflögð 1989. Embættis- menn stjórnarinnar segja að krepp- an nú eigi upptök hjá Lino Oviedo, fyrrverandi yfirmanni hersins, en hann hefur búið í sjálfskipaðri útlegð í Brasilíu síðan hann var sakaður um að hafa lagt á ráðin um morðið á Luis Maria Argana, varaforseta Para- guay, 1999. Mótmælendur hafa krafist þess, að núverandi varaforseti, Julio Ces- ar Franco, taki við forsetaembætt- inu, og hafa mótmælaaðgerðir verið skipulagðar á tíu völdum stöðum í landinu, þar sem umferð er mikil. Franco er félagi í Frjálslynda flokknum, sem er í stjórnarand- stöðu, og hefur varaforsetinn lýst stuðningi við mótmælendur. Segir hann aðgerðir þeirra endurspegla óánægju almennings með „spillingu stjórnvalda og þá eymd sem þjóðin megi búa við“. Reuters Óeirðalögreglumenn elta mótmælendur við þinghúsið í Asuncion. Paraguay Neyðar- ástandi lýst yfir Asuncion. AFP. SILVIO Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, segir að stjórn- völd muni ekki verða við kröfum um það bil 300 fangelsaðra maf- íuleiðtoga um betri aðbúnað þrátt fyrir óskilgreindar hótanir eins þeirra. „Stefna okkar er skýr og sýnir að við erum stað- ráðnir í að berjast gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi og koma í veg fyrir að þeir sem eru í sam- tökunum geti haldið áfram að skipa fyrir úr fangelsinu,“ sagði Berlusconi. Fangarnir hafa und- anfarna tíu daga neitað að borða fangafæði sem þeim er boðið. Einn þeirra, Leoluca Bagarella, las við réttarhöld á föstudag upp yfirlýsingu þar sem sagði að þol- inmæði mafíusamtakanna Cosa Nostra gagnvart stjórnmála- mönnum væri að bresta. „Þeir eru að reyna að draga okkur á asnaeyrunum,“ sagði Bagarella og sagðist hafa tekið þátt í mótmælum fanganna. Sérfræðingar í málefnum mafíunnar velta nú fyrir sér hvort yfirlýsingin geti verið fyr- irboði blóðugrar herferðar gegn saksóknurum og öðrum yfir- völdum. Árið 1992 myrti mafían saksóknarana Giovanni Falcone og Paolo Borsellino á Sikiley með bílsprengjum. Í kjölfarið hertu yfirvöld gæslu í fangels- um, einangrun var notuð meira en áður hafði tíðkast og heim- ildir ættingja til heimsókna voru þrengdar. Lögreglan handtók á sunnu- dag 16 menn sem voru á fundi í grennd við borgina Agrigento á Sikiley og eru margir þeirra taldir vera úr röðum mafíunnar. Saksóknarar í héraðshöfuð- sborginni Palermo segja að mennirnir hafi komið saman til þess að kjósa nýjan mafíuleið- toga á eynni. Einn af mönnun- um er Giuseppe Nobile, félagi í flokki Berlusconi, Áfram Ítalía, og situr í sveitarstjórn fyrir flokkinn. Berlusc- oni virðir mafíuhót- anir að vettugi Róm. AFP, AP. NORSKA útlendingaeftirlitið sendi frá sér greinargerð í liðinni viku til lögreglunnar þar sem því var slegið föstu að nektardans væri ekki menn- ingarstarfsemi, að sögn Dagsavisen. Talsmaður útlendingadeildar lög- reglunnar í Ósló, Steen Dalgaard Nielsen, segir að þar með sé orðið al- gerlega ljóst að erlendar konur geti ekki lengur fengið heimild til að starfa við nektardans í tíu daga í senn eins og tíðkast hefur í Noregi. Heimildin hefur byggst á ákvæði í reglugerð þar sem fjallað er um „at- vinnuleyfi og dvöl tónlistarmanna, skemmtikrafta eða aðstoðarmanna þeirra“. Talsmaðurinn sagði lögregl- una hafa beðið útlendingaeftirlitið að skilgreina hvað ákvæðið merkti þar sem lögreglumönnum hefði ekki fundist að nektardans væri menn- ingarframlag. „Við teljum ekki að nektardans falli undir hugtakið. Með þessu er verið að styrkja menn- inguna að öðru leyti,“ svaraði Dalsgaard. Beate Gangås, sem starfar hjá lögreglunni og fæst við baráttu gegn skipulögðum glæpum, sagði að yfir- völd ætluðu að efna til átaks gegn huldumönnum sem græddu stórfé á vændi. Dagsavisen hafði eftir heim- ildarmönnum sínum að lögreglan grunaði marga nektarstaði um að vera skálkaskjól fyrir vændi og sagði Gangås aðspurð að ef vændið sjálft minnkaði vegna átaksins væri það hið besta mál. Blaðið hefur að undanförnu skýrt frá slæmum aðstæðum vændis- kvenna frá Eystrasaltsríkjunum og fleiri löndum Austur-Evrópu er starfa í Noregi. Segir Dagsavisen að margar þeirra þori ekki að segja lög- reglunni frá misþyrmingum og öðr- um glæpum þar sem þær séu þol- endur vegna þess að þær óttist að verða vísað úr landi. Barátta Norðmanna gegn vændi og nektardansi Segir nektardans ekki vera framlag til menningar EITT af því sem nýir ráðamenn í Afganistan gerðu þegar talíbönum hafði verið steypt af stóli var að ráða nokkrar konur á ný til starfa í lögreglunni. Malali Kakar er höf- uðsmaður í lögreglunni í Kandahar sem var helsta vígi talíbana en tvær konur hafa verið í liðinu þar frá því í janúar. Körlum í afgönsku lögregl- unni er ekki leyft að yfirheyra kon- ur sem grunaðar eru um afbrot, þeir mega ekki sjá andlit þeirra og ekki snerta þær. Lögreglukonurnar eru því ómissandi. Utandyra klæðist Kakar eins og aðrar afganskar konur kufli, búrka, sem hylur allan líkamann en að einu leyti hefur hún sérstöðu: hún er í einkennisbúningi undir búrkunni og með byssu, segist vera eina konan í borginni sem það geri. „Enginn karlmaður getur annast mitt starf,“ segir hún en viðurkennir að það sé erfitt. „Ég er með tvö augu framan á höfðinu og tvö að aftanverðu. Mér veitir ekkert af þeim öllum.“ Hin lögreglukonan heitir Shahla, hún er hraustlega vaxin og hvergi smeyk. Tveggja manna deild Kak- ars sér um að handtaka smáþjófa, yfirheyra vitni úr röðum kvenna og taka skýrslur af konum. Hún segist aldrei hafa þurft að bregðast við of- beldi en er ávallt reiðubúin. „Ef ein- hver ræðst á mig – jafnvel þótt það sé karlmaður – er ég viðbúin. Ég tek þá í lurginn á honum.“ Að sumu leyti er erfiðara að fást við kvenfólkið en karlana vegna þess að búrkurnar gera nær ókleift að greina eina konu frá fjölmörgum öðrum. En Kakar og Shahla hafa þjálfað athyglisgáfu sína og geta oft borið kennsl á konu með því að at- huga hæð, umfang og göngulag. Einnig taka þær eftir handa- og höf- uðhreyfingum og öðru sem hægt er að greina þrátt fyrir klæðnaðinn. Oft gegna lögreglukonurnar hlut- verki fósturmæðra fyrir ungar af- brotakonur eða fórnarlömb og leyfa þeim jafnvel að búa heima hjá sér. „Ég veit ekki hvað hefði orðið um mig ef þær hefðu ekki hjálpað mér,“ segir Gul Sika, 15 ára stúlka sem flúði frá ofbeldisfullum eiginmanni er hafði skorið hana með hnífi. „Ég tek þá í lurginn á honum“ Kandahar. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.