Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 10. B.i. 14. Vit 393. Sýnd kl. 4, 5, 6, 7 og 8. Vit 398Sýnd kl. 5.30, 8, 9.30 og 10.30. B.i. 16 ára Vit 400 1/2 Kvikmyndir.is Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýn d á klu kku tím afr est i Sandra Bullock í spennumynd sem tekur þig heljartaki! Þeir búa til leik sem hún þarf að leysa.. takmarkið er hinn fullkomni glæpur. HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. SÍMI 588-0800 KRINGLAN www.sambioin.is Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit nr. 370. ATH! AKASÝNING KL. 9.30. Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. Hugh Grant hefur aldrei verið betri. S ag a u m s tr ák  1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. 18 þúsund áhorfendur www.sambioin.is DV Kvikmyndir.is  Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8. B. i. 16. V Kvik yndir.is bl Kvik yndir.co Sýnd kl. 6, 8 og 10. Með hinum frábæra Frankie Muniz úr „Malcolm in the Middle“ i i i l l i i l Nú fær Hollywood fyrir ferðina. Frábær og hressileg gamanmynd fyrir alla. Sýnd kl. 8 og 10.20. Bi. 14. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Curse of the Jade Scorpion Mynd eftir Woody Allen HJÁLP! ÉG ER FISKUR Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6, 8 og 10. HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. 1/2 Kvikmyndir.is MÍNUS á Hróarskeldu. Hvað getur maður sagt? Sveitin hefur verið í for- vígi harðkjarnasenu Íslands um ára- bil en útrás sveitarinnar hófst ekki að marki fyrr en snemma á þessu ári, er þeir félagar fóru í mikla reisu um Bretland, en þá hafði önnur plata hljómsveitarinnar, Jesus Christ Bobby, verið umtöluð í erlendum harðrokks-tónlistarblöðum um nokkurt skeið. Stuttu eftir þann túr, sem heppnaðist vel, var gengið frá því að hljómsveitin léki á Hróars- kelduhátíðinni, einni þekktustu tón- listarhátíð heims. Tónleikastaðurinn var ákveðinn Gula tjaldið – þriðja stærsta tjaldið á hátíðinni – á laugardegi kl. 15.00. Það var því hugur í Mínusmönnum og fylgdarliði á hátíðinni, sem von- legt var. Mínus og kumpánar sneiddu sem mest framhjá fyrirgreiðslupólitík- inni sem hljómsveitirnar á Hróars- keldu njóta – hvort sem það var gert með vilja meðlima eður ei! Þeir bjuggu t.d. á hinu almenna tjald- svæði, hvar þeir ástunduðu Hróars- keldulíferni hinna venjubundnu gesta, með öllu því slarki sem því fylgir. Hvergi var slegið af stuðinu, eins og Íslendinga er siður þegar útihátíðir eru annars vegar. Tjald- búðirnar urðu því fljótlega frægar að endemum eins og nærri má geta. Eplasnafs Ég hitti þá pilta fyrst fyrir er þeir voru að koma sér fyrir í tjaldaðstöðu danska ríkisútvarpsins, seint á föstudagskvöldi. Útvarpið var með reglulegar útsendingar öll þau kvöld sem hátíðin stóð, og var þá með við- töl við hina og þessa listamenn. Sum- ir tróðu upp og tóku lagið að auki og voru Mínusmenn á meðal þeirra. Tóku þeir tvö glæný lög, dyggilega studdir af Hrafni Ásgeirssyni saxó- fónleikara, sem var sérstakur gestur þeirra á hátíðinni, og hljóðmann- inum með meiru, Bibba Curver. Rétt fyrir spileríið smelltu Frosti Loga- son gítarleikari og Hrafn „Krummi“ Björgvinsson söngvari sér í stutt viðtal og léku þar á als oddi. M.a. réttu dagskrárgerðarmenn epla- snafs að þeim félögum og gerði Krummi sér lítið fyrir, drakk af stút og sagði: „Det er meget godt!“ Laugardagur og það er spenna baksviðs á Gula tjaldinu. Mínus á að troða upp eftir klukkustund og hljómsveit og fylgisveinar temmi- lega á nálum. Maður er ekkert að hafa sig of mikið í frammi vegna þessa. Fyrir framan sviðið er heil- næmur slatti af fólki farinn að koma sér fyrir. Nokkrir Íslendingar eru komnir til að styðja sína menn, og Selfyssingurinn Siggi pönk er þar í broddi fylkingar. Einnig eru Mín- usaðdáendur, frá hinum og þessum þjóðlöndum, búnir að koma sér rækilega fyrir allra fremst. Þessir allra hörðustu skipta kannski ekki hundruðum en það er greinilegt að þeir þekkja tónlist Mínuss gjörla. Mínushópurinn hefur greinilega passað sig á því að nýta sér sem best þau litlu fríðindi sem þeir hafa. Ís- skápurinn í búningsklefanum, eða skúrnum, var fullur af veigum en er nú orðinn heldur fátæklegur. Borðið hins vegar sneisafullt af tómum Tu- borgflöskum og í kringum það sitja svartklæddir rokkarar; flestir spenntir og lítið fyrir skraf og ráða- gerðir. Það er orðið tímabært að koma sér fyrir framan við sviðið. Tónleikarnir takast vonum fram- ar. Mest ber á Krumma, sem er rokkstjarna fram í fingurgóma. Það er líka gaman að fylgjast með at- vinnumennsku piltanna. Sérstakir hjálparmenn standa við trommurnar og til hliðar við gítarleikarana, kirfi- lega merktir „Mínus – crew“. Þá er Mínus með eigin hljóðmann, sem sér til þess að hljómburður í tjaldinu sé nú örugglega í lagi og endurspegli sveitina rétt. Smávegis ráð handa blaðamönn- um: Ekki reyna að spjalla við hljóm- sveitir fimm mínútum eftir að þær koma af sviðinu. Það er blóð og sviti í gangi hjá Mínus og allir upptendr- aðir. Það er engu líkara en þum- alputtinn sé hálfur af Ívari bassa- leikara. „Þetta er áhættustarf!“ segir hann og brosir. Sofandi Það liggur hins vegar betur á mönnum á blaðamannafundi sem sveitin heldur u.þ.b. klukkustund eftir tónleika. Þess má reyndar geta að aðeins þrír listamenn héldu blaða- mannafundi á hátíðinni: Manu Chao, Garbage og Mínus! Það var vissu- lega ekki margt um manninn á fundi Mínusmanna en hann var þeim mun skemmtilegri. Það verður líka að við- urkennast að meirihluti þeirra sem voru mættir tilheyrði Mínushópnum á einn eða annan hátt og einn þeirra meira að segja steinsofandi. Starfs- stúlkurnar tvær brostu í kampinn. Andrúmsloftið er nú létt í hópn- um, vel heppnaðir tónleikar að baki og u.þ.b. helmingur hátíðar eftir. Mínus og félagar tygja sig svo af stað á sunnudagseftirmiðdegi og dvelja í góðu yfirlæti í Kaupmanna- höfn fram á miðvikudag, á hóteli í hinni víðfrægu Istedgade. Skeldu- rokk að baki og kröftum því safnað fyrir næstu árás – hverrar skotmark er enn óákveðið. „Þetta er áhættustarf!“ Morgunblaðið/Arnar Eggert Áhöfnin á MS Mínus. Góður rómur var gerður að leik íslensku harð- kjarnasveitarinnar Mín- uss úti í Hróarskeldu. Arnar Eggert Thorodd- sen fylgdi sveitinni eftir á hátíðinni og fylgdist með rokk- og ról-líferni eins og það gerist best. arnart@mbl.is Mínus í Hróarskeldu Hellisgelgjan (Teenage Caveman) Hrollvekja Bandaríkin 2001. Skífan VHS/DVD. (91 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Larry Clark. Aðalhlutverk Andrew Deag- an, Tara Subkoff og Jeffrey Pitz. LARRY Clark er með eftirtektar- verðari bandarísku kvikmyndagerð- armönnum samtímans, það verður ekki tekið af honum. Hann gerði allt vitlaust með fyrstu mynd sinni Kids enda hefur vart ver- ið gerð, hvorki fyrr né síðar, opinskárri mynd um það sem vegvilltir krakkar í New York gera sér til dundurs er hinir fullorðnu sjá ekki til. Og þrátt fyrir að hanga á bláþræði hins almenna sið- ferðis var myndin sláandi og innihélt gríðarlega mikilvæg skilaboð til for- eldra og forráðamanna um að eitt- hvað alvarlegt amaði að æskunni. Svo fylgdu síðri myndir, Another Day in Paradise og Bully, reyndar miklu síðri myndir. En það áttu þær sameiginlegt með Kids að vera nær óþægilega opinskáar, en ekki bara það heldur settu spurningarmerki við siðferðismat umrædds Clarks. Teen- age Caveman veitir svarið við spurn- ingunni, svo ekki verður um villst. Larry Clark á við einhverja siðferð- isbrenglun að glíma. Hann virðist hreinlega ekki geta gert bíómynd öðruvísi en að þurfa að klína einhvers staðar í hana ungu fólki í kynlífsatlot- um. Hann gat ekki einu sinni komist hjá því er hann gerði sína fyrstu hroll- vekju! Og það byggða lauslega á einni gamalli frá sjötta áratugnum. Ljósi punkurinn við þessa annars vafasömu mynd Clarks er að á köflum myndast hin skemmtilegasta Russ Meyer-stemmning. Þótt Meyer hafi á sínum tíma þótt siðlaus, þá hafði hann samt vit á að skilja eitthvað eftir fyrir ímyndunarafl áhorfenda. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Frum- byggja- siðferði AUSTURVÖLLUR Taltónleikar Hins hússins í samvinnu við Tal og Rás 2 kl. 17. Fram koma 200.000 naglbítar og Antónía. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is SKALLAPOPPARINN Phil Collins hefur lokið upptökum á sinni fyrstu sólóskífu í 6 ár. Plat- an mun heita Testify og er væntanleg í búðir 12. nóvember. Platan mun inni- halda fyrsta efni sem Collins sendir frá sér síðan tónlist hans við Disney-myndina Tarzan kom út 1999 en fyrir eitt þeirra laga „You’ll Be in My Heart“ vann hann Óskars-, Golden Globe- og Grammy-verðlaun ... Hinn mjög svo sérstaki söngvari og lagahöfundur Lee Hazlewood sem samdi m.a. „These Boots Are Made for Walking“ hefur loksins ákveðið að drífa sig í tónleikaferð um Evrópu, sína fyrstu á 5 áratuga löngum ferli. Túrinn hefst 7. september í Árósum í Danmörku og verða tónleikarnir alls 16 hjá þessum 73 ára gamla sérvitr- ingi sem mun njóta fulltingis fjölda yngri tónlistarmanna á tónleikunum, þ. á m. meðlima hljómsveitarinnar The High Llamas ... Um næstu mán- aðamót er vænt- anleg langþráð plata með Bruce Springsteen. Grip- urinn hefur hlotið heitið The Rising og til að fylgja honum eftir ætlar Springsteen og gamla sveitin hans E Street Band að skella sér í heljarinnar tónleikareisu sem hefst 7. ágúst í Continental Airlines Arena í East Rutherford á heima- slóðum Springsteen í New Jersey. Stjórinn mun leika á 39 tónleikum í N-Ameríku og klára túrinn þar 13. desember í Albany í New York. Inn á milli verður þó skotið nokkrum tón- leikum í Evrópu í október ... Róm- anski rómantíkerinn Enrique Igles- ias gefur út sína fyrstu plötu á spænsku í 4 ár, um miðbik sept- ember. Platan hefur ekki fengið nafn en mun innihalda smáskífuna „Ment- iroso“ sem fer í spilun á útvarps- stöðvum 22. júlí. Iglesias stjórnaði sjálfur upptökum í félagi við aðra reyndari og er höfundur eða meðhöf- undur nær allra laganna ... POPPkorn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.