Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 13 Varalitaútsala í Debenhams Verð áður kr.1.406,- Verð nú kr. 695,- Meira en 50% afsláttur Gildir út júlímánuð Ath: Einungis er hægt að velja úr ákveðnum litum BRENNISTEINN hefur fundist við fornleifauppgröft við gamla verslunarstaðinn að Gásum og sagði Orri Vésteinsson, fram- kvæmdastjóri Fornleifastofnunar Íslands, að um merkan fund sé að ræða. Væntanlega sé brenni- steinninn komin austan úr Mý- vatnssveit en þaðan var hann fluttur út á 13. öld. „Þessi fundur bendir til þess að Gásir hafi ekki einungis verið verslunarstaður fyrir Eyjafjörð heldur Norður- land allt,“ sagði Orri. Einnig hefur fundist talsvert af leir- kerabrotum og sagði Orri það vekja athygli því leirker hafi ekki orðið al- geng á Íslandi fyrr en á 17. öld en talið er að verslunar- staðurinn Gásir hafi lagst af í kringum árið 1400. Hluti svæðisins er undir vatni og munu tveir danskir kafarar frá neð- ansjávarstofnun dönsku fornleifa- stofnunarinnar vinna að Gásum síðar í sumar. Þeir munu m.a. skoða lónið við staðinn. Fornleifauppgröftur hefur að undanförnu staðið yfir að Gásum og verður fram í ágúst næstkom- andi. Orri, Guðrún María Krist- insdóttir, forstöðumaður Minja- safnsins á Akureyri, og Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnis- stjóri hjá Ferðamálasetri Íslands, kynntu verkefnið að Gásum m.a. fyrir Tómasi Inga Olrich mennta- málaráðherra. Um er að ræða þverfaglega rannsókn og kynningu á Gásum á vegum Minjasafnsins og Þjóð- minjasafns Íslands í samráði við fleiri aðila. Fornleifastofnun Ís- lands hefur með höndum forn- leifarannsóknir og Ferða- málasetrið sér um kynningu en Akureyrarsetur Náttúru- fræðistofnunar Íslands mun sjá um náttúrufarsrannsóknir, m.a. gerð gróðurkorts og skráningu fugla. Reynt að fá skýra mynd af staðnum og daglegu lífi Guðrún sagði að verkefnið snerist um að afla sem mestrar þekkingar á verslunarstaðnum Gásum, en hún myndi ekki aðeins hafa vísindalegt gildi á Íslandi heldur víða um heim, því stað- urinn tengdist mjög öðrum kaup- stöðum, einkum í Evrópu. Þá verða ritheim- ildir einnig kannaðar og sagði Guðrún að töluvert hefði þegar fundist af slíkum heim- ildum. „Við munum reyna að fá eins skýra mynd af staðn- um og daglegu lífi sem kostur er,“ sagði Guð- rún. Í kjölfarið verður upplýs- ingum miðlað til almennings og svæðið kynnt heima- og ferða- mönnum, en Ferðamálasetur Íslands hefur það verkefni á sinni könnu. Fyrirhugað að tengja nærliggjandi sögustaði með fræðslustíg Kristín Sóley sagði að fyr- irhugað væri að reisa fræðsluset- ur á svæðinu er fram liðu stundir. Þá væri ætlunin að hluti búðanna yrði reistur í formi tilgátuhúsa þar sem rekið yrði lifandi safn þar sem ferðamenn væru þátttak- endur í sögu staðarins. Einnig væri hugmyndin að tengja nær- liggjandi sögustaði við Gási og mynda þannig eins konar fræðslustíg að Skipalóni sem er örstutt frá og að Möðruvöllum. Þannig væri ætlunin að gera Gás- ir að menningartengdum ferða- mannastað þar sem miðaldamenn- ing Íslendinga skipaði stærsta hlutverkið. Leiðsögn fimm sinnum á dag um svæðið Nú þegar fornleifauppgröftur stendur yfir er boðið upp á leið- sögn um svæðið á íslensku, ensku og þýsku þar sem greint er frá markmiðum rannsóknanna og því sem fram fer á svæðinu. Þá eru ferðamenn fræddir á sögu Gása og sambandi staðarins við nær- liggjandi sögustaði. Alls er boðið upp á fimm ferðir á dag, kl. 11, 12, 13, 14.30 og 15.30 og hefst ferðin við bílastæðið við Gáseyri. Búið er að koma fyrir nestisborði og bekkjum á klöppunum ofan við búðatóftirnar þannig að ferðalangar geta notið útiver- unnar fyrir eða eftir gönguferð um svæðið og virt fyrir sér útsýnið yfir Gásir og Eyjafjörð. Þegar hafa um 150 manns slegist í för með leiðsögumanni, Ingi- björgu Magnúsdóttur, og kynnt sér sögu staðarins. Farnar verða tvær kvöldferðir síðar í sumar, önnur miðvikudagskvöldið 24. júlí og hin 7. ágúst. Gásir voru helsti verslunar- staður á Norðurlandi á miðöldum og hvergi eru varðveittar jafn- miklar mannvistarleifar á neinum öðrum verslunarstað frá þeim tíma á Íslandi. Danski fornleifafræðingurinn Daniel Bruun og Finnur Jónsson unnu að mælingaruppdráttum á Gásum árið 1907 og að sögn Orra er nú verið að vinna á sama svæði og þeir grófu þar upp fyrir tæpum 100 árum. Þá unnu Mar- grét Auðar Hermanns og Bjarni Einarsson fornleifafræðingar á Gásum sumarið 1986. Hann sagði að þess væri skammt að bíða að menn kæmust niður á yfirborð bygginganna á svæðinu, en svo virtist sem ekki hefði verið vandað sérstaklega til húsakynna. Menn hefðu hróflað upp eins konar tjaldbúðum að vori sem teknar voru niður að hausti. Alls eru á svæðinu tóttir eftir 60 búðir, fremur stórar, sem og ein kirkjutótt sem bendir til að fjölmenni hafi á tíðum verið að Gásum. Þá eru til heimildir um að þar hafi verið sex skip frá hin- um ýmsu löndum í einu. Talið er að kaupstaðurinn hafi lagst af upp úr 1400, en síðustu heimildir um siglingar þangað eru frá árinu 1391, eftir það hvarf nafnið úr rituðum heimildum. Orri benti á að fundist hefði gjóskulag á svæðinu frá árinu 1477, en fyrstu heimildir um verslun á Akureyri eru frá síðari hluta 16. aldar. Einhvers staðar hljóti verslun að hafa farið fram í Eyjafirði í milli- tíðinni og yrði gagnlegt að kom- ast að niðurstöðu hvað það varð- ar. Rannsóknaráætlun til ársins 2006 Fram kom á fundinum á Gásum að gerð hefði verið ítarleg rann- sóknaráætlun sem nær til ársins 2006. Markmið fornleifarannsókn- anna er að afmarka verslunar- staðinn, kanna samhengi hans við byggðina í nágrenninu, tímasetja upphaf og endalok verslunar á Gásum, kortleggja þróun stað- arins, sýna fram á hvernig búð- irnar voru byggðar og að varpa ljósi á eðli þeirrar starfsemi sem fram fór á Gásum. Áætlunin mið- ar að því að grafa upp innan við þriðjung aðalrústasvæðisins, en annað verður geymt ósnert fyrir komandi kynslóðir. Þannig verða skildar eftir vel varðveittar mannvirkjaleifar frá mismunandi tímum til varðveislu og sýningar. Gert er ráð fyrir að áætlunin taki breytingum í ljósi uppgötv- ana sem gerðar verða á rann- sóknatímabilinu. Fornleifauppgröftur stendur yfir að Gásum annað sumarið í röð Ef til vill táknræn orðsending á treyju þess er grefur í rústunum við fornleifauppgröft að Gásum í Eyjafirði; Aldrei of seint. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fornleifauppgröftur stendur nú yfir að Gásum í Eyjafirði en í honum tekur þátt fólk frá ýmsum löndum. Hér er einn starfsmanna við gröft, en að baki honum standa, frá vinstri: Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra, Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Ferðamálasetri Ís- lands, Guðrún María Kristinsdóttir, forstöðumaður Minjasafnsins á Ak- ureyri, og Orri Vésteinsson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands. Verslunar- staður fyrir allt Norðurland FJÖRUTÍU ára afmæli Minjasafns- ins á Akureyri var fagnað á sunnu- dag, á Íslenska safnadaginn, sem og því, að endurbótum er lokið í 100 ára gömlum Minjasafnsgarðinum, sem svo er nefndur. Safnið hélt garð- veislu í tilefni dagsins þar sem boðið var upp á ýmsan fróðleik og skemmtan. Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, var meðal gesta og flutti ávarp. Sverrir Pálsson, fyrrverandi skólastjóri, sem lengi var í stjórn safnsins og um tíma formaður, flutti erindi um sögu minjasafnsins og Bjarni Guðleifsson náttúrufræðing- ur rakti sögu Minjasafnsgarðsins. Guðrún María Kristinsdóttir, for- stöðumaður safnsins, flutti auk þess ávarp. Auk þess var boðið upp á ljóðalestur, sellóleik og leiðsögn um sýningarnar. Vert er að geta þess að við upphaf samkomunnar léku blásarar úr Lúðrasveit Akureyrar og Hljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri, en sú fyrrnefnda á einmitt 60 ára afmæli á þessu ári. Á myndinni flytur Sverrir Pálsson erindi sitt og á hann hlýða m.a. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Guðbjörg Ringsted eigin- kona hans og Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra. Minjasafnið á Akureyri Fjörutíu ára af- mælis minnst Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.