Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 35
honum oft við að bera og hita pokana
og var hann mjög flinkur við að
tengja sig og greiða úr snúrum og
flækjum. Hann leit á sig sem mjög
faglegan sjúkling sem lét fátt stoppa
sig. Hann var alltaf að vinna og var
mikið á ferðinni á pikkanum sínum.
Hann vildi keyra stóra pallbíla og yf-
irleitt voru þeir fullir af verkfærum
og dóti og oftast frekar óhreinir.
Hann hafði líka það áhugamál að
gera upp gamla bílinn sinn eins og
aðrir búa til módel og gefa gömlum
útvörpum og öðrum tækjum nýtt líf.
Þá sat hann inni í bílskúr og hlustaði
á sín lög eða einhverja þætti með
þjóðlegum fróðleik, og það glumdi
hátt í græjunum. Fyrir nokkru fór-
um við öll stórfjölskyldan í jeppaferð
norður í land þar sem afi var fæddur.
Þar keyrðum við torfærur langt inn
á heiði og þar var afi í essinu sínu.
Á milli verkefna hvíldi afi sig í
sjónvarpshorninu í Beykihlíð með
okkur allt um kring. Við slógumst
um að fá að sofa í þeim sófa. Á kvöld-
in vildi hann fá að ráða sjónvarpinu
fram yfir veðurfréttir en amma sagði
að hann sofnaði alltaf eftir lýsingu á
Norðurlandi vestra. Eftir það réðum
við yfir dagskránni og hraut afi undir
hasarmyndunum. Nú er afi okkar
sofnaður og vaknar ekki aftur hjá
okkur. Hann sefur vært hjá guði sem
vakir yfir ömmu og okkur öllum. Afi
kunni mörg ljóð og þulur og þegar
við vorum lítil sat hann með okkur og
raulaði og vaggaði þar til við sofn-
uðum. Elsku afi, sofðu rótt.
Ekki gráta unginn minn
amma kveður við drenginn sinn.
Gullinhærðan glókoll þinn
geymdu í faðmi mínum,
elsku litli ljúfurinn,
líkur afa sínum.
(Örn Arnarson.)
Þín
barnabörn.
Í starfinu dróstu þig hvergi í hlé
þín hugsun að geta mest látið í té
þar geislaði í gegnum vik hvert.
Að flýja af hólmi var fjarri þér æ
og fáum var stundunum kastað á glæ
og verkin þín votta það bert.
(Á.H.)
Með virðingu og þökk kveð ég í
dag mann sem ég tel vera eina af
okkar þöglu, hógværu íslensku
hetjum. Arnljótur var maður verka
og heiðarleika. Hann flutti ungur að
árum til Reykjavíkur, hafði sjálfan
sig sér til stuðnings og sýndi einstak-
an dugnað við að koma sér áfram, því
sérhlífni þekkti hann ekki.
Hann eignaðist fjölskyldu, eigin-
konu og fjögur mannvænleg börn
sem öll eru uppkomin og komin með
sínar eigin fjölskyldur. Fjölskyldu
sinni var Arnljótur kletturinn sem
aldrei brást. Í þögn sinni og hógværð
miðlaði hann til þeirra öllu því sem
hann stóð fyrir; dugnaði, vinnusemi,
nægjusemi, stöðugleika og heiðar-
leika.
Manni eins og Arnljóti er mann-
bætandi að kynnast. Ljós hans mun
loga og leiðbeina áfram, gefa þrek og
þor. Ástvinum Arnljóts votta ég
samúð mína og óska þeim Guðs
blessunar.
Hanna Eyvindsdóttir.
Mikill heiðursmaður er kvaddur.
Arnljótur Guðmundsson fékk útgef-
ið Meistarabréf í húsasmíði 26. júlí
1954 og fljótlega eftir það gekk hann
til liðs við nýlega stofnað félag,
Meistarafélag húsasmiða. Var mikill
fengur fyrir nýtt félag húsasmiða-
meistara að fá þennan unga Hún-
vetning til liðs við þann dugmikla
hóp sem fyrir var. Arnljótur varð
fljótlega virkur félagsmaður og
ávallt tilbúinn til allra starfa. Hann
átti sæti í trúnaðarmannaráði félags-
ins um árabil og sat í stjórn þess í 14
ár og þar af sem formaður í fimm ár.
Árið 2000 gerði Meistarafélag húsa-
smiða Arnljót að heiðursfélaga fyrir
frábært og óeigingjarnt starf. Þegar
Arnljótur Guðmundsson lauk sinni
14 ára stjórnarsetu hjá Meistara-
félagi húsasmiða, lét hann þau orð
falla að Landspítalinn væri orðinn
sinn húsbóndi. Með þeim orðum vís-
aði hann eflaust til þjónustulundar
sinnar og trúnaðar við Meistarafélag
húsasmiða, sem nú yrði að víkja fyrir
verkefnum hjá öðrum húsbónda.
Tókst hann eflaust á við þau með
sama hugarfari og í húsasmíðinni,
þar sem dagsverk hans var farsælt,
langt og strangt.
Að leiðarlokum þakkar Meistara-
félag húsasmiða Arnljóti samfylgd-
ina og leiðsögn til fjölmargra ára og
sendir fjölskyldu hans hugheilar
samúðarkveðjur.
Baldur Þór Baldvinsson,
form. Meistarafélags
húsasmiða.
Kveðja frá
Kiwanisklúbbnum Esju
Ljúfmennska er orðið sem fyrst
kemur í hugann þegar minnst er lát-
ins félaga, Arnljóts Guðmundssonar.
Ljúfur var hann vissulega en margir
fleiri kostir prýddu hann. Sögumað-
ur var hann með afbrigðum góður,
ekki síst er heimahagana bar á
góma. Ófáar kímnisögur af körlum í
Húnavatnssýslu sagði hann af mikilli
innlifun og næmum skilningi að
ógleymdum öllum vísunum, sem
hann hafði á hraðbergi. Þannig var
hann hrókur alls fagnaðar á mörgum
stundum í starfi klúbbsins. Við fé-
lagar hans í kiwanisklúbbnum Esju
eigum einungis góðar minningar um
hann.
Arnljótur var einn af stofnfélögum
klúbbsins árið 1970 og allar götur
síðan var hann virkur félagi. Það fór
ekki hjá því að hann væri kallaður til
embætta og gegndi starfi forseta
klúbbsins starfsárið 1978–1979. Auð-
vitað var það ekki aðeins klúbburinn
sem naut krafta hans, kiwanismenn í
Þórssvæði völdu hann sem svæðis-
stjóra 1984–1985 og sat hann slíkur í
yfirstjórn hreyfingarinnar það
starfsár. Þegar kiwanismenn inn-
réttuðu efstu hæð hússins í Braut-
arholti 26 sem félagheimili var Arn-
ljótur meðal þeirra sem röskast
gengu fram og sat í hússtjórn í sex
ár, þar af formaður seinustu tvö árin.
Enn var hann kallaður til starfa fyrir
hreyfinguna sem stjórnarmaður í
nýju kiwanishúsi á Engjateigi 11.
Öllum þessum störfum gegndi
Arnljótur af stakri trúmennsku og
heilindum. Hann var okkur, sem á
eftir komum, þannig hvatning í
framgöngu þeirra hugsjóna sem
hreyfingin stendur fyrir. Við erum
ríkari menn eftir að hafa kynnst og
starfað með manni sem Arnljóti og
þökkum samstarfið.
Félagar í kiwanisklúbbnum senda
Hrefnu og fjölskyldunni allri innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Það er morgunn í Múlakaffi. Erf-
iðismenn úr mörgum stéttum sam-
félagsins koma þarna saman litla
stund á degi hverjum. Þarna eru píp-
arar og rafvirkjar, múrarar og mál-
arar, jafnvel einn og einn verðbré-
faspekúlant eða svokallaður
athafnamaður ásamt dagdrífurum.
Á miðju gólfi er stórt borð. Að því
safnast sami hópurinn, dálítið
breytilegur eftir því hvenær er, á
tímabilinu frá því kl. 8 að morgni til
kl. 10 eða svo, en þá lýkur venjulega
samkomu þessari. Þannig hefur
þetta gengið til árum saman, einn
kemur og annar fer. Gestirnir eldast
og þegar starfsævinni lýkur verður
þessi morgunstund dýrmætari og
menn sitja lengur. Þegar allt kemur
til alls er hópurinn þó síungur, því
nýir koma þegar aðrir hverfa. Í tím-
ans rás hafa margir eftirminnilegir
menn vanið komur sínar að þessu
kaffiborði. Sumir svo svipmiklir að
þeir halda jafnvel áfram að vera þar
með vissum hætti, þótt hérvistar-
dögum sé lokið.
Einn þeirra, Arnljótur Guðmunds-
son, hefur nú dregið tjaldhæla sína
úr jörðu.
Það er langt síðan hann blandaðist
þessum hópi, manni finnst nærri því
að hann hljóti að vera upphafsmaður
hans. Allavega er hann einn sá eft-
irminnilegasti, glöggur og spaug-
samur, meistari frásagnarinnar, haf-
sjór af fróðleik og skemmtun.
Hann leiddi oftast umræðuna,
hvort sem sagðar voru sögur af fé-
lögunum blandaðar meinlausri kímni
eða leyst voru vandamál líðandi
stundar og slík var frásagnarlistin,
að ég a.m.k. ýtti oft undir að hann
segði aftur þá sögu, sem áður var
sögð.
Þegar ég man fyrst eftir Arnljóti
var hann umsvifamikill byggingar-
meistari og í forsvari fyrir félögum
sínum. Þá sögu kann ég þó ekki að
rekja, enda sagði hann okkur hana
aldrei sjálfur því hann var maður
hógværðar.
Árin liðu, starfsævinni lauk og
heilsan bilaði. Síðustu árin var hann
bundinn nýrnavél, svo klukkustund-
um skipti, á hverjum sólarhring.
Hann bar erfiðleika sína af karl-
mennsku og ró, kom seinna að borð-
inu en áður. Það var eins og sam-
koman væri ekki fullkomnuð, fyrr en
þessi hái og grannvaxni maður sást
renna í hlað, á sínum Sambandsbíl.
Næst gerðist það að hann kom inn,
gekk til borðs og settist, brosti hlý-
lega og fytjaði upp á gamni eða al-
vöru, á þann hátt sem honum einum
var lagið.
Nú er sögumaðurinn þagnaður,
kominn í hóp þeirra sem verða þrátt
fyrir allt áfram við borðið, þó að þeir
séu lagðir af stað í ferðina miklu, sem
okkar allra bíður, því enn eru þar
sagnameistarar, sem munu rifja upp
minningar um Arnljót, sem við átt-
um svo lengi samleið með.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
allra við morgunverðarborðið. Við
minnumst hans með söknuði og
þökkum fyrir fjölmargar ánægjuleg-
ar samverustundir.
Gunnar Jónsson.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minning-
argreina
7
-7>+
?+
+1
!
"#
$"
"
"
'$ >0@606 (
A=
2-
+
) ;'"B
< 8
3 +4
!
"#
"
"
"
5
00 +221
3%
$#
;36 00(
) *
)
:A7
500C
01 ! %
"
" +6 +121
'1
8 <!"0' &$
%5 '
8 $ +
0
8 !" < $
"
0' #3$
0) 3(
$
&
$
"#
"#
"
"
2
- ;1 0 $ < ';D6<
&3 < =' $
; EB
01 ! % (
-
&
""
$
$
"%
"
*
#
+' < $ #3 '
' % < $ 10
< <
"' % .<
3 < $ 0'40'1$+
%< < $
3'&!"
" "(
&A+
&+
+2
0'!
7 01! $
'' ! $ (
"
*
* &-+
<3
84$%
0!"$
;.
84$ 6'%<
'"F
01 ! %
7 $#"
"
3
"# +. +221
78$1 (
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986