Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ er að leggja loka- hönd á frágang fjórtán leigu- íbúða fyrir námsmenn í Arnarási 9–11 í Garðabæ. Íbúðirnar eru í eigu Garða- bæjar en Félagsstofnun stúdenta sér um rekstur þeirra, móttöku umsókna og úthlutun íbúða. Námsmenn sem stunda nám á háskóla- stigi og eiga lögheimili og bú- setu í Garðabæ geta sótt um íbúðirnar sem verða tilbúnar til afhendingar 1. september nk., áður en nýtt skólaár hefst í haust. Í húsinu eru fjórar 45 fer- metra einstaklingsíbúðir, 6 tveggja herbergja íbúðir, 54 m² að flatarmáli hver, og fjórar þriggja herbergja íbúðir sem hver um sig er 71 m² að flatarmáli. Þá eru tvær íbúðanna sérstaklega hann- aðar fyrir fatlaða. Leiguverð einstaklingsí- búða er 51.884 kr. á mánuði, 60.143 kr. fyrir tveggja her- bergja íbúðir og 79.414 kr. fyrir þriggja herbergja íbúð- ir á mánuði. Á heimasíðu Garðabæjar er bent á að væntanlegir leigjendur geti sótt um húsaleigubætur til að lækka leigukostnað. Leigufjárhæð er vísitölu- tengd og ákvörðuð út frá byggingarkostnaði hússins þannig að leigan standi straum af rekstri þess, af- borgunum lána og annarri umsýslu. Áætlaður heildar- kostnaður við byggingu hússins er 133 milljónir króna og eru hönnunarkostn- aður og lóðargjöld innifalin. Á heimasíðu bæjarins kemur enn fremur fram að mikil eftispurn sé eftir íbúð- arhúsnæði í Garðabæ, ekki síst meðal ungs fólks. Með tilkomu námsmannaíbúð- anna sé ungu fólki gefinn kostur á að sækja um náms- mannaíbúð í sínum heimabæ. Að sögn Guðfinnu B. Kristjánsdóttur, upplýsinga- stjóra Garðabæjar, hafa Fé- lagsstofnun stúdenta og Garðabær gert með sér sam- starfssamning í tengslum við rekstur námsmannaíbúðanna sem gildir í eitt ár, eða til loka ágúst 2003. Að þeim tíma liðnum verður samning- urinn endurskoðaður en Guðfinna bendir á að báðir aðilar hafi lýst yfir vilja sín- um til að framlengja samn- inginn um allt að tíu ár. Húsið getur einnig nýst almennum markaði Byggingin er tveggja hæða steinsteypt fjölbýlis- hús. Auk íbúðanna fjórtán samanstendur hún af sam- eiginlegu þvottahúsi og hjólageymslum ásamt geymslum húsfélags. Arki- tekt hússins er Arkís ehf. og hefur Örn Þór Halldórsson arkitekt haft yfirumsjón með hönnun hússins í nánu sam- ráði við bæjaryfirvöld Garða- bæjar. Bygging hússins var í höndum verktakafyrirtækis- ins Matthíasar ehf. Gengið er inn í allar íbúð- irnar af svalagangi sem er undir „léttu“ þaki, að því er segir í lýsingu. Að sögn arkitekta er húsið þannig úr garði gert að unnt er að breyta því í íbúðir fyrir almennan markað. Er hug- myndin sú að hægt sé að breyta tveggja herbergja íbúðum hússins í tvær stórar þriggja herbergja íbúðir og tvær fjögurra herbergja íbúðir. Að sögn Arnars Þórs hjá Arkís eru allar íbúðir hússins einfaldar í sniðum og hönn- unin látlaus. Í öllum íbúðum er opið á milli eldhúss og stofu. Svalir eru í öllum íbúð- um og ýmist er innangengt um þær gegnum stofu eða svefnherbergi. Þá er innan- gengt í geymslu úr íbúðun- um. Gert er ráð fyrir sameig- inlegu leiksvæði fyrir börn á lóð hússins. Að innan er byggingin steinsteypt og einangruð en meginhluti útveggja er húð- aður með kvartsteinsmuln- ingi. Hluti útveggja er slétt- múraður og málaður að utan en þak er klætt með asfalt- dúk, einangrað og fergt með möl. Gluggar og hurðir eru úr timbri og gólf að innan klædd með linoelum-gólfdúk. Alls er húsið tæpir 872 fer- metrar að flatarmáli og brúttórúmmál þess tæpir 2.600 m³. Stærð lóðar er alls tæpir 2.500 fermetrar. Um burðarvirki hússins og lagnir sá verkfræðistofan Burður, Tækniþjónustan sf. sá um raflagnir og lóðahönn- un var í höndum Landark ehf. Sveitarfélög taki Garða- bæ sér til fyrirmyndar Rebekka Sigurðardóttir, kynningarfulltrúi hjá Fé- lagsstofnun stúdenta, segir Félagsstofnun fagna því að sveitarfélög leggi sitt á vog- arskálarnar til að mæta þeim húsnæðisvanda sem blasir við stúdentum með byggingu íbúða fyrir námsmenn. Fé- lagsstofnun sér um rekstur Stúdentagarðanna í Reykja- vík fyrir stúdenta við Há- skóla Íslands og er fjöldi fólks á biðlista eftir að kom- ast að, að hennar sögn. Að sögn Rebekku liggur að baki verkefninu samstarf FS, Stúdentaráðs og Garða- bæjar um byggingu og rekst- ur íbúða fyrir námsmenn og hefur Stúdentaráð leitað eft- ir því að önnur sveitarfélög taki sér samstarfið til fyrir- myndar, að hennar sögn. Hún segir samstarf FS við Garðabæ ólíkt samstarfi við Reykjavíkurborg að því leyti að Garðabær byggir íbúðirn- ar sjálfur, þær séu eingöngu ætlaðar stúdentum með lög- heimili í Garðabæ og úthlut- un sé ekki einskorðuð við nemendur HÍ. Byrjað er að taka á móti umsóknum um nýjar náms- mannaíbúðir og rennur um- sóknarfrestur út 8. ágúst nk. Hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar á skrif- stofu Stúdentagarða. Leiguíbúðir fyrir námsmenn á vegum bæjarins og Félagsstofnunar stúdenta lausar til umsóknar Fjórtán íbúðir af- hentar 1. septem- ber næstkomandi Morgunblaðið/Sverrir Verið er að leggja lokahönd á frágang innandyra. Um 35 iðnaðarmenn hafa unnið við byggingu hússins, að sögn Matthíasar Hjálmtýssonar hjá verktakafyrirtækinu Matthíasi ehf. sem sér um framkvæmdir við húsið. Morgunblaðið/Sverrir Eftir er að ganga frá lóð hússins en ráðgert er að meðal annars verði sameiginlegur leik- völlur á lóðinni. Húsið er klætt að utan með kvartsteinsmulningi. Teikning/Arkís Hér sést framhlið hússins sem er steinsteypt á tveimur hæðum. Gengið er inn í allar íbúðir hússins af svalagangi sem er undir þaki. Garðabær ÞAÐ er ekki alltaf létt verk að bera heim afrakstur inn- kaupaferða í matvöruversl- anir, sérstaklega ekki þegar vindar blása og regn getur skollið á á hverri mínútu. Konan á myndinni gengur heim með vörur sínar og virðst í þungum þönkum. Kannski er hún að fara yfir innkaupalistann í huganum og tryggja að ekki hafi gleymst að kaupa nauðsynja- vörur í matvöruversluninni. Morgunblaðið/Sverrir Skyldi mjólkin vera meðferðis? UNDIRBÚNINGUR að stofnun Höfuðborgarstofu - ferðamála, markaðs- og við- burðaskrifstofu Reykjavíkur er vel á veg kominn. Á fundi borgarráðs í síðustu viku voru tillögur borgarstjóra um full- trúa atvinnulífsins í stjórn stofunnar samþykktar og er hún nú fullskipuð. Í stjórn sitja Dagur B. Egg- ertsson, borgarfulltrúi, og Felix Bergsson, leikari, R- lista, og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarfulltrúi D- lista, sem kosnir voru af borg- arstjórn. Var Dagur B. Egg- ertsson kjörinn formaður. Þá skal áréttað að fulltrúar atvinnulífsins í stjórn eru Hrönn Greipsdóttir, hótel- stjóri Radisson SAS, Guð- mundur Þórhallsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, og Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða. Stjórn Höf- uðborg- arstofu fullskipuð Reykjavík ALLS sóttu 2.674 skólanemar um störf hjá Vinnumiðlun skólafólks í ár en þeir voru 1.856 í fyrra. Þetta kemur fram í yfirliti sem Ómar Ein- arsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs, hefur sent borgaráði um ráðn- ingar í ár í samanburði við ráðningar síðustu þriggja ára. Borgarráð samþykkti í vor og sumar um 100 m. króna viðbótarfjárveitingu alls til að ráða fleira skólafólk í sumar- störf og hafa stofnanir gengið frá ráðningum í samræmi við það. Fram kemur að alls hafi 1955 skólanemar verið ráðnir til starfa í ár hjá fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar. Til samanburðar voru sam- bærilegar ráðningar 1.410 í fyrra, 1.294 árið 2000 og 1.175 árið 1999. Þannig hefur ráðn- ingum hjá Vinnumiðlun skóla- fólks frá 1999–2002 fjölgað úr 875 í 1.555, um 680 störf, eða 77,7%. Flestar ráðningar í ár eru hjá embætti borgarverkfræð- ings eða 687 talsins og hjá ÍTR 614. Þessar tvær stofn- anir hafa því notið 83% af þeim ráðningum sem fara í gegnum Vinnumiðlun skóla- fólks og 64% af heildarráðn- ingum skólanema hjá stofn- unum og fyrirtækjum borgarinnar nú í sumar. Alls sóttu 2.674 náms- menn um vinnu í ár Reykjavík Vinnumiðlun skólafólks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.