Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mig langar til að minnast mágkonu minnar, Valgerðar Guðlaugsdóttur frá Vík í Mýrdal, sem andaðist fyrir nokkr- um vikum. Vegna anna heima fyrir gat ég ekki komið því við að fylgja henni síðasta spölinn, en hún á það inni hjá mér að ég minnist hennar með fáeinum orðum. Sautján ára gömul tengdist ég þessari fjölskyldu. Þau voru 15 systkinin og móðir þeirra lést þeg- ar yngsta barnið fæddist. Valgerð- ur, sem þá var ekki orðin tvítug, tók þá við móðurhlutverkinu og fórst það vel úr hendi eins og ann- að sem hún tók að sér að gera. En erfitt hefur það verið fyrir svo unga stúlku að annast þennan stóra hóp þar sem ekki voru þau þægindi sem okkur finnst sjálfsagt að hafa í dag. Valgerður hafði mikla tónlistar- gáfu og man ég alltaf eftir okkar fyrstu kynnum. Ég átti gítar sem Valgerður hafði gaman af að grípa í þó að ekki hefði hún lært á það hljóðfæri. Þegar hún var á leið á vertíð til Vestmannaeyja bauð ég henni að hafa gítarinn með til að æfa sig á um veturinn. Um vorið þegar hún kom til baka var hún sannarlega búin að læra að stilla sína strengi, eins og stóð í kvæð- inu sem hún söng svo oft og var VALGERÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR ✝ Valgerður Guð-laugsdóttir fæddist í Kerlingar- dal í Mýrdal 7. okt. 1918. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 6. júní síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Vík- urkirkju 15. júní. unun að hlusta á hana með sína fallegu söng- rödd. Á þessu stóra heim- ili var mikið að gera og reyndi Valgerður að fá yngri systur sín- ar til að taka þátt í heimilishaldinu. Eitt- hvað brösuglega gekk að fá systurnar í upp- vaskið og datt Val- gerði það snjallræði í hug að létta þeim verkin með því að spila á gítarinn og svo sungu þær allar með. Þannig var Valgerður, ávallt mikill gleðigjafi. Eftir að Valgerður og Magnús eignuðust börn og bú skutu þau skjólshúsi yfir syni mína sem voru í framhaldsskóla í Vík og ekki töldu þau það eftir sér þó að sjálf ættu þau sex börn. Þau voru ætíð reiðubúin að greiða götu fólks með sinni einstöku greiðasemi og elsku. Nú birtist Valgerður mér sem kær minning, og vil ég þakka henni alla hlýju sem hún sýndi mér og mínu fólki frá fyrstu tíð. Bið ég guð að varðveita sál þess- arar góðu konu. Börnum og eftirlifandi eigin- manni votta ég innilega samúð mína. Þó er eins og yfir svífi enn og hljóti að minna á þig, þættirnir úr þínu lífi þeir sem kærast glöddu mig. Alla þína kæru kosti kveð ég nú við dauðans hlið. Man er lífsins leikur brosti ljúfast okkur báðum við. (Steinn Steinarr.) Guðveig Bjarnadóttir, Skaftafelli. Að vera: Að vera villuráfandi barn sem veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Að vera sent norður í Silfrastaði þar sem það þekkir ekkert til og enginn þekkir það. Að vera utangátta en þó standa frammi fyrir mestu stefnu- breytingu lífs síns. Að vera full- komlega velkomið á nýjar slóðir og finna fyrir öryggi, væntumþykju og hlýju. Að vera umborið. Að vera til. Að fá: Að fá að dvelja um stund á góð- um stað og byrja upp á nýtt. Að fá að vera barn sem er að þroskast og fá að uppgötva hvað í því býr. Að fá að vera metið að verðleikum. Að fá að valda vandræðum og veseni. Að fá aðhald og tilsögn, jafnvel löngu eftir að dvöl þess er lokið. Að fá alltaf að vera velkomið. Að fá að kynnast góðu fólki. Að fá að vera til. Að njóta: Að njóta þess að vera í góðum höndum þegar heimurinn hrynur saman á einu stuttu andartaki. Að njóta þess að fá styrk í sorginni, HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Helga Kristjáns-dóttir fæddist í Fremstafelli í Köldu- kinn 1. maí 1919. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 5. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Silfrastaðakirkju 15. júní. faðmlög, hlýju og djúpa samúð. Að njóta þess að gráta og fá huggun. Að njóta stuðnings og um- hyggju lengi á eftir. Að njóta aðstoðar við að ná áttum. Að njóta þess að vera til. Að finna: Að finna gleði og áræði þegar barnið á að fermast. Að finna að allir eru tilbúnir til þess að verða við ósk barnsins um að ferm- ast frá Silfrastaða- kirkju. Að finna hve einstakt það er og hve allir vilja gera daginn eft- irminnilegan. Að finna að barnið er ekki eitt um það að vera með fiðr- ildi í maganum. Að finna góðan ásetning og eftirvæntingu hjá öllum og vonir um að allt gangi vel. Að finna að maður er til. Elsku Helga mín, þessar sagnir sem segja svo margt. Svo smáar en búa þó yfir svo miklu. Þær eru fyrstu orðin sem mér koma í hug þegar ég hugsa til baka, til þín og Silfrastaða. Með þeim í hópi eru sagnirnar að læra, að skilja, að virða, að elska en þó einkum og sér í lagi að muna. Ég þakka fyrir að hafa kynnst þér og ég mun minnast þín alla mína tíð ásamt þeim tíma sem skipti mig meiri sköpum í líf- inu en þú gerðir þér nokkurntíma grein fyrir. Og þó, ég veit að þú átt- aðir þig á því. Blessuð sé minning þín. Hjördís Kvaran Einarsdóttir. HINN 25. maí 2001 nauðlendir þyrla fólksins í landinu, TF- SIF, á túni við Stekkjavelli á Snæ- fellsnesi. Þegar ég fyrst heyrði rauna- sögu fulltrúa dóms- málaráðuneytisins sem stjórnaði fluginu þennan dag, fylltist ég tortryggni um trú- verðugleika raunasög- unar á gefnum for- sendum eins og sagan var sögð í öllum fjöl- miðlum landsins dag- inn eftir atburðinn. Óhappið Í stuttu máli er raunasagan þessi: Þyrlan TF-SIF er sögð í eðlilegu farflugi í 15 metra flug- hæð yfir fjalli einu á Snæfellsnesi þegar hún fyrirvaralaust flýgur inn í loftókyrrð sem breytir stöð- ugleika hennar þannig að eitt eða fleiri blöð þyrlunnar koma við stél- flöt hennar þarna yfir fjallinu. Eft- ir þessa raun flýgur þyrlan langa leið, ca. 6 km, frá fjallinu og inn á túnið við Stekkjavelli og nauðlend- ir þar að sögn. Þetta er flugtími upp á mjög margar mínútur. Þangað er þyrlan sótt með krana og stórum flutningabíl og flutt þannig til Reykjavíkur. Tortryggni mín í garð sögunar verður til hér. Fyrst þyrlan gat flogið frá fjallinu inn á túnið og smáskeinan skoðuð þá hefði eins mátt fljúga henni áfram til Reykjavíkur. Tilfellin þar sem blað skellur í stélflöt þyrlu á flugi eru tvö eða þrjú á heimsvísu og á þetta ekki að vera hægt í eðlilegu farflugi. Aftur á móti eru 99% tilfellanna þar sem blað skellur í stélflöt tengd flugkennslu og nauðlending- aræfingum með viðvaninga. Af þessum sökum lék mér for- vitni á að vita sem þyrluflugstjóri hvert tjónið hefði orðið og hvaða hlutir þyrlunnar hefðu verið end- urnýjaðir og gerði það með bréfi dags. 1. ágúst 2001 til forstjóra Landhelgisgæslu Íslands en þyrl- an var á hennar vegum í opinberu landhelgisgæsluflugi þennan dag er óhappið varð og voru 5 menn um borð. Svarbréf kom 20 dögum síðar og þar stendur: „Vegna þessa óhapps þurfti að skipta út þyrilspöðum, þyrilhaus og aðaldrif- skafti þyrlunnar.“ Þetta tjón mun hafa kostað tæpar 70 millj- ónir króna. Þessi tjónalýsing fengin frá Landhelgisgæslu Ís- lands gaf mér tilefni til að ætla að óhappið hafi orðið á túninu við Stekkjavelli en ekki í farflugi yfir fjalli á Snæfellsnesi. Í þessu ljósi vildi ég næst fá að sjá ferðalag þyrl- unnar þarna á nesinu frá Rifi því hún var sögð í opinberu gæsluflugi þarna í fjöllunum. Flugmálastjórn Íslands fékk sömuleiðis bréf hinn 1. ágúst 2001 og átti sú stofnun að útvega undirrituðum rétt staðfesta radar- mynd af flugi þyrlunnar í fjöll- unum. Erindinu var hafnað af þeirri stofnun og málið fór í stjórnsýslukæru til samgöngu- ráðuneytisins. Hálfu ári síðar hafði það ráðuneyti ekkert gert í málinu og næst var málið kært til Úr- skurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin tók málið fyrir samdæg- urs og sendi Flugmálastjórn Ís- lands bréf þar sem sú stofnun fékk eina viku til að svara erindinu og með svarinu átti að fylgja rétt staðfest radarmynd af flugferli þyrlunnar TF-SIF yfir Snæfells- nesi. Flugmálastjórn Íslands fór á kostum í svarbréfi sínu og tókst að plata fulltrúa forsætisráðherra í nefndinni til að trúa því að ekki væri hægt að verða við óskum nefndarinnar um radarmynd. Flugmálastjórn Íslands og varn- arliðið á Keflavíkurflugvelli nota sama radarkerfið og það var frá varnarliðinu sem Flugmálastjórn var í lófa lagið að fá afrit af rad- armynd vegna þessa máls henni að kostnaðarlausu. Flugmálastjórn Íslands ætlar að eyða tugum millj- óna í kaup á kerfi sem er eins og kerfi varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli til að afrita radarmyndir en þeir fá ekki útflutningsleyfi frá USA. Rannsóknarnefnd flugslysa Rannsóknarnefnd samgönguráð- herra lauk skýrslu í málinu, „Flug- óhapp TF-SIF í desember 2001“. Ég fékk skýrsluna á ensku og er hún eitt af því ótrúlega sem ég hef séð á heimsvísu. Það skrautlegasta við skýrsluna er þáttur Veðurstofu Íslands í að útskýra óhappið þarna í fjöllunum með skýrslu upp á 19 síður þar sem sú stofnun býr til ótrúlegar mannraunir í ævintýra- legum sviptivindum fyrir fulltrúa dómsmálaráðuneytis að glíma við þarna í fjöllunum. Þetta voru mikl- ar mannraunir fyrir opinbera starfsmenn í miklum lífsháska. Það merkilegasta við skýrslu rannsóknarnefndarinnar er, að það vantar lýsingu á tjóni og hvaða hlutar úr þyrlunni voru taldir ónýtir í skýrslu tryggingarfélags- ins. Í skýrslunni kemur fram að í þyrlunni voru hljóðupptökutæki fyrir fjarskipti og svokölluð NR hljóð sem koma frá stélskrúfu, aðalþyrluspöðum og aflvél. Þessar upplýsingar voru sendar til Eng- lands til greiningar og eru í skýrslunni sem viðauki 5.4 og er þar línurit án texta. Af þessu línu- riti má sjá að atburðarásin í óhappinu er um 10 sek. og er ofsa- fengin og er þyrlan hætt að fljúga og er lent um 17 sek. eftir að blöð- in skella í stélfleti hennar og skera í burtu drifskaftið, eyðileggja blöð- in og þyrilhaus þyrlunnar. Þetta styður tjónaskýrslan og mynd 5.3 í rannsóknarskýrslunni sem sýnir að „rotor-head“-endinn slæst ofan í búk þyrlunnar. Það getur aðeins gerst þegar þyrlan er á jörðu eða í snertingu þar við og „blade bending“ er ekki til staðar. Þegar þyrla er á flugi bogna blöð hennar upp undan þunga þyrlunn- ar, það heitir „blade bending“. „Rotor-head“-endi á ekki að geta slegist í búk þyrlu á flugi, það er sannað mál. Ráðherraábyrgð Skýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa í þessu máli, Flugóhapp TF-SIF, er móðgun við allt rann- sóknarstarf á Íslandi en fleira kemur til. Í þessu sérstaka máli mun reyna á það hvort og hvað langt opinberir embættismanna- þjónar ná að ganga í svokölluðu „samtryggingarkerfi opinberra starfsmanna“ í að plata ráðherra í ríkisstjórn Íslands til að halda að hlutirnir séu öðruvísi en þeir í raun eru. Þennan dag áttu fulltrúar dóms- málaráðherra að vera í opinberu eftirlitsflugi í landhelgi Íslands. Um borð í þyrlunni var sérstakur trúnaðarmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslu Íslands sem einnig er sérstakt vitni dómsmála- ráðherra og ákæruvaldsins í mál- um reknum á hendur íslenskum skipstjórum sem grunaðir eru um lögbrot. Þessir sömu fulltrúar dómsmála- ráðherra eru sérstakir ráðgjafar ríkisstjórnar Íslands í málefnum þyrluflugs á Íslandi. Þessir sömu fulltrúar dómsmálaráðherra eru prófdómarar og sérstakir trúnað- armenn Flugmálastjórnar Íslands í málefnum flugkennslu og flug- reksturs í þyrluflugi á Íslandi. Þyrla fólksins í landinu, TF- SIF, var í opinberu gæsluflugi þennan dag og á meðan svo er þá er hún ekki tryggð til flugkennslu með farþega. Rannsóknar- nefndin Guðbrandur Jónsson Flugmál Skýrsla Rannsókn- arnefndar flugslysa í þessu máli, segir Guðbrandur Jónsson, er móðgun við allt rann- sóknarstarf á Íslandi. Höfundur er þyrluflugstjóri. UMRÆÐAN Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Brúðargjafir Mörkinni 3, s: 588 0640 Opið mánudag-föstudags 11-18. Lokað á laugardögum í sumar Salsaskálar frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.