Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR litið er um öxl er menn- ingarbyltingin í Kína eitt af þeim hörmungarskeiðum í sögu tuttug- ustu aldarinnar sem nær ómögulegt er að skilja nema sem fjarstæðu- kennda birtingarmynd mannfyrir- litningar og vitfirringar. Frammi fyrir jafn ofstækisfullum og víðtæk- um aðgerðum og kínversku menn- ingarbyltingunni fallast manni hend- ur, líkt og þegar reynt er að horfast í augu við hugmyndafræði þriðja rík- isins eða útskýra samfélagssýn Pols Pots. Það er því bæði undravert og athyglisvert að jafn leikandi létt og fallegt bókmenntaverk og Balzac og kínverska saumastúlkan eftir Daj Si- jie skuli verða til úr þessum jarðvegi, en höfundur bókarinnar er eitt af fórnarlömbum þeirrar pólitísku „endurmenntunar“ sem fram fór á tímabilinu. Hér segir frá örlögum tveggja pilta, vinanna Lúós og sögumannsins sem aldrei er nafngreindur, en líkt og svo margir aðrir sem skilgreindir voru sem „óvinir alþýðunnar“ eru þeir fluttir nauðugir viljugir frá borgarheimkynnum sínum í fjarlægt fjallaþorp þar sem ætlunin er að „endurmennta“ þá, þ.e. sýna þeim hversu firrtir þeir hafa orðið í sínum „borgaralega“ veruleika frá grunn- atvinnuvegum þjóðarinnar, en þess- ari reynslu má e.t.v. líkja við að þeim sé varpað eitt til tvö hundruð ár aftur í tímann þar sem frumstæðir land- búnaðarlifnaðarhættir ráða ríkjum, og stritað er frá morgni til kvölds við erfiðar, og oft og tíðum lífshættuleg- ar, aðstæður. Maður spyr hvers kon- ar glæpsamlegt eðli eða framferði auðkenndi í þessu samhengi „óvini alþýðunnar“, í tilviki piltanna er svarið einfalt en um leið óhugnan- legt; glæpur þeirra var að vera synir menntamanna. Menningarbyltingin var m.a. til- raun Maós, formanns kínverska kommúnistaflokksins um langt ára- bil, til að endurnýja byltingaranda þjóðarinnar og innræta hugmynda- fræði flokksins í nýja kynslóð. Í þeim tilgangi var sérstaklega lagt til at- lögu við „elítur“ mennta- og forrétt- indafólks sem að mati hugmynda- smiðanna stóðu í vegi fyrir framrás byltingarinnar. En þótt sagan gerist á slíkum umbyltingatímum þar sem mannlegir harmleikir urðu að hvers- dagslegum hlut er sagan að forminu til einföld og ekki er hægt að segja að hún litist beinlínis af gagnrýnni póli- tískri höfundarsýn á þær aðgerðir og hugmyndafræði sem mynda baksvið hennar. Sijie tekst þannig ekki á við félagslegar aðstæður aðalpersón- anna á forsendum epískra raunsæis- höfunda, þótt efniviðurinn bjóði tví- mælalaust upp á slíka nálgun, heldur leitar hann á vit naumhyggju og ger- ir tilraun til að bregða upp mynd af huglægri upplifun aðalsöguhetjunn- ar og þeim smáatriðum sem gera þjáningu hins daglega lífs bærilega. Þannig er sjónum ekki sérstaklega beint að eymd piltanna tveggja, þótt endalausar ferðir á krákustígum upp fjallshlíðar með fötur á bakinu fullar af mannaúrgangi og lýsingar á stór- hættulegum námugreftri gefi vissu- lega til kynna vonleysi vinanna og hryllilegar aðstæður þeirra sem sendir voru í slíka „endurmenntun“, heldur reynist þungamiðja bókar- innar vera þeir tveir hlutir sem eru ljósglæta í myrkrinu: forboðnar bók- menntir og ung stúlka í nágranna- þorpi (saumastúlkan í titlinum) sem Lúó verður ástfanginn af. Sérstaklega er það fyrrnefndi þátturinn – forboðnar bókmenntir – sem reynist hugmyndalegur burðar- stólpi verksins og kannski er það í þessum efnisþræði, sem haganlega er leikið með í gegnum söguna, sem boðskap frásagnarinnar er að finna. Svo einkennilega vill nefnilega til að annar ungur maður sem gerður hef- ur verið útlægur til þorpsins, en vinasamband hans og tvímenning- anna er þó alltaf brösótt, hafði með sér dularfulla tösku sem hann sýnir engum en í ljós kemur að er uppfull af sígildum bókmenntum eftir höf- unda á borð við Balzac og Dumas. Undir ströngu hugmyndalegu for- ræði Maós var það stórglæpur að hafa slíkan feng undir höndum en þótt pilturinn, sem kallaður er Gler- augnaglámur, fari leynt með góssið komast vinirnir yfir töskuna. Þar sem þeir stelast á næturnar til að drekka í sig fegurð og vísdóm skáld- verkanna öðlast þeir ákveðna tegund af frelsi, en boðskapur bókarinnar virðist einmitt felast í þeirri sann- færingu höfundar að í bókmenntum, og kannski listum almennt, búi mátt- ur til að leysa andann úr viðjum. Pilt- arnir tveir uppgötva nýjar aðferðir til að skynja umhverfið og sjálfa sig og þótt kjör þeirra breytist ekki á áþreifanlegan hátt eftir lestur bók- anna skynjar lesandinn að sú hug- læga uppreisn sem fylgir forboðnum verknaðinum sé upphafið á raun- verulegri „endurmenntun“ félag- anna. Forboðnar bókmenntir BÆKUR Þýdd skáldsaga Eftir Dai Sijie. Friðrik Rafnsson íslensk- aði. Bjartur, Reykjavík 2002. 149 bls. BALZAC OG KÍNVERSKA SAUMASTÚLKAN Björn Þór Vilhjálmsson hugleiðinga um lífið og tilveruna al- mennt, svo og leit mannsins að markmiði og tilgangi samanber ljóð sem skáldið nefnir stutt og laggott Leit: Afrakstur ferðar á þessa heiði hillinga og skýjaborga að vötnum undrafiska kyrrum og reiðum er afstætt hugtak Hver ert þú ferðamaður Hvað rekur þig hingað veiði flótti fegurðarþrá … Ingi Steinar getur verið smekkvís þar sem honum tekst best upp. Hann ann hinu fagra. Fegurðin er að sönnu sígilt og verðugt yrkisefni og má vel vera undirstaða skáldlistar. En skáldinu tekst ekki alltaf jafnvel upp. Orðaval hans er stundum of flatt. Of mörg ljóð hans eru lítið ann- að en hversdagshjal, sett upp eins og ljóð. Eða skjátlast mér? Verður orða- samband skáldskapur með því einu það sé bútað niður í stuttar línur og kallað ljóð? GRUNNHUGMYND bókar þess- arar byggist á landslagi með óspilltri náttúru. Út af því er síðan lagt á ýmsa vegu. Skáldið yrkir um hafið, fjöruna, dal- inn, heiðina, fjöllin. Lík- ingamál skáldsins er hvarvetna auðskilið. Mikið er um persónu- gervingar. Náttúrunni er þá eignað mannlegt út- lit og eigin- leikar. Hraunhella kallast á við kviksyndismýri, stapar og drangar eru einbúar, höfði á strönd er þver- haus, fjöllin bera fjallgöngumanninn á herðum sér og vindinum er líkt við strák á hjólabretti. Allt er myndmál þetta kunnuglegt frá eldri og yngri ljóðlist. Sum ljóðin byggjast mest eða alveg á líkingamáli af þessu tagi, t.d. ljóðið Brim: Við messu í Tröllakirkju flytur skaparinn sjálfur stólræðuna fimbulrómi taka stórskornir drangar undir sönginn en stapar og sker meðtaka boðskapinn af kristilegri auðmýkt Í ljóðinu Að norðan – og reyndar í fleiri ljóðum bókarinnar – saknar skáldið fjarlægra átthaga sem standa skáldinu þó ljóslifandi fyrir hugskotssjónum í minningunni. Veiðivötnin með fiskisæld sinni eiga líka vísan stað í draumalandi skálds- ins. Allt verður þetta skáldinu tilefni Í draumalandi náttúrunnar Erlendur Jónsson BÆKUR Ljóð Ingi Steinar Gunnlaugsson. 61 bls. Hörpuútgáfan. Prentun: Prentverk Akra- ness hf. Akranesi, 2001. MEÐ ÖÐRUM ORÐUM Ingi Steinar Gunnlaugsson WOLFGANG Portugall, organisti og semballeikari, og kona hans Ju- dith Portugall flautuleikari eru næstu gestir í tónleikaröð Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði í kvöld, mið- vikudagskvöld kl. 20.30. Flutt verður tónlist frá Þýskalandi og Frakklandi ásamt nýju stykki eftir Zsolt Gár- donyi frá Ungverjalandi. Wolfgang er tónlistarkennari við tónlistardeild Johannes Gutenberg háskóla í Mainz og kennir þar á sembal og basso continuo. Hann kennir líka við tónlistarskóla Episco- pal kirkjunnar í Mainz ogvið tónlist- arskóla Frankenthaler. Sem organ- isti og semballeikari hefur hann haldið marga tónleika í Evrópu. Judith Portugall kennir á flautu við Bæjartónlistarskóla Heppen- heims og er þar líka aðstoðarskóla- stjóri. Hún spilar með nokkrum bar- okkhljómsveitum og kammer- tónlistarhópum og hefur spilað barokk- og nútímatónlist á geisla- plötur. Portugall-dúettinn mun einnig halda tónleika í Reykjahlíðarkirkju 20. júlí og í Akureyrarkirkju 21. júlí. Portugall dúettinn í Bláu kirkjunni Í KJALLARA Gallerís i8, í litlu sýningarými undir stiganum, sýnir Frosti Friðriksson verk sem hann nefnir „Útibú“. Frosti útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands fyrir tveim árum. Hann er nú á ferðalagi um Indland þar sem mikill fjöldi betlara hefur orðið á vegi hans. Í texta sem fylgir verkinu segir Frosti að betl- ararnir séu misjafnlega á sig komn- ir, að hann hafi ekki kost á að verða við beiðni þeirra allra og óski eftir aðstoð íslenskra listunnenda. Sagt er að góður betlari sé ekki sá sem veit hver á næga peninga held- ur sá sem sér út hverjir eru tilfinn- ingalega opnir. Lokaður maður bregst ekki við betlurunum þótt hann eigi pening, en sá sem er til- finningalega opinn gerir það. Fyrir hann getur verið átakamikið að mæta betlurum sem eru ýmist ágengir eða aumkunarverðir. Til- finningar eins og vorkunn eða sam- viskubit vakna innra með honum sem betlarinn nýtur góðs af, en reiði eða fyrirlitning kunna einnig að vakna sem eru betlaranum ekki eins hliðhollar. Íslendingar eru óvanir betli hér heima við, en á Indlandi þykir betl sjálfsagt. Jafnvel sjálfur Búdda lifði á betli til langs tíma. Ríkjandi trúar- brögð þar í landi, hindúisminn, kenna að líf okkar nú sé afleiðing af gjörðum okkar í fyrra lífi. Aðstæður okkar eru því refsing eða verðlaun. Þetta viðhorf gefur þegnum landsins fá tækifæri til að breyta lífskjörum sínum því að hver maður á að lifa við örlög sín og bæta fyrir misgjörðir fyrra lífs. Framlag Frosta Friðrikssonar er dropi í haf fátæktar á Indlandi. En hugur hans og hjarta eru á réttum stað og hver tilraun til að vekja at- hygli á málefnum sem þessum er góðs viti. Listaverkið er ljósmyndir, í myndaalbúma-stærð, af Frosta að gefa betlurum pening. Á gólfinu liggur illa lyktandi, tjásulegt og skít- ugt teppi sem hann sendi frá Ind- landi og sýningargestir geta hent smámynt á. Frosti hyggst síðan nota upphæðina sem safnast til að gefa betlurunum. Þrengslin undir stigan- um neyða sýningargestinn til að beygja sig eða lúta höfði vilji hann skoða listaverkið. Við það skapast auðmýkt í fasi sýningargestsins sem tengir hann umsvifalaust við inni- hald og tilgang verksins. Staðsetn- ingin er því tilvalin og hugmyndinni er vel komið til skila. Það eina sem ég vil setja út á er slagorðið „Látum nú listina gott af sér leiða“ sem er í áðurnefndum texta. Það vinnur gegn auðmýktinni og að auki leiða listir gott af sér þótt það sé ekki í formi peninga eða hjálparstarfsemi. Frá sýningu Frosta Friðrikssonar undir stiganum í i8. List til hjálpar betlurum MYNDLIST Gallerí i8 – Undir stiganum Galleríið er opið á þriðjudögum – sunnu- daga frá 13-17. Sýningu lýkur 25. júlí. FROSTI FRIÐRIKSSON BLÖNDUÐ TÆKNI Jón B.K. Ransu Lúin bein er skáld- saga eftir Helga Ingólfsson. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Það er stór stund í sögu þjóðarinnar og lífi Jafets Jasonar- sonar fornleifa- fræðings þegar lít- ið silfurskrín frá miðöldum gægist dag einn í október upp úr jörðu við uppgröft í Þykkvabænum og í því sköflungsbein – trúlega úr Þorláki helga. Fyrir neyðarlega ráðstöfun ör- laganna hverfur sköflungurinn sama kvöld út í náttmyrkrið í kjaftinum á Sámi, hundi landsminjavarðar, og sést ekki meir. Tilraunir fornleifafræð- ingsins til þess að leyna hvarfi hinna helgu dóma hrekja hann niður í undir- heima Reykjavíkur og atburðarásin gerist æsilegri með hverri mínútunni sem líður, að því er segir í tilkynn- ingu.“ Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 222 bls., kilja. Kápuhönnun var í höndum Margrétar E. Laxness. Skáldsaga EYÞÓR Ingi Jónsson er næsti gestur á hádegistón- leikum í Hall- grímskirkju á vegum tón- leikaraðarinn- ar Sumarkvöld við orgelið kl. 12 á morgun. Á tónleikun- um, sem standa í hálftíma, leikur Eyþór tónlist tengda J.S. Bach. Frá barokktímanum má heyra Prelúdíu í d-moll eft- ir Dietrich Buxtehude og Prelúdíu og fúgu í a-moll eftir Johann Sebastian Bach. Buxtehude var einn lærifeðra Bachs og fræg er sú saga að Bach hafi farið fótgangandi til Lübeck þar sem Buxtehude starfaði til að læra af honum. Inn á milli leikur Eyþór tvær af sex fúgum Roberts Schu- manns úr verkinu Sex fúgur yfir nafnið BACH op. 60. Í fúgunum vinnur Schumann með stef sem byggir á hljóma- ganginum B-A-C-H. Eyþór Ingi stundar nú nám við kirkjutónlistardeild Tón- listarháskólans í Piteå í Sví- þjóð og heldur áfram við kons- ertorganistadeildina þar næsta haust. Samhliða námi hefur Eyþór stundað kennslu, kór- stjórn og organistastörf. Þá stjórnar hann hópi tónlistar- nema sem leggur áherslu á flutning tónlistar frá 17. öld. Eyþór hlaut námsstyrk úr Minningarsjóði Karls Sig- hvatssonar árið 1999. Í vor fékk hann styrki frá Samtids- kultur-sjóðnum í Umeå og frá Luleå-stifti. Undanfarin sum- ur hefur Eyþór Ingi verið að- stoðarorganisti Akureyrar- kirkju. Prelúdíur og fúgur á hádegistón- leikum Eyþór Ingi Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.