Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 9
36 erlendir skiptinemar koma
til Íslands í ágúst nk. Þau bíða
spennt eftir að heyra frá
íslensku fósturfjölskyldunum
sínum.
Er fjölskylda þín
ein af þeim?
Viljið þið kynnast,.....
.....nýjum viðhorfum?
.....framandi menningu?
.....nýrri sýn á land og þjóð?
Ef svo er, þá gefst ykkur færi
á að taka á móti
erlendum skiptinema
í 5—10 mánuði.
KRISTINN Magnússon sundkappi
synti Viðeyjarsund í þriðja sinn á
laugardaginn. Hann hóf sundið
frá bryggjunni í Viðey og tók
land í Reykjavíkurhöfn við Suð-
urbugt, sem er á milli Miðbakk-
ans og Ægisgarðs. Sundið er 5,1
km og var hann eina klukkustund
og 25 mínútur á leiðinni. Hann
ætlar að synda frá Vestmanna-
eyjum til lands um miðjan ágúst í
sumar, en það hafa aðeins tveir
menn gert áður, þeir Eyjólfur
Jónsson og Axel Kvaran árið
1960.
Kristinn segir að sundið á laug-
ardaginn hafi verið nokkuð átaka-
lítið. „Ég ætlaði reyndar að bæta
metið mitt frá því fyrir fjórum ár-
um, en var svo ekkert að æsa mig
yfir því enda er það enn í minni
eigu,“ sagði Kristinn, sem var 3
mínútur frá meti sínu. Sjórinn var
um 10 stiga heitur og synti Krist-
inn ósmurður í sundskýlu einni
fata eins og hann er vanur.
Ein af sjö sundleiðum í sumar
Viðeyjarsundið er ein af sjö
sundleiðum í sjó sem hann ætlar
að fara í sumar. Hann synti fyrr í
sumar Engeyjarsund og yfir Hval-
fjörð. Næsta verkefni hans er
Drangeyjarsund um næstu helgi.
Þá ætlar hann að synda yfir Þing-
vallavatn og frá Kjalarnesi og inn
í Reykjavíkurhöfn, sem er um 10
km leið. Lokasundspretturinn
verður frá Vestmannaeyjum til
lands, alls um 13 km leið, um
miðjan ágúst í sumar.
Kristinn er 35 ára sjúkraþjálf-
ari og hefur stundað sjósund frá
því 1998. Hann syndir í sjónum
nær alla daga vikunnar yfir sum-
armánuðina og þá helst í Naut-
hólsvík. Þá æfir hann sund með
Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hann
segist aldrei hætta sér í sjósund
nema bátur fylgi honum eftir.
Menn úr Björgunarsveitinni í
Hafnarfirði hafa fylgt honum eft-
ir í sumar.
Hann segir það mikla áskorun
við náttúruna að stunda sjósund.
„Ég tek aldrei neina áhættu í
þessu. Aðalmálið er að öryggið sé
í lagi. Ég veit alveg hvað ég má
ganga langt í þessu, enda er ég
sjúkraþjálfari og þekki vel líkama
minn,“ segir hann.
Þreytti
Viðeyjar-
sund í
þriðja sinn
Hyggst synda
frá Eyjum
til lands í ágúst
Morgunblaðið/Júlíus
Kristinn kemur að landi í Reykjavíkurhöfn.
JÓHANNES Davíðsson gullsmið-
ur, sem búsettur er í Danmörku,
segist ætla að kæra þann úrskurð
sem stjórn Lánasjóðs íslenskra
námsmanna hefur fellt í máli hans,
en árið 1999 sótti Jóhannes um
undanþágu frá endurgreiðslu
námslána vegna veikinda og ör-
orku. Í bréfi sem stjórn LÍN sendi
Jóhannesi nú í júlí, kemur fram að
stjórnin samþykki að Jóhannes
eigi rétt á undanþágu frá endur-
greiðslu námslána ársins 1999.
Segir í bréfinu að undanþágan sé
veitt vegna skyndilegra og veru-
legra breytinga sem orðið hafi á
högum Jóhannesar milli áranna
1998 og 1999 sbr. 9. grein reglu-
gerðar um LÍN. Undanþágan sé
háð því að Jóhannes komi náms-
láni sínu í skil og sendi sjóðnum
staðfestar upplýsingar um tekjur á
árunum 2000 og 2001. Fram að
þeim tíma er Jóhannesi jafnframt
boðið að leita samninga við sjóðinn
um skuldbreytingu vanskilanna.
Jóhannes sótti um undanþágu
frá afborgun námslána vegna
breytinga sem urðu á högum hans
vegna mænusiggssjúkdóms sem
veldur því að hann getur ekki
sinnt starfi sínu, en stjórn LÍN
hafnaði beiðninni. Málskotsnefnd
LÍN staðfesti úrskurð lánasjóðsins
í ársbyrjun 2000. Í framhaldi af
því leitaði Jóhannes til umboðs-
manns Alþingis. Umboðsmaður
sendi frá sér álit í maí 2001 þar
sem hann komst að þeirri niður-
stöðu að afgreiðsla stjórnar LÍN
og síðar málskotsnefndar LÍN
hefði ekki verið í samræmi við lög.
Beindi hann þeim tilmælum til
málskotsnefndar að hún tæki mál-
ið aftur til skoðunar. Í mars á
þessu ári staðfesti stjórn LÍN
fyrri niðurstöðu sína frá því í nóv-
ember 1999. Jóhannes kærði úr-
skurðinn til málskotsnefndar og
felldi nefndin hann úr gildi í sum-
arbyrjun. Stjórn LÍN hefur nú
samþykkt að Jóhannes fái und-
anþágu frá greiðslu námslána árs-
ins 1999, eins og fyrr segir.
Fer fram á að fá námslánin
felld niður
„Nú mun ég kæra þennan úr-
skurð enn einu sinni og fara fram
á það sem ég hef gert allan tím-
ann, að fá námslánin felld niður,
frá þeim tíma sem ég varð öryrki.
Ég kem til með að hafna þessu til-
boði framkvæmdastjórans og sendi
málið til málskotsnefndar enn einu
sinni og sé þá að málið er enn farið
í sama farveginn,“ sagði Jóhannes.
Hann segist fara fram á að LÍN
noti í fyrsta sinn ákvæði sem sé að
finna í lögum um Lánasjóðinn og
kveður á um að verði einstaklingur
fyrir alvarlegum veikindum eða
slysi, sé hægt að fá endurgreiðslu
námslána fellda niður. Hann segist
hafa þá sem hugsanlega eigi eftir
að lenda í vandræðum með þessi
mál í framtíðinni í huga, en gengið
sé á ábyrgðarmenn lána hjá fólki
sem kannski hafi lent í slæmum
veikindum. Að hans mati sé furðu-
legt að nauðsynlegt sé að hafa
ábyrgðarmenn á íslenskum náms-
lánum, slíkt tryggi ekki jafnrétti
til náms.
Hyggst kæra úr-
skurð stjórnar LÍN