Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 7
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
18
31
3
0
7/
20
02
ÉG ER Í GÓÐU SAMBANDI
Fyrsti smábíllinn með handfrjálsan búnað að staðalbúnaði.
ÉG ER YARIS MOBILE - NÁÐU MÉR NÚNA! Ég er
fáanlegur í takmarkaðan tíma með handfrjálsum búnaði, 14" álfelgum, vindskeið að aftan og skyggðum
rúðum sem staðalbúnað. Ég er alltaf í sambandi, alltaf hreyfanlegur og kosta frá aðeins 1.129.000 kr. sem
er sama verð og þegar ég er venjulegur. www.toyota.is
Handfrjáls búnaður Álfelgur Vindskeið Skyggðar rúður
Í FRAMHALDI af áliti nefndar
fjögurra ráðuneyta sem skipuð var
að tillögu Tómasar Inga Olrich,
menntamálaráðherra, hefur ríkis-
stjórnin samþykkt að Íbúðalána-
sjóði verði veitt heimild til að ganga
til nauðasamninga við Félagsíbúðir
iðnnema og tryggja þannig áfram-
haldandi rekstrargrundvöll starf-
seminnar.
Að sögn Ágústu R. Jónsdóttur,
stjórnarformanns FÍN, ganga
nauðasamningarnir út á það að
hluti af skuldum FÍN verður af-
skrifaður. „Við höfðum skilað inn
gögnum og skýrslum og útskýrt
stöðuna fyrir ráðherra og mat
nefndarinnar, sem hann skipaði, var
að þetta ætti að duga til að við get-
um rekið starfsemina áfram.“
Ágústa segir FÍN reka 32 her-
bergi og 26 íbúðir fyrir iðnnema,
flestar í miðborg Reykjavíkur. Hún
segir húsnæðið einkum ætlað iðn-
nemum utan af landi sem þurfa að
flytja í bæinn til að leggja stund á
iðnnám. Möguleikar fólks til að
stunda iðnnám á landsbyggðinni
séu afar litlir, þrátt fyrir að 40%
nema þar fari í iðn- eða verknám
meðan hlutfallið sé 20% í Reykja-
vík.
Segir Ágústa mikla ánægju ríkja
innan FÍN með ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar, sem hafi gert félag-
inu kleift að úthluta leiguhúsnæði
fyrir næsta vetur samkvæmt út-
hlutunarreglum.
Rekstur
Félagsíbúða
iðnnema
tryggður
áfram
AFFÖLL á nýjasta flokki hús-
bréfa, sem er til 40 ára, voru
12,43% í gær, en afföllin hafa
sveiflast á milli 8 og rúmlega 12%
undanfarna 12 mánuði.
Húsbréf gefin út
fyrir 15,6 milljarða
Bragi Bragason, sérfræðingur á
fjárstýringarsviði hjá Íbúðalána-
sjóði, segir að útgáfa húsbréfa hafi
numið um 15,6 milljörðum króna
fyrstu sex mánuði ársins en sam-
þykktar afgreiðslur hafi numið
tæplega 16,5 milljörðum.
Á sama tíma í fyrra hafi raun-
virði húsbréfa numið 13,8 milljörð-
um og sé því um 12,5% aukningu
að ræða. Samþykktar afgreiðslur
fyrstu sex mánuði ársins 2001 hafi
numið um 14 milljörðum og þar sé
því um ríflega 17% aukningu að
ræða. Aukin útgáfa húsbréfa helst
í hendur við lífleg fasteignavið-
skipti.
Bragi segir að auk þess hafi há-
marksfjárhæðir lána vegna við-
skipta með nýtt og notað húsnæði
hækkað um tæplega 20% að með-
altali í maí í fyrra og það hafi
hleypt auknu lífi í viðskiptin.
Að sögn Braga hafa afföll á hús-
bréfum sveiflast frá 8 og upp í
rúmlega 12% undanfarna 12 mán-
uði. Hann segir að nokkrar ástæð-
ur liggi að baki. Mun meira fram-
boð hafi verið á skulda-
bréfamarkaði en væntingar hafi
staðið til, meiri viðskipti hafi verið
á fasteignamarkaði en gert hafi
verið ráð fyrir og mikil skulda-
bréfaútgáfa hafi verið hjá bönkum
og fyrirtækjum. Eftirspurnin hafi
verið svipuð og ætlað hafi verið en
þó hafi hún verið meiri og erlendir
fjárfestar hafi keypt skuldabréf á
Íslandi. Íslensk húsbréf séu góð
þar sem þau séu bæði ríkistryggð
og verðtryggð.
Reiknar var með
að afföllin minnkuðu
Bragi segir að gert hafi verið
ráð fyrir að afföllin minnkuðu,
sveifla niður á við hafi verið byrjuð
í maí í fyrra en kippur hafi komið í
viðskiptin eftir það og afföllin ekki
minnkað eins mikið og ætlað var.
Afföll á hús-
bréfum komin
upp í 12,4%
ÁKVEÐIÐ hefur verið að ganga
til samninga við Brynjólf Gíslason,
fráfarandi sveitarstjóra á
Hvammstanga, um bæjarstjóra-
starfið í Vesturbyggð og Ólafur
Áki Ragnarsson, fráfarandi sveit-
arstjóri á Djúpavogi, verður næsti
bæjarstjóri í sveitarfélaginu Ölf-
usi.
Bæjarstjórastarfið í Vestur-
byggð var auglýst í kjölfar kosn-
inganna í vor og bárust 13 um-
sóknir. Þegar ákveðið var að
auglýsa starfið sagði Jón Gunnar
Stefánsson, bæjarstjóri, upp samn-
ingnum, sem hann gerði fyrir fjór-
um árum, en var síðan á meðal 13
umsækjenda. Hann segir að óvíst
sé hvað taki við hjá sér, en samn-
ingur hans rennur út 1. október og
þá tekur nýr bæjarstjóri við.
Á bæjarráðsfundi í Ölfusi á
fimmtudag verður gengið frá ráðn-
ingu Ólafs Áka Ragnarssonar í
starf bæjarstjóra. Sesselja Jóns-
dóttir hætti 1. júlí sl. eftir að hafa
gegnt starfinu sl. kjörtímabil og
hefur Guðni Pétursson, bæjarrit-
ari, gegnt því síðan. 40 umsóknir
bárust um starfið.
Nýir bæjar-
stjórar í
Vesturbyggð
og Ölfusi
ENN einn útafaksturinn varð í gær í
þjóðvegaakstri vegna þess að öku-
maður sofnaði við stýrið. Atvikið
varð við Fornahvamm sunnan Holta-
vörðuheiðar en ökumanninn sakaði
ekki. Bíll hans skemmdist hins vegar
talsvert þegar hann fór út af og
sprungu dekk og skemmdir urðu á
undirvagni. Flytja varð bílinn á brott
með kranabíl.
Sofnaði
við stýrið
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦