Morgunblaðið - 17.07.2002, Side 36

Morgunblaðið - 17.07.2002, Side 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það voru þungbær- ar fréttir sem bárust föstudaginn 28. júní. Aggi, æskuvinur minn, hafði í einu vet- fangi verið hrifinn á brott í blóma lífsins aðeins 36 ára gamall. Kynni okkar Agga hófust þegar við vorum saman í 2. bekk í Lund- arskóla og urðum við strax miklir vinir. Við vorum því sem næst óað- skiljanlegir á þessum árum og var margt brallað. Ásamt fleirum var stofnað leynifélag með bækistöðvar í kjallaranum hjá mér. Leituðum við uppi ráðgátur og grunsamlega hluti í nærliggjandi hverfum með mismiklum árangri en öll málin voru þó samviskusamlega skráð af Agga til frekari úrvinnslu. Við Aggi fylgdumst að í gegnum barna- og gagnfræðaskóla og einn- ig vorum við um tíma saman í Iðn- skólanum eða þar til hann fór í nám til Reykjavíkur. Aggi hafði hæglátt yfirbragð, gat virkað alvörugefinn en jafnan var stutt í grínið og hinn lúmska húm- or sem hann bjó yfir, en umfram allt var hann traustur vinur. Aggi var ungur fróðleiksfús, las mikið og sökkti sér oft niður í hin ýmsu mál og man ég eftir að hann hafði sérstakan áhuga á síðari AGNAR RAFN VILHJÁLMSSON ✝ Agnar Rafn Vil-hjálmsson fædd- ist á Akureyri 9. maí 1966. Hann lést af slysförum 28. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 8. júlí. heimsstyrjöldinni. Hann vissi allt um or- ustuna um Atlantshaf- ið og var vonlaust að ætla að reka hann á gat í sögulegum stað- reyndum.Við vinirnir settum saman módel af Hood og Bismarck og lifðum okkur inn í atburðarásina. Þetta voru skemmtilegir tímar. Hin síðari ár urðu samfundir okkar fáir, en þegar við hittumst voru endurfundirnir enn skemmtilegri og gafst þá færi til þess að spjalla um hvað á daga okkar hafði drifið og rifja upp liðna tíma. Það er erfitt til þess að hugsa að endurfundir okkar verði ekki fleiri. Með trega og þakklæti fyrir samfylgdina kveð ég Agga. Fjöl- skyldu og aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Hjalti M. Bjarnason. Elsku vinur og vinnufélagi. Orð fá því ekki lýst hversu sárt það var að heyra um fráfall þitt. Allar minningarnar streymdu í gegnum huga okkar á örskotsstundu og sárt að vita til þess að við eigum ekki eftir að eyða meiri tíma með þér. En þú ert kominn á stað þar sem við vitum að vel er tekið á móti þér. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við sendum fjölskyldu Agnars okkar innilegustu samúðarkveðjur. Friðbjörn og Hrafnhildur. Hann Aggi, en það var hann ætíð kallaður af vinum og vanda- mönnum, var sannkallað náttúru- barn og ferðalög um landið fagra, Ísland, voru hans uppáhald. Einnig naut hann þess að ferðast um hafið bláa hafið, en hann fór af stað í sína hinstu ferð á haf út hinn 27. júní og fannst síðan látinn hinn 28. Á svona sorgarstundum óskar maður þess að vakna sem fyrst af vondum draumi. Hugur minn hvarflar til baka aftur til ársins 1974 er ég und- irrituð kynntist Agnari. Mér varð starsýnt á fallega lokkað dökk- brúnt hár og brosmilt andlit. Ég mun aldrei gleyma hversu hlýlegar viðtökur ég og mín tvö kornungu börn fengum hjá honum og systur hans Eydísi, þrátt fyrir að uppá- haldsfrændinn þeirra sem vanalega var til reiðu fyrir þau er færi gafst væri allt í einu kominn með konu og tvö börn uppá sína arma. Þau voru um árabil eins og systkini, þessi fjögur börn, og Aggi varð strax í hlutverki hins umhyggju- sama stóra bróður og stend ég og mín fjölskylda í mikilli þakkarskuld fyrir ógleymanlegar samverustund- ir hvort heldur sem var úti á ferða- lögum sem fjölskyldurnar fóru saman, eða inni við alls konar leiki og störf. Aggi lét sig t.d. aldrei vanta, hvort heldur um berjaferðir, sláturtíðina á haustin eða laufa- brauðsgerðina fyrir jólin var að ræða. Við munum ætíð minnast hins glaðlega og hjálpsama Agga með þakklæti og biðjum almáttugan Guð að hugga fjölskyldu hans og ástvini. Jesús sagði: „Komið til mín, allir þér, sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ (Matt. 11,28.) Innilegustu samúðarkveðjur. Sólveig, Frímann, Ágúst, Bryndís og fjölskyldur. Elskuleg frænka er látin. Gulla frænka var öllum mjög kær, sama hvernig á er litið, sem ömmu, móður, eða frænku, hún var yndis- leg. Allir sem voru svo lánsamir að kynnast Gullu vita hversu hlýr persónuleiki hún var og hversu hreint hjarta hennar var. Hún vildi öllum allt það besta. Alltaf var Gulla hýr og dugleg, það er margt sem amma María hefur sagt mér um tíðina um Gullu frænku. Hún talaði um prakkarastrik þeirra systra og ýmislegt sem þær stöllur höfðu brallað í gegnum tíðina. Ömmu þótti svo vænt um þig, Gulla, hún unni þér mikið og var þér ávallt mjög góð. Amma talaði alltaf um það hvað Gulla hefði verið lánsöm að kynnast honum Ella sínum. Að hann hefði verið henni mikið í lífinu og alltaf ver- ið henni svo góður. Þau voru svo góð hvort við annað, áttu alveg einstak- lega vel saman. Elli var alltaf dugleg- ur að fara með hana út á rúntinn og drífa hana í heimsóknir til ömmu og afa. Einnig voru Gulla og Elli dugleg að fara í hjólhýsið sitt sem þau áttu í Þjórsárdalnum. Þangað var ávallt gott að koma og þiggja gott kaffi og með því. Já, ég gæti endalaust skrifað vel og fallega um hana Gullu mína. Það var okkur systkinunum mikil lukka þegar hún kom og passaði okk- ur, hún passaði Thelmu systur fyrir mömmu og pabba í nokkra mánuði þegar hún var bara kornabarn og það var ekki annað að sjá en að Thelmu hefði liðið vel hjá henni. Svona var Gulla, vildi allt fyrir alla gera, og alltaf var hún svo blíð og góð. Þetta verða að vera mín lokaorð til þín, elsku Gulla mín, ég mun sakna þín, líkt og allir hinir sem þig þekktu og voru svo lánsamir að fá að kynnast þér. Elsku Elli minn, söknuður þinn er mestur og ég óska þess heitar en nokkuð annað að guð verði með þér í þessari erfiðu sorg og gefi þér þann styrk sem þú þarfnast. Einnig votta GUÐLAUG BERGMANN ✝ Guðlaug Berg-mann fæddist 17. október 1932. Hún lést 20. júní síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 28. júní. ég börnum, barnabörn- um Gullu og ömmu Maríu samúð mína. Þín frænka, María Kristins. Gulla mágkona mín er látin. Fréttin kom okkur á óvart þótt hún hefði átt við veikindi að stríða um nokkurn tíma. Ég kynntist Gullu fyrir um 54 árum þegar við María systir hennar rugluðu saman reitum okkar. Síðan var alltaf náið samband milli fjölskyldna. Þeir voru lánsamir sem fengu að kynnast Gullu. Hún mátti ekkert aumt sjá. Alltaf tók hún hlut þeirra sem minnimáttar voru. Hennar mesta gæfuspor var þegar hún kynntist Ella, sem reyndist henni svo vel. Það var virkilega gaman að sjá hvað þau gátu verið samrýnd. Hún var hans eyru og munnur. Hann var svo duglegur að fara með hana út að keyra í heimsóknir til ættingja og vina. Það má segja að þau bættu svo sannarlega hvort annað upp. Líf Gullu var ekki alltaf dans á rós- um, en hún tók því sem að höndum bar alltaf með jafnaðargeði. Nú er hún komin yfir móðuna miklu þar sem sonur hennar og for- eldrar taka á móti henni, og hún er hætt að þjást. Elsku Elli minn, ég veit að sökn- uður þinn er sár. En guð græðir öll sár um síðir. Megi góður guð gefa þér styrk og kraft. Einnig votta ég systr- um hennar, börnum og barnabörnum innilega samúð. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Elsku mágkona, hvíl í friði. Þökk fyrir allt og allt. Kristján Geir Pétursson. Vignir var ekki venjulegur ungur maður. Hann var sönn hetja, bardagamaður og oft sigurvegari. Vignir hafði hreina sál, hann öfundaði engan, umbar flesta og ég veit fyr- ir víst að hann talaði aldrei illa um nokkurn mann. Það eru ekki marg- ir sem geta státað af slíku á lífs- leiðinni. Vignir safnaði ekki auði, völdum eða metorðum og hann var ekki langskólagenginn. Samt átti hann stóran þátt í því að þroska og auðga líf þeirra sem mest umgeng- ust hann. Einnig er ég viss um að hann gaf læknavísindunum mikið. Oft var hann hrein ráðgáta. Allt hans líf var hann rannsakaður, skorinn, þuklaður og sprautaður – meira og oftar en nokkur ætti að þurfa að þola. Oft var honum vart VIGNIR ÞÓRSSON ✝ Vignir Þórssonfæddist í Reykja- vík 20. maí 1967. Hann lést á heimili sínu miðvikudaginn 10. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 16. júlí. hugað líf, en ótrúlegur dugnaður og seigla bjó í þessum líkama – hann virtist hafa níu líf. Það mætti ætla að líf Vignis hefði verið samfelld píslarganga – en svo var ekki því hann stóð ekki einn. Fúddi og Mallý, for- eldrar hans, elskuðu hann og vernduðu og háðu ótrúlega margar baráttur með honum – og fyrir hann. Þau fögnuðu með honum hverju framfaraskrefi sem hann náði og höfðu undurnæman skiln- ing á líðan hans og þörfum. Það kemur því kannski ekki á óvart að aðeins mánuði eftir lát Fúdda kvaddi Vignir líka. Ég hitti þá síðast saman á sjötugsafmæli Fúdda í mars s.l. þar sem þeir sátu og borðuðu upp úr sömu sælgæt- isskálinni, brosandi út að eyrum. Þannig er ljúft að minnast þeirra. Elsku Mallý, vonandi er það dá- lítil huggun í sorginni að hugsa um þá sameinaða aftur heilbrigða og hrausta. Guð blessi minningu Vignis. Anna Eyvör (Úgga). ANNA MARGRÉT SIGURÐ- ARDÓTTIR ✝ Anna Margrét Sigurðardóttirfæddist í Reykjavík 25. októ- ber 1990. Hún lést af slysförum 9. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Skálholtskirkju 23. mars. Anna Margrét, ég vona að þér líði vel hjá Guði nú þegar þú ert fallegur engill. Ég veit að þú ert hjá mér, en samt sakna ég þín. Ekki gráta amma og afi, því Anna Margrét er líka hjá ykkur og elskar ykkur og sér hve þið eruð sorg- mædd. Björgvin Pétur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. '   &      &     (       $($       "#  "#      "#   "     "  ) =  -  $  ( %<<4$$   <4$ +'%7 01<4$$  #0 ''$  '"; <4$$  '"< 0<    "    "( '   &      &     (       $($       "#      "#      "#   "    "  ? > +)  -    0<G9 01 ! % ( +'% 0 $    ? ' H3< $    (? '$   #3 ID#? ' % 0$    "    "(   &        # &   (       $      "#      ? + ( -    &           0 - $ 7    "% " *  # 3% $# % %   4 ?' 0(

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.